Skessuhorn - 29.06.2022, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 202216
Jakob Ingi Jakobsson brást
afar ljúfmannlega við því að
taka saman minningarbrot um
kennara sinn fyrir Skessuhorn.
Fara skrif hans hér á eftir í
eilítið styttu formi.
Ég man þegar dagróðraskel-
fiskbáturinn sem ég var á strandaði
árið 1983. Ég var kokkur á bátnum
og hafði því ekkert að gera í þær
tvær vikur sem gert var ráð fyr-
ir að færu í að gera við bátinn upp
í slipp. Helga systir var að glamra
á litla hljómborðið sitt heima hjá
mér annað slagið, mér fannst það
alveg brilliant. Þá fékk ég þá flugu
í höfuðið að hringja í „tengdó,“
hann Björgvin Þorvarðarson
húsasmiðameistara. Hvort hann
væri ekki til í að kenna mér að
spila eitthvað á nikku? Björgvin
og Pétur Ágústsson ásamt öðr-
um höfðu nefnilega haft það fyr-
ir venju að spila fyrir dansi á nikk-
ur í gamla Félagshúsinu í Flatey á
Verslunarmannahelgum, þar sem
við krakkarnir snerumst um í dansi
við blaktandi logann frá olíulukt-
unum sem lýstu upp salinn. Mér
fannst gaman að sitja yst á sviðinu
og horfa á þá kallana leika listir
sínar. Þarna fengum við unga fólk-
ið að sjá og upplifa hvernig kyn-
slóðirnar á undan skemmtu sér í
eyjunum. Ómetanlegt.
Í Félagshúsinu var ekkert raf-
magn eða slíkt. Bara olíulampar
og órafmögnuð tónlist. Tréhús og
trégólf sem glumdi í. Mjög róman-
tískt umhverfi.
En þarna haustið 1983 var ég
fastur í landi eftir strandið og
minntist Harmonikkutónlistar-
innar í Flatey. Ég hafði ekkert að
gera og fór að ráðum Björgvins og
hafði samband við Hadda í síma.
Svar hans var spurning. „Viltu
læra á nikku?“ og greinilegt var að
honum fannst það mjög óvænt og
spennandi. Ég mætti svo í fyrsta
tímann hjá honum seinnipart
fimmtudagsins 13. október 1983.
Það var einkatími, svona til að sjá
hvort við værum að fíla þetta báðir.
En ég fór svo beint í skólann.
Haddi dældi í mig nótum. Tím-
arnir voru alltaf seinnipartinn eft-
ir að ég kom af sjó og urðu margir
skemmtilega langir, við gleymdum
okkur alveg yfir músíkinni.
Ég sat og horfði á Hadda spila
það sem hann var að æfa þá og þá
stundina. Hann sagði mér að hann
væri líka að læra eftir skólanum
sem hann lét mig hafa, „Palmer
& Hughes.“ Haddi hafði nefni-
lega sjálfur tileinkað sér ranga
fingrasetningu á bassahendinni
eins og svo margir höfðu á þess-
um tíma. Svo var litliputtinn hans
seinvirkari en hinir, einhver tauga-
galli; þetta sýndi hann mér. Af því
að horfa á Hadda spila og æfa sig
lærði ég mest. Líka vegna þess að
ég las illa nótur og var bara að læra
þær á meðan ég lærði á nikkuna.
Haddi glamraði þá yfir lagið sem
spila átti, og þá gekk þetta upp hjá
mér. Hann spilaði gjarnan „aðra“
rödd sem var mikil skrautrödd
fannst manni, en lét mig glamra
einfalda laglínuna. Mér fannst það
æði.
Ég kláraði sex bækur úr skól-
anum á fyrstu tveimur mánuðun-
um og spilaði á jólatónleikunum
„Menúett í G dúr eftir J.S. Bach
í útsetningu Toralf Tollefsen,“
eitthvað sem Haddi sagði mér
að leika. Haddi var mjög ánægð-
ur. Það hvatti mig til að gera enn
betur svo ég hóf að glugga í tón-
list gömlu meistaranna undir vök-
ulu auga hans. Þarna byrjaði Pietro
Frosini æðið hjá okkur báðum. Á
þessum tveimur vetrum hjá Hadda
spilaði ég í gegn um ellefu bækur
af fimmtán sem var u.þ.b. 60% af
skólanum.
Allan daginn hljómaði nikkutón-
list í höfðinu á mér út á sjó við skel-
borðið þar sem við handtíndum
skel í körfur og svo tóku æfingar
við um leið og í land var komið.
Svo komu tímarnir hjá Hadda sem
voru hápunktar vikunnar hverju
sinni. Hann var gersamlega hel-
tekinn af tónlist eftir snillinga fyrri
tíma, og ég féll fyrir þessu líka. Við
vorum alveg gersamlega frávita af
áhuga á þessari tónlist.
Haddi var ótrúlega þolinmóður,
annars hefði ég aldrei lært neitt.
Nótu fyrir nótu sýndi hann manni
hvernig þessi eða hinn fingurinn
átti að vera eða fara. Hann spil-
aði á balli í félagsheimilinu Skildi
í janúar 1984 og ég nýbyrjaður, var
tekinn með og látinn spila fyrstu
rödd í nokkrum laganna. Það var
lærdómsríkt. Hann vissi hvað
hann var að gera, kunni að kveikja
og halda við loganum sem brann
innra með klaufska nemanum.
Við Haddi eyddum mjög mikl-
um tíma saman. Það voru tilfinn-
ingar og átök innra með manni,
maður kom þreyttur af sjónum
og beint í tíma sem stóð tímun-
um saman, æfingar alla daga. Ég
var alveg heltekinn. En Haddi var
alltaf slakur, rólegur og brosandi.
Aldrei neitt vesen. Og maður hélt
áfram.
Við fórum einu sinni saman
ásamt konunum okkar á tónleika
hjá Lars Ek á landsmóti í Borg-
arfirði til að stúdera hvernig spila
ætti Frosini og slíkt. Einnig hvatti
Haddi mig til að koma í tíma hjá
Renzo Ruggieri ítölskum snillingi
sem hélt námskeið í Reykjavík fyrir
tónlistarkennara. Ég sótti tíma hjá
Renzo, til að skoða belgtækni, ekk-
ert annað.
Þarna á þessum tíma 1983,
stofnuðu kallarnir í Hólminum
Harmonikkufélag Stykkishólms.
Ég var þar með. Og alla tíð kenndi
ég mig við það félag.
Ég var bara hálft annað ár í eig-
inlegu námi hjá Hadda, en gat og
var alltaf í sambandi við hann um
allt sem seinna kom. Ég fór suð-
ur 1991 og spilaði víða, fór líka í
einkatíma hjá Braga Hlíðberg og
var Haddi ánægður með það. Ég
gerðist eiginlega harmonikkuleik-
ari að atvinnu um tveggja ára skeið,
gerði ekkert annað en spila undir
borðum, undir dansi, veislum og
með hljómsveitum á öllum öldur-
húsum Reykjavíkur og böllum um
land allt. Þetta gerði ég ca. fram
að landsmóti 1994. Þar spilaði ég
einleik og lagði eftir það nikkuna
á hilluna. Vissulega spilaði ég eitt-
hvað einhversstaðar eftir það, t.d.
sem heiðursgestur Tónlistarskóla
Stykkishólms, sem var ótrúlega
mikill heiður fyrir mig. Haddi vildi
endilega fá mig vestur til að spila
í kirkjunni þar sem tónleikarnir
voru haldnir. „Það væri hvatning
fyrir krakkana“ sagði Haddi. Það
var geggjað augnablik, af því ég var
aldrei og hef aldrei verið sérlega
góður nikkari að eigin mati.
Þegar ég gifti mig 1996 var
Haddi maðurinn sem kom og spil-
aði í brúðkaupsveislunni, bros-
andi allan tímann og harðneitaði
að þiggja neitt fyrir. Kom bara og
gerði góða veislu enn betri. Ég var
rígmontinn að geta boðið uppá
svona heimsklassa músikant í veisl-
unni.
Ég leit á Hadda sem vin frekar
en kennara. Ég gat alltaf hringt í
hann ef ég var í veseni með eitt-
hvað, þá raulaði hann það sem ég
þurfti aðstoð við varðandi nótna-
lesturinn og ég fattaði. Hann sendi
mér ósköpin öll af nótum eða gerði
klár fyrir mig að nálgast, ég gat
alltaf leitað til hans með aðstoð.
Alltaf. Þó hann væri upptekinn.
Ég minnist Hadda vinar míns
alltaf og oft með hlýju. Ég held
að hann hafi ekki vitað né fatt-
að hversu miklu máli hann skipti
mig. Tónlistin breytti lífi mínu til
betri vegar. Og Haddi á heiðurinn
af því, ásamt Björgvini Þorvarðar
auðvitað líka.
Ég hef og þreyttist aldrei á að
segja öllum sem heyra vildu frá
þessum snillingi sem Haddi var.
Ég verð alltaf stoltur af því að
geta sagt að, það sem ég kann á
nikku, lærði ég af Hadda. Þá ekki
síst vegna þess að ég lærði af hon-
um þrautseigjuna, þolinmæðina,
sjálfsagann og yfirleguna sem þarf
til að geta komið sómasamlega frá
sér lagi á þetta brilliant hljóðfæri.
Enn og aftur er það Haddi sem
verður þess valdandi að ég þarf að
spila opinberlega þann 1. júlí 2022,
en nú er það til að opna Landsmót
Harmonikkuunnenda í Stykkis-
hólmi sem verður tileinkað minn-
ingu um þennan fallna „virtuoso“
sem kvaddi allt of snemma. Þar er
mér of mikill heiður sýndur.
Þeir sem þekktu Hadda eru mér
öruggleg sammála þegar ég segi
að hann hafi alltaf verið, brosandi,
auðmjúkur, fórnfús, staðfastur,
afkastamikill, vandaður, nákvæmur
og sérstaklega góður félagi. - Takk
kærlega fyrir mig Haddi minn!
Jakob Ingi Jakobsso
Stykkishólmi
Haddi kennari var snillingur!
Jakob Ingi er hér með harmonikkuna sem hann mun spila á við opnun mótsins
um næstu helgi.
„Það er ómögulegt að sjá fyrir sér
sögu Tónlistarskóla Stykkishólms
án þess að nafn Hafsteins Sigurðs-
sonar verði þar fyrirferðarmikið.“
Svona fórust Jóhönnu Guðmunds-
dóttur skólastjóra Tónlistarskól-
ans orð í upphafi minningargrein-
ar um Hafstein, sem lést árið 2012
eftir harða baráttu við krabbamein.
Um næstu helgi verður Landsmót
harmonikuunnenda haldið í Stykk-
ishólmi og er það helgað minningu
þessa mikilhæfa tónlistarmanns.
Haddi
Hafsteinn var fæddur árið 1945 í
Stykkishólmi og sleit þar barns-
skónum elstur systkina sinna. Hann
var kallaður Haddi af þeim sem
til hans þekktu. Á sumrin dvaldi
hann mikið hjá móðurfólki sínu
á Hellnafelli við Grundarfjörð,
svo segja má að Snæfellsnesið hafi
verið hans heimasvæði. Hann fór
snemma að læra á hljóðfæri og mik-
ið var sungið og spilað á hans æsku-
heimili. Og þegar fjölskyldan hitt-
ist var nikkan ávallt með í för, og þá
var spilað, sungið og dansað. Hann
lærði trésmíðar en tónlistin varð í
senn aðaláhugamálið og lífsviður-
værið fyrir utan sjómennskuna, sem
hann stundaði með störfum sínum
við Tónlistarskólann í Hólmin-
um. Árið 1973 hóf hann sambúð
með Sigrúnu Ársælsdóttur (Rúnu)
og áttu þau eina dóttur saman,
en áður hafði hann eignast son.
Haddi elskaði fjölskyldu sína og
var umhugað um þau öll, ekki bara
systkini sín heldur líka tengdasystk-
ini og segja má að hann hafi eignast
sex systkini í viðbót með sambúð
sinni með Rúnu. Hann var góður
vinur barna sinna og tengdardóttur
og barnabörnin skipuðu stóran sess
í hjarta hans.
Stórt hlutverk í menn-
ingarlífinu í Hólminum
Hafsteinn lék í og stjórnaði mörg-
um danshljómsveitum og átti stór-
an þátt í menningarlífinu í Stykkis-
hólmi. Hann útsetti, spilaði og
stjórnaði tónlistaratriðum þar í
fjöldamörg ár. Á áramótunum stillti
hann sér upp á horni Silfurgötu og
Lágholts, tilbúinn með nikkuna og
vini sína Benna og Sigga sér við
hlið. Á slaginu tólf hljómuðu svo
þrjár nikkur í takt og nýja árið gekk
í garð.
Haddi vann mikið með
þorrablótsnefndum, setti saman
heilu söngleikina og orti gamanvís-
ur. Það lá vel fyrir honum að gera
vísur og hann var glöggur á það
skondna og skemmtilega við bæj-
arlífið í Stykkishólmi.
Ummæli félaga
Haddi var þekktur meðal harm-
onikuunnenda fyrir afburða hljóð-
færaleik og mikla ljúfmennsku. Ein úr
„Án efa einn besti harmonikuleikari Íslendinga“
Hafsteins Sigurðssonar minnst í Stykkishólmi um helgina
Haddi með nikkuna.