Skessuhorn - 06.07.2022, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 20222
Útgáfan í sumar
SKESSUHORN: Nokk-
ur er spurt um útgáfudaga
Skessuhorns í sumar. Það
skal upplýst að blaðið kemur
út alla miðvikudaga í sumar,
utan eins. Það kemur ekki út
blað vikuna eftir verslunar-
mannahelgi, miðvikudaginn
3. ágúst. Starfsfólk á ritstjórn
verður í sumarleyfi frá 27.
júlí til og með 2. ágúst. -mm
Hreppslaug
vígð
SKORRAD: Nýtt laugarhús
við Hreppslaug var vígt síð-
degis í gær, um svipað
leyti og Skessuhorn fór til
prentunar. Þar stóð til að
hafa stutta athöfn þar sem
Guðni Th Jóhannesson for-
seti Íslands var væntanleg-
ur. Við segjum frá vígslunni
á vef Skessuhorns og í næsta
blaði. -mm
Eldur í gámi
BORGARNES: Vegfarandi
tilkynnti um eld í gámi við
húsnæði Steypustöðvarinn-
ar við Engjaás í Borgarnesi
aðfararnótt sl. föstudags. Að
sögn Bjarna Kr. Þorsteins-
sonar slökkviliðsstjóra er
ekki vitað nákvæmlega um
eldsupptök, en gámurinn
er mikið skemmdur og all-
ur skakkur eftir hitann sem
myndaðist. Það vildi slökkvi-
liðinu til happs að þessa nótt
var stafalogn því drjúgur
eldsmatur var í grennd við
gáminn. Bíll stóð í einung-
is tveggja metra fjarlægð,
byggingar hefðu mögu-
lega verið í hættu og plast-
kúlur sem voru í grennd við
gáminn hefðu getað orsakað
mikinn eld á svæðinu. -gj
Mesta verð-
bólga í
þrettán ár
LANDIÐ: Verðbólga
mælist nú 8,8% og hefur
ekki verið hærri síðan árið
2009. Verðbólga án húsnæð-
isþáttarins er 6,5%. Hækkun
verðlags miðað við neyslu-
verðsvísitölu er 1,41% síð-
asliðinn mánuð. Verð á mat
og drykkjarvörum hækk-
aði um 0,8% (áhrif á vísi-
töluna 0,11%), kostnaður
vegna búsetu í eigin húsnæði
(reiknuð húsaleiga) hækkaði
um 2,9% (0,56%) og verð
á bensíni og olíum hækkaði
um 10,4% (0,39%). -mm
Sandara- og
Rifsaragleði
S N Æ F E L L S B Æ R :
Helgina 7.-9. júlí fer Sand-
ara- og Rifsaragleði fram í
Snæfellsbæ. Dagskrá verð-
ur fyrir alla aldurshópa um
helgina í Rifi, á Hellissandi
og í Ólafsvík. Hátíðin hefst
á uppistandi með Ara Eld-
járn í Frystiklefanum í Rifi
á fimmtudagskvöld en lýk-
ur með sveitaballi í Félags-
heimilinu Röst á Hellissandi
á laugardagskvöldinu. Veg-
leg fjölskyldudagskrá verð-
ur á föstudegi og laugardegi.
-sþ
Eftir vægast sagt viðburðaríkt vor
og fyrri hluta sumars er nú lítið
eitt að slakna á dagskrá hátíða og
viðburða. Við hvetjum fólk til að
nýta hásumarið til hreyfingar og
útiveru, hvert á sínum forsendum.
Í dag verður skýjað en úrkomu-
lítið, en bjart með köflum á Norð-
ur- og Austurlandi. Fer að rigna
suðvestan- og vestanlands seint
um kvöldið með vaxandi suð-
austanátt. Hiti yfirleitt á bilinu 10
til 16 stig. Á fimmtudag er spáð
suðvestan og vestan 8-13 m/s,
rigning eða skúrir, en styttir upp
austanlands fyrir hádegi. Hiti 10
til 20 stig, hlýjast á Austfjörðum.
Á föstudag verður vestan 5-13
m/sek og súld eða dálítil rign-
ing með köflum, en yfirleitt þurrt
á Austfjörðum og Suðaustur-
landi. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast suð-
austanlands. Á laugardag verð-
ur sunnanátt og rigning, en að
mestu þurrt á norðaustanverðu
landinu. Á sunnudag verður vest-
læg eða breytileg átt og dálítil
rigning.
Í liðinni viku var spurt á vef
Skessuhorns: „Þú værir dæmd/ur
til vistar á eyðieyju; hvaða drykk
tækir þú með þér?“ Þetta er nátt-
úrlega mjög mikilvægt að vita.
Niðurstaðan var býsna afger-
andi, því 74% völdu að hafa með
sér vatn. 14% hafa áfengi með í
för og gera þannig ráð fyrir að
vatn til að blanda það með finn-
ist á eyjunni. Nú 5% hafa með sér
ávaxtasafa, 3% gos, 3% orkudrykk
og 2% velja eitthvað annað.
Í næst viku er spurt:
Notarðu verkjalyf?
Landsmót hestamanna stend-
ur nú yfir á Gaddastaðaflötum á
Rangárvöllum. Þar er hvert ann-
að glæsihrossið tekið til kost-
anna og áhorfendur fá nú í fyrsta
skipti í fjögur ár að líta heilstæð-
an afrakstur ræktunar og þjálfun-
ar. Athygli á sunnudaginn vakti
árangur Kristínar Eirar Hauks-
dóttur Holaker frá Skáney. Hún
sat hestinn Þyt og saman náðu
þau eftirtektarverðum árangri í
forkeppni barna, með einkunn-
ina 8,798. Kristín Eir og Þytur eru
Vestlendingar vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Vestlendingur
vikunnar
Veðurhorfur
Nú birtir yfir Akraneskirkju þar
sem Garðar Jónsson málari vinn-
ur að því þessa dagana að heil-
mála kirkjuna að utan. Ekki mun
verða skipt um lit á þessu 126 ára
guðshúsi Akurnesinga. Blaðamað-
ur Skessuhorns leit við á sólríkum
degi í síðustu viku og smellti mynd
af Garðari þar sem hann stóð uppi í
spjóti og málaði kirkjuturninn.
sþ
Dómsmálaráðuneytið hefur kynnt í
Samráðsgátt stjórnvalda áform um
að endurskoða verði ný kosninga-
lög sem reynst hafa meingölluð.
Nú stendur meðal annars til að taka
til endurskoðunar ákvæði um hæfi
kjörstjórna. Þau hæfisskilyrði gerðu
sveitarfélögum, sérstaklega þeim
fámennari, lífið leitt í aðdraganda
sveitarstjórnarkosninga síðasta vor,
eins og fram kom í fréttum á fyrri
hluta árs. Í kosningalögum sem
tóku gildi í byrjun árs voru m.a.
gerðar miklar breytingar á því fyr-
irkomulagi sem verið hefur á fram-
kvæmd kosninga. Við undirbún-
ing sveitarstjórnakosninga 14. maí
sl. komu svo í ljós ýmsir ágallar á
nýju lögunum. Voru nokkrir þeirra
það alvarlegir að bregðast þurfti við
þá þegar og var lögunum breytt í
tvígang.
Aðgerðir Mílu við að bæta fjar-
skiptaskilyrði í Grundarfirði fela
m.a. í sér að tæpt hundrað heim-
ila mun eiga kost á tengingu eftir
lagningu ljósleiðara í sumar. Enn-
fremur batna skilyrði farsíma (4G
og 5G síðar) þegar framkvæmdum
lýkur, en Míla rekur fjarskiptakerfi
Símans.
Á fundi skipulags- og umhverfis-
nefndar Grundarfjarðarbæjar í
lok síðasta mánaðar var tekið fyr-
ir erindi frá Mílu um að staðsetja
farsímabúnað á þaki grunnskólans
í bænum til þess að bæta farsíma-
samband á svæðinu. Samhliða er
gert ráð fyrir uppsetningu á 5G
búnaði og þar með uppfærslu á 4G
stöð sem staðsett er á símstöðinni.
Byggingafulltrúi bæjarins hafði
óskað eftir því að Míla myndi gera
grein fyrir hollustuháttum og hugs-
anlegum áhrifum sem slíkir sendar/
bylgjur geta haft á fólk og umhverf-
ið og fylgdu gögn frá Mílu þar að
lútandi með erindinu. Í fundar-
gerð nefndarinnar kemur fram að
Míla lagði fram mælingar og gögn
Geislavarna ríkisins sem sýna gildi
langt undir viðmiðunarmörkum.
Almennt sé hægt að segja að þeir
sem noti farsíma fái mun hærri
geislun frá sínum eigin farsíma en
frá farsímasendum, segir í gögnum
Mílu.
Skipulags- og umhverfisnefnd
samþykkti fyrir sitt leyti, með vísan
í framlögð gögn, að veita Mílu leyfi
til að koma fyrir 5G sendi á þaki
grunnskólans..
gj/ Ljósm. mm.
Boðað er að breytt verði gölluðum kosningalögum
Þrátt fyrir hina fjölmörgu galla
sem nýju kosningalögin fólu í sér
voru þau afrakstur víðtæks samráðs
á vettvangi hins opinbera. Vinnu-
hópur Alþingis skilaði niðurstöð-
um árin 2016 og 2018 og einnig
var skipaður starfshópur sem skil-
aði niðurstöðum í september 2020.
Þá var formlega lagt fram frum-
varp sem fékk hefðbundna með-
ferð þingsins, þar sem allir helstu
hagsmunaaðilar voru kallaðir að
borðinu. Þrátt fyrir þennan mikla
undirbúning og yfirlegu samþykkti
Alþingi frá sér gölluð lög sem það
hefur í þrígang þurft að breyta í
snatri til að bregðast við ágöllum.
Í raun væri sérstakt rannsóknar-
efni hvernig Alþingi gat samþykkt
frá sér svo gölluð lög sem raun ber
vitni.
Farið yfir lögin í heild
Samkvæmt minnisblaði í Samráðs-
gáttinni á nú að bregðast við ágöll-
um nýrra kosningalaga. Endur-
skoða þarf ákvæði um hæfi kjör-
stjórna og kjörstjóra, en ákvæðið
leiddi til þess að í mörgum kjör-
stjórnum voru kjörstjórnarmenn
vanhæfir og þurftu að víkja úr kjör-
stjórnum og oft á tíðum gekk erf-
iðlega að manna kjörstjórnir. Var
þetta sérstaklega algengt í minni
sveitarfélögum. „Skoða þarf hvort
kveða þurfi með skýrari hætti á
um ýmis atriði er varðar utankjör-
fundaratkvæðagreiðslu, s.s. varð-
andi upphafsdag hennar og opn-
unartíma á kjördag. Einnig þarf að
skoða hvort breyta eigi ákvæðum
um fjölda atkvæðakassa hjá emb-
ættum sýslumanna og um flutn-
ing þeirra til yfirkjörstjórna o.fl.,
en ábendingar þess efnis hafa kom-
ið frá sýslumönnum. Þá þarf jafn-
framt að skoða ákvæði sem kveður á
um að ytri umslög utankjörfundar-
atkvæða, svokölluð sendiumslög,
séu aðeins merkt með kennitölu
og kjördeild, m.a. með hliðsjón
af ákvæðum um rafræna kjörskrá.
Mikillar óánægju gætti með þetta
hjá kjörstjórnum þar sem þær töldu
nauðsynlegt að á sendiumslögun-
um kæmi fram bæði nafn og heim-
ilisfang kjósanda til að unnt væri að
forflokka utankjörfundaratkvæði
niður á kjördeildir og innan kjör-
deilda. Var það mat margra yfir-
kjörstjórna að þetta kallaði á mun
meiri vinnu og yki villuhættu,“ seg-
ir í minnisblaðinu.
Loks segir: „Framangreind upp-
talning er ekki tæmandi, heldur er
um að ræða þau atriði sem kvað
mest að við undirbúning og fram-
kvæmd kosninganna í maí sl. Fara
þarf yfir lögin í heild, styrkja laga-
heimildir og breyta ákvæðum ef til-
efni er til,“ segir í skjali á Samráðs-
gátt frá dómsmálaráðuneytinu.
mm
Frá kjörfundi í Logalandi í Borgarfirði síðastliðið vor. Kjörnefndarkonurnar
Elísabet Halldórsdóttir og Jónína Eiríksdóttir töldust hæfar, áttu ekki fjarskylda
ættingja eða venslafólk á framboðslistum í Borgarbyggð.
Farsímasamband verður
bætt í Grundarfirði
Akranes-
kirkja
máluð