Skessuhorn - 06.07.2022, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 20228
Slegist í gríni
ÓLAFVÍK: Lögregla var
um helgina kölluð að tjald-
svæðinu í Ólafsvík og til-
kynnt um slagsmál. Þegar
hún mætti á staðinn kom í
ljós að þar voru ungir menn
vissulega að slást, en það
reyndist vera leikur. -mm
Leiddu hjólin í
göngunum
HVALFJ: Á laugardaginn
þurfti lögregla að hafa
afskipti af tveimur hjólreiða-
mönnum sem leiddu reiðhjól
sín í gegnum Hvalfjarðar-
göngin. Slíkt er stranglega
bannað. Hjólreiðafólk sem
hyggst fara þar í gegn þarf
að húkka sér far með bíl fyr-
ir sig og hjól sín, en ella að
hjóla fyrir Hvalfjörð. -mm
Íslandsmót
barna og
unglinga
BORGARNES: Íslandsmót
barna og unglinga í hesta-
íþróttum verður haldið á
félagssvæði hestamannafé-
lagsins Borgfirðings í Borg-
arnesi dagana 3.-6. ágúst.
Keppt verður í Barnaflokki,
Fimikeppni A, tölti T3, tölti
T4, fjórgangi V2 og í Ung-
lingaflokki í Fimikeppni A,
tölti T1, tölti T4, fjórgangi
V2, fimmgangi F2, gæðinga-
skeiði PP1 og 100 m flug-
skeiði. Opnuð verður Face-
book síða fyrir mótið þar
sem nánari upplýsingar
verða birtar. -sþ
Naloxone
nefúði verður
aðgengilegur
LANDIÐ: Heilbrigðis-
ráðuneytið í samvinnu við
Landspítalann vinnur að
því að gera lyfið Naloxone í
nefúðaformi aðgengilegt um
allt land, þannig að tiltekn-
ir aðilar hafi það til reiðu
þegar á þarf að halda. Lyf-
ið er notað þegar þörf er á
tafarlausri neyðarmeðferð
vegna ofneyslu ópíóða sem
valdið getur öndunarstoppi
og dauða. Landspítali bauð
lyfið út fyrr í vor sem var
forsenda þess að unnt væri
að dreifa því gjaldfrjálst til
notenda. Frá og með 1. júlí
mun heilbrigðisráðuneytið
greiða allan kostnað vegna
lyfsins sem þar með verð-
ur notendum að kostnaðar-
lausu. -mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
25. júní – 1. júlí
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu
Akranes: 18 bátar.
Heildarlöndun: 39.147 kg.
Mestur afli: Mardís AK 4.144
kg. í þremur löndunum.
Arnarstapi: 26 bátar.
Heildarlöndun: 68.196 kg.
Mestur afli: Grímur AK 6.844
kg. í fjórum róðrum.
Grundarfjörður: 18 bátar.
Heildarlöndun: 135.018 kg.
Mestur afli: Runólfur SH
50.207 kg. í einum róðri.
Ólafsvík: 45 bátar.
Heildarlöndun: 193.280 kg.
Mestur afli: Ólafur Bjarna-
son SH 63.536 kg. í tveimur
löndunum.
Rif: 33 bátar.
Heildarlöndun: 255.857 kg.
Mestur afli: Magnús SH
108.236 kg. í fjórum róðrum.
Stykkishólmur: 24 bátar.
Heildarlöndun: 122.152 kg.
Mestur afli: Fúsi SH 18.895
kg. í fjórum löndunum
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Runólfur SH – GRU:
50.207 kg. 26.júní
2. Hringur SH – GRU: 48.178
kg. 28.júni
3. Magnús SH – RIF: 36.036
kg. 28. júní
4. Ólafur Bjarnason SH –
ÓLA: 33.013 kg. 28. júní
5. Ólafur Bjarnason SH –
ÓLA: 30.523 kg. 27. júní.
-dóh
Slökkvilið Stykkishólms var ræst út
á þriðjudag í liðinni viku þegar eld-
ur kom upp í gámi á svæði Íslenska
gámafélagsins. Einar Þór Strand
slökkviliðsstjóri segir í samtali við
Skessuhorn að eldurinn hafi kom-
ið upp í pressugámi og telur hann
að eitthvað hafa farið í gáminn sem
ekki þoldi pressun, en gámurinn
var merktur fyrir almennt sorp. Má
því rekja eldsupptökin til rangr-
ar flokkunar. Einar segir að gengið
hafi fljótt og vel að slökkva eldinn
og ekki hafi orðið mikill skaði, en
vissulega hafi þó málning sviðnað
af gámnum.
sþ
Björgunarsveitir á Vesturlandi
voru í tvígang kallaðar út síðast-
liðinn miðvikudag vegna fólks sem
slasast hafði á gönguleiðinni að
fossinum Glym í Botnsdal. Klukk-
an þrjú var fyrra útkallið en þá
hafði kona, sem var á göngu að
fossinum, hrasað og slasast á fæti.
Fyrstu hópar frá björgunarsveit-
um voru komnir á vettvang um
klukkutíma síðar og hófust handa
við að hlúa að konunni sem var á
ferð með nokkuð stórum göngu-
hópi. Í fyrstu var talið að konan
væri óbrotin og beðið eftir meiri
mannskap til að hefjast handa við
að bera hana niður um 500 metra
að stað þar sem sexhjól gat tekið
við og flutt hana áfram að sjúkrabíl
til frekari aðhlynningar. Síðar kom
í ljós að hún var ökklabrotin og
sótti þyrla LHG hana og flutti á
sjúkrahús.
Þegar fleiri hópar voru á leið
á vettvang vegna fyrra útkallsins
barst Neyðarlínu önnur tilkynning
frá gönguleiðinni að Glym. Maður
hafði hrasað um tíu metra niður í
gilið og var talinn illa slasaður. Þá
var með hæsta forgangi óskað eftir
frekari aðstoð frá björgunarsveit-
um á Vesturlandi og einnig voru
sveitir kallaðar út frá höfuðborgar-
svæðinu. Nokkru síðar var björg-
unarsveitarmaður, sem var á leið í
fyrra útkallið, kominn að mannin-
um sem reyndist þá minna slasað-
ur en talið var og gat fylgt honum
niður að bílastæði þaðan sem hann
fór á eigin vegum á slysadeild.
mm
Líkt og bæjarbúar á Akranesi hafa
orðið varir við þá hafa verið í
gangi miklar framkvæmdir á veg-
um Veitna í bænum; á Suðurgötu,
Háholti og Skagabraut. „Þær hafa
ekki allar gengið samkvæmt áætlun
en slíkt er alltaf viðbúið þegar vinna
er skipulögð við lagnir sem grafnar
eru í jörð og ekki alltaf ljóst hvað er
undir,“ segir í tilkynningu frá Veit-
um.
Suðurgata
„Þegar framkvæmdir hófust í janú-
ar leit út fyrir að um frekar einfalt
verkefni væri að ræða, tengja átti
nýjar byggingarlóðir inn á núver-
andi veitukerfi auk þess að leggja
nýjan háspennustreng að væntan-
legri spennustöð á Sementsreit.
Þegar gröftur hófst í götu kom í
ljós að gera þurfti meira því ljóst
varð að einnig þurfti að endurnýja
kaldavatnslagnir, leggja nýjar regn-
vatnslagnir og skipta um öll niður-
föll. Slíkar breytingar kalla á nýja
hönnun sem er tímafrek auk þess
sem stærra verkefni tekur auðvitað
lengri tíma. Að ljúka þessum verk-
um núna kemur í veg fyrir að við
þurfum að grafa þarna aftur á næstu
árum.
Nú er gert ráð fyrir að þessum
fyrri hluta framkvæmda á Suður-
götu ljúki í ágústmánuði. Þá verð-
ur hafist handa við seinni áfangann
sem nær frá Merkigerði að Suður-
götu 117. Stefnt er að því að ljúka
honum á fjórum mánuðum.“
Háholt
Þá segir í tilkynningu Veitna að í
Háholti hafi upphaflega staðið til
að skipta út frárennslislögn í stíg
og götu og bæta við regnvatnslögn.
„Í ljós kom að kaldavatnslögn lá of
nærri núverandi frárennslislögn og
þurfti því að skipta henni út sem
og frárennslislögn að byggingu
við götuna, sem var fallin saman.
Stefnt er á að byrja að steypa
götuna milli Háholts 17-23 í næstu
viku og að síðari hlutinn muni klár-
ast í lok júlí.“
Skagabraut
„Takmarkanir á umferð á Skaga-
braut áttu að taka stuttan tíma en
í ljós kom að tengi kaldavatnslagn-
ar voru öðruvísi en talið var. Erfið-
lega hefur gengið að fá rétta tegund
af tengi og því ekki hægt að tengja
kalda vatnið. Því verki þarf að ljúka
áður en vinna hefst við hitaveitu-
lagnir. Stefnt er á að vinnu við stíg-
inn ljúki í lok júlí en ekki er alveg
ljóst hvenær hægt verður að ljúka
tengingum á kalda vatninu.
Öllum sem koma að þessum
framkvæmdum er það ljóst að þær
hafa haft mikil áhrif á byggingar-
aðila og íbúa sem búa í grennd við
þær. Starfsfólk Veitna þakkar þeim
fyrir gott samstarf og skilning.“
mm
Það nýtur mikilla vinsælda að ganga að fossinum Glym. Það er þó hættuleg
gönguleið eins og rækilega sannaðist í síðustu viku.
Tvö óhöpp með skömmu milli-
bili á gönguleiðinni að Glym
Veitur útskýra tafir á nokkrum
framkvæmdum á Akranesi
Suðurgata – Háholt – Skagabraut
Hluti Suðurgötu hefur verið lokaður
frá því í janúar og íbúar í nágrenninu
langþreyttir á ástandinu. Nú boða
Veitur að framkvæmdum þar eigi að
ljúka í ágúst.
Slökkvilið Stykkishólms er
hér búið að slökkva eldinn.
Ljósm. sá
Eldur kviknaði í gámi í Stykkishólmi