Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2022, Qupperneq 17

Skessuhorn - 06.07.2022, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2022 17 Rokk í Reykholti er tónleikadag- skrá 16. júlí næstkomandi sem helguð verður hljómsveitinni The Evil Pizza Delivery Boys. Hljóm- sveitin var unglingahljómsveit sem starfaði að mestu í Borgar- firði og nærsveitum af og til á árun- um 1988 til 1991. Hún tók tvívegis þátt í Músíktilraunum og gerði eina breiðkassettu. Einnig hitaði hljóm- sveitin upp á sveitaböllum fyrir goðsagnir einsog Síðan skein sól og lék á fjölmörgum tónleikum í Borg- arnesi. Oftast lék hún eigið efni en einnig dansiballaprógramm. Stofnmeðlimir The Evil Pizza Delivery Boys voru Gísli Magnús- son, Símon Ólafsson, Guðmund- ur Svanberg Sveinsson og Óskar Víekkó. Síðar léku með hljóm- sveitinni Guðveig Eyglóardóttir, Halldóra Björk Friðjónsdóttir og Þórður Magnússon. Á tónleikunum í Reykholti verða staðfestir gestir, auk veislustjór- ans gímaldins: Hafþór Ólafsson sem mun túlka hlutverk karl for- söngvarans, Guðveig Eyglóardótt- ir, Sonja Lind, Halldóra Björk sem munu syngja sín lög og annarra og trommuleikarinn Guðmundur Svanberg Sveinsson. Tónleikarnir verða í Reykholts- kirkju og hefjast klukkan 16 laugar- daginn 16. júlí. Miðaverð er 3000 krónur. -fréttatilkynning Laugardaginn 23. júlí koma Systur fram á Hinseginhátíð Vesturlands í Ólafsvík að lokinni gleðigöngu, en gangan hefst kl. 14:00. Félag- ið Hinsegin Vesturland mun halda aðra Hinseginhátíð Vesturlands í Snæfellsbæ helgina 22. – 24. júlí 2022. Félagið var stofnað í febr- úar 2021 og hélt fyrstu Hinseg- inhátíð Vesturlands í Borgarnesi 9.-11. júlí á síðasta sumri. Talið er að um 1200 manns hafi sótt hátíð- ina. Ákveðið var í upphafi að hátíð- in myndi flakka á milli sveitarfé- laganna á Vesturlandi til að auka sýnileika hinsegin fólks um allan landshlutann og mun nú fara fram í Snæfellsbæ 22. – 24. júlí. Hápunkt- urinn og stærstu dagskrárliðirnir verða laugardaginn 23. júlí, en þá verður gleðiganga í Ólafsvík, sem og tónlistar- og menningardagskrá fyrir alla fjölskylduna. Meðal dag- skrárliða verða Systur (Elín, Beta og Sigga), Bolli og Bjalla úr Stund- inni okkar og Hljómsveitin Eva. Föstudaginn 22. júlí verða Systur með fyrstu opinberu tónleikana frá því að þær tóku þátt í Eurovision. Tónleikarnir verða í Frystiklefan- um í Rifi en Systur hafa á undan- förnum vikum verið að semja og taka upp ný lög og ráðgera að senda frá sér smáskífuna Dusty Road í ágúst nk. Tónleikagestir geta því átt von á að heyra mikið af nýjum lögum í bland við vel þekkt kóver lög og svo auðvitað Með hækkandi sól. Tónleikarnir í Frystiklefanum hefjast kl. 20:30 föstudaginn 22. júlí og miðaverð er 3.900 krónur. Miðasala á https://www.thefreezer- hostel.com/ mm The Evil Pizza Delivery Boys spilar á tónleikum á Hótel Borgarnesi. Ljósm. Sigurdór Guðmundsson. The Evil Pizza Delivery Boys með tónleika í Reykholti Systur verða á Hinseginhátíð Vesturlands í Snæfellsbæ ar eftir faraldurinn ef ekki er haldið áfram markvissu starfi til að draga úr þeirri einangrun.“ Hún segir að einstaklingar sem nú mynda hópinn Saman á Skaga hafi sumir hverjir áður ekki til- heyrt neinum hópi félagslega. „Margir voru nokkuð einangraðir í sínu lífi og með sína fötlun. Um leið og hópurinn hefur orðið sterk- ari verður hann sýnilegri í samfé- laginu og hafa einhver íþróttafélög m.a. séð möguleika í því að bjóða upp á íþróttaæfingar fyrir þennan hóp. Fyrir það erum við rosalega þakklát og vonum við að það verði hvatning fyrir fleiri félög að gera það. Það að geta boðið upp á fjöl- breytta viðburði er ekki framkvæm- anlegt nema með velvilja einstak- linga, félaga og fyrirtækja sem hafa reynst boðin og búin til að aðstoða við að gera upplifun hópsins sem eftirminnilegasta. Ég vil þakka þeim sérstaklega fyrir. Þá má ekki gleyma starfsfólki og stjórnendum sveitarfélaganna sem að verkefn- inu standa. Þeir hafa komið verk- efninu á skrið og eiga miklar þakk- ir skildar. Um leið rís þó krafan um að tryggja að framhald verði á þessu góða starfi fyrir okkar viðkvæmustu meðborgara, ekki eingöngu yfir sumartímann, heldur einnig vetr- armánuðina. Þar hafa m.a. heyrst hugmyndir um jólaball, þorrablót, árshátíð og mögulega leikhúsferð fyrir hópinn,“ segir Hildur Karen. Margir stigið út úr skelinni Fram að þessu hefur ríkið stutt sveitarfélögin til verkefnisins, en Hildur Karen segir að ekki megi hætta þessu verkefni þó svo ríkis- styrkir hætti að berast og verður leitað til bæjaryfirvalda um að þetta verkefni haldi áfram og verði fastur liður í starfsemi bæjarfélagsins. „Nú á þriðja ári þessa verkefnis, sem snýst um að draga úr félagslegri einangrun fullorðinna fatlaðra, hef- ur komið í ljós að verkefnið skilar árangri. Ljóst er að margir hafa verið að skríða úr skelinni, stíga út fyrir þæginda rammann sem hafði þrengst ár frá ári og prófa hluti í fyrsta sinn á ævinni eða fyrsta sinn í langan tíma. Betur var mætt á viðburðina 2021 heldur en 2020 og enn betur á það sem við höf- um gert á þessu ári. Aðstandend- ur hafa einnig tekið meiri þátt og almenn ánægja hefur aukist, bæði meðal þátttakenda en ekki síður aðstandenda sem sáu meiri félags- lega virkni hjá ættingjum sínum. Ljóst er að verkefni sem þetta hef- ur mikinn samfélags- og lýðheilsu- legan ávinning og þarf því að halda áfram,“ segir Hildur Karen. Máni og Kristjana taka undir þau orð hennar. mm Ívar Hrafn Jónsson og Kristín Þóra Jónhannsdóttir, á sjó með Björgunarfélagi Akarness. Áslaug Þorsteinsdóttir í sveitaferð á Bjarteyjarsandi. Stefán Trausti Rafnsson í heimsókn hjá Fimleikafélagi Akraness. Hreggviður Steinn Hendriksson á Hvalasafninu í Reykjavík. Aldís Helga Egilsdóttir á Hvalasafninu í Reykjavík.Jóhanna Nína Hafstein í sundlaugarpartíi í Bjarnalaug. Máni Jóhannsson í Minigarðinum í Reykjavík. Emma Rakel Björnsdóttir, í keilu hjá Keilufélagi Akraness.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.