Morgunblaðið - 13.05.2022, Síða 8

Morgunblaðið - 13.05.2022, Síða 8
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Reykjavík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri árið 2014. Reykjavíkurborg hafnar því alfarið að borgarstjóri eða starfsmenn Reykjavíkurborgar hafi gerst brot- legir við lög en Loftkastalinn ehf. hefur kært borgarstjóra og tvo starfsmenn borgarinnar til héraðs- saksóknara. Félagið lagði fram kærurnar vegna meintra brota á sveitar- stjórnarlögum, stjórnsýslulögum, hegningarlögum og upplýsinga- lögum „fyrir að stuðla ekki að framfylgd í samræmi við skipulags- lög og skipulagsreglugerð“. Í skriflegu svari frá Reykjavíkur- borg vegna fyrirspurnar blaðsins kemur fram að kærurnar hafi ekki borist borgarstjóranum Degi B. Eggertssyni eða starfsmönnum. „Hvorki borgarstjóra né um- ræddum starfsmönnum Reykjavík- urborgar hafa borist þær kærur sem fjallað er um í frétt Morgun- blaðsins sem birtist í blaðinu og á mbl.is. Reykjavíkurborg geti því eðli málsins samkvæmt ekki tjáð sig um kærurnar. Því er þó alfarið hafnað að borg- arstjóri eða starfsmenn Reykjavík- urborgar hafi brotið lög í málinu. Í því samhengi er vísað til úrskurðar Landsréttar frá 18. febrúar 2022 í máli nr. 6/2022 og úrskurðar úr- skurðarnefndar umhverfis- og auð- lindamála frá 30. september 2020. Í báðum tilfellum er málatilbúnaði Loftkastalans hafnað,“ segir í svari frá samskiptasviði borgarinnar. Hafna því alfarið að lög hafi verið brotin - Hafa ekki fengið kærurnar í hendur 8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022 Mest selda liðbætiefni á Íslandi. ÍDagmálum Morgunblaðsins ræddi borgarstjóri um mikilvægi þess að meirihlutinn fengi tækifæri til að sitja áfram þar sem urmull spennandi verkefna biði. Þetta þótti ýmsum kúnstugt, meðal annars Hildi Björnsdóttur, odd- vita sjálfstæðis- manna, sem benti á að hann hefði talað með nákvæmlega sama hætti fyrir fjórum árum. - - - Hildur sagði að borgarstjóri segði til dæmis nú að hefja þyrfti fram- kvæmdir við borg- arlínu á næsta kjör- tímabili, en fyrir síðustu kosningar hafi verið talað um „að fram- kvæmdir við borgarlínu mundu hefj- ast á þessu kjörtímabili. Þær eru ekki hafnar. - - - Það var talað um að Miklabraut ætti að fara í stokk, alveg eins og hann talar um núna. Sú fram- kvæmd er ekki hafin og skyndilega er Samfylking farin að tala um Miklubraut í göng. - - - Það var talað um að leysa leik- skólavandann. Hann er ekki leystur. - - - Það var talað um að bregðast við húsnæðisvandanum. Jú, hér var byggt, en það var ekki byggt nóg. - - - Þannig að það sem ég vil leggja í dóm kjósenda: Dæmið þennan meirihluta af verkum þeirra. Hvers vegna ætti þeim að takast, á næstu fjórum árum, að framkvæma allt það sem þau lofuðu fyrir fjórum ár- um og tókst ekki? Hvers vegna ætt- um við að gefa þeim meiri tíma?“ Dagur B. Eggertsson Endurvinnsla óefndra loforða STAKSTEINAR Hildur Björnsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Stjórnun makrílveiða og kvótaskipting var um- ræðuefni á fundi strandríkja í London í vikunni. Ekki var gengið frá samkomulagi um skiptingu á fundinum, en ákveðið að hittast á nýjan leik á tveimur fundum í júnímánuði. Kristján Freyr Helgason, sem fór fyrir íslensku nefndinni, segir að fundurinn hafi eigi að síður verið á jákvæðum nótum og fulltrúar strandríkjanna skipst á skoð- unum. Hann segir að samtalið hafi verið gott á fundinum og fram hafi komið vonir um heildstæð- an samning fyrir árið 2023. Síðast var rætt um stjórnun makrílveiða á fundi í lok mars og var þá lögð fram skýrsla vísinda- manna um dreifingu makríls og fleira. Búast má við að strandríkin kynni kröfur sínar á júnífund- unum. Fundurinn var haldinn í höfuðstöðvum NEAFC í London og auk Íslands áttu Færeyjar, Bretland, Evrópusambandið, Grænland og Noregur fulltrúa á fundinum. Sex manns voru í íslensku nefndinni, fulltrúar matvælaráðuneytis, utanríkisráðuneytis, Hafrannsóknastofnunar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. aij@mbl.is Vonir um samning fyrir 2023 - Jákvæðni á fundi um stjórnun makrílveiða Morgunblaðið/Líney Uppsjávarskip Heimaey við bryggju í Þórshöfn, en skipin eru nú flest á kolmunna við Færeyjar. Lögfræðingafélagið á Sjöundá Ranglega stóð í blaðinu í gær, bls 12, að Lögmannafélag Íslands hefði staðið að leiðangri vestur á Rauðasand, á vettvang sakamálsins á Sjöundá. Hið rétta er að Lögfræðingafélag Íslands átti þar allan heiðurinn. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.