Morgunblaðið - 13.05.2022, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022
Í gegnum tíðina
hefur verið tekið á
tímabundnum áskor-
unum af skynsemi og
festu. Við teljum mik-
ilvægt að viðhalda
fjárhagslegum stöð-
ugleika sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hef-
ur tryggt síðustu
áratugi á Nesinu. Nýr
listi sjálfstæðismanna á Seltjarn-
arnesi hefur lagt fram raunhæfa
tillögu að nýjum leikskóla. Við ætl-
um að brúa bilið að loknu fæðing-
arorlofi og tryggja leikskólapláss
fyrir nýja íbúa Gróttubyggðar.
Fyrirsjáanleiki mun auðvelda for-
eldrum skipulag. Skipulagsferli
vegna breytinga á leikskólalóðinni
er langt komið, en þangað til nýr
leikskóli opnar og inntaka 12 mán-
aða barna verður raunhæfur val-
möguleiki, ætlum við að fjölga val-
kostum og koma þannig til móts
við foreldra með heimgreiðslum að
loknu fæðingarorlofi þar til börn fá
leikskólavist.
Grunnþjónusta í forgrunni
Þegar rætt er um gott bæj-
arfélag eins og Seltjarnarnes er
margt sem þarf að hafa í huga.
Sveitarfélagið er til fyrir íbúana en
ekki öfugt og fara þarf með fjár-
muni íbúa af skynsemi. Bæjar-
félagið þarf að þjónusta af kost-
gæfni og alúð, hafa augun á
boltanum og vaðið fyrir neðan sig
þegar kemur að rekstri. Þess
vegna teljum við mikilvægt að for-
gangsraða grunnþjónustu, upplýs-
ingaflæði og virku samráði við íbúa
framarlega.
Fallegur bær
Vestast á Nesinu er mikill kraft-
ur í uppbyggingu þar sem nýtt
hverfi Gróttubyggðar rís. Þar er
von á ríflega 300 nýjum íbúum í
skemmtilegri blandaðri byggð.
Eins má nefna glæsilegt Nátt-
úruminjasafn Íslands í húsnæðinu
sem áður var ætlað Lækn-
ingaminjasafni. Við tökum þessum
jákvæðu verkefnum sannarlega
fagnandi.
Í spjalli okkar við íbúa hefur ver-
ið lögð áhersla á aukið viðhald
mannvirkja og leiksvæða. Listi
Sjálfstæðisflokksins á Nesinu er
skipaður fjölbreyttum hópi fólks
með víðtæka þekkingu og reynslu
úr ólíkum áttum. Við höfum þegar
forgangsraðað brýnustu verkefnum
og viljum setja upp áætlun í sam-
vinnu við íbúa og láta til okkar
taka.
Við ætlum að eiga jákvæð og
uppbyggileg samskipti við íbúa og
starfsfólk.
Kjósum skynsemi, ábyrgð og
nýjan kraft á laugardaginn.
Eftir Þór Sigur-
geirsson og
Dagbjörtu Snjó-
laugu Oddsdóttur
» Við ætlum að eiga
jákvæð og upp-
byggileg samskipti
við íbúa og starfsfólk.
Kjósum skynsemi,
ábyrgð og nýjan kraft
á laugardaginn.
Þór er oddviti Sjálfstæðisflokksins á
Seltjarnarnesi. Dagbjört Snjólaug er
frambjóðandi í 5. sæti í sama flokki.
Dagbjört Snjólaug
Oddsdóttir
Skýr og raunhæf forgangs-
röðun – það er Nesið
Þór
Sigurgeirsson
Húsnæðisskortur
og gegndarlaus óða-
verðbólga á fasteigna-
og leigumarkaði eru
orðin að þjóðar-
meinsemd og helsta
efnahagsvanda þjóð-
arinnar. Ungu fólki er
nú nánast ókleift að
koma þaki yfir höf-
uðið og ástandið fer
sífellt versnandi. Frá
hausti 2020 og til árs-
ins 2021 nam hækkun íbúðar-
húsnæðis í Reykjavík 17 prósent-
um og á fyrstu tveimur mánuðum
þessa árs hækkaði meðalkaupverð
íbúða á höfuðborgarsvæðinu um
fimm milljónir. Samkvæmt grein-
ingu Húsnæðis- og mannvirkja-
stofnunar fækkaði íbúðum til sölu
um 74 prósent frá því í maí 2020
og fram að síðustu
áramótum.
Afleiðingar
ofþéttingar
Upphaf þessarar
óheillaþróunar ber
augljóslega að rekja
til skipulagsstefnu
borgaryfirvalda. Með
nýju aðalskipulagi, ár-
ið 2013, var stefnan
tekin á þessa
óheillaþróun með of-
þéttingu byggðar.
Hún hefur síðan haft í
för með sér skipulegan lóðaskort,
margföldun á verði byggingarlóða,
afar einhæfan húsa- og íbúðakost
og sífellt kostnaðarsamari og
flóknari skilyrði borgaryfirvalda
fyrir lóðaúthlutun og bygging-
arrétti. Þessi stefna hefur bók-
staflega elt uppi öll þau víti sem
varast ber. Það er afleitt því það
er ekki hlutverk borgaryfirvalda
að kynda verðbólgubál og stuðla
að húsnæðisskorti, heldur að forð-
ast slíka óáran.
Íbúaspá og lóðaúthlutun
Ef við gerum ráð fyrir að íbúum
Reykjavíkur fjölgi um tvö prósent
á ári hefur þeim fjölgað um 61.000
árið 2040. Við þyrftum því að
byggja 25.000-30.000 íbúðir á tíma-
bilinu eða a.m.k. 2.000 íbúðir á ári.
Borgaryfirvöld hafa hins vegar
gert ráð fyrir að í Reykjavík verði
byggðar 1.000 íbúðir á ári og það
hafa þau ekki einu sinni staðið við.
Þrátt fyrir þetta viðmið að-
alskipulagsins um 1.000 íbúðir á
ári hefur þeim íbúðum á kjör-
tímabilinu sem skilgreindar eru „í
byggingu“ fækkað jafnt og þétt
allt þetta kjörtímabil. Það lætur
nærri að íbúðum „í byggingu“ hafi
fækkað um nær þriðjung á tveim-
ur árum. Borgaryfirvöld úthlutuðu
einungis 450 byggingarlóðum á
síðasta ári. Sú úthlutun hefði þurft
að vera ríflega þrefalt meiri.
Að kjósa með fótunum
eða í kosningum
Þetta forystuhlutverk borgaryf-
irvalda í húsnæðisskorti og óða-
verðbólgu á fasteignamarkaði hef-
ur svo haft í för með sér mikinn
flótta fyrirtækja, stofnana og borg-
arbúa frá höfuðborginni og í nær-
liggjandi sveitarfélög með tilheyr-
andi umferðarþunga, tímaskatti og
mengun. Tölur Hagstofunnar tala
skýrustu máli um þessa þróun: Á
síðustu árum hefur íbúafjölgun
verið 10 prósent í Árborg á sama
tíma og hún hefur verið eitt til tvö
prósent í Reykjavík. Þetta kallast
að kjósa með fótunum.
Enginn skyldi ætla að núverandi
borgaryfirvöld snúi af þessari
óheillabraut, Hún er kjarninn í
þeirra hugmyndafræði. En við
sjálfstæðismenn ætlum að snúa af
þessari braut svo aftur sjái til sól-
ar í Reykjavík. Við ætlum tafar-
laust að úthluta nægum fjölda lóða
í nýjum hverfum fyrir fjölbreytta
byggð á hagkvæmu verði. Hættum
því að kjósa með fótunum og kjós-
um Sjálfstæðisflokkinn á laugar-
daginn. Það er ekki eftir neinu að
bíða, kjósandi góður – því lengi
getur vont versnað.
Eftir Mörtu
Guðjónsdóttur » Það er ekki hlutverk
borgaryfirvalda að
kynda verðbólgubál og
stuðla að húsnæðis-
skorti, heldur að forðast
slíka óáran.
Marta
Guðjónsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi og skipar
4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins
fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Húsnæðisskortur og fasteignaverðbólga borgaryfirvalda
Kosningar til borg-
arstjórnar í Reykjavík
og sveitarstjórna um
allt land skipta gríðar-
lega miklu máli. Á
undanförnum árum
hafa sífellt fleiri verk-
efni færst til sveitarfé-
laganna og ákvarðanir
sem teknar eru á
sveitarstjórnarstiginu
hafa ekki bara veruleg
áhrif á daglegt líf íbú-
anna heldur líka á þjóðfélagið allt,
bæði hvað varðar vöxt og viðgang
efnahags- og atvinnulífs, sam-
gangna, menntamála, menningar og
hvers kyns velferðarþjónustu.
Af þessum sökum þarf enginn að
velkjast í vafa um að það skiptir
verulegu máli hverjir veljast til að
leiða starf sveitarstjórna í þessum
mikilvægu verkefnum. Það á jafnt
við í stórum bæjum og fámennari
sveitarfélögum.
Reykjavíkurborg hefur
svo auðvitað sérstöðu
sem langstærsta sveit-
arfélagið.
Ég er í hópi þeirra
sem telja að verulegra
breytinga sé þörf á
vettvangi borgarmál-
anna. Áframhaldandi
samsuða fjölmargra
flokka undir leiðsögn
Samfylkingarinnar er
ávísun á óbreytt
ástand og við blasir að
eini raunhæfi mögu-
leikinn til að ná fram breytingum er
að sjálfstæðismenn nái sterkri stöðu
í kosningunum.
Sjálfstæðisflokkurinn býður fram
öflugan hóp frambjóðenda með
skýra sýn á framtíðaruppbyggingu
borgarinnar og þjónustu sem virk-
ar. Í hópnum eru bæði ein-
staklingar sem hafa mikla reynslu á
sviði borgarmála og nýir frambjóð-
endur, sem geta miðlað af fjöl-
breyttri reynslu sinni af ólíkum
sviðum samfélagsins. Borgar-
stjóraefni listans, Hildur Björns-
dóttir, er sterkur stjórnmálamaður
og hefur á undanförnum fjórum ár-
um sýnt hvað í henni býr með
ákveðnum og málefnalegum mál-
flutningi.
Ég skora á borgarbúa að nýta sér
kosningaréttinn og veita frambjóð-
endum Sjálfstæðisflokksins braut-
argengi. Hvert atkvæði skiptir máli.
Hvert atkvæði skiptir máli
Eftir Birgi
Ármannsson
Birgir
Ármannsson
» Sjálfstæðisflokk-
urinn býður fram
öflugan hóp frambjóð-
enda með skýra sýn á
framtíðaruppbyggingu
borgarinnar og þjón-
ustu sem virkar.
Höfundur situr á Alþingi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík.
Staðan er góð í
Garðabæ. Við sjálf-
stæðisfólk höfum í
gegnum tíðina lagt
fram skýr fyrirheit til
kjósenda fyrir kosn-
ingar og svo nýtt
kjörtímabilið til þess
að standa við þau.
Þannig höfum við
byggt upp virkt sam-
tal íbúa sem taka
virkan þátt í að móta
okkar áherslur. Nú höfum við lagt
fram 100 áherslur í stefnuskrá
okkar. Við viljum halda áfram á
sömu braut og áður og sækja end-
urnýjað umboð íbúa til að leiða
bæinn áfram til móts við nýja
tíma.
Það er eftirsóknarvert að búa í
Garðabæ því fólk veit að hér er
gott, öflugt og traust samfélag.
Tölurnar tala sínu máli, í bæinn
flykkist fólk á öllum aldri og
ánægja með þjónustuna mælist
hærri en í nær öllum öðrum sveit-
arfélögum. Svona framþróun ger-
ist ekki af sjálfu sér. Það þarf að
hlusta eftir því hvað skiptir íbúa
máli, móta heildstæða sýn og láta
verkin tala.
Traust og ábyrg
fjármálastjórn
Það er ánægjulegt að umfjöllun
um fjárhagsstöðu sveitarfélaga er
að aukast í aðdraganda kosninga.
Í allri slíkri umfjöllun er nið-
urstaðan á þann veg að Garðabær
stendur mjög sterkt að vígi í sam-
anburði við önnur sveitarfélög.
Skuldahlutfall sveitarfélagsins er
lágt og ekkert sveitarfélag skilar
eins miklu sjóðstreymi úr rekstri.
Góð staða fjármála hefur þýtt að
okkur hefur tekist að halda álög-
um á íbúa lágum. Heilbrigður
rekstur hefur líka þýtt að okkur
hefur tekist að veita mjög góða
þjónustu, eins og íbúar hafa stað-
fest í könnunum, en samt sem áð-
ur skilað afgangi. Sá afgangur
hefur gert okkur kleift að fjár-
festa án óhóflegrar skuldsetn-
ingar. Í því felst meðbyr og geta
til að byggja upp innviði og það
leiðir til þess að við getum gert
meira með minni tilkostnaði.
Spennandi áherslur fyrir íbúa
Í stefnuskrá okkar sjálfstæð-
isfólks eru mörg mikilvæg fram-
faramál fyrir bæjarbúa. Við ætl-
um t.d. að halda
áfram að lækka álagn-
ingarhlutfall fast-
eignagjalda og þróa
frekar afslætti á
gjöldum til einstakra
hópa. Þetta er mögu-
legt á grunni sterkrar
fjárhagsstöðu.
Við viljum að
Garðbæingar njóti
fyrsta flokks heil-
brigðisþjónustu sem
mætir nútímaþörfum
vaxandi bæjarfélags.
Við viljum nýta vel-
ferðartækni til að efla heimaþjón-
ustu enn frekar. Við leggjum
áherslu á að fá aðra heilsugæslu-
stöð í bæinn og bjóða rekstur
hennar út til einkaaðila. Við viljum
vinna á sömu nótum með hjúkr-
unarheimili og sérhæfða dagdval-
arþjónustu í huga.
Við viljum halda áfram á þeirri
vegferð að styðja við heilsueflingu
bæjarbúa og það gerum við með
markvissu samstarfi við hin öflugu
félög í bænum.
Við ætlum að leggja áherslu á
uppbyggingu íbúða á einni hæð,
t.d. í Hnoðraholti og Hleinum, fyr-
ir fólk sem vill minnka við sig hús-
næði.
Góður árangur
er ekki tilviljun
Þegar kosið er í bæjarstjórn þá
erum við að velja fólk sem tekur
ákvarðanir um margt það sem
stendur okkur næst. Ég leiði stolt-
ur öflugan hóp einstaklinga sem
bjóða sig fram til góðra verka í
bænum okkur. Við í Sjálfstæð-
isflokknum í Garðabæ erum þakk-
lát fyrir það traust sem bæjarbúar
hafa sýnt okkur og vonumst til að
fá skýrt og sterkt umboð til
áframhaldandi góðra verka og
sóknar. Við trúum því og treystum
að íbúar Garðabæjar vilji halda
áfram á þeirri vegferð sem hafin
er.
Byggjum áfram
á traustum grunni
í Garðabæ
Eftir Almar
Guðmundsson
Almar
Guðmundsson
» Það er eftirsóknar-
vert að búa í Garða-
bæ því fólk veit að hér
er gott, öflugt og traust
samfélag. Tölurnar tala
sínu máli, í bæinn flykk-
ist fólk á öllum aldri.
Höfundur er oddviti
Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.