Morgunblaðið - 13.05.2022, Side 17

Morgunblaðið - 13.05.2022, Side 17
Göngustígar Aðgengi fyrir gangandi vegfarendur var ekki gott, að sögn ritara. UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022 Á hverfafundi á Kjalarnesi 5. maí kom í ljós að andstaða borgarmeiri- hlutaflokkanna við Viðeyjarleið Ábyrgrar framtíðar (x-Y) var það mikil að þeir vildu ekki láta skoða lausnina. Fulltrúi Pí- rata taldi þetta verstu hugmynd sem hún hefði heyrt og fulltrúi Viðreisnar hélt að Viðeyjarleiðin væri ein- göngu til að vekja athygli á „litlu framboði“! Þessi afstaða er sérstök í ljósi þeirra tafa sem hafa orðið á Sundabraut (nú síðast til 2026) en skýrist líklega af því að þau vita lítið um hvað Viðeyjarleið snýst. Ég gerði því stuttan samanburð á leiðunum. Sundabraut verður stofnvegur frá Sæbraut við Kleppsvík yfir á Gufunes í fyrri áfanga. Í seinni áfanga verður haldið áfram út á Geldinganes, Álfsnes, yfir Kolla- fjörðinn og inn á Vesturlandsveg. Allar þveranir eru brýr og a.m.k. þrenn gatnamót verða á leiðinni fyrir aðra umferð. Viðeyjarleið er hraðbraut með gatnamótum í Viðey sem þrjár stofnæðar tengjast við: Botngöng frá Laugarnesi til Viðeyjar, hefð- bundinn jarðgöng frá Brimnesi til Viðeyjar og vegur á landfyll- ingabrú frá Gufunesi til Viðeyjar. Meiri stytting og hraðari umferð Viðeyjarleið býr til nær tvöfalt meiri styttingu út á Kjalarnes en Sundabraut eða 16 km í stað 9 km. Aðeins ein gatnamót eru á Viðeyjarleið en þrenn á Sunda- brautinni og því verður umferð þar í senn hraðari og jafnari. Ekki er hægt að byggja hálfa brú og því þarf að hanna brýr Sundabrautarinnar fyrir framtíð- arumferð. Slík yfirhönnun hækkar stofnkostnaðinn og þvingar áfangaskiptingu á verkefnið þar sem of lítil umferð er á nyrstu brúnum til að réttlæta margar ak- reinar. Í Viðeyjarleið er þessu öðruvísi farið. Umferðarþunginn frá Kjalarnesi er það lítill að það liggur beinast við að gera fyrst bara ein göng og bíða með seinni göngin þar til umferðin vex. Umferðarvanda- málin á Sæbraut og í Sundahöfn Á Sæbraut verða oft leiðinlegar umferðarteppur og tveggja mínútna aksturskafli get- ur breyst í 20 mínútna stíflu. Við- eyjarleið býr til hjáleið fram hjá þessum slæma kafla með því að flytja umferðina til Viðeyjar. Sundabraut vantar slíka hjáleið og tengist á miðjan slæma kaflann. Umferðarstíflur á Sæbraut munu því halda áfram eftir að Sunda- brautin er komin. Laugarnes tengist Viðey með botnstokki sem er undir sjáv- arbotni og truflar því ekki ski- paumferð. Sundabrú fer yfir suðurenda hafnarsvæðisins og mun því ávallt takmarka þróun svæðisins síðar meir. Viðey Með Viðeyjarleið mun Viðey tengjast restinni af Reykjavík. Saga Reykjavíkur er samofin eyj- unni og myndi tengingin lyfta þeirri sögu á hærri stall. Auðvelt er að hafa hjólabraut í botn- stokknum. Útivistarsvæðið í eyj- unni kæmist þá í hjólafæri fyrir alla Reykvíkinga, þeim til ánægju og yndisauka. Tvöfalt meiri stytting þýðir tvö- falt meiri tekjur af veggjöldum og færri gatnamót þýðir meiri tíma- sparnaður. Viðeyjarleiðin líkist um margt Hvalfjarðargöngum, sem voru eitt arðsamasta samgöngu- verkefni Íslandssögunnar og skil- uðu fyrrverandi eigendum miklum gróða. Fjármögnunin ætti því að vera auðveld. Sundabrautin er ekki eins hag- kvæmt verkefni, með meira flækjustigi og stórum óleystum göllum. Þetta mun gera fjár- mögnun erfiðari og langur tími gæti liðið þar til farið væri í seinni áfangann sem tengdi Sundabraut við Esjusvæðið. Hönnun stutt á veg komin Margir telja Sundabrautina full- hannað verkefni þar sem und- irbúningur hefur staðið síðan 1973. Því fer þó fjarri, því flestum eldri útfærslum hefur verið hent. Fyrir 15 árum var innsta leiðin, Eyjaleið, viðfangsefni lokaverk- efnis greinarhöfundar í bygging- arverkfræði, en þegar ákveðið var að byggja íbúðir ofan á veglínuna var þessi leið útilokuð. Eftir stóðu bara dýrustu og óhagkvæmustu útfærslurnar. Slík breyting hefði því átt að kalla á heildarend- urskoðun verkefnisins í víðara samhengi. Það var ekki gert nema að hluta og því var aldrei skoðuð nein Viðeyjartenging. Valið stóð aðeins á milli ofurdýrrar ganga- leiðar frá Gufunesi á Laugarnes og brúarleiðar yfir Sundahöfn. Þetta leiddi til þess að ódýrari leiðin, brúarleið sem skemmir höfnina, var valin. Slíkt getur vart talist ásættanlegt og engan ætti að undra ef botnstokksleið eins og er í Viðeyjarleiðinni verður skoðuð frekar. Fleiri gallar eins og óleyst- ur umferðarvandi Sæbrautar gætu síðan kallað á enn frekari endur- skoðun. Enn er því mikil óvissa um hve- nær hægt verður að byrja fram- kvæmdina. Öll vandamál Sundabrautar leysast af sjálfu sér í Viðeyjarleið- inni. Það yrði mikill missir ef slík lausn, sem blasir við að sé mun betri, er ekki einu sinni skoðuð. Góðar lausnir eru þess eðlis að þær vaxa hratt og festast ekki í kerfinu eins og Sundabraut hefur gert í hálfa öld. Fólk sem vill sjá raunverulegar breytingar þar sem leiðir eins og Viðeyjarleið eru líka skoðaðar hef- ur bara eitt mögulegt val í kom- andi kosningum: X við Y fyrir Ábyrga framtíð og alvörulausnir fyrir Reykjavík. Eftir Jóhannes Loftsson Jóhannes Loftsson Höfundur er verkfræðingur og oddviti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík. abyrg.framtid@abyrgframtid.is Viðeyjar- eða Sundabraut? »Viðeyjarleið gefur tvöfalt meiri stytt- ingu en Sundabraut og er líklegri til að koma fyrr. Vestast við Hraunbæinn eru tvö há- hýsi af mismunandi aldri, bæði húsin með eignaríbúðir fyrir eldri borgara. Gangstígurinn að nýrra húsinu, 103 abc (vestasta), þrengist framan við Hraunbæ 101 (sem ekki er íbúðar- hús) þannig að ekki var hægt að snjóhreinsa og/eða hálkuverja gang- stíginn til að unnt væri að komast skammlaust frá Hraunbæ 103 abc í næstu biðstöð strætó (leið 5) mán- uðum saman í vetur. Mér finnst ósæmandi að bjóða eldri borgurum upp á gangstétt með tæplega hálfri breidd til að komast í strætó, sem vegna smæðar sinnar hvorki er hægt að ganga með göngugrind á sumrin né snjóhreinsa á vetrum. Mér finnst borgin eiga að bæta stíga í nærumhverfinu, og þá hafa nær- umhverfi eldri borgara í forgangi, enda eru þeir hvað viðkvæmastir fyrir hnjaski. Gamlingi við Hraunbæ. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Gangstéttir við Hraunbæinn AUÐVITAÐ ER EÐLILEGT… ...að innheimta milljarða í innviðagjöld af ungu fólki en ekki af olíufélögum. Kynslóðaskattar eru góðir fyrir rekstur borgarinnar. Minni spilling – betri borg. Burt með meirihlutann. BETRI BORG Á b yr g ð ar m að u r: H ilm ar Pá ll Jó h an n es so n

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.