Morgunblaðið - 13.05.2022, Side 19

Morgunblaðið - 13.05.2022, Side 19
Í fyrri grein minni fjallaði ég um að notkun borgarlínu væri mjög ofmetin og áhrif á umhverfi og samfélag óljós. Lík- legt er að notkun hennar miðist mest við ferðir til miðborg- arinnar til og frá vinnu og skóla kring- um kl. 9 og 16. Lík- legt er að störfum i miðborginni muni enn fækka með aukinni tölvuvæðingu og fjarvinnu og undirlag fyrir borgarlínuna þar með minnka. Auk þess hentar borgarlínan illa fyrir inn- kaupaferðir og fleira með skiptum frá strætó yfir í borgarlínuna og aftur yfir í strætó. Hver notar og hver borgar? Ef notkun borgarlínunnar verð- ur mun minni en áætlað er, eins og líkur benda til, tel ég mjög ólíklegt að tekjur af henni standi undir rekstri hennar fremur en strætó. Opinberir aðilar verða því að styrkja bæði uppbyggingu hennar og rekstur. Þeir peningar verða ekki teknir úr loftinu, heldur af fjárheimildum ríkis og sveitarfé- laga sem ákvarðaðar eru í fjár- lögum og fjárhagsáætlunum. Það fé kemur aðallega með sköttum, og þar sem ríkið á að taka þátt í kostnaðinum eru það allir skatt- greiðendur á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni sem borga borgarlínuna fyrir þann minnihluta sem mun hafa nokkur not af henni. Ekki dugar að bjarga málunum með lántökum í þeirri trú að arð- semi muni greiða þau lán, og á höfuðborgarsvæðinu verða pening- arnir hugsanlega teknir af heilsu- gæslu, félagsþjónustu, skólamálum og fleiru. Ef ríkið tekur á sig stór- an hluta kostnaðar við borgarlín- una eru þeir peningar að sjálf- sögðu teknir af samgöngubótum á landsbyggðinni. Þær samgöngubætur eru ekki síður nauðsyn- legar en borgarlínan, en eftir að aka bíl um Bandaríkin og flest lönd Vestur-Evrópu verð ég að segja að þjóðvegir Íslands eru þar verstir og í sér- flokki. Mat notenda um- ferðarkerfisins Auk þess að reikna beinan stofn- kostnað og rekstrarkostnað og ein- hverjar tekjur af borgarlínunni er hægt að fá mat sjálfra notenda umferðarkerfisins á hagnaði eða tapi þeirra á borgarlínunni. Með hagfræðiaðferð sem notuð hefur verið í skipulagi erlendis er með könnunum hægt að fá notendur alls samgöngukerfisins til að verð- leggja þægindi og tímasparnað fyrir annars tapaðar vinnustundir og frítíma, auk beins kostnaðar við eldsneyti skatta á bíla o.fl., á hag- fræðimáli kallað „willingness to pay“. Maður fær það sem maður borgar fyrir. Sumar kenningar segja að ágóði samfélagsins sé summa af ágóða allra einstaklinga, en aðrir segja að meta verði hagn- að og kostnað samfélagsins sem heild. Á kostnaðarhliðinni bætist þá mengun með heilsutapi, slys og fleira við áðurnefndan kostnað, og stundum er reynt að meta þann kostnað í peningum eftir ýmsum leiðum. Almenningssamgöngur geta ver- ið sparneytnar á pláss og orku og að því leyti hagkvæmar. Það sem neytendur setja þó oft fyrir sig er langur biðtími, óáreiðanleg tíma- tafla, skipti um vagna og langar vegalengdir að stoppistöð. Með hagfræði er oft reynt að verð- leggja þessa þætti en með öfugum formerkjum. Þá er metið hvað fólk vildi fá í bætur fyrir minni þægindi af þessum sökum, auk minni frí- tíma þeirra sem aka bíl vegna auk- inna tafa í umferðinni þar sem þrengt er að götum með borgarlín- unni, o.fl. o.fl., á hagfræðimáli kall- að „willingness to accept comp- ensation“. Þetta snýr að einstaklingnum eins og áður, en hægt er að meta það á samfélagið í heild. Á ágóðahliðinni kemur m.a. á móti þessu minni mengun með minna heilsutapi, færri slys og margt fleira. Enn ein aðferð sem þróuð hefur verið til að meta þetta er svo köll- uð „goals-achievement matrix“ sem mælir áhrifavalda með vísan til opinberlega viðtekinna mark- miða sveitarfélagsins eða sam- félagsins. Markmiðin geta þá til dæmis snúið að umhverfisáhrifum og fjárhagslegum sparnaði fyrir notandann og samfélagið. Áhrifin eru metin á hagsmunahópa, og breytur og útkoma eru magnsett, en ekki í peningum. Hægt er að fá heildarútkomu með summu veg- inna þátta, og aðferðin hefur verið allmikið notuð í skipulagi. Þó svo að gildismat einstaklinga sé mis- munandi og sínum augum líti hver silfrið er hér stuðst við markmið en ekki peninga. Áhugavert væri að nota ein- hverjar þessara aðferða til að fá mat notendanna sjálfra, og gæti þá hugsanlega komið fram mat þeirra sem myndu í raun nota borgarlín- una, ekki nota hana og einnig þeirra sem aldrei eða sjaldan myndu nota hana öðru vísi en í huganum. Eftir Bjarka Jóhannesson » Skattgreiðendur í Reykjavík og á landsbyggðinni borga fyrir þann minnihluta sem mun nota borgar- línuna. Bjarki Jóhannesson Höfundur er skipulagsfræðingur. bjarkij@simnet.is Borgarlína – hver borgar? Á b yr g ð ar m að u r: H ilm ar Pá ll Jó h an n es so n AUÐVITAÐ ER EÐLI- LEGT… ...að samningur borgarinnar við olíufélögin vegna upp- kaupa á bensínstöðvum sé Annars fara borgarbúar að hafa skoðanir. Minni spilling – betri borg. Burt með meirihlutann. ...að innheimta milljarða í innviðagjöld af ungu fólki en ekki af olíufélögum. Kynslóðaskattar eru góðir fyrir rekstur borgarinnar. ...að kostnaður við Braggann hafi farið hundruðum milljóna fram úr kostnaðaráætlun. Það er jú erfitt að reikna. BETRI BORG MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022 Sem faðir og ein- staklingur í okkar sam- félagi er sorglegt til þess að hugsa að ungt fólk, börn með fjölþætt- an vanda, þurfi að bíða eftir greiningum á sín- um vanda svo árum skiptir. Lífsskeið barns er stutt og hver mínúta, hver klukkustund er mikilvæg. Svo árum skiptir hafa læknar barna- og unglingageð- deildar Landspítalans (BUGL) barist fyrir því að úr þessu ástandi verði bætt. Í lögum nr. 83/2003 um Ráð- gjafa- og greiningastöð ríkisins segir í 1. mgr. laganna: ,,Markmið laga þessara er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaraskanir sem geta leitt til fötl- unar fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem miða að því að draga úr afleiðingum röskunarinnar, enn fremur að tryggja öflun, viðhald og miðlun fræðilegrar þekkingar á þessu sviði.“ Vandi barnanna er mikill og að- standendur þeirra oftar en ekki ráð- þrota. Miðflokkurinn vill koma upp e.k. forgreiningu á stöðu barna sem fagfólk á vegum borgarinnar gæti mótað. Með því má styðja betur við skóla, börnin og aðstandendur þeirra. Í 3. mgr. segir að markmið; ,,Ráð- gjafar- og greiningarstöðvar er fjöl- þætt og fjölskyldumiðuð með áherslu á snemmtæka íhlutun. Leiðarljós þjónustunnar er að stuðla að sjálfs- björg barns og virkri þátttöku þess í sam- félaginu.“ Taki það aðstand- endur barna mörg ár að fá viðeigandi greiningu á barni, svo grípa megi inn með snemmtækri íhlutun, er raunveruleg hætta að barn fái ekki rétta meðferð, rétt lyf og viðeigandi úrræði önnur. Hér gæti verið um vandamál vegna mál- þroska, lesblindu og margvísleg þroskafrávik önnur. Ekki aðeins er mikilvægt að bregðast ekki barninu heldur ekki síður að tryggja for- eldrum og öðrum aðstandendum blómlega framtíð fyrir barnið. Börn með fötlun eiga þennan rétt og sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um málefni þeirra staðfestir það. Ekki er séð, þrátt fyrir barnamála- eða heil- brigðisráðherra, að það sé brugðist skjótt við. Foreldrar hafa þurft að berjast fyrir réttindum fatlaðra barna sinna svo úr þeim mörgum er úr allur þróttur og vonleysi blasir við. Við í Miðflokknum erum raunsönn, framkvæmum það sem við höfum lof- að og mun ég gera mitt allra besta til að standa vörð um þennan málstað. ,,Bíddu pabbi, bíddu mín, bíddu því ég kem til þín.“ Við munum ekki láta ykkur bíða of lengi. Eftir Geir Ólafsson » Við í Miðflokknum erum raunsönn, framkvæmum það sem við höfum lofað og mun ég gera mitt allra besta til að standa vörð um þennan málstað. Geir Ólafsson Höfundur er tónlistarmaður, söngvari og skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Kópavogi. Börnin eiga betra skilið – Bíddu pabbi ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.