Morgunblaðið - 13.05.2022, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 13.05.2022, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022 ✝ Guðmundur Knútur Eg- ilsson fæddist í Reykjavík 15. októ- ber 1928. Hann lést 29. apríl 2022 á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Foreldrar hans voru Egill Ólafsson, stýrimað- ur og síðar verk- stjóri í Reykjavík, f. 19.3. 1892, d. 26.1. 1976, og Ragnheiður Rannveig Stefanía Stefánsdóttir húsfrú, f. 11.2. 1897, d. 6.7. 1949. Systkini Guðmundar voru: Ólafur Ásmundsson Egilsson, f. 20.6. 1924, d. 4.3. 2012, og Sig- ríður Stefanía Egilsdóttir, f. 15.10. 1927, d. 24.12. 2015. Fóst- urbarn Egils og Ragnheiðar Rannveigar var Valgerður Lilja Hagalín Jónsdóttir, f. 23.12. 1917, d. 20.1. 1996, og kjörsonur Sigurður Ragnar Blomsterberg, f. 15.2. 1944. Eiginkona Guðmundar var Sigurbjörg Hervör Guðjóns- dóttir, f. 27.1. 1931, ein stofn- enda Félags heyrnarlausra og formaður þess um árabil, d. 2.4. 2021. Börn Guðmundar og Her- varar eru: 1) Bryndís, f. 25.3. 1959, talmeinafræðingur, maki Árni Sigfússon, ráðgjafi og fyrrv. borgar- og bæjarstjóri. Börn þeirra eru: a) Aldís Krist- ín, f. 1980, maki Ralph D. Firm- an. Börn þeirra eru Klara Krist- Abraham, f. 1985. b) Vigdís Her- vör, f. 1999. c) Valdís Sólvör, f. 2001. d) Sóldís Salvör, f. 2009. 5) María Guðrún, f. 23.1. 1966, við- skiptafræðingur, maki Stein- grímur Sigurgeirsson, sérfræð- ingur í fjármálaráðuneytinu. Börn: a) Helga Sigríður, f. 1994. b) Ragnheiður Rannveig, f. 1998. c) Brynhildur Birna, f. 2007. Guðmundur hóf störf hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur 15 ára, árið 1944, með Agli Ólafssyni föður sínum, og starfaði þar nær óslitið til 2010, eða í rúm- lega 66 ár, lengur en nokkur annar starfsmanna fyrir- tækisins fyrr og síðar. Árið 1988 tók Guðmundur að sér að skrá muni og halda til haga sögu- legum þáttum í starfi Raf- magnsveitunnar. Hann varð fyrsti forstöðumaður Minjasafns Rafmagnsveitu Reykjavíkur, síðar Orkuveitu Reykjavíkur, við Elliðaár, sem opnað var vor- ið 1990. Einnig var hann til fjölda ára í ritnefnd og ritstjóri Línunnar, tímarits starfsmanna RR. Guðmundur sinnti fjölda trúnaðarstarfa fyrir Félag heyrnarlausra um langt árabil, sat um árabil í ritnefnd Tímarits heyrnarlausra og þau hjónin voru gerð að fyrstu heið- ursfélögum Félags heyrnar- lausra á 25 ára afmæli félagsins. Guðmundur gaf út tvær bæk- ur um ættir sínar, fyrri bókin um ættir móður hans, „Niðjatal hjónanna Jóns Pálssonar og Ragnheiðar Jónsdóttur“, og sú síðari um ættir föður hans, „Fólkið mitt suður með sjó“. Guðmundur verður jarðsung- inn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 13. maí 2022, klukkan 15. ín Margaret og Arthur Árni Mich- ael. b) Védís Her- vör, f. 8.7. 1982, maki Þórhallur Bergmann. Börn þeirra eru Árni Stefán, Jóhann Vik- ar og Bryndís Helga. c) Guð- mundur Egill, f. 18.12. 1988. d) Sig- fús Jóhann, f. 15.8. 1990. 2) Magnús, f. 11.7. 1960, ráðgjafi og hestabóndi í Svíþjóð, í sambúð með Kajsu Arena kennara. Börn Magnúsar eru: a) Arna Ösp, f. 1984, í sambúð með Kristjáni Pétri Vilhelmssyni. Börn Örnu eru Herdís Hekla og Alfreð Ási. b) Jóhann, f. 1984, í sambúð með Marie Meldgaard Jakobsen. c) Hrafnhildur Ylfa, f. 1990, í sambúð með Guðjóni Ólafssyni. Barn þeirra er Mikael Máni. d) Jafet Máni, f. 1997. 3) Ragnheiður Eygló, f. 19.6. 1962, deildarstjóri í upplýsingatækni, maki Gunnar Salvarsson, sér- fræðingur í utanríkisráðuneyt- inu. Börn þeirra eru a) Arn- aldur Jón, f. 1984, maki Unnur Karlsdóttir. Börn þeirra eru Solveig, Borghildur og Karl. b) Egill Ólafur, f. 1984. c) Högni Freyr, f. 1997, í sambúð með Birtu Hinriksdóttur. d) Hávar Snær, f. 1997, í sambúð með Evu Rós Birgisdóttur. 4) Guðjón Gísli, f. 27.10. 1963, viðskipta- fræðingur. Börn: a) Baldur „Hjartað mitt“ eru orð sem hafa hljómað daglega í eyrum mínum alla tíð frá barnæsku til fullorðinsára. Pabbi var óspar á þessi orð og fullvissaði mig ætíð um að allt yrði í lagi, sama hversu lítil og ómerkileg við- fangsefnin voru. Þegar ég kveð elsku pabba er mér efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina og umhyggjuna, traustan vinskap og óskilyrtan kærleik föður til dóttur. Ég er þakklát þeim mömmu fyrir svo ótalmargt í uppeldinu; vinátt- una, stuðninginn við okkur Árna og börnin okkar, þar sem gnótt var af ást. Alltaf var afi fyrstur boðinn og búinn að sækja og strjúka tár af hvarmi, ef svo bar við, og foreldrarnir uppteknir. Pabbi hefur lifað ótrúlega ævi og áorkað miklu með mikilli elju og vinnusemi. Fríin fóru gjarna í aukavinnu; uppskipun, múr- flísalagnir, timburhreinsun og fleira. Allt svo að fjölskyldan hans gæti átt betri framtíð. Ekki fóru aurarnir í hann sjálf- an en hann lagði þó kapp á að reyna að kaupa ársmiða í leik- húsið. Auðvitað áraði ekki alltaf vel og ársmiðinn beið það árið. Reglusemi var í heiðri höfð og dyggð að „fara vel með“. Besta fjárfestingin var í steypu og menntun og allir afkomendur þekkja frá pabba að ef maður „sparar penníin þá sparar pund- ið sig sjálft“. Við systkinin lærðum snemma að tungumál og menn- ing helst í hendur. Með pabba sem fyrirmynd sem aldrei lagð- ist til hvílu öðruvísi en með bók í hönd þrátt fyrir að hafa lokið a.m.k. tveimur störfum þann daginn voru skilaboðin augljós. Bækur og auðugur orðaforði lyftu andanum og báru hugann langt yfir brauðstrit líðandi dags. Öll markmiðagúrufræði heimsins þykja mér hjóm eitt hjá þeim markmiðum sem pabbi setti sér sem ungur maður og hafði úthald í að framkvæma. Hann þroskaðist í starfi og bætti stöðugt við þekkingu sína og sérhæfingu. Við pabbi áttum dásamlegar stundir þegar við unnum að Sögu heyrnarlausra á Íslandi og útgáfu fyrstu ís- lensku táknmálsorðabókarinnar. Heimilið var skrifstofan og börnin mín fylgdust af áhuga með afa sínum skrifa alls kyns fróðleik um rafmagn og umbylt- ingartíma á Íslandi þegar Minjasafn RR var í mótun. All- ar þessar minningar eigum við auk minninga af ferðalögum innanlands og erlendis þar sem safnaheimsóknir voru toppurinn á tilverunni. Væntumþykja pabba kom sterkt fram í litlu hlutunum og nærvera hans var mér ætíð mikils virði. Mér er minnisstætt þegar pabbi heimsótti mig á sjúkrabeði fyrir 25 árum síðan eftir svæfingu. Rödd hans brast um leið og hann strauk vanga minn; „Hjartað mitt, elskan mín, þú ert eins og lítill fugl“. Allt varð gott við þessa heim- sókn og þessi krúttlegu orð. Pabbi var kominn og allt varð betra! Það verður erfitt að heyra ekki fallegu röddina hans pabba í framtíðinni með orð- unum: „Hjartað mitt“ og full- vissa mig um að „allt verði í lagi“. Síðustu dagana okkar pabba áttum við góðar samverustund- ir, þrátt fyrir veikindi hans og nú var komið að mér að fullvissa hann um að allt yrði í lagi með þennan glæsilega hóp afkom- enda sem þau mamma voru svo stolt af. Ég lýt höfði og kveð föður minn með virðingu og þökk. Blessuð sé minning hans. Bryndís Ég kveð pabba með miklum trega en kærleika og hlýju og þakklæti, ánægð að vita af hon- um hjá mömmu sem hann elsk- aði af öllu hjarta. Í pabba átti ég mikinn vin, ég gat talað við hann um allt, hann átti svo sannarlega hjarta mitt. Hugurinn reikar aftur til þess tíma þegar ég fór með honum í vinnuna lítil stelpa. Þá var gam- an fá að fylgjast með því sem hann var að gera. Pabbi var mikill grúskari alla tíð og áhugi hans á gömlum minjum var hon- um svo hugleikinn. Þegar heim- spekilegar vangaveltur mínar um heimsendi voru ofarlega í huga, sem lítillar stúlku, og köll- uðu fram krepputilfinningu í maganum, var gott að geta spjallað og kúra hjá pabba sem náði iðulega að róa mig. Pabbi var mér svo mikið og ég bar mikla virðingu fyrir lífsgildum hans um heiðarleika og vera góður við þá sem minna mega sín. „Sælla er að gefa en að þiggja,“ heyrði ég oft sagt í barnæsku og það mótaði mig. Hann hafði sterka réttlætis- kennd og skoðanir á mönnum og málefnum. Fyrir fermingarpeningana vildi ég fara til Spánar og engan ferðafélaga kaus ég fremur en pabba. Ég bauð honum því með mér og þetta var fyrsta utan- landsferðin mín, mjög eftir- minnileg. Það var svona gagn- kvæmur áhugi hjá okkur báðum. Ég naut þess svo inni- lega að hafa hann fyrir mig. Ferðin einkenndist af því að kynnast Spáni, fara í skoðunar- ferðir og upplifa alls konar æv- intýri. Synir okkar Gunnars hafa notið þeirra forréttinda að kynnast honum náið því sam- gangur var mikill við pabba og mömmu. Margar ógleymanlegar minningar úr ferðum okkur með þeim. Þau höfðu svo góða nær- veru og gerðu engar kröfur. Pabbi gat miðlað af kærleika og visku og lét þá alltaf vita hversu stoltur hann var af þeim. Hann var líka alltaf til staðar fyrir þá. Hrósaði þeim óspart. Gleðin og glensið var ekki langt undan. Taugin milli Gunnars og pabba var alltaf sterk og sam- verustundir þeirra margar í ættfræðigrúski settu svip á heimilið um helgar í mörg ár. Pabbi var allt í öllu. Þrátt fyrir að pabbi ynni mikið hafði alltaf einhvern veginn orku í að sinna uppeldi, félagsstörfum og skrifum. Við systkinin áttum í honum hvert bein. Skemmtileg- ar stundir og minningar í æsku áttum við saman þar sem heim- ilið iðaði af lífi sem fyrsta fé- lagsheimili fyrir heyrnarlausa. Hann rétti iðulega fram hjálparhönd til okkar systkina þegar við vorum að standa í breytingum eða byggingum, sagði einfaldlega aldrei nei – það var ekki til í hans orðabók. Hann var mjög virkur með mömmu í félagsstörfum og sótti fundi í reglu musterisriddara með stolti og áhuga. Hann hafði gaman af því að lesa og var fróðleiksfús og vel að sér í svo mörgu. Við pabbi áttum náið sam- band alveg fram á síðasta dag sem ég varðveiti í hjarta mínu. Rödd hans og hlátur óma í höfð- inu á mér og það er erfitt og sárt að hugsa að hann hafi kvatt þessa jarðvist. Það er þyngra en tárum taki að kveðja pabba en ég veit að við hittumst aftur. Elska þig pabbi minn. Hvíldu í friði. Ragnheiður Eygló. Elsku pabbi, nú er komið að leiðarlokum, eftir langa og við- burðarríka ævi. Þótt maður vissi í hvað stefndi þá er alltaf sárt að kveðja þá sem manni eru kærir, hafa alltaf verið til staðar og haft áhrif á stóran hluta lífs manns. Mamma tekur vel á móti þér en þú saknaðir hennar svo sárt eftir að hún dó í fyrra og lofaðir að koma brátt til hennar. Sam- an voruð þið eitt og það tók á að horfa á þig sjá eftir konunni sem þú elskaðir svo mikið. Þú gast samt huggað þig við það að hún fór á undan þér en fyrir það varstu þakklátur. Ég minnist ferðanna okkar saman með mömmu og þér og barnabörnunum til Ameríku og Ítalíu. Þar sem við áttum góðar stundir saman með stórfjöl- skyldunni. Fermingaferðin okkar til Amsterdam var eftirminnileg, ég á unglingsaldri í minni fyrstu utanlandsferð, búin að skoða myndir í ferðabæklingum af út- löndum og sá fyrir mér fólk liggjandi í bikini á strönd á fínu hóteli. Þegar út var komið beið aftur á móti eitt herbergi með klósetti og síki beint fyrir utan gluggann. Einn morguninn vöknuðum við eldsnemma til þess að fara í skoðunarferð og ég óvenjulega þreytt þegar ég var dreginn út á tómar götur Amsterdam. Fljótlega kom í ljós að tímamismunurinn var tveir tímar og þú enn þá með klukk- una stillta á íslenskan tíma, enn þá hánótt. Þú dróst unglinginn sem hafði lítinn áhuga þá í allar skoðanaferðir að skoða vind- myllur og ostamarkaði. Við borðuðum McDonalds í öll mál enda að mati pabba bæði ódýrt og öruggt. Þú hafðir samt skiln- ing á því að ég var unglingur og hafðir ótrúlega þolinmæði fyrir því. Unglingurinn fékk líka að kíkja í fatabúðir á milli þess að hún var dregin í skoðunarferðir. Það sem einkenndi þinn kar- akter var fórnfýsi fram í fing- urgóma. Þú varst alltaf fyrsti maðurinn að mæta á staðinn ef einhver þurfti hjálp. Þú varst hreinskilinn og sagðir ávallt þína skoðum hverj- um sem heyra vildi. Þú varst tryggur og stóðst ávallt við bak- ið á þínu fólki. Þú tókst alltaf vel í allt sem ég tók mér fyrir hendur, lést mig finna að ekkert var ómögu- legt, heldur skipti máli að vilj- inn væri fyrir hendi. Sökktir þér niður í hlutina með eldmóði og þá komst ekkert annað að. Það er ekki hægt að annað en að minnast á sparsemi pabba þegar kemur að því að skrifa um hann. Í uppeldinu fór maður ekki varhluta af því að pabbi hafði alist upp við fátækt og sparsemi var dyggð í hans aug- um. Það sneri hins vegar ein- ungis að honum sjálfum, alltaf var hann örlátur á aðra en sjálf- an sig. Hann var aldrei í fyrsta sæti heldur börnin hans og barnabörn. Þú fórst snemma að vinna, aðeins 15 ára gamall og ekki var lagt upp úr því að þú færir menntaveginn. Þú lagðir alltaf ríka áherslu á að við menntuð- um okkur þar sem að þú hafðir ekki átt tök á því. Fróðleiksfýsn þín og áhugi á fólki leiddi til þess að minningagreinaskrif urðu að sérstöku áhugaefni þar sem þú náðir góðum tökum á lýsingu á samferðarfólki. Ég man líka þegar þú lentir í þriðja sæti í ritkeppni með grein um hernámsárin. Þú yrðir sennilega ánægður að ég væri að skrifa minningargrein núna. Elsku pabbi ég bið að heilsa mömmu. Þin dóttir, María Manni stóð ekki alveg á sama þegar við Guðmundur hittumst fyrst. Þetta var á menntaskóla- árunum í Hamrahlíð og ef ég man rétt þá höfðum við María ætlað að vinna saman í verkefni og röltum heim til hennar í Espigerði. Þar sátu þau hjónin Guðmundur og Hervör í eldhús- inu. Hervör heilsaði manni bros- andi út að eyrum og bauð fram veitingar en Guðmundur, dökk- ur yfirlitum, svipmikill og brúnaþungur virti alvarlegur fyrir sér þennan pilt sem yngsta dóttirin hafði dregið inn á heim- ilið. Fljótlega vorum við komnir í samræður og greinilegt að þarna var maður sem hafði skoðanir og fylgdist vel með. Svo var hann rokinn út – ein- hver verk sem varð að vinna. Þessi einstaki maður sem nokkrum árum síðar varð að tengdaföður mínum hefur verið stoð okkar og stytta alla tíð síð- an, og ekki einungis okkar. Guð- mundur stóð alltaf með sínu fólki í gegnum þykkt og þunnt, ávallt hjálpfús, fórnfús, einarður og reiðubúinn að hvetja, hjálpa, leiðbeina. Þau Gummi og Hebba voru ávallt fyrst á staðinn þegar framkvæmdir voru á döfinni einhvers staðar, ekki bara til að fylgjast með heldur leggja sitt af mörkum. Það kom ekki annað til greina en að unga parið keypti sér íbúð, steinsteypan var traustasta fjárfestingin. Og þá tóku við breytingar sem Guð- mundur hvatti til. Á Öldugötu var gamalt bað- ker sem við veltum fyrir okkur að skipta út fyrir sturtu. Skömmu síðar sást Guðmundur renna í hlaðið, opna afturhurð- ina og taka þar út stærðarinnar sleggju. Við varla náðum að kasta á hann kveðju áður en hann þrammaði inn á bað, lok- aði að sér. Við tóku mikil læti meðan sleggjan dundi á bað- kerinu. Fljótlega opnaðist hurð- in, Guðmundur birtist kófsveitt- ur og bar rústirnar út í bíl. Þar með varð ekki aftur snúið, sturta skyldi það vera. Þau hjónin voru miðpunktur- inn í stórri fjölskyldu, Hvassa- leitið félagsmiðstöð þar sem alltaf var heitt á könnunni fyrir þá sem leið áttu hjá. Þau voru alltaf á ferðinni og þess á milli voru regluleg símtöl, allt að því daglega heyrði Guðmundur í dóttur sinni og fylgdist grannt með öllu sem á daginn dreif hjá ættinni, stoltur af öllu sem af- komendur tóku sér fyrir hend- ur. Hann var ávallt fréttaþyrst- ur, forvitinn án þess að vera hnýsinn, en líka fréttaveita sem tengdi saman alla þræði. Saman eignuðust þau Hervör fimm börn og Guðmundi var mikill akkur í því að koma þeim til manns og mennta, með hvatningu og stuðningi. Hann hafði mótandi áhrif á afkom- endur sína og ljóst að snemma hafði dótturinni verið innrætt margvísleg holl gildi og dyggðir á borð við heiðarleika og spar- semi. Fara skyldi vel með fé, ávaxta en ekki eyða. Þar var Guðmundur fyrirmynd sem hélt áfram að innræta barnabörnun- um að láta ekki plata sig í fjár- málum, ávallt skyldi kílóverðið skoða. Hann var einnig örlátasta manneskja sem ég hef kynnst. Aldrei setti hann sjálfan sig í fyrsta sæti, lífið snerist um börn, barnabörn og svo auðvitað hana Hebbu, ástina í lífinu hans. Nú hafa þau bæði kvatt okkur, eru sameinuð á ný. Heimurinn er tómari en leiðarljós þeirra halda áfram að varða okkur veginn. Steingrímur Sigurgeirsson. Þegar menn ná 94 ára aldri, halda skynsömum huga og lík- amskrafti næstum því til hinstu stundar, skila miklu og merku ævistarfi og njóta virðingar og ástar samverkafólks og fjöl- skyldu, þá er kveðjustundin ljúfsár. Hún er nær þakkar- gjörðarhátíð! Ég er þakklátur vini mínum og tengdaföður fyrir svo ótal margt: virðingu hans fyrir heil- ögu hjónabandinu, virðingu fyr- ir göfugu lífsstarfi, staðfestu í öllu því sem hann lofaði, gjaf- mildina, sem aldrei mátti minn- ast á, stöðugan þorsta í fróðleik, virðingu fyrir forfeðrum og sög- unni, ást og umhyggju þeirra hjóna fyrir barnabörnunum, ein- staka vináttu við Bryndísi mína. Þakklátur fyrir hvernig hann kenndi mér handbrögðin við að lagfæra stækkandi vistarverur okkar eftir því sem fjölgaði í fjölskyldunni, flísalagnir, pípu- lagnir, smíðar. Þakklátur fyrir ferðalögin sem við áttum saman með honum og Hervöru. Þakk- látur fyrir að hann var alltaf til staðar þegar þurfti að vinna verkin, rétt eins og hann vissi af því sem ég þyrfti að gera, áður en ég hafði hug á því. Þakklátur fyrir að styðja okkur á barn- mörgu heimili. Hann var ein- stakur maður. Ég er svo stoltur að hafa ver- Guðmundur Knútur Egilsson HINSTA KVEÐJA Til þín Guðmundur sem hafðir stórt hjarta fyrir okkur sem höfðum kynnst þér. Við kveðjum þig með söknuði, þakklæti og falleg- um minningum um þig. Hér við skiljumst og hittast munum, á feginsdegi fira. Drottinn minn gefi dauðum ró, og hinum líkn er lifa. (Úr Sólarljóðum) Miyako. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGFRÍÐUR ÓSKARSDÓTTIR, Sigfríður í T-bæ, Egilsbraut 19, Þorlákshöfn, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þriðjudaginn 3. maí. Útförin fer fram frá Þorlákskirkju miðvikudaginn 18. maí klukkan 13. Guðbjörg Ósk Kjartansdóttir Markús Örn Haraldsson Sigríður Kjartansdóttir Gestur Áskelsson Jensína Kjartansdóttir Þorsteinn Ægir Þrastarson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.