Morgunblaðið - 30.05.2022, Side 1

Morgunblaðið - 30.05.2022, Side 1
M Á N U D A G U R 3 0. M A Í 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 125. tölublað . 110. árgangur . SKÓLARNIR EIGI AÐ VERA Í FREMSTU RÖÐ TELUR KREPPU Í VÆNDUM KJARTAN MEÐ TVÖ Í HARÐSÓTTUM KR-SIGRI VIÐSKIPTI 12 8. UMFERÐ 26MJÖLL NÝR FORMAÐUR 11 Andrés Magnússon andres@mbl.is Málefni Reykjavíkurflugvallar gætu reynst erfið í meirihlutaviðræðum Framsóknar og þriggja flokka gamla meirihlutans í Reykjavík. Skömmu fyrir kosningar kastaðist í kekki milli ríkis og borgar um þau, en Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, hafnaði frekari uppbyggingu í grennd við völlinn fyrr en nýr flugvallarkostur væri fundinn og uppbyggður. Einar Þor- steinsson tók undir þau sjónarmið og sagði mikilvægt að borgin virti samning frá 2019 þar að lútandi. Fyrir helgina undirstrikaði Sig- urður Ingi svo mikilvægi þessa máls fyrir Framsókn og sagði tíma- bært að „dusta rykið“ af áformum um að reisa nýja flugstöð á Reykja- víkurflugvelli, sem kallar á svör nýs meirihluta eftir að hann verður mynd- aður. Þau kunna þó að koma fyrr, því fyrir nýrri borg- arstjórn liggur að taka afstöðu til lóðaúthlutunar í Skerjafirði undir 140 íbúða fjöl- býlishús, sem gengur í berhögg við stefnu Framsóknar og fyrrnefndar yfirlýsingar innviðaráðherra. Hvað sem því líður eru meiri- hlutaviðræður í Reykjavík sagðar ganga vel, þar á meðal um skipu- lagsmál, þótt mögulega sé nokkur bjartsýni að þeim ljúki fyrir fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar hinn 7. júní. »14 Flugvallarmálið gæti tafið fyrir - Meirihlutaviðræður sagðar ganga vel Einar Þorsteinsson Fram er Íslandsmeistari kvenna í handknatt- leik eftir að hafa unnið dramatískan sigur á liði Vals í fjórða leik liðanna í úrslitum Ís- landsmótsins á sunnudag. Leiknum lauk með 23:22-sigri Fram, sem vann einvígið saman- lagt 3:1. Karen Knútsdóttir fór á kostum fyrir leik liðanna í Vestmannaeyjum. Valur vann úrslitaeinvígið 3:1 og er því Íslands- og bikar- meistari annað árið í röð. »27 Fram og skoraði alls níu mörk. Þá varð karla- lið Vals Íslandsmeistari í handknattleik á laugardag eftir 31:30-sigur á liði ÍBV í fjórða Morgunblaðið/Kristvin Guðmundsson Fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í 23. sinn Úkraínustjórn biðlaði ákaft til vest- rænna ríkja í gær um að senda fleiri vopn til þess að verjast innrás Rússa. Rússneski herinn hefur hert sóknina í austurhluta landsins síðustu dægur og er við að ná borginni Severo- donetsk á sitt vald, en það myndi veikja mjög varnarstöðu Úkraínu- hers og mögulega knýja fram und- anhald hans. Severodonetsk er ein síðasta borgin í héraðinu Lúhansk sem enn er á valdi Úkraínuhers, en það og héraðið Donetsk mynda landsvæðið Donbass, sem Rússar gera tilkall til og vilja leggja undir sig. Að sögn borgarstjóra þar er borgin nú raf- magnslaus, en í símtölum við vest- ræna blaðamenn þvertók hann fyrir að Rússum hefði orðið ágengt við hernám borgarinnar. Í sömu mund fór Volodimír Sel- enskí Úkraínuforseti til borgarinnar Karkív í norðausturhluta landsins, en það er í fyrsta sinn sem hann kemur þangað síðan úkraínski her- inn stökkti hersveitum Rússa á flótta þaðan. Karkív er næststærsta borg landsins og meðal hinna fyrstu sem Rússar reyndu að leggja undir sig eftir innrásina í febrúar, en án árangurs. Þar er mikið af fólki af rússneskum uppruna, en það hefur flest snúist gegn rússneska innrás- arhernum eða heldur sig til hlés. Selenskí ráðfærði sig í gær við herforingja þar og ræddi við óbreytta hermenn, en hann sæmdi einnig hermenn heiðursviðurkenn- ingu fyrir framgöngu sína við vörn borgarinnar og samnefnds héraðs. „Ég er mjög stoltur af varnar- mönnum okkar. Þeir hætta lífi sínu á hverjum degi til þess að verja frelsi Úkraínu,“ sagði Selenskí af því til- efni. Um leið notaði hann tækifærið til þess að biðja vestræn ríki um meiri vopn til þess að halda aftur af sókn Rússa, einkum eldflaugaskotpalla sem eru mikilvirkari en þær fall- byssur sem Úkraína hefur fengið til varna fram að þessu. » 13 Rússar herða sóknina en Úkraína biður um vopn - Selenskí forseti heimsækir vígstöðvarnar í grennd Karkív AFP Úkraína Selenskí Úkraínuforseti hélt í gær á vígstöðvarnar til að kynna sér stöðuna af eigin raun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.