Morgunblaðið - 30.05.2022, Síða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2022
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Það „að rétta upp hönd“ í kennslustund gæti brátt
heyrt sögunni til, eftir að sigurhugmynd Nýsköp-
unarkeppni grunnskólanna leit dagsins ljós. Hug-
myndin, sem ber nafnið Hjálparljós, eftir þær Hildu
Rún Hafsteinsdóttur og Thelmu Sif Róbertsdóttur, úr
7. bekk í Sandgerðisskóla, er snjallari lausn til að biðja
um aðstoð.
„Við vorum einhvern tímann í tíma og vorum orðar
þreyttar í hendinni þannig að okkur datt þetta í hug,“
segir Hilda en uppfinningin lýsir sér þannig að ýtt er á
takka sem kveikir ljós, til marks um að mann vanti að-
stoð. Ljósið er grænt í fjórar mínútur en verður þá gult.
„Þá veit kennarinn að maður er búinn að bíða lengi,“
útskýrir Thelma. Að öðrum fjórum mínútum liðnum
breytist ljósið á nýjan leik og verður rautt. „Svo byrjar
það að blikka þegar það er búið að vera mjög lengi.“
Kennarinn sér því hvaða nemendur hafa beðið lengst
eftir aðstoð „Síðan getur maður unnið annað verkefni á
meðan,“ segir Thelma en báðar hafa þær lent í því að
vera orðnar þreyttar í báðum höndum eftir biðina
löngu.
Fartölvur að launum
Hilda segir þær vinkonurnar hafa sent inn hugmynd í
mars, eftir að kennarinn þeirra, Ragnheiður Alma Snæ-
björnsdóttir, hvatti þær og aðra í bekknum til að taka
þátt í keppninni.
Hugmyndin var síðan á meðal 25 hugmynda sem var
boðið í vinnustofu og aðalkeppnina í Háskólanum í
Reykjavík. Þar unnu þær aðalverðlaun. Að launum
fengu þær hvor um sig viðurkenningaskjal og fartölvu
að verðmæti 155 þúsund krónur frá Elko, sem styrkir
keppnina.
Sjö aðrar hugmyndir unnu til verðlauna í keppninni
og hlaut Ásta Sigríður Ólafsdóttir, kennari í Víðistaða-
skóla, hvatningarverðlaun kennara.
Ljósmynd/Mennta- og barnamálaráðuneytið
Verðlaun Vinkonurnar Thelma Sif og Hilda Rún ásamt menntamálaráðherra og þjónustustjóra Elko.
Hjálparljós í staðinn fyrir
að rétta upp hönd í tíma
- Lærir meðan maður bíður - Minni þreyta í höndum
Hjálparljós Hugmyndin ásamt plakati til útskýringar.
Þóra Einarsdóttir óperusöngkona
vann á föstudaginn mál gegn Ís-
lensku óperunni fyrir Landsrétti.
Landsréttur staðfesti þá með dómi
sínum að Íslenska óperan hefði
brotið gegn kjarasamningi sem hún
gerði við stéttar-
félög FÍH (Félag
íslenskra hljóm-
listarmanna) og
FÍL (Félag ís-
lenskra leikara)
árið 2000, m.a.
með því að greiða
söngvurum lægri
greiðslu en lág-
marksgreiðslur
samningsins og
með því að neita
að greiða yfirvinnu eða launatengd
gjöld. Héraðsdómur hafði áður
komist að þeirri niðurstöðu að um
frjálsan verksamning væri að ræða
og þar af leiðandi frjálst að semja
undir lágmarksviðmiðum kjara-
samningsins.
Þóra sagði í samtali við mbl.is í
gær að dómur Héraðsdóms hefði
sett alla samninga um verkefn-
aráðningar sviðslistafólks í uppnám
og skapað mikla óvissu meðal
söngvara um hver réttarstaða
þeirra væri gagnvart Íslensku óp-
erunni. Þar sem málið hafði mikið
fordæmisgildi fékk Þóra leyfi til að
áfrýja dómnum til Landsréttar og
sneri Landsréttur dómnum við og
staðfesti að Íslenska óperan hefði
ekki farið að lögum við samnings-
gerð við söngvara fyrir uppsetningu
verksins Brúðkaups Fígarós. Féllst
Landsréttur á rök og kröfur Þóru
Einarsdóttur að öllu leyti.
Mikið fordæmisgildi
Ljóst þykir að dómurinn muni
hafa fordæmisgildi og að sögn Þóru
er málið mikilvægt réttindamál fyr-
ir söngvara. Að hennar mati sýnir
niðurstaðan að söngvarar líkt og
aðrar starfsstéttir eiga rétt á að
njóta lágmarkskjara og -réttinda.
„Þetta hefur mikið fordæmisgildi
fyrir allar þessar verkefnaráðningar
þegar stofnanir hafa samninga við
stéttarfélög,“ sagði Þóra. „Þetta
hefur mikla þýðingu fyrir mig per-
sónulega, ég er náttúrlega búin að
vera að standa í þessu núna í þrjú
ár.“ Sagði Þóra að það væri einnig
mikill léttir eftir niðurstöðu héraðs-
dóms.
Sagði hún frábært að málinu væri
lokið og það væri komin rétt niður-
staða í málið, en nánar er fjallað um
það á mbl.is. tomasarnar@mbl.is
Málið hafi haft mikla
þýðingu fyrir sig
- Þóra hafði betur fyrir Landsrétti
Þóra
Einarsdóttir
Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir
liljahrund@mbl.is
Þriðjudagurinn 31. maí mun marka
ákveðin tímamót í sögu Noregs og
Íslands, en þá verður síðasta síldar-
tunnan afhent Síldarminjasafni Ís-
lands á Siglufirði. Á sunnudag fór
fram mótttaka í norska sendiráðinu
á Fjólugötu, þar sem meðal annars
utanríkisráðherra ávarpaði gesti.
Viðstaddur var einnig Petter Jonny
Rivedal, sem bjargaði tunnunni þeg-
ar hana rak á land nærri heimkynn-
um hans við Hrífudal í Noregi. Hefur
Petter Jonny varðveitt tunnuna í
kjallara sínum í nær 40 ár.
Viðstaddur móttökuna var einnig
Björn Bjarnason, fyrrverandi
mennta- og dómsmálaráðherra, en
það var Björn sem komst að stað-
setningu tunnunnar hjá Petter
Jonny þegar hann heimsótti Hrífu-
dal í því skyni að skoða styttu Ingólfs
Arnarsonar. Petter Jonny hefur, auk
þess að varðveita síðustu síldartunn-
una, árum saman haft umsjón með
styttunni af Ingólfi og umhverfi
hennar og flaggað fánum bæði Ís-
lands og Noregs á hátíðisdögum.
Fyrsta Íslandsheimsóknin
Ásamt því að hafa tekið á móti
fjölda íslenskra ráðamanna sem
heimsótt hafa styttuna af Ingólfi í
Hrífudal hefur Petter Jonny sagt
fjölda fólks sögu sína um síldartunn-
una; árið 1986 þegar flutningaskipið
Suðurland, sem var síðasta skipið
sem náði fram til Íslands, sigldi úr
höfn í Dalsfirði með fullan farm af
síldartunnum féll tunna fyrir borð og
hafnaði í sjónum.
Tunnuna rak á land og hefur síðan
verið í vörslu Petters Jonnys. Það
mun hafa verið næstsíðasta ferð
skipsins, en í síðustu för Suðurlands
á jólanótt 1986 fórst skipið miðja
vegu milli Íslands og Noregs með
fullan farm af íslenskri síld. Sex
skipverjar fórust en fimm var bjarg-
að.
Í kjölfar heimsóknar Björns
Bjarnasonar til Hrífudals árið 2008
kviknaði hugmyndin um að koma
síðustu síldartunnunni frá Dalsfirði
til Íslands og sendiráð Íslands í Osló
átti síðar frumkvæðið að því að
hrinda hugmyndinni í framkvæmd
og fá til liðs við sig ýmsa samstarfs-
aðila.
Samkvæmt upplýsingum frá
norska sendiráðinu á Íslandi afhenti
Hermann Ingólfsson, þáverandi
sendiherra Íslands í Noregi, árið
2019 Petter Jonny viðurkenningar-
skjal við styttuna af Ingólfi þar sem
honum er þakkað framlag sitt í að
varðveita söguleg tengsl Íslands og
Noregs. Heimsóknin í tilefni af af-
hendingu síðustu síldartunnunnar er
þó fyrsta heimsókn Petters Jonnys
til Íslands. Petter Jonny og eigin-
kona hans, Nina Kilen Rivedal, voru
heiðursgestir móttökunnar sem
fram fór á sunnudag. Í dag verður
tunnan flutt til Siglufjarðar, þar sem
hún verður formlega afhent Síldar-
minjasafni Íslands við hátíðlega at-
höfn á þriðjudag. M.a. er gert ráð
fyrir tónlistaratriðum og ræðuhöld-
um, en Petter Jonny mun afhenda
tunnuna að ráðamönnum viðstödd-
um.
Síðasta síldartunnan komin til Íslands
- Síðasta síldartunnan verður afhent Síldarminjasafni Íslands á Siglufirði á þriðjudag - Síldartunnan
hefur verið í vörslu Norðmanns í Hrífudal í nærri fjóra áratugi - Móttaka fór fram á sunnudag
Morgunblaðið/Óttar
Móttaka Björn Bjarnason fv. ráðherra og Petter Jonny Rivedal Íslands-
vinur í móttöku norska sendiráðsins á sunnudag, með tunnuna á milli sín.