Morgunblaðið - 30.05.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.05.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2022 Nýjar og Spennandi lausnir í umbúðum Sími 540 1800 | litlaprent@litlaprent.is | www.litlaprent.is Skemmuvegi 4, 200 Kópavogi Sími 540 1818 | midaprent@midaprent.is | www.midaprent.is Skemmuvegi 4, 200 Kópavogi Úrslitaleiks Liverpool og Real Madrid var beðið með mikilli eftirvæntingu. Liverpool hefur far- ið mjög vaxandi eftir að Þjóðverj- inn Jürgen Klopp varð þjálfari liðs- ins og er nú eitt besta lið heims. Carlo Ancelotti tók við Madrídarliðinu í fyrra og þótti það ekki líklegt til stór- ræða, en með ótrú- legum hætti tókst því að slá út hvert stórliðið á fætur öðru á leiðinni í úr- slitaviðureignina. - - - Klopp hefur nú komið Liver- pool þrisvar í úrslit meistaradeildarinnar og unnið einu sinni. Hann gerði Liverpool að Englandsmeisturum í hitteðfyrra og missti naumlega af titlinum í vor. - - - Ancelotti er sigursælasti þjálfari allra tíma. Hann hefur fimm sinnum komist í úrslit meistara- deildarinnar og fjórum sinnum bor- ið sigur úr býtum. Fyrir utan fjölda annarra titla sem þjálfari og leik- maður. Liverpool átti mun fleiri færi í leiknum og hefði markmaður Madríd ekki átt nánast fullkominn leik hefðu mörkin jafnvel orðið nokkur. Madríd kom boltanum hins vegar tvisvar í netið. Aðeins annað markið taldist gilt, en mörgum hef- ur ugglaust fundið hæpið að dæma hitt markið af vegna rangstöðu. Þessi leikur sýndi hvað lítið get- ur skilið á milli feigs og ófeigs, ein mistök, augnabliks andvaraleysi, getur ráðið úrslitum. - - - Eru þeir sem tapa þá minni menn? Real Madríd var ótví- ræður sigurvegari, en í raun er ekkert frá hinum tekið þótt erfitt sé að sætta sig við annað sætið. Carlo Ancelotti Sigurvegarar og veifiskatar STAKSTEINAR Jürgen Klopp Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Háskóli Íslands hefur fallist á ósk heilbrigðisráðuneytisins um að flýta útgáfu brautskráningarskírteina þeirra nemenda í læknis-, hjúkrun- ar- og lyfjafræði sem útskrifast í vor. Þetta er gert svo unnt sé að afgreiða starfsleyfi þessara stétta sem fyrst. Þetta flýtir því um tæpan mánuð að hlutaðeigandi geti ráðið sig til starfa með fullgild réttindi á heilbrigðis- stofnunum og er til þess fallið að bæta mönnun á heilbrigðisstofnun- um þegar sumarleyfi fara í hönd. Ráðuneytið tilkynnti þetta í gær. Með þessu er brugðist við ákalli Landspítala og lyfjaverslana sem þurfa að þjálfa nýútskrifaða heil- brigðisstarfsmenn til nýrra starfa áður en aðrir starfsmenn fara í sum- arleyfi. Undanfarin ár hefur færst í vöxt að útskriftarnemar í heil- brigðisgreinum sem hyggjast sækja um starfsleyfi en eru ekki komnir með formlegt prófskír- teini leggi fram vottorð með um- sókn sinni til embættis landlæknis frá hlutaðeigandi menntastofnun, til marks um að þeir hafi lokið námi. Ekki hefur verið unnt að líta á slík vottorð sem ígildi prófskír- teina til að byggja á útgáfu starfs- leyfis, segir í tilkynningu frá ráðu- neytinu. Geta hafið störf fyrr eftir útskrift - Útgáfu skírteina flýtt fyrir nemendur í læknis-, hjúkrunar- og lyfjafræði Morgunblaðið/Eggert Landspítalinn Brautskráðir kandí- datar geta nú hafið störf fyrr. Góðgerðardagur Kársnesskóla var haldinn 19. maí sl. og söfnuðust alls 725 þúsund krónur sem afhentar voru UNICEF á Íslandi á föstudag. Styrktarféð rann til neyðarsöfnunar UNICEF fyrir börn í Úkraínu, en styrktarmálið var valið með lýðræð- islegum hætti af nemendum í 7. bekk. „Við höfum verið að stíla inn á að börn hjálpi börnum og það eru krakkar í sjöunda bekk sem velja sér málefni sem þeir vilja styðja,“ segir Björg Baldursdóttir skóla- stjóri og bætir við að söfnunin hafi gengið frábærlega vel í ár. „Það var margt fólk sem kom og mikill pen- ingur sem safnaðist. Krakkarnir voru búnir að búa til muni og baka alls konar sem þeir selja. Það eru margir nemendur, aðallega á miðstigi, sem taka þátt í þessu en svo eru krakkar á öllum stigum sem mæta með foreldrum og eru með. Þetta er hálfgerð hverfis- hátíð,“ segir Björg. Börn hjálpa börn- um á góðgerðardegi - Kársnesskóli safnaði fyrir UNICEF Ljósmynd/Kársnesskóli UNICEF Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastýra á Íslandi tekur við fénu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.