Morgunblaðið - 30.05.2022, Síða 15

Morgunblaðið - 30.05.2022, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2022 Kubbur Margir hafa nýtt góða veðrið að undanförnu til útivistar, enda um að gera að nýta sólarstundirnar til hins ýtrasta. Parið Yrsa og Torfi lék sér í kubb á Klambratúni er ljósmyndari átti þar leið hjá. Hákon Pálsson Samræmd móttaka flóttamanna með vernd er efni frum- varps félagsmálaráð- herra sem hefur verið til meðferðar á Al- þingi nú í þrjá þing- vetur. Það varð ekki að lögum á síðasta þingi vegna ítarlegra athugasemda Mið- flokksins varðandi vanmetinn kostnað og illa ígrund- aðar afleiðingar þess fyrir hag al- mennings hér á landi. Nú hefur ráðherra lagt það aftur fram og ætlar því alla leið. Markmið frumvarpsins er sagt vera að „lögfesta verkefni vegna samræmdrar móttöku flóttafólks“. Svo óljóst orðalag er auðvitað kostulegt þegar rýnt er í hvað frumvarpinu er ætlað að gera í raun. Ætlunin er nefnilega að allir þeir hælisleitendur sem hljóta vernd hér á landi eftir meðferð sinnar umsóknar njóti þá sömu réttinda og þjónustu og þeir sem hingað koma sem svokallaðir kvótaflóttamenn á vegum Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, eftir ítarlegt ferli. Með þessu verður hælisleit- endum veitt meiri þjónusta og rétt- indi að fenginni vernd en er raunin hjá löndunum í kringum okkur og verður það óneitanlega til þess að hingað verður eftirsóknarverðara að koma og leita hælis. Það þýðir gríðarlegan kostnaðarauka fyrir ís- lenskt samfélag og hinn íslenska skattgreiðanda sem er staðreynd sem þarf í öllu falli að horfast í augu við og Alþingi ákveði hvort ráðast skuli í. Sér- staklega í ljósi þess að við erum nú þegar í mestu vandræðum með að halda úti nú- verandi hæliskerfi hér á landi, án þessara breytinga. Í ljósi þessa vakti kostnaðarmat frum- varpsins sérstaka at- hygli undirritaðs. Á sama tíma og hundruð flótta- manna koma hingað á eigin vegum og öðlast vernd, sem er marg- faldur sá fjöldi sem hingað kemur á grundvelli kvótaflóttamannakerf- isins, var kostnaður við frum- varpið aðeins metinn 40,8 milljónir króna á ári. Þegar betur var að gáð kom í ljós að þetta kostnaðarmat gekk eingöngu út á að meta aukinn starfsmannakostnað Fjölmenning- arseturs og kaup á stólum, borð- um og tölvum fyrir þá sem þar verða ráðnir til starfa. Það er í raun sérstakt rannsóknarefni að fjármálaráðuneytið kvitti upp á svo mikið vanmat á fjárhagslegum áhrifum frumvarps eins og þessa. Horft er algerlega fram hjá beinum kostnaði sem þessar breytingar munu valda og afleidd- um áhrifum þess að hingað muni leita mjög aukinn fjöldi hælisleit- enda í betri þjónustu og aukin réttindi – betri stöðu en víðast í löndunum í kringum okkur. Fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd er nú þegar úr öllu sam- hengi hér á landi, samanborið við það sem birtist í nágrannalöndum okkar. Á síðasta ári bárust ís- lenskum stjórnvöldum 23 umsókn- ir á hverja 10.000 íbúa en þær voru einungis ellefu í Svíþjóð, fimm í Finnlandi, fjórar í Dan- mörku og þrjár í Noregi, svo dæmi séu tekin. Ráðherra dóms- mála hefur reynt að stemma stigu við þessu með breytingum á lögum sem færa regluverk nær því sem sjá má annars staðar á Norð- urlöndunum en ekki haft erindi sem erfiði vegna andstöðu sam- starfsflokks í ríkisstjórn. Og nú á að auka á vandann og kostnaðinn. Þegar þetta frumvarp félags- málaráðherra var aftur til umræðu í þingsal fyrir nokkrum vikum var það ekki fyrr en þingmenn Mið- flokksins, undirritaður og formað- ur flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, höfðu flutt 52 ræð- ur um málið að stjórnarflokkarnir féllust á að málið færi til velferð- arnefndar á milli annarrar og þriðju umræðu, þar sem ætlunin var að leiða fram svör við at- hugasemdum og spurningum sem fram höfðu komið í máli okkar Miðflokksmanna. Skemmst er frá því að segja að spurningar voru sendar til félags- málaráðherra og ráðuneytis hans og reyndust svörin ekki til mikils gagns. Ráðuneytið í umboði ráð- herra komst að því að engu hefði verið ábótavant í kostnaðarmati þeirra sjálfra á fyrri stigum. Í sex blaðsíðna svari ráðuneyt- isins, við þremur tiltölulega ein- földum spurningum, þar sem veru- legur vilji virtist til að draga úr skýrleika svarsins, kom þó eitt sérstaklega áhugavert fram. Frá árinu 2017 hefur sá háttur verið hafður á í framkvæmd, og nú á að skjóta lagastoð undir með frumvarpinu, að einstaklingur sem fær alþjóðlega vernd hér á landi geti farið beint inn á örorkubætur, þrátt fyrir skýr fyrirmæli laga um almannatryggingar um að um- sækjandi um örorku þurfi að hafa búið á Íslandi í þrjú ár áður en umsókn er lögð fram eða í sex mánuði hafi starfsorka verið óskert þegar búseta hófst hér á landi. Þessi stefnubreyting var tekin í úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála 7. júní 2017 í máli 43/2017. Með þessu er tryggður ríkari réttur til handa hælisleit- endum með vernd og kvóta- flóttamönnum úr almannatrygg- ingakerfinu en gildir um Íslending sem flytur heim eftir dvöl erlend- is. Þetta kallar auðvitað á að graf- ist verði fyrir um hvaða greining var unnin í ráðuneyti velferð- armála þegar úrskurðurinn var kveðinn upp. Skoða þarf hvort þörfin fyrir lagabreytingu hafi verið metin, hver kostnaðurinn yrði og svo framvegis. Svar ráðuneytisins ber með sér að móttaka flóttamanna, bæði hæl- isleitenda og kvótaflóttamanna, hafi verið samræmd að þessu leyti síðan 2017 – án fullnægjandi laga- stoðar og án nokkurrar umræðu af hálfu Alþingis. Með frumvarpinu sem liggur nú fyrir þinginu á svo að bæta við þessa samræmdu mót- töku enn frekar hvað varðar þjón- ustu og réttindi. Allt ber þetta að sama brunni. Innflytjendamálin eru í miklum ólestri hjá ríkisstjórninni – kostn- aðurinn við hælisleitendakerfið bara eykst með hverjum deginum og samt er leitað allra leiða til að breyta lögum þannig að eftirsókn- arverðara verði fyrir fólk að leita hingað eftir hæli, umfram löndin í kringum okkur. Innflytjendamálin eru í raun á einhvers konar sjálf- stýringu því ekki er hægt að ætla fólki að hafa hugsað þetta til enda og komast þá að sömu niðurstöðu miðað við fyrirséðar afleiðingar fyrir íslenskt samfélag. Miðflokkurinn mun áfram standa vörð um almannafé og leggja sitt af mörkum til að tryggja skilvirkt og mannúðlegt hæliskerfi þar sem við reynum að gera vel við þá sem við aðstoðum en reynum ekki að færast of mikið í fang þannig að ekkert fáist við ráðið. Við munum halda þessum sjónarmiðum og athugasemdum á lofti í þingsal núna sem fyrr en raunveruleikinn er að við megum ekki við margnum og því er sam- þykkt frumvarpsins yfirvofandi. En það munar þó sannarlega um Miðflokkinn, í þessu máli sem öðr- um. Eftir Bergþór Ólason » Miðflokkurinn mun áfram standa vörð um almannafé og leggja sitt af mörkum til að tryggja skilvirkt og mannúðlegt hælis- kerfi. Bergþór Ólason Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Málefni innflytjenda á sjálfstýringu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.