Morgunblaðið - 30.05.2022, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2022
✝
Jón Ágústsson
fæddist í Chi-
cago 9. júní 1965.
Hann lést á MND-
deild Droplaug-
arstaða 19. maí
2022.
Faðir hans var
Ágúst Níels Jóns-
son, fæðingar- og
kvensjúkdóma-
læknir, f. 2. júní
1934, d. 20. nóv-
ember 2004. Móðir hans er
Rannveig Pálmadóttir kennari,
f. 21. maí 1936.
Systkini hans eru Pálmi tré-
smiður, f. 21. mars 1963, og
Guðrún Fema, ljósmóðir og
hjúkrunarfræðingur, f. 14. júní
1967.
Árið 2001 kvæntist Jón
Brynhildi Guðmundsdóttur
vann sem sundlaugarvörður í
Laugardalslaug, vann hjá Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna,
Lyfjastofnun ríkisins og Kópa-
vogshæli. Jón lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum við
Sund árið 1985. Hann fluttist í
kjölfarið til Bandaríkjanna og
lauk þar nuddnámi 1989. Jón
útskrifaðist svo sem þroska-
þjálfi árið 1995. Fyrsta starf
hans sem þroskaþjálfi var að
sinna umönnun einstaklings
með MND. Hann starfaði síðan
á ýmsum sambýlum en hóf
störf á Blindravinnustofunni
1997. Frá árinu 2013 vann hann
á sambýli í Fannafold samhliða
starfi sínu hjá Blindra-
vinnustofunni þar til hann
þurfti að hætta störfum vegna
veikinda. Jón greindist með
MND 8. apríl 2021 og lést af
völdum þess hinn 19. maí 2022.
Útför Jóns fer fram frá Guð-
ríðarkirkju í dag, 30. maí 2022,
kl. 13.
þroskaþjálfa, f. 14.
ágúst 1968. Þau
skildu. Synir
þeirra eru Þengill
Fannar lífefna-
fræðingur, f. 8. júlí
1996, og Þorgils
Máni háskólanemi,
f. 1. júlí 2000. Unn-
usta Þengils Fann-
ars er Elín Jóns-
dóttir efna-
fræðingur, f. 12.
ágúst 1996.
Eftirlifandi eiginkona er
Guðrún Sigríður Ólafsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræð-
ingur, f. 23. júlí 1972. Þau gift-
ust 23. júní 2018 og eiga saman
dótturina Ingileifu Valdísi, f.
16. nóvember 2014.
Jón sinnti ýmsum störfum
áður en hann fór í nám, hann
Takk ástin mín!
Takk fyrir tímann sem þú
gafst mér með þér.
Takk fyrir drengina okkar.
Takk fyrir stelpuna okkar.
Takk fyrir frábæra fyrrver-
andi.
Takk fyrir frábæru fjölskyld-
una okkar.
Takk fyrir að elska mig eins og
ég er.
Við áttum næstum níu dýrmæt
ár saman og oftast var engin
lognmolla í kringum okkur.
Þegar við kynntumst var ég að
reyna að eignast barn. Þess
vegna var ég á báðum áttum
hvort ég ætti að fara á fyrsta
stefnumótið okkar. Mér fannst
það svo skrítið einhvern veginn
og ræddi það við góða vinkonu
sem sagði: „Guðrún, það er pláss
fyrir allt“. Þessi setning varð til
þess að ég fór á stefnumótið og er
einstaklega þakklát fyrir það.
Ég er líka svo þakklát fyrir
þessa setningu því það er svo
mikill sannleikur í henni. Það er
nefnilega pláss fyrir allt. Ef
plássið er ekki til staðar þá býr
maður til pláss. Það var pláss fyr-
ir ástina okkar, pláss fyrir barnið
sem kom óvænt, pláss fyrir veik-
indi mömmu, við bjuggum til
pláss fyrir gangráðinn og hjólat-
úrana þótt ég hafi ekki viljað búa
það pláss til fyrir brúðkaupsferð-
ina okkar. Nú hlærðu örugglega.
Spa fyrir mig – hjólatúr fyrir þig.
Við hlógum mikið að þessu.
Þú ætlaðir að hjóla hringinn
um Ísland, strandleiðina, eins og
þú gætir. Þér tókst að klára
Reykjavík-Akureyri og Húsavík-
Egilsstaði. Síðasta sumar stóð til
að taka hringveg 2. Það tókst því
miður ekki, því annað verkefni
þurfti að fá pláss. Hver veit nema
það verði klárað einhvern tím-
ann, á annan hátt bara.
Þú greindist með MND 8. apr-
íl 2021. Það var ekki pláss fyrir
þennan sjúkdóm en við sköpuð-
um aðstæður til að takast á við
hann. Þessi sjúkdómur er þjófur.
Hann rændi þig og okkur svo
miklu. Stundum velti ég því fyrir
mér hvort hefði verið betra ef þú
hefðir fengið að fara strax. Við
vissum að svona færi en vissum
bara ekki hvað við hefðum mik-
inn tíma. Ég er þakklát fyrir
þetta ár sem við fengum, ljúfsár-
ar en dýrmætar minningar bætt-
ust við. Ferðin okkar norður,
ferðin okkar í Húsafell, ferðin
okkar til Vestmannaeyja og allar
stundirnar sem við höfum átt
saman hér heima og á Droplaug-
arstöðum. Þetta ár kenndi okkur
margt. Við vitum núna að þessi
sjúkdómur er þjófur sem stelur
öllu sem hann getur um leið og
hann getur. Við vitum líka að við
erum umvafin stórum hópi af frá-
bæru fólki sem hefur hjálpað
okkur ótrúlega mikið og gert
þetta ár eins bærilegt og það gat
orðið. Fyrir það er ég einstaklega
þakklát.
Fallegi hláturinn þinn, fallega
brosið þitt og yndislegu bláu aug-
un þín sem ég sé nú bara á mynd-
böndum. Það er sárt en samt svo
gott að horfa á myndböndin af
þér og heyra röddina þína. Við
eigum eftir að njóta þess að horfa
á þau og minnast þín og þeirra
góðu stunda sem við áttum sam-
an.
Nú ertu örugglega farinn að
hjóla aftur eins og vindurinn ást-
in mín. Hjá mér verður alltaf nóg
pláss fyrir allar minningarnar
um þig og ástina okkar. Sorgin
og söknuðurinn munu fá það
pláss sem þarf. Það er pláss fyrir
allt.
Ég elska þig.
Guðrún Sigríður.
Ég sakna þín pabbi minn. Ég
man þegar þú varst að leika við
mig og vinkonur mínar og lyfta
sófanum þegar við sátum í hon-
um. Ég man þegar við fórum í
hjólatúra og stoppuðum í Naut-
hólsvík. Þú keyptir alltaf nesti,
kex og tvær kókómjólk. Ég er
stolt af þér fyrir að hafa lifað
svona lengi. Ég elska þig pabbi
minn, þú ert bestur, það kemur
enginn í staðinn fyrir þig. Ég
myndi gera allt til að fá þig aftur.
Takk fyrir allt sem þú gerðir
fyrir okkur og takk fyrir allan
kærleikann. Þú ert svo góður
pabbi.
Risaknús
Inga Valdís.
Elsku hjartans bróðir minn og
vinur er fallinn frá eftir erfið
veikindi og það er með sorg í
hjarta sem ég skrifa þessi orð.
Jón var magnaður einstakling-
ur. Besti pabbi, ljúfur og sam-
kvæmur sjálfum sér, sterkur,
góður og besti bróðir sem hægt
er að eiga. Það eru fá orð sem fá
lýst hve dásamlegur bróðir hann
Jón var. Það eru næstum ná-
kvæmlega tvö aldursár á milli
okkar þriggja systkinanna. Mikil
samvera, gleði, slagsmál, hlut-
tekning og úrvinnsla einkenndu
okkar barnæsku og hefur í raun
gert í gegnum vinskap alla tíð.
Þar var Jón fremstur í að miðla
málum og sætta ólík sjónarmið
og alltaf boðinn og búinn að
skakka leikinn ef of geyst var far-
ið.
Fljótlega eftir að við fluttum
heim frá Bandaríkjunum með
foreldrum okkar fórum við að
æfa sund hjá Ægi og þar hófst
íþróttamennska Jóns sem var
hans lífsförunautur og hvati í
heilbrigðum lífsstíl. Í sundinu
eignaðist Jón kæra vini sem hafa
fylgt honum alla tíð og tekið þátt
í ævintýrum og áskorunum hans í
blíðu og stríðu. Þau voru ófá
kvöldin og næturnar sem sund-
vinirnir sátu heima í Sigtúni og
horfðu á vídeómyndir. Þar var
Jón þekktur fyrir blístur sitt og
falsettusöng. Ferðir í ísbúðina á
Laugalæk voru einnig fastur lið-
ur en þar kom Jón sterkur inn
með töfrabragð tannréttinga-
gómsins og sveiflaði honum á
milli munnvika án snertingar.
Eftir 10 ár í sundi fór Jón að
stunda fjallgöngur ásamt vinum
úr sundi og skóla og síðar að
stunda hjólreiðar af miklu kappi,
sannkallaður þríþrautarferill.
Fyrir utan fjölskylduna áttu hjól-
reiðar hug Jóns og hjarta síðustu
ár.
Við systkinin höfum ávallt ver-
ið samrýnd og samstiga og það er
því kannski ekki tilviljun að hluti
barna okkar eru jafnaldrar og
hafa fylgst að í skóla í Laugar-
dalnum og sundi hjá Ægi. Þar
var Jón alltaf tilbúinn að aðstoða
og hvatti börnin áfram af mikilli
alúð. Hann tók að sér að verða
sunddómari til að geta verið nær
krökkunum og var fararstjóri í
mörgum keppnis- og æfingaferð-
um þeirra.
Ég minnist þess þegar Jón
sagði mér söguna Bróðir minn
Ljónshjarta þegar við vorum í
barnaskóla en þá var verið að
lesa bókina fyrir bekkinn hans.
Ég flýtti mér alltaf heim í hádeg-
inu til að fá síðustu fréttir af
bræðrunum Jónatan og Kalla og
ævintýrum þeirra í Nangijala.
Nú hefur Jón sameinast pabba
eins og Kalli sameinaðist Jónatan
í Nangijala og þeir hjóla þar um í
ævintýraheimi.
Megi fjölskylda Jóns öðlast
styrk og kraft til að takast á við
sorgina sem nú knýr dyra.
Hvíl í friði kæri bróðir.
Þín systir,
Guðrún Fema.
Jón Ágústsson hefur lagt upp í
hinstu ferð.
Við urðum þeirra forréttinda
aðnjótandi að kynnast Jóni á mis-
munandi tímum í starfi okkar hjá
Blindravinnustofunni. Öll höfum
við sömu sögu að segja; hann var
traustur vinnufélagi sem þótti
vænt um fyrirtækið og starfsfólk
þess. Hann lagði alúð í starf sitt
og mætti hverjum einstaklingi af
sanngirni og virðingu.
Jón var mikill fjölskyldumaður
og talaði af ástúð um konu sína og
börn. Hann var stoltur af sínum
nánustu og sagði okkar reglulega
fréttir af þeim. Stundum hafði
maður það á tilfinningunni að
maður þekkti hans góða fólk
jafnvel og manns eigin.
Þó að Jón væri einstakt ljúf-
menni var hann hörkutól þegar
kom að hjólreiðum. Hann hjólaði
til og frá vinnu allan ársins hring
í áratugi – engu skipti þótt björg-
unarsveitir væru á ferð vegna
veðurs í borginni og aðrir treystu
sér vart út. Hann skellti sér í
hjólagallann og hélt út í kófið
hvergi banginn. Hann notaði líka
gjarnan tækifærið á leiðinni
heim, ef veður var þolanlegt, til
að hjóla góðan hring um borgina.
Nú er ferðinni heitið lengra – við
kveðjum góðan dreng og góðan
vin með söknuði.
Fyrir hönd núverandi og fyrr-
verandi starfsfólks Blindra-
vinnustofunnar sendum við fjöl-
skyldu Jóns innilegar
samúðarkveðjur. Hugur okkar er
hjá ykkur.
Ingólfur, Margrét
og Eva.
Mig langar að minnast vinar
míns Jóns Ágústssonar með
nokkrum orðum. Jón var glaðleg-
ur og góður vinur. Hann var ekki
að flækja hlutina að óþörfu og
naut þess sem hann var að gera
hverju sinni. Ég kynntist Jóni
fyrst þegar ég gekk til liðs við
Hjálparsveit skáta Kópavogi
haustið 1991. Hann var þá annar
af tveim nýliðaþjálfurum sem sáu
um að leiða okkur nýliðana inn í
starfið. Hann hafði svo sannar-
lega þá festu og umhyggju sem
þarf að hafa til að halda utan um
hóp af ungu og hraustu fólki.
Sem nýliðar í hjálparsveit þurft-
um við að læra eitt og annað, s.s.
rötun og skyndihjálp. Eitt af
þeim verkefnum sem Jón bauð
okkur að taka þátt í var að að-
stoða hann við að fara með
nokkra skjólstæðinga sína í æv-
intýraferð í Þórsmörk. Jón var í
þroskaþjálfanámi á þessum tíma
og þarna var greinilega réttur
maður á réttum stað. Hans hlýja
og glaðlega framkoma var eftir-
tektarverð. Smám saman dró Jón
úr starfi með hjálparsveitinni
þegar við tóku önnur verkefni
sem kröfðust krafta hans. Hann
stofnaði fjölskyldu og naut þess
að sinna strákunum sínum og var
líka stoð og stytta foreldra sinna.
Við hittumst lítið næstu 20 árin.
Ég kynntist Guðrúnu Sigríði
haustið 2001 þegar við byrjuðum
í ljósmæðranámi. Þar eignaðist
ég trausta og skemmtilega vin-
konu. Haustið 2013 kynntust Jón
og Guðrún Sigríður eftir að Guð-
rún Fema, systir Jóns, leiddi þau
saman á stefnumót. Það var mikil
gæfa fyrir þau að hittast og þvílík
hamingja þegar þau fóru að vera
saman. Þar sem ég þekkti þau
bæði vissi ég að þau voru mjög
heppin að hafa hitt hvort annað.
Mér leist því strax mjög vel á
þennan ráðahag. Þarna lágu leið-
ir okkar Jóns því saman aftur og
ég er afskaplega þakklát fyrir
það. Það var ánægjulegt að kynn-
ast Jóni upp á nýtt, við allt aðrar
aðstæður. Við deildum áhuga á
hjólreiðum og fórum saman í
nokkrar góðar hjólaferðir. Á fal-
legu sumarkvöldi í byrjun júní
2016 hjóluðum við frá Mos-
fellsbæ í sumarbústað Jóns og
fjölskyldu í Vaðnesi. Þessi hjóla-
ferð gleymist aldrei. Guðrún Sig-
ríður og Inga Valdís tóku á móti
okkur í bústaðnum og Palli hjól-
aði á móti okkur. Við tókum líka
saman þátt í fjallahjólakeppnun-
um Fellahringnum og Bláalóns-
þrautinni og þá varð ég vör við
keppnisskapið sem ég hafði ekki
kynnst áður. Jón var mjög öfl-
ugur hjólreiðamaður og fór um
tíma allra sinna ferða á hjóli.
Jón var sannkallað náttúru-
barn og naut þess að hreyfa sig
og vera úti. Það var því mikið af
honum tekið þegar hann gat ekki
lengur hjólað úti. Hann hjólaði
inni eins lengi og hann gat og fór
svo út í hjólastólnum eins oft og
tækifæri gafst.
Jón hafði gaman af því að
bjóða heim vinum og fannst mik-
ilvægt að skapa hefðir til að
tryggja reglulega endurfundi
góðra vina. Við Palli nutum þess
oft að borða hina frægu ham-
borgara sem Jón nostraði við og
hafði gaman af að bjóða fólki að
njóta með sér og fjölskyldunni.
Jón var sannkallaður fjöl-
skyldumaður og hugsaði vel um
sitt fólk. Missir Guðrúnar Sigríð-
ar og allrar fjölskyldunnar er svo
mikill. Ég votta þeim öllum mína
dýpstu samúð.
Hvíl í friði kæri vinur.
Anna Sigríður
Vernharðsdóttir.
Jón var kræfur karl og hraust-
ur. Þetta söng Þursaflokkurinn
með tilþrifum á okkar sokka-
bandsárum – og kannski ekki al-
veg í þeim takti sem Jón bekkj-
arbróðir okkar var þekktur fyrir
enda rósemdarmaður, en svo
sannarlega var hann hraust-
menni í augum okkar allra með
heilbrigða sál í heilbrigðum lík-
ama. Og það með afbrigðum heil-
steyptur á allan hátt, þannig að
eftir því var tekið.
Bekknum okkar var steypt
saman úr mörgum brotum með
krökkum úr ýmsum hverfum og
landshlutum, og úr varð hinn víð-
frægi 3. og 4. T. Sum höfðu verið
með Jóni í skóla í Laugarnesinu
frá því í sjö ára bekk, en aðrir
þekktust mismikið. Þetta reynd-
ist hin ágætasta blanda sem lagði
grunn að ævilangri vináttu og
væntumþykju, þótt stundum líði
langt á milli hittinga.
Jón var frumkvöðull að mörgu
leyti þegar kom að heilbrigðu líf-
erni, hreyfingu og útivist. Hann
æfði sund, fór í fjallgöngur, hljóp,
og hjólaði allra sinna ferða löngu
áður en það varð að lífsstíl. Heim-
ili hans í Sigtúni stóð okkur opið
þegar mikið lá við, og þar voru 23
pör af strigaskóm, spreyjuð
bleik, sem punkturinn yfir i-ið í
dimmisjónbúningum bekkjarins í
anda amerískra menntaskóla-
gengja – Tælur og Töffarar. Jón
hélt okkur líka glæsiveislu ári
eftir útskrift til að ná hópnum
saman, þriggja rétta máltíð með
boðskorti og öllu. Það var klassi
yfir því.
Jón valdi sér líka nám og lífs-
starf sem endurspegluðu gildi
hans og viðhorf. Honum var um-
hugað um að vinna með fólki og
stuðla að bættri líðan og lífsskil-
yrðum þeirra sem bjuggu við
skerta getu. Hann var mannvin-
ur, traustur, ljúfur en líka fastur
fyrir og ákveðinn – og honum
varð ekki haggað þegar hann
hafði myndað sér skoðanir eða
tekið ákvörðun.
Það var yndislegt að hitta Jón
þegar bekkurinn kom saman til
að fagna 30 ára stúdentsafmæli
vorið 2015. Hann var fullur af
lífskrafti og hamingju, nýorðinn
faðir í þriðja sinn og horfði bjart-
eygur á móti framtíðinni með
fjölskyldunni sinni. Það er gott
að vita til þess hversu gæfurík
síðustu ár hafa verið, og sárt að
hugsa til þess að hann skuli hrif-
inn svo snemma á brott.
Lífshlaupi Jóns er lokið. Við
þökkum fyrir samfylgd trausts
og einlægs félaga, sem sannar-
lega gerði heiminn að betri stað.
Innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar allrar.
Fyrir hönd bekkjarsystkin-
anna 4.T,
Sólveig Ólafsdóttir.
„Þú getur átt von á mér eftir
klukkutíma og átta mínútur.“
Nákvæmni Jóns og alvöruþrung-
in alúð og natni við hvunndagsleg
viðfangefni voru okkur sumum
samferðamönnum hans sífellt
undrunarefni – og okkur kæru-
lausari mönnum og lausbeislaðri
ákveðið tilefni til aðdáunar. Jón
Ágústsson rækti skyldur sínar
við fjölskyldu og vini á fölskva-
lausan hátt og reyndist ævinlega
traustur og hjálpsamur. Hann
leiddi drengina sína eftir föngum
til þess að þeir yrðu sjálfir dug-
andi menn. Og hafði fyrir þeim
íþróttir sínar, reglusemi og ná-
kvæmni.
Þótt Jón fetaði lífsgönguna af
festu og öryggi lenti hann eins og
allir aðrir í ólgusjó – og þurfti að
takast á við erfiðleika. Þegar
slitnaði upp úr hjónabandi hans
og systur minnar fannst okkur í
Brynhildar-liðinu leitt að svo
skyldi fara, en aldrei fundum við
fyrir kala í Jóns garð, þvert á
móti. Og þegar hann stofnaði til
nýrrar fjölskyldu með Guðrúnu
Sigríði sinni, þá glöddumst við
gamlir mágar hans yfir lífsfögn-
uði sem hann átti í vændum. Þau
eignuðust dótturina Ingu Valdísi,
áttu góð ár saman. Jón hélt
áfram að stunda vinnu sína og
íþróttir. Hann var að ýmsu leyti
ímynd hreystinnar; sundkappi,
útivistarmaður og hjólreiðamað-
ur af mikilli ástríðu fram eftir
ævinni.
Jón hafði í störfum sínum
kynnst MND sem hjálparmaður
sjúklings og fylgst með miskunn-
arleysi sjúkdómsins. Þeim mun
meira varð áfallið þegar hann
greindist sjálfur með þetta sama
mein. Jóni voru sköpuð harðvítug
örlög síðasta misserið sem hann
lifði, máttvana í klóm veikind-
anna. Hann sem hafði verið
ímynd hreystinnar, heilbrigður
fram eftir ævi, mátti lifa það að
lamast og hverfa að lokum sjálf-
um sér. Jóns er ljúft að minnast,
hinn nákvæmi hjálpsami mágur –
og faðir frænda minna – hefur
lagt í sína hinstu ferð. Við getum
ekki annað en þakkað honum
samfylgdina – og vottað nánustu
aðstandendum hans innilega
samúð. Góður drengur er geng-
inn.
Óskar
Guðmundsson.
Jón Ágústsson
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Á minningar- og andlátsvef mbl.is getur þú lesið minningargreinar, fengið
upplýsingar úr þjónustuskrá auk þess að fá greiðari aðgang að þeirri þjónustu
sem Morgunblaðið hefur veitt í áratugi þegar andlát ber að höndum.
Andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar eru aðgengilegar öllum.
www.mbl.is/andlát