Morgunblaðið - 30.05.2022, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.05.2022, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2022 Kringlan ... alltaf næg bílastæði Borðabókanir á www.finnssonbistro.is eða info@finnssonbistro.is Frábær kostur í hádeginu Djúsí andasamloka Þín upplifun skiptir okkur máli 30 ÁRA Steinunn er Reykvíkingur, ólst upp í Grafarvogi en býr í Kópa- vogi. Hún er hjúkrunarfræðingur og starfar á Hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi. „Áhugamál mín eru að ferðast, eiga góðar stundir með vin- um og fjölskyldu og slaka á í sundi.“ FJÖLSKYLDA Steinunn er í sam- búð með Andra Þór Haraldssyni, f. 2.6. 1992, smiði hjá Íslenskum að- alverktökum. Dóttir þeirra er Sóldís María, f. 2021. Foreldrar Steinunnar eru Brynja Guðbjörg Harðardóttir, f. 1964, kokkur hjá BM Vallá, og Daði Kristjánsson, f. 1959, kokkur að mennt en starfar sem blöndunar- stjóri hjá BM Vallá. Þau eru búsett í Grafarvogi. Steinunn María Daðadóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Sambönd einkennast af óleystum verkefnum og opnum loforðum. Reyndu að sjá allt það góða í því hvernig hlutirnir þróast og þú endar á toppnum. 20. apríl - 20. maí + Naut Taktu það ekki nærri þér þótt til ein- hverra orðaskipta komi milli þín og vinar þíns. Sambönd þín eru krefjandi en þú ert fullfær um að standa með sjálfu þér. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Fjölskyldumálin þurfa að ganga fyrir öðru í dag því að mörgu er að hyggja. Láttu neikvæðni annarra ekki draga úr þér því þú veist hvað þú þarft að gera. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú ert svo kappsamur að sólar- hringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Haltu áfram að hlusta á tilfinningar þínar. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú þarft að söðla um og finna orku þinni heppilegasta farveginn, að öðrum kosti áttu á hættu að allt sé unnið fyrir gýg. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þröngsýnir einstaklingar hafa eyði- lagt fyrir þér frammi fyrir öðrum. Ekki falla í þá freistni að sýna öðrum óheilindi þó að þú sleppir kannski við ágreining með því. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú færð góðar hugmyndir í dag um það hvernig þú getur nýtt orku annarra til að gera gagn. Vertu því til staðar til að liðsinna þeim sem þurfa á aðstoð þinni að halda. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þig langar til að segja ein- hverjum til í dag. Reyndu að sýna umburð- arlyndi og forðast of mikla dómhörku. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Einhvern veginn tekst þér að finna leiðir til þess að nota það sem gleður aðra, þér til ánægju líka. Gefðu þér tíma til að skoða tilfinningar þínar. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú getur nýtt sannfæringarkraft þinn til að bæta aðstæður þeirra sem minna mega sín. Gættu þess samt að lofa ekki upp í ermina á þér. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Hættu að bíða eftir því að aðrir taki fyrsta skrefið. Hafðu í huga að þú ert hluti af fjölskyldu sem er mannkynið, það þrá allir ást og hamingju. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þörf þín fyrir að sleppa fram af þér beislinu og taka þér frí frá vinnu eykst sífellt. Þú hefur fulla ástæðu til að vera ánægður því allt virðist ætla að ganga upp hjá þér. afnumin, öllum landsmönnum til hagsbóta, samkeppni fyrirtækja varð loksins virk, en áfram var bar- að Kristmann afhenti stjórnina á fyrirtækinu til barnanna á miðjum níunda áratugnum. Verðlagshöftin K ristmann Örn Magn- ússon fæddist 30. maí 1937 í Reykjavík. Hann útskrfaðist frá Verslunarskóla Ís- lands árið 1956, og var sendur til Pfaff-verksmiðjanna í Þýskalandi tveimur árum fyrr eða um vorið 1954 til að hefja nám í viðgerðum á saumavélum og stundaði þær með skólanámi næstu tvö árin en varð síðan fastur starfsmaður Pfaff árið 1956. Faðir hans, Magnús Þorgeirsson stofnandi Pfaff hf., lét Kristmann koma snemma að rekstri og stjórn- un fyrirtækisins og árið 1961 lét Magnús hann taka við fram- kvæmdastjórn fyrirtækisins sem taldist til undantekninga á þeim tíma enda Magnús sjálfur ekki nema tæplega sextugur. Fram að þeim tíma höfðu öll fyrirtæki á landinu barist við innflutningshöft, innflutn- ingsbönn, skammtanir og kvaðir um að versla við lönd sem uppfylltu mörg ekki gæðakröfur, en það voru m.a. austantjaldslönd sem keyptu af Íslendingum vörur gegn því að við keyptum af þeim vörur í staðinn. Á þeim tímum fengust aðeins tak- mörkuð leyfi til að flytja inn þær vörur sem Pfaff hf. var með umboð fyrir. En einmitt árið 1961 tók við stjórn landsins svokölluð Viðreisn- arstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæð- isflokks og eitt af aðalatriðum þeirr- ar stjórnar var að rýmka um innflutningshöft. Það má segja að það sé hægt að skipta rekstri Pfaff í þrjú tímabil. Fyrstu árin 1929-1961 þegar Magn- ús stjórnaði því varð hann að berjast við ofangreind skilyrði, höft, höft og meiri höft. Síðan tók Kristmann við árið 1961 og þá var allt í einu hægt að flytja inn meira af vörum sem fyrirtækið hafði umboð fyrir. Þá tók einnig við mikill uppgangstími hjá fata- og prjónaiðnaðinum og var hlutur Pfaff í þeim uppgangi gífur- legur, enda var fyrirtækið með mörg helstu og bestu umboð á vélum og tækjum fyrir sauma- og prjónaiðn- aðinn. En áfram var barist við verð- lagshöft, gífurlega háa tolla og vöru- gjöld. Þriðja tímabilið varð svo eftir ist við stjórnvöld um óeðlilega háa tolla og önnur innflutningsgjöld, sem loks voru afnumin að mestu leyti en þó ekki fyrr en árið 2015. Kristmann tók snemma þátt í fé- lagsstörfum sem tengjast verslun og þjónustu, og sat í stjórnum Kaup- Kristmann Örn Magnússon (Mannsi í Pfaff) – 85 ára Börnin Birgir, Margrét og Magnús Ingi þegar Margrét fékk fálkaorðuna 17. júní í fyrra. Umgengist saumavélar í tæp 70 ár Hjónin Hjördís og Kristmann á góðri stundu. Afmælisbarnið Kristmann. Til hamingju með daginn Kópavogur Sóldís María Andradóttir fæddist 16. júlí 2021 kl. 19.18 á Fæð- ingardeild Landspítalans. Hún vó 3.090 g og var 52 sm löng. Foreldrar hennar eru Steinunn María Daðadótt- ir og Andri Þór Haraldsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.