Morgunblaðið - 30.05.2022, Síða 32
WWW.SVEFNOGHEILSA.IS
Svefn heilsa&
FYRSTIR KOMA
FYRSTIR FÁ!
Í OUTLET
VERSLUN
TAKMARKAÐ
MAGN Í BOÐI!
25-50% afsláttur
af völdum vörum
og 10% afsláttur af
öllu í verslun, nema
vörum í umboðssölu.
Korda samfónía
heldur tónleika í
Fíladelfíukirkj-
unni í dag, 30.
maí, kl. 19.30,
undir stjórn Sig-
rúnar Sævars-
dóttur. Korda er í
tilkynningu lýst
sem einni óhefð-
bundnustu hljóm-
sveit landsins.
Hún var stofnuð fyrir rúmu ári og var í gær sýndur
heimildarþáttur um hljómsveitina á RÚV. Liðsmenn
Kordu koma úr ýmsum áttum og þeirra á meðal eru
lærðir og reyndir tónlistarmenn, nemendur úr Lista-
háskóla Íslands og fólk sem orðið hefur fyrir áföllum og
er mislangt komið í endurhæfingarferli. Korda-
verkefnið er á vegum samfélagsmiðaðs fyrirtækis,
MetamorPhonics, sem Sigrún stýrir í Lundúnum. Á tón-
leikunum verða fluttar nýjar tónsmíðar og lög sem
sveitin samdi fyrir fyrstu tónleika sína í fyrra.
Korda samfónía í Fíladelfíu
MÁNUDAGUR 30. MAÍ 150. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Karlalið Vals í handknattleik tryggði sér á laugardag
Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið hafði naumlega bet-
ur gegn ÍBV í fjórða leik liðanna, 31:30, í Vestmanna-
eyjum.
Valur vann þar með einvígið 3:1 og tókst að verja
bæði Íslandsmeistara- og bikarmeistaratitla sína á
tímabilinu. »27
Valur varði báða bikarana
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Vélmenni geta létt undir með of fáu
starfsfólki á hjúkrunarstofnunum og
sérstök tæki til að tína upp rusl eru
heppileg á báta, sem sigla með far-
þega í útsýnisferðir við strendur
landa, í viðleitni til þess að hreinsa
hafið. Þessar hugmyndir sigruðu í
keppni í evrópskum frumkvöðlabúð-
um ungmenna, þar sem Ingveldur
Þóra Samúels-
dóttir og Jökull
Jónsson, nem-
endur í Fjöl-
brautaskólanum í
Breiðholti, voru
hvort í sínu sigur-
liðinu.
FB hefur tekið
þátt í frum-
kvöðlabúðum,
sem Erasmus+
styrkir, undan-
farin ár og í lok apríl fór þátttakan í
gang á ný eftir að starfsemin hafði
legið niðri í tvö ár vegna kórónu-
veirufaraldursins nema hvað sérstök
keppni á netinu fór fram í fyrra.
Fjögur framhaldsskólalið úr hópum
frá Íslandi, Ítalíu, Portúgal, Finn-
landi og Noregi eru valin, einn þátt-
takandi frá hverju landi í liði, vegna
keppni í hverju landi fyrir sig. Að
þessu sinni nefnist verkefnið Eur-
opean Voice of Tomorrow. Mismun-
andi hópar keppa í hverju landi og
sigurliðin á hverjum stað mætast í
úrslitakeppni í Turku í Finnlandi í
febrúar 2023.
Fyrsta keppnin fór fram skammt
frá Þrándheimi í Noregi í lok apríl,
önnur í Lissabon í Portúgal 9.-13.
maí, sú þriðja verður í Como á Ítalíu
2.-7. október og síðan verður FB
gestgjafi 21.-25. nóvember.
Sjálfbærni
Ágústa Unnur Gunnarsdóttir
kynningarstjóri er alþjóðafulltrúi
FB. Hún heldur utan um verkefnin
og fylgir liðunum í keppni ásamt
öðrum kennara. Síðast unnu nem-
endur verkefni í sölumennsku en nú
fjalla þau um sjálfbærni. „Í Portúgal
tengdist verkefnið ferðaþjónustu,“
segir Ágústa. „Nemendurnir áttu að
finna leiðir til þess að halda hafinu
hreinu á sama tíma og tekið væri á
móti ferðamönnum og siglt með þá
meðfram ströndum Portúgals.“
Hugmynd Jökuls og félaga var
valin sú besta. Hann segir að hóp-
urinn hafi viljað opna augu ferða-
manna fyrir mikilvægi þess að halda
sjónum hreinum og það gagnaðist
öllum. „Aðaláherslan var samt að
kynnast nýju fólki og styrkja tengsl
milli landanna,“ segir Jökull, sem
kom inn í hópinn á síðustu stundu,
þar sem annar forfallaðist. Hann er
á húsasmíðabraut og hlakkar til þess
að útvíkka sjóndeildarhringinn enn
frekar. „Eftir að hafa hitt svona
margt fólk og kynnst nýrri menn-
ingu langar mig til þess að kynnast
heiminum betur og næst er það
Finnland.“
Verkefnið í Noregi fólst í því að
finna sjálfbæra lausn á manneklu í
norska heilbrigðiskerfinu. „Við
„fundum upp“ vélmenni, sem flokk-
ar skjöl, sjúkraskrár og þvíumlíkt,
og sparar þannig tíma hjá starfsfólki
eins og til dæmis hjúkrunarfræð-
ingum,“ segir Ingveldur Þóra. Hún
segist hafa kynnst mjög mörgu fólki
og eignast vini til lífstíðar. „Að vinna
í hópi með fólki sem talar ekki sama
tungumál er einstök lífsreynsla.“
Hún er á félagsvísindabraut og gerir
ráð fyrir að útskrifast að ári. „Ég
hlakka ótrúlega mikið til að fara í
úrslitakeppnina og svo dreymir mig
um að verða grunnskólakennari.“
Ágústa segir að þátttaka í þessum
verkefnum sé mjög skemmtilegt
tækifæri til þess að kynnast nem-
endum annarra þjóða, menningu
þeirra og skólastarfinu. „Krakkarnir
standa frammi fyrir raunverulegum
verkefnum og eiga að finna lausnir
sem henta hverju sinni.“
Vélmenni og hreinsun
- Nemendur FB finna lausnir í aðkallandi verkefnum
Ljósmyndir/Ágústa Unnur Gunnarsdóttir
Í Portúgal Jökull Jónsson annar frá hægri í góðum hópi.
Í Noregi Ingveldur Þóra Samúelsdóttir kynntist nýrri veröld í verkefninu.
Ágústa Unnur
Gunnarsdóttir