Morgunblaðið - 07.06.2022, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 7. J Ú N Í 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 131. tölublað . 110. árgangur .
VEKUR TIL UM-
HUGSUNAR UM
FASTMÓTUÐ GILDI JAFNTEFLI GEGN ALBÖNUM
STAÐAN END-
URSPEGLAR
VAXTARVERKI
ÞJÓÐADEILDIN, 27 ÁRBORG 6KJÖRBÚÐARKONAN 29
Þóra Birna Ingvarsdóttir
torab@mbl.is
Nýr meirihluti borgarstjórnar, sem saman-
stendur af Framsóknarflokknum, Samfylk-
ingunni, Pírötum og Viðreisn, hefur kynnt
samstarfssáttmála fyrir komandi kjörtíma-
bil. Sáttmálinn telur þrjátíu og þrjár blaðsíð-
ur. Lykiláhersla er lögð á átak í húsnæð-
isuppbyggingu. Lóðum verður úthlutað í
Úlfarsárdal, á Kjalarnesi, Hlíðarenda, í
Gufunesi og á Ártúnshöfða. Upbyggingu
verður flýtt í Keldnalandi og Keldnaholti og
umhverfismat vegna Sundabrautar hafið.
Börn í forgangi
Börn á grunnskólaaldri munu hvorki
þurfa að greiða fyrir sundferðir sínar né
strætóferðir og næturstrætó verður endur-
vakinn. Ráðist verður í viðhaldsátak í
skóla- og frístundahúsnæði borgarinnar.
Tilraun verður gerð með miðnæturopnun í
sund og skoðaðar verða breytingar á upp-
hafi skóladags. Fjármögnun sjálfstæðra
skóla verður endurskoðuð, svo þeir geti
fjármagnað sig með sama hætti og hinir
borgarreknu, en innheimti þess í stað ekki
skólagjöld.
Byggt ef flugöryggi er ekki ógnað
Í sáttmálanum er áréttað að samningar
Reykjavíkurborgar og ríksins um Reykja-
víkurflugvöll verði virtir. Jafnframt er áhugi
á því að byggja nýtt hverfi í Vatnsmýrinni. Í
samningi borgarinnar og sveitarstjórnarráð-
herra er kveðið á um að flugvöllurinn fari
ekki úr Vatnsmýrinni, nema honum sé fund-
inn nýr staður sem henti vel og það ógni
ekki flugöryggi. Isavia verður fengið umboð
til þess að meta áhættuna og áhrif þess á
flugöryggi að flytja flugvöllinn í Hvassa-
hraun. Þegar þau gögn liggi fyrir, verði
hægt að taka fyrstu skref. „Þetta er í sam-
ræmi við áherslur okkar, að byggja hratt og
vel. Þarna er komið vilyrði fyrir lóðum undir
íbúðir fyrir stúdenta, lágtekjufólk og fyrstu
kaupendur. Þetta er mjög mikilvægt hverfi.
Ef það er hægt og öruggt fyrir flugumferð,
þá verður byggt þarna,“ segir Einar Þor-
steinsson, oddviti Framsóknarflokksins.
Dagur B. Eggertsson heldur áfram sem
borgarstjóri næstu 18 mánuði, en að þeim
tíma liðnum munu hann og Einar skiptast á
embættum.
Morgunblaðið/ Óttar
Borgarstjóraefnin Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, munu skipta embætti borgarstjóra á milli sín á kjörtímabilinu.
Boða húsnæðisátak í Reykjavík
- Úthluta lóðum á nýjum svæðum - Sundabraut í umhverfismat - Barnvænni Reykjavík - Virða
samninga en vilja byggja í Vatnsmýrinni - Einar og Dagur skipta með sér borgarstjóraembættinu
MFyrsti borgarstjóri Framsóknar » 2
„Ég fór aldrei út í atvinnumennsku til
þess að eignast peninga,“ sagði Sara
Björk Gunnarsdóttir, leikmaður
Lyon í Frakklandi og fyrirliði ís-
lenska kvennalandsliðsins í knatt-
spyrnu í Dætrum Íslands, vefþætti
mbl.is sem framleiddur er af Studio
M.
Sara, sem er 31 árs gömul, hefur
leikið með Lyon frá árinu 2020 en lið-
ið, sem er eitt besta kvennalið heims,
varð Frakklands- og Evrópumeistari
á nýliðnu keppnistímabili.
„Mig langaði að vinna bikara, mig
langaði að verða betri og mig langaði
að verða ein af þeim bestu,“ sagði
Sara.
„Það er samt gott að vita til þess að
maður muni eiga einhvern sjóð þegar
ferlinum lýkur, eftir allt sem maður
hefur lagt á sig. Þótt maður eigi
marga bikara og titla, er líka gott að
vera fjárhagslega vel stæður því
maður hefur eytt miklum tíma í
þetta,“ sagði Sara meðal annars.
bjarnih@mbl.is »30 Morgunblaðið/Hallur Már
Aldrei markmiðið
að græða peninga