Morgunblaðið - 07.06.2022, Qupperneq 11
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Mannúðarhlutverk Rauða kross-
ins felur í sér að við tökum af-
stöðu með fólki sem er í erfiðum
aðstæðum. Slíkt er alltaf rauði
þráðurinn í okkar starfi, í sam-
félagi og veröld sem breytist
hratt,“ segir Silja Bára Ómars-
dóttir, sem á dögunum var kjörin
nýr formaður Rauða kross Ís-
lands. Sem endranær eru mörg
verkefni á vettvangi hreyfingar-
innar, sem bæði hér innanlands
og á heimsvísu hefur víðtækt
hlutverk í hjálparstarfi – sem
þarf í stríði, náttúruhamförum,
hungursneyð, vegna flóttafólks
og svo mætti áfram telja.
Skemmst er svo að minnast
margvíslegrar neyðarhjálpar sem
hreyfingin sinnti hér á innlendum
vettvangi meðan á kórónaveiru-
faraldrinum stóð. Stoppaði þar í
ýmis göt og sá um verkefni sem
opinberir aðilar gátu ekki sinnt.
Einstakt hlutverk
á átakasvæðum
„Stoðhlutverk Rauða kross-
ins við stjórnvöld er mikilvægt.
Hreyfingin þarf því alltaf að að
hafa slagkraft og afl til að geta
brugðist við ófyrirséðum atburð-
um og aukið umsvif sín hratt og
vel,“ segir Silja Bára sem hefur
lengi verið félagi í Rauða kross-
inum. Hún segir stefnu samtak-
anna vera í samræmi við sína lífs-
sýn; það er að við séum öll jöfn
og að uppruni og stétt hafi ekk-
ert með manngildi að gera.
Hún gerðist sjálfboðaliði í
kjölfar þess að flóttafólki frá Sýr-
landi fjölgaði og tók sæti í lands-
stjórn félagsins árið 2018. Þegar
Sveinn Kristinsson lét af for-
mennsku í Rauða krossinum eftir
langt starf, var nefnt við Silju
Báru að gefa kost á sér, sem hún
og gerði og var kjörin.
„Rauði krossinn hefur ein-
stakt hlutverk á átakasvæðum.
Hann hefur líka, stöðu sinnar
vegna, aðgengi að þolendum
átaka sem önnur hjálparsamtök
hafa oft ekki. Sérstaðan felst í því
að þetta er hlutlaus og óháður að-
ili og getur rætt við alla aðila
átaka; frætt þá um Genfarsamn-
ingana sem eru lög sem gilda í
stríði og mætt þörfum þolenda
stríðsátaka. Það gerum við til
dæmis með því að tryggja að inn-
viðir virki. Þetta er mjög flókið
og erfitt hlutverk, sér í lagi í
meiri háttar vopnuðum átökum.
Langt starf felur í sér mikinn
lærdóm og að því búum við.“
Strax, á sínum allra fyrstu
dögum sem formaður Rauða
krossins, setti Silja Bára fram
gagnrýni á stjórnvöld. Tilefnið
var sú ákvörðun að flóttafólki,
sem hingað hefur til lands hefur
komið á síðustu árum – og varð
hér innlyksa hér á landi í kórónu-
faraldrinum – skuli nú þegar
heimurinn hefur opnast að nýju
vísað úr landi. Í þessum hópi eru
200-300 manns; fólk sem í flestum
tilvikum yrði sent til Grikklands.
„Rauði krossinn hefur gagn-
rýnt bæði samráðsleysi við mótun
útlendingalöggjafar og innihald
þeirra frumvarpa sem hafa verið
lögð fram. Gagnrýnin sem ég
setti fram var því ekki mín, né
var hún gripin úr lausu lofti. Af-
leiðingar þess að núverandi frum-
varp til útlendingalaga yrði sam-
þykkt, væri mun ómannúðlegri
stefna og væri í takt við harðari
stefnur og lög sem hafa verið tek-
in upp í nágrannalöndum okkar.
Ísland hefur ekki endursent um-
sækjendur um alþjóðlega vernd
til Grikklands í um áratug, vegna
þess hve slæmt ástandið er þar,“
segir Silja Bára og heldur áfram:
„Við tölum öll um fordæma-
lausar aðstæður vegna Covid, hér
hefur fólk verið fast á landinu í
allt að tvö ár. Það hefur margt
fest hér rætur, börn hafa gengið í
skóla og eignast vini. Ég sagði
aldrei að við Íslendingar værum
með hörðustu stefnuna í útlend-
ingamálum, heldur að stjórnvöld
væru að elta stefnumótun sem er
í harðari átt en verið hefur hing-
að til.“
Gæti orðið fordæmalaus
fjölgun flóttafólks
Loftslagsbreytingar eru mik-
il áskorun fyrir mannkynið allt.
Öfgar í veðurfari, segir Silja
Bára, skapa ekki aðeins hættu
meðan á storminum eða hita-
bylgjunni stendur, heldur hefur
það afleiðingar, svo sem að ef
uppskerubrestur er tíður neyðist
fólk til að flýja heimkynni sín.
Haldi svo fram sem horfir gæti af
þeim sökum komið til meiri hátt-
ar fólksflutninga innan nokkurra
áratuga.
„Hér gæti orðið fordæmalaus
fjölgun flóttafólks á heimsvísu,
með ófyrirséðum hindrunum og
afleiðingum. Möguleikarnir eru
að draga sem mest við getum úr
hlýnun jarðarinnar með öllum
mögulegum ráðum. Að búa til að-
stæður og stuðning, þar sem fólk
nær að búa við mannsæmandi að-
stæður og stuðla að sjálfbærum
samfélögum. Þetta er risastórt
verkefni og samtakamáttur okkar
allra er það eina sem gengur.
Þarna hefur alþjóðahreyfing
Rauða krossins mikilvægu hlut-
verki að gegna,“ segir Silja Bára.
Lífsbjargandi aðstoð
Sé litið til innanlandsverk-
efna Rauða krossins má þar
nefna námskeið, í t.d. skyndi-
hjálp, sem tugir þúsunda lands-
manna hafa sótt, heimsóknir til
fólks í einsemd og skaðaminnk-
andi aðstoð við fólk í neyslu, eins
og haldið er úti á höfuðborgar-
svæðinu, á Reykjanesi og í Eyja-
firði. Einnig að settar eru upp
fjöldahjálparstöðvar með skömm-
um fyrirvara þegar þörf krefur.
Svo mætti áfram telja.
„Við viljum sporna gegn fé-
lagslegri einangrun og styrkja
velferðarsamfélagið. Við leggjum
okkur fram um að finna göt í
kerfinu, setja á fót verkefni sem
stoppa í þau, sem aðrir taka svo
við í fyllingu tímans. Þá þurfum
við sem samfélag að vera tilbúin
fyrir næstu eldgos, jarðskjálfta
og aðrar hamfarir. Við styrkjum
viðbragðsgetu okkar heima fyrir
með því að þjálfa sendifulltrúa
okkar í erfiðum aðstæðum er-
lendis. Veita um leið lífsbjargandi
aðstoð. Þá verður landsfélagið
100 ára árið 2024: þess verður
minnst með ýmsu móti og undir-
búningur er þegar hafinn,“ segir
Silja Bára Ómarsdóttir að síð-
ustu.
Öll jöfn og uppruni og stétt hafa ekkert með manngildi að gera, segir Silja Bára Ómarsdóttir, nýr formaður Rauða kross Íslands
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Veröld Hreyfingin þarf að að hafa slagkraft og afl til að geta brugðist við
ófyrirséðum atburðum, segir Silja Bára, hér með heiminn í höndum sér.
Mannúð
og velferð
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2022
- Silja Bára R. Ómarsdóttir er
fædd í Ólafsfirði 1971. Hún er
með doktorspróf í alþjóða-
stjórnmálafræði og stundaði
nám í Bandaríkjunum. Í dag er
hún prófessor í alþjóðasam-
skiptum við stjórnmálafræði-
deild Háskóla Íslands.
- Í tímans rás hefur Silja Bára
hefur verið virk í félagsstörf-
um, meðal annars á vettvangi
Femínistafélags Íslands og
Kvenréttindafélags Íslands. Þá
var hún um skeið formaður
Jafnréttisráðs. Hún hefur að
auki setið í nefndum á vegum
hins opinbera, til dæmis
áhættumatsnefnd sem mat
stöðu mála í kjölfar þess að
Bandaríkjaher hvarf héðan af
landi brott árið 2006.
Hver er hún?
Eimskip efnir til hátíðlegrar athafnar
í Sundahöfn í Reykjavík í dag þar
sem nýlegu flutningaskipi félagsins
verður formlega gefið nafn. Dettifoss,
sem smíðaður var í Kína, kom inn í
flota félagsins fyrir um tveimur árum
og hefur síðan þá siglt milli Íslands,
Færeyja og Skandinavíu. Meðal ann-
ars vegna kórónaveirufaraldursins og
sóttvarna hefur ekki gefist svigrúm
til formlegrar nafngjafar en þá athöfn
annast sr. Pálmi Matthíasson. At-
höfnin í dag hefst kl. 16:30 og stendur
í um tvær klukkustundir.
Hinn nýi Dettifoss er 180 metra
langt skip, 31 metri á breidd og burð-
argeta þess eru 2.150 gámaeiningar.
Aðalvélin er 17.000 kW. Sömu tölur
og staðreyndir gilda hér um systur-
skipið Brúarfoss sem siglir skv. sömu
áætlun og Dettifoss.
„Dettifossinn nýi er besta skip sem
ég hef nokkru sinni kynnst,“ sagði
Ríkharður Sverrisson skipstjóri í
samtali við Morgunblaðið í síðasta
mánuði og ennfremur; „Þótt skipin
verði æ betri og tæknin meiri þá er
farmennskan í sjálfu sér alltaf eins.
Íslendingar eiga allt sitt undir sjó-
flutningum og verða að halda sínum
hlut þar. Siglingar ráða sjálfstæði
þjóða.“ sbs@mbl.is
- Hátíðleg athöfn í Sundahöfn í dag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Glæsiskip Dettifoss á dögunum á siglingu inn til Þórshafnar í Færeyjum,
sem er viðkomustaður skipsins á áætlun þess um Norður-Atlantshafið.
Dettifossi form-
lega gefið nafnið
SKVÍSAÐU ÞIG UPP
FYRIR SUMARIÐ
STÆRÐIR 1428
Tankini toppur
10.990 kr
Stærðir 42-56
Sundbolur
8.990 kr
Stærðir 46-54
Sundbolur
12.990 kr
Stærðir 42-58
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
SU ÖT FY SUMARIÐ
Frábært úrval af fatnaði í stærðum 42-60
Skoðað úrvalið eða pantað í netverslun www.curvy.is
Afgreiðslutímar í verslun Curvy í Hreyfilshúsinu við Grensásveg
Alla virka daga frá kl. 11-18 og Laugardaga frá kl. 11-16