Morgunblaðið - 07.06.2022, Side 12

Morgunblaðið - 07.06.2022, Side 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2022 ÞAR SEM VÍSINDI OG NÁTTÚRA KOMA SAMAN Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is 7. júní 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 128.52 Sterlingspund 161.44 Kanadadalur 102.27 Dönsk króna 18.538 Norsk króna 13.649 Sænsk króna 13.185 Svissn. franki 133.94 Japanskt jen 0.9879 SDR 173.45 Evra 137.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.9411 Rösklega fjórir af hverjum fimm Bandaríkjamönnum telja efna- hagsástand þjóðarinnar slæmt og meira en þriðjungur þeirra segjast vera óánægður með eigin fjárhag. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Wall Street Journal fram- kvæmdi í samstarfi við félagsrann- sóknastofnun Chicagoháskóla. Hefur óánægja svarenda með eigin efnahag aldrei verið meiri, frá því stofnunin hóf fyrst mælingar árið 1972. Sögðu 27% svarenda að góðar líkur væru á að þeim muni takast að bæta lífskjör sín en 46% svar- enda væntu þess að standa í stað fjárhagslega. Þá sögðu 38% að fjárhagsleg staða þeirra hefði versnað á undanförnum árum. Í umfjöllun WSJ um könnunina kemur fram að niðurstöðurnar endurspegli að hátt verðbólgustig hefur haft neikvæð áhrif á efnahag bandarískra heimila. Hins vegar virðist bandarískur almenningur upplifa ágætis horfur á vinnumark- aði. Tveir af hverjum þremur svar- endum sögðu að þeir væntu þess að það gæti verið mjög eða frekar auðvelt fyrir þá að finna sér nýtt starf sem greiddi jafnhá laun. Er það hæsta hlutfall sem mælst hef- ur frá 1977. ai@mbl.is Almenningur í Banda- ríkjunum svartsýnn Dýrtíð Viðskiptavinir skoða úrvalið í fataverslun í Nevada. Þó að framboð af störfum sé gott þá virðist verðbólgan þrengja að bandarískum heimilum. STUTT Lögfræðingar Elons Musks hafa sent stjórn Twit- ter erindi þar sem hótað er að hætta við 44 millj- arða dala yfirtöku fyrirtækisins. Að því er Fin- ancial Times greinir frá halda lögfræðingarnir því fram að stjórnendur samfélagsmiðilsins hafi ekki fullnægt kröfu Musks um að framvísa nákvæmum upplýsingum um fjölda gervi-notendareikninga á Twitter. Musk hefur gefið lítið fyrir fullyrðingar Twitter um að aðeins 5% notendareikninga sé stjórnað af tölvuforritum og svindlurum sem villa á sér heim- ildir. Um miðjan maí sagðist hann hafa sett yf- irtökutilboð sitt á ís á meðan beðið væri eftir ít- arlegri upplýsingum frá forsvarsmönnum Twitter. Hefur Morgunblaðið áður greint frá því að Musk hafi lagt til að lækka tilboð sitt í réttu hlutfalli við hlutfall gervinotenda á samfélagsmiðlinum. Hindra Musk í að nýta rétt sinn Lögfræðistofan Skadden, Arps, Slate, Meagher & Flom sendi bréfið fyrir hönd Musks en þar stendur að frá 9. maí síðastliðnum hafi hann ítrekið beðið Twitter um nánari upplýsingar og að tregða félagsins við að verða við þeirri beiðni brjóti í bága við samkomulag sem gert var við Musk til að gera yfirtökuna að veruleika. „Að teknu tilliti til hegð- unar [fulltrúa] Twitter fram til þessa, og sér í lagi í ljósi síðasta skriflega svars félagsins, telur Musk að félagið sé af ásetningi að reyna að aftra honum frá því að nýta rétt sinn til upplýsingaöflunar,“ segir í bréfinu. Bæta höfundar bréfsins við að þar sem hegðun Twitter-manna feli í sér alvarlegt brot á gildandi samkomulagi áskilji Musk sér rétt til að hætta við yfirtökuna. ai@mbl.is Musk hársbreidd frá að slíta kaupunum á Twitter AFP Hnútur Enn virðist langt í að náist botn í yfirtöku Elons Musks á samfélagsmiðlinum Twitter. - Sakar stjórn samfélagsmiðilsins um að standa ekki við samkomulag Vogunarsjóðurinn Elliott Associates hefur höfðað mál gegn Málma- kauphöllinni í London, LME, og krefst 456 milljóna dala í bætur fyr- ir þá ákvörðun kauphallarinnar að gera hlé á viðskiptum með nikkel í síðasta mánuði. Verð á nikkelmálmi rauk upp um meira en 50% þann 8. mars síðast- liðinn. Hækkunin stafaði einkum af viðskiptum kínverska stálframleið- andans Tsingshan Holding Group. Líkt og Morgunblaðið hefur áður greint frá, hafði fyrirtækið skortselt málminn og þurfti að loka hluta af stöðu sinni eftir miklar verðhækk- anir. Er nikkel notað við framleiðslu á ryðfríu stáli auk þess að gegna lyk- ilhlutverki í framleiðslu rafhlaðna fyrir rafmagnsbíla. Rússland er þriðji stærsti nikkelframleiðandi heims á eftir Indónesíu og Filipps- eyjum og þykir sennilegt að eftir innrás Rússlandshers í Úkraínu dragi úr framboði á rússneskum nikkelmálmi, með tilheyrandi áhrif- um á heimsmarkaðsverð. Þótti LME ástæða til að grípa inn í þegar verðið á nikkeli rauk upp. Kauphöllin ógilti alla kaup- og sölusamninga sem gerðir voru þann 8. mars og veitti markaðsaðilum viðbótarfrest til að standa við gerða afhendingarsamninga. Þegar við- skipti hófust að nýju, leyfði LME aðeins 5% sveiflu í verði málmsins innan hvers viðskiptadags. Reuters hefur eftir talsmanni El- liott Associates að inngrip LME hafi verið ósanngjarnt og órökrétt. Ekkert hefur verið gefið upp um umfang nikkelviðskipta Elliott þeg- ar markaðinum var lokað. Vísar LME málarekstri Elliott á bug og segir að kauphöllin hafi mikilvægu hlutverki að gagna við að tryggja að viðskipti fari fram með sanngjörn- um og öguðum hætti. ai@mbl.is AFP Skot Nikkelverð rauk upp í mars vegna vandræða kínversks fyrirtækis. Vilja bætur vegna inngripa LME « Reiknað er með að stjórn Seðlabanka Evrópu muni síðar í þessari viku sam- þykkja nýtt úrræði sem fæli í sér kaup á ríkisskuldabréfum ef lántökukostnaður einstakra ríkja fer úr böndunum. Hefur bankinn þegar úr um það bil 200 millj- arða evra sjóði að spila ef ástæða þykir til að veita innspýtingu á ríkisskulda- bréfamarkaði. FT segir að væntanlegar stýrivaxta- hækkanir á evrusvæðinu kunni að valda titringi á ríkisskuldabréfamarkaði og geti fælt fjárfesta frá skuldabréfum þeirra hagkerfa Evrópu sem tæpast standa, með tilheyrandi hækkun ávöxtunarkröfu. Hafa greinendur m.a. áhyggjur af stöðu Ítalíu en í lok síðustu viku var 2,14 prósentustiga munur á ávöxtunarkröfu ítalskra og þýskra ríkisskuldabréfa og hefur munurinn ekki verið meiri síðan í ársbyrjun 2020. Næsti vaxtaákvörðunarfundur SBE verður haldinn þann 21. júlí og er fast- lega búist við að fundinum ljúki með að minnsta kosti 25 punkta hækkun stýri- vaxta. ai@mbl.is SBE eflir varnir ríkisskuldabréfa Morgunblaðið/Ómar AFP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.