Morgunblaðið - 07.06.2022, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2022
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
Sjá verð og verðdæmi
á heimasíðu okkar
www.veislulist.is
Fagnaðir
Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur
fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá
samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar.
PINNAMATUR
Veislur eru
okkar list!
Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta
Pinna- og tapasréttir
eru afgreiddir á
einnota fötum,
klárt fyrir veisluborðið.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu,
greindi frá því í gær að rússneskar
hersveitir í borginni Severódónetsk
væru orðnar fleiri en þær úkraínsku,
degi eftir að yfirvöld í Úkraínu lýstu
því yfir að hersveitir þeirra hefðu
náð helmingi af borginni til baka.
Úkraínumenn hafa veitt sókn Rússa
í borginni mikla mótspyrnu síðustu
daga en nú virðast Rússar vera með
yfirhöndina. Severódónetsk er sögð
vera lykilborg þegar kemur að bar-
áttunni um Donbas-hérað í Austur-
Úkraínu. „Við höldum út í lykilborg-
inni en þeir eru fleiri og sterkari,“
sagði Selenskí og bætti við að Seve-
ródónetsk og Lyshychansk væru
báðar „dauðar borgir“ sökum mikilla
átaka. Þrátt fyrir yfirburði Rússa
hefðu úkraínskar hersveitir aftur á
móti alla möguleika á að berjast á
móti. Ef borgirnar falla í hendur
Rússum hafa þeir náð tökum á öllu
Luhansk-héraði í austurhluta Úkra-
ínu.
„Þeir skjóta hér endalaust,
þetta er hryllingsþáttur“
Stórskotaliðsárásir hafa aukist í
Lyshychansk, sem er við hlið Seve-
ródónetsk, en Selenskí heimsótti
borgina á sunnudag. Aldraður íbúi í
borginni, Oleksandr Lyakhovets,
sagði að rússneskt flugskeyti hefði
lent á íbúð hans skömmu síðar og
kveikt í henni. „Þeir skjóta hér enda-
laust, þetta er hryllingsþáttur,“
sagði hann.
Frá því að Rússar drógu herlið sitt
til baka frá Kænugarði í mars, hafa
þeir einbeitt sér að austurhluta Don-
bas, þar sem þeir hafa náð hægum
framförum undanfarnar vikur. Her-
sveitir þeirra ráða nú nánast öllu
Luhansk-héraði sem og talsverðum
hluta Donetsk-héraðsins. Bardagar
hafa verið hægir og blóðugir og hafa
báðir aðilar orðið fyrir verulegu
mannfalli.
Fá langdrægnari vopn
frá Vesturlöndum
Vestræn ríki hafa brugðist við
hörðum átökum með því að heita því
að senda enn langdrægnari vopn til
Úkraínu, í von um að það muni
styrkja varnargetu Úkraínu í austri.
Bretar ætla í fyrsta sinn að senda
langdrægar eldflaugar til Úkraínu,
þrátt fyrir hótanir Rússa í garð Vest-
urlanda. Ákvörðunin var tekin eftir
að Bandaríkjamenn tilkynntu í síð-
ustu viku að þeir ætluðu að senda
Úkraínumönnum háþróaðar eld-
flaugar. Vladimír Pútín Rússlands-
forseti hefur sagt að hann líti á hvers
kyns afhendingu á langdrægum
vopnum frá vestrænum ríkjum sem
tilraun til að lengja átökin. Þúsundir
almennra borgara hafa verið drepn-
ar og milljónir neyddar til að flýja
heimili sín frá því að Pútín skipaði
rússneskum hersveitum að ráðast
inn í Úkraínu 24. febrúar.
karlottalif@mbl.is
Selenskí segir Severódónetsk og
Lyshychansk „dauðar borgir“
- Ef borgirnar falla í hendur Rússum hafa þeir náð tökum á öllu Luhansk-héraðinu í austurhluta Úkraínu
Vantrauststilaga Íhaldsflokksins á
hendur Boris Johnson, forsætisráð-
herra Bretlands, var felld í gær-
kvöldi með 211 atkvæðum gegn 148.
Hann mun því áfram gegna embætt-
inu, þrátt fyrir að rúmlega 41%
íhaldsmanna styðji ekki Johnson.
Einfaldan meirihluta þurfti til
þess að fella forsætisráðherrann,
eða 180 þingmenn. Því vantaði 32 at-
kvæði til þess að honum yrði vikið úr
embætti. Tillagan var sett fram af 54
þingmönnum Íhaldsflokksins, í kjöl-
far hneykslismála í tengslum við
veisluhöld í Downingstræti á meðan
strangar sóttvarnareglur voru í
gildi vegna kórónuveirunnar.
Fyrir tæplega fjórum árum var
lögð fram vantrauststilaga á hendur
Theresu May, forvera Johnsons í
embætti forsætisráðherra, sem hún
stóð af sér. Þá kusu 133 með tillög-
unni. May sagði af sér rúmlega sex
mánuðum síðar og tók Johnson þá
við embætti, árið 2019. urdur@mbl.is
Van-
trauststil-
lagan felld
AFP
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra
Rússlands, þurfti að hætta við heim-
sókn til Serbíu í gær, eftir að ná-
grannalönd Serbíu komu í veg fyrir
að flugvél hans kæmist í gegnum
lofthelgi þeirra. Lavrov átti að ræða
við hæstráðendur í Belgrad, höfuð-
borg Serbíu, en þjóðin er einn af
fáum bandamönnum Rússa sem eft-
ir eru í Evrópu síðan þeir réðust inn
í Úkraínu fyrr á þessu ári. Líkt og
mörg önnur evrópsk ríki, treystir
Serbía að miklu leyti á gas frá Rúss-
landi.
Lavrov gagnrýndi evrópskar
þjóðir harðlega á blaðamannafundi.
„Hið óhugsandi hefur gerst.“ Hann
lýsti hegðun ríkjanna sem „svívirði-
legri“ og sagði að tengsl Rússa og
Serba yrðu ekki eyðilögð.
„Réttur fullvalda ríkis til að fram-
fylgja utanríkisstefnu sinni var tek-
inn í burtu,“ sagði Lavrov og bætti
við að hann hefði boðið Nikola Selak-
ovic, utanríkisráðherra Serbíu, til
Rússlands í staðinn.
Nágrannaríkin, sem komu í veg
fyrir að flugvélin kæmist leiðar sinn-
ar, voru Búlgaría, Makedónía og
Svartfjallaland.
AFP
Rússland Sergei Lavrov utanríkisráðherra á blaðamannafundi í gær.
Lavrov meinað að
komast til Serbíu
- Lofthelgi nágrannalandanna lokað