Morgunblaðið - 07.06.2022, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2022
Sveitalíf Með atgangi slettu úr klaufunum kýr á bæ austur í Bláskógabyggð, sem hleypt var út nú um helgina. Eftir veturvist í fjósi voru þær fegnar því að komast út í frískt loft. Raunar er sú
skylda um velferð dýra að kýr fái útivist í nokkrar vikur á hverju sumri. Ágæt staða er á mjólkurframleiðslu um þessar mundir og bændur hvattir til aukinnar framleiðslu, slík er eftirspurnin.
Sigurður Bogi
Síðari heimsstyrj-
öldin skildi stóran hluta
Evrópu í rúst. Eyði-
legging innviða, geig-
vænlegt mannfall og
vonleysi almennings í
kjölfar átakanna voru
ekki burðugur vísir að
bjartari tímum. Engu
að síður var endur-
reisnin í kjölfar stríðs-
ins ævintýralega hröð
og innan örfárra ára höfðu lönd Vest-
ur-Evrópu endurheimt stöðu sína sem
leiðandi samfélög hvað varðar verð-
mætasköpun og lífsgæði. Þessi saga
hefði getað orðið allt önnur og líklega
réð miklu afdrifarík ákvörðun Banda-
ríkjamanna um veglegan stuðning við
enduruppbygginguna miklu.
Nú um helgina var þess minnst að
75 ár voru liðin frá því að George C.
Marshall, þáverandi ut-
anríkisráðherra Banda-
ríkjanna, kynnti metn-
aðarfulla efnahags-
aðstoð sem æ síðan
hefur verið við hann
kennd. Óhætt er að
segja að Marshalláætl-
unin hafi skipt sköpum
fyrir þær sextán þjóðir
sem þáðu boð um þátt-
töku. Með því mörkuðu
þær leið frá þeirri ein-
angrunarsinnuðu efna-
hagsstefnu áætlunar-
og sjálfsnægtabúskapar
sem einkennt hafði viðskiptalíf í Evr-
ópu fyrir stríð. Um leið tóku þær
ákveðin skref í átt að auknu samstarfi
þjóða á viðskiptasviðinu og almennri
velmegun. Sú framsýna og glögga
hugsun Marshalls, að það væri
Bandaríkjunum mikilvægt að Evrópu
gengi vel, var framúrskarandi dæmi
um það þegar hugsjónir og hags-
munir fara saman.
Marshalláætlunin fól ekki einungis
í sér fjárhagslegan stuðning heldur
var hún pólitísk í eðli sínu. Með þátt-
töku var þeim ríkjum sem voru með
forðað frá því að falla undir þungan
hramm Sovétkommúnismans. Ekki
voru öll ríki svo lánsöm að eiga þess
kost að grípa það tækifæri sem í
Marshallaðstoðinni fólst. Uppruna
mikilvægustu samstarfsstofnana
Vesturlanda, þar á meðal Atlants-
hafsbandalagsins, má rekja til þeirra
hugmynda sem lagðar voru til grund-
vallar Marshalláætluninni. Um var að
ræða fjárfestingu í friði og hún átti
eftir að reynast dýrmæt í mörgum
skilningi.
Fyrir okkur Íslendinga var þátt-
takan í Marshalláætluninni lykil-
þáttur í því vaxtarskeiði sem ein-
kenndi eftirstríðsárin en fram að því
hafði ástandið verið erfitt hér sem
annars staðar. Á árunum 1948-1953
hlutum við efnahagsaðstoð sem nam
38,6 milljónum bandaríkjadala. Fjár-
fest var í togurum, dráttarbátum og
landbúnaðarvélum og áætlunin gerði
okkur einnig kleift að ráðast í ýmis
stærri verkefni, svo sem Sogsvirkjun,
Laxárvirkjun, áburðarverksmiðjuna í
Gufunesi, steypuverksmiðju og hrað-
frystihús.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að Evrópa er enn á ný vett-
vangur blóðugs stríðs sem nú þegar
hefur haft varanleg áhrif á öryggis-
umhverfi gervallrar álfunnar. Í dag
hefst hér í Reykjavík varnarmálaráð-
herrafundur Norðurhópsins, sam-
ráðsvettvangs tólf líkt þenkjandi
ríkja um öryggis- og varnarmál, þar
sem innrás Rússa í Úkraínu og afleið-
ingar hennar verða í brennidepli. Í
tengslum við fundinn, tökum við Ben
Wallace, varnarmálaráðherra Bret-
lands, þátt í opinni málstofu síðdegis
þar sem Marshalláætlunin og lær-
dómurinn af henni verða meðal ann-
ars til umfjöllunar.
Það er ekki að ástæðulausu að nú
sé talað um að huga þurfi að „nýrri
Marshalláætlun“ fyrir Úkraínu. Sag-
an sýnir nefnilega að áætlunin skipti
geysilegu máli fyrir þær þjóðir sem
hana hlutu og kemur ekki á óvart að
gripið sé til slíkra söguvísana við þær
aðstæður sem uppi eru. Innrásin hef-
ur ekki aðeins leitt óbærilegar hörm-
ungar yfir úkraínsku þjóðina heldur
beint sjónum að þeim sameiginlegu
gildum Evrópuríkja um mannréttindi
og lýðræði sem raunverulega eru
undir á vígvellinum í Úkraínu. Því
skiptir sköpum að stutt sé við Úkra-
ínu með ráðum og dáð, rétt eins og
gert var í þágu stríðshrjáðra þjóða
fyrir réttum 75 árum.
Eftir Þórdísi Kol-
brúnu Reykfjörð
Gylfadóttur
» Það er ekki að
ástæðulausu að nú sé
talað um að huga þurfi
að „nýrri Marshalláætl-
un“ fyrir Úkraínu.
Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfadóttir
Höfundur er utanríkisráðherra.
Þegar neyðin er stærst
Mig langar að gera
þing- og blaðamönn-
um tilboð. Sífellt
furðulegri fréttaflutn-
ingur lítur dagsins
ljós hvað viðkemur út-
lendingum sem hér
sækja um vernd. Um
þetta er fjallað í löngu
máli í helstu „frétta-
miðlum“. Höfuðatriði í
huga fréttamannsins
er jafnan „mannúð“. Er gætt
mannúðar eða gætir kannski mann-
vonsku? Við ákveðnar aðstæður
eiga menn rétt á alþjóðlegri vernd.
Um þetta er fjallað í lögum um út-
lendinga. Að miklu leyti eru lögin í
samræmi við evrópskar tilskipanir
líkt og í ríkjum innan Evrópusam-
bandsins og þar af leiðandi er þjóð-
um innan EES-svæðisins skylt að
fylgja þeim. Ég tel raunar að
frjálsleg túlkun Íslands sé að sumu
leyti ekki í samræmi við tilskipanir
Evrópusambandsins, t.d. á við til-
skipun 16 2008/115/EC. Svo má
áfram halda, en ég hef orðið þess
var að allmargir vilja að við verðum
aðildarþjóð ESB án þess að fylgja
reglum sambandsins. Og raunar
hef ég orðið var við
mikla og almenna van-
þekkingu aðildarsinna
á reglum ESB í þessu
sem öðru.
Tilboðið snýst um
að yfirfara lög um út-
lendinga, hvaða af-
stöðu stjórnvöldum
beri að taka á grund-
velli þeirra, laga-
framkvæmd í Evrópu
o.fl. þessu tengt.
Engin landamæri
Þriðjungur Afríkumanna hefur
hugleitt að flytja til Evrópu, þar af
einn fimmti mjög alvarlega. Um 5%
eru svo áfram um þetta að þeir eru
til í að leggja sig í mikla hættu.
Þetta á sérstaklega við um ungt
fólk. Svo má áfram halda … til
Austurlanda fjær og nær. Íbúar
Vestur- og Norður-Evrópu eru, að
ég held, u.þ.b. 300 milljónir (um
750 milljónir alls í Evrópu). Inn-
flytjendur stefna jafnan til Vestur-
og Norður-Evrópu. Sleppum Asíu í
bili. Íbúafjöldi Afríku telst um 1,4
milljarðar. Ef mér skjátlast ekki
eru þeir sem hingað ætla sér að
koma sem sé fleiri en þeir sem fyrir
eru. Vandi Afríku og annarra slíkra
landsvæða verður því ekki leystur
með því að breyta Evrópu í Afríku
líkt og foringi franskra jafn-
aðarmanna hefur vakið athygli á.
Skilti á fámennum fundi á Austur-
velli þar sem sagði „Engin landa-
mæri“ og fleira í þeim dúr voru
allrar athygli verð. Sérstaklega
fyrir nýjan formann Rauða kross-
ins, Silju Báru Ómarsdóttur pró-
fessor.
Nýjar röksemdir gegn brott-
vísun vegna tilefnislausra
beiðna um hæli
Á liðnum dögum hafa vinstriöfl-
in, Rauði krossinn (RK), Stöð 2 og
RÚV dregið fram fólk sem þau
nefna, hiklaust, flóttafólk því til
stuðnings að engar brottvísanir
vegna tilefnislausra beiðna um hæli
skuli fara fram. Þar eð engin mál-
efnaleg rök er að finna er gripið til
tilfinningalegra röksemda. – Við
munum afleiðingar þess að fjöl-
skyldu var veittur ríkisborgara-
réttur á grundvelli veikinda barns.
Fjölmiðlar á Balkanskaganum tóku
málið upp og afleiðingin varð
gegndarlausar, tilhæfulausar um-
sóknir um hæli. Nú virðist sem
sumir fréttamenn telji að ekki þurfi
stríð eða raunverulegar ógnir sem
gildar ástæður fyrir vernd. Þau
sem koma hingað til lands og biðja
um hæli skuli sem sé einungis
þurfa að bera við t.d. fötlun, elli, fá-
tækt, slæmum aðbúnaði eða veik-
indum. Eftir því sem ég best veit
skortir nokkuð upp á að Íslending-
ar sem líða fyrir fötlun, elli, fátækt
og veikindi fái viðunandi umönnun.
Er ekki ráð fyrir það fólk að leita
til Rauða krossins? – Reyndar
hætti ég að borga pólitískum RK
fyrir nokkrum árum og hvet alla
eindregið til hins sama. RK lifir nú
orðið á eymd spilafíkla, jafn sið-
laust og það nú er. Á sama tíma
prédikar RK um meintar siðferði-
legar skyldur annarra!
Samfylking og Viðreisn
aðhyllast opin landamæri
án þess að viðurkenna það
Ég veit að það stoðar lítt að
biðja vinstrafólk um röksemdir
eða skoðun á afleiðingum að-
gerða. Logi Einarsson hvorki
skilur né sér neitt, enda alltaf
með tárin í augunum. Rök Pírata
í persónulegum samtölum eru
einföld. Hér eiga að vera opin
landamæri. Hingað vilji svo fáir
koma að landamæra sé ekki þörf!
Samfylkingin aðhyllist opin
landamæri án þess að þora að
segja það, en mótmælir í hvert
sinn sem einhverjum er neitað um
hæli. Ekki verður lengur séður
neinn munur á Viðreisn og öðrum
vinstriflokkum í þessum mála-
flokki fremur en öðrum. Flokkur
fólksins er víst nú orðið á sama
báti og hinir og tekur hiklaust
undir með Pírötum og Samfylk-
ingu gegn brottvísunum þeirra
sem ekki eiga rétt á vernd á Ís-
landi. – Ég mun rita sérstaka
grein um væntanlega út-
gjaldasprengingu hjá hinu op-
inbera vegna, því sem næst,
óheftrar komu fólks sem ekki á
rétt á vernd á Íslandi. Ísland er í
rauninni eina landið í heiminum
með því sem næst opin landamæri
fyrir þá sem þangað leita. Það
mun fyrr en varir enda með skelf-
ingu, verði ekki breytt um stefnu.
Eftir Einar S.
Hálfdánarson » Logi Einarsson
hvorki skilur né sér
neitt, enda alltaf með
tárin í augunum. –
Þriðjungur Afríku-
manna hefur hugleitt að
flytja til Evrópu.
Einar S. Hálfdánarson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Samfylking og Viðreisn aðhyllast opin landamæri