Morgunblaðið - 07.06.2022, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2022
✝
Fríða Dóra Jó-
hannsdóttir
fæddist 18. mars
1939 við Urðarveg
18, í húsi sem kall-
að var Fagurlyst-
litla. Hún lést á
Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja 28.
maí 2022. For-
eldrar hennar voru
Jóhann Stígur Þor-
steinsson, f. 1897,
d. 1970, og Kristín Filippía Guð-
mundsdóttir, f. 1903, d. 1990.
Systkini Fríðu Dóru eru: Sig-
urgeir Jóhannsson, f. 1927, d.
2018, maki Sigríður Guðmunds-
dóttir, f. 1931, d. 2008; og Ásdís
Jóhannsdóttir f. 1933, maki
Vignir Jónasson, f. 1932, d.
2011.
jónssyni, f. 1961. Þau eiga þrjú
börn, Dóru Kristínu, f. 1993,
Gunnlaug Örn, f. 1993 og Jón
Þór, f. 1994. 4) Halldór, f. 1973,
kvæntur Lovísu Guðbjörgu Ás-
geirsdóttur. Þau eiga þrjú börn,
Söru Linneth, f. 1994, Evu
Huld, f. 2001, og Stein Ásgeir f.
2008.
Fríða Dóra bjó alla tíð við
Kirkjuveginn, fyrst í Kirkju-
hvoli en síðar á Kirkjuvegi 67.
Hún var lengst af heimavinn-
andi en vann síðar ýmis versl-
unarstörf áður en hún tók að
sér veitingasölu í Golfklúbbi
Vestmannaeyja til fjölda ára .
Fríða Dóra var virk í fé-
lagsstarfi Sinawik klúbbsins
Helgafells, í Kvenfélaginu Líkn
og í Golfklúbbi Vestmannaeyja.
Fríða Dóra verður jarð-
sungin frá Landakirkju í Vest-
mannaeyjum í dag, 7. júní 2022,
og hefst athöfnin klukkan 13.
Streymt verður frá athöfninni á
landakirkja.is.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Fríða Dóra gift-
ist 1960 Gunnlaugi
Jóni Ólafi Axels-
syni, f. 31. maí
1940. Foreldrar
hans voru Axel
Valdemar Hall-
dórsson kaup-
maður, f. 1911, d.
1990, og Sig-
urbjörg Magn-
úsdóttir, f. 1916, d.
2000. Börn Fríðu
Dóru eru: 1) Axel Valdemar, f.
1958, kvæntur Fríðu Sigurð-
ardóttur, f. 1960. Þau eiga þrjú
börn, Önnu Dóru, f. 1982,
Andra Frey, f. 1988, og Anítu
Guðlaugu, f. 1990. 2) Anna
Dóra, f. 1960, lést á sjötta ald-
ursári. 3) Jóhanna Kristín, f.
1964, gift Guðjóni Erni Guð-
Tengdamóðir mín hefur nú
kvatt eftir stutt en snörp veikindi
en síðustu tvö ár hafa reynst
henni erfið vegna heilsubrests.
Ég birtist fyrst á heimili tilvon-
andi tengdaforeldra minna rétt
orðin 16 ára. Mér var tekið opnum
örmum þó tengdamömmu þætti
ég nú vera fullung en hún sagði
mér löngu seinna að hún hefði
hugsað til þess að ég væri jafn-
aldri dóttur hennar sem lést á
sjötta aldursári í bílslysi.
Þrátt fyrir að eiga kannski ekki
margt sameiginlegt þá gátum við
talað endalaust um mat alveg
fram á síðasta dag. Hún kunni vel
að meta það í seinni tíð þegar við
hjónin komum til Eyja og elduð-
um eitthvað gott, að ógleymdum
drykknum fyrir matinn, sem var
fastur liður alla tíð á Kirkjuveg-
inum. Heimili tengdaforeldra
minna stóð ætíð opið gestum og
gangandi enda margir með matar
og kökuást á Dóru. Vinir okkar
hafa fengið að njóta þess í gengum
árin og stundum var tengdapabbi
búin að bjóða slatta af fólki í mat
með mjög litlum fyrirvara sem
aldrei var vandamál hjá Dóru,
enda var Gulli tengdapabbi mikill
sjarmör.
Barnabörnin og nú í seinni tíð
barnabarnabörnin hafa veitt Dóru
mikla gleði og söknuðu barna-
börnin á höfuðborgarsvæðinu
þess oft að geta ekki farið oftar í
steiktan fisk og súkkulaðiköku hjá
ömmu. Að ógleymdu föndrinu
sem hún gaf sér alltaf tíma fyrir
og peysurnar og húfurnar sem
barnabörnin nutu góðs af.
Það var mikið áfall fyrir
tengdamömmu þegar Gulli
tengdapabbi féll snögglega frá í
bílslysi. Þau tvö voru sem eitt alla
tíð og fannst mér Dóra aldrei
verða söm eftir það.
Þegar langt er á milli ættingja
vill það nú vera þannig að sá sem
býr næst þarf að taka á sig mestu
ábyrgðina, en hún féll í hendur
mágkonu minnar Jóhönnu og fyr-
ir það verður henni seint þakkað.
Mig langar líka að þakka Krist-
rúnu systur tengdapabba fyrir
umhyggjusemina gangvart Dóru,
enda sagði hún mér að hún væri
henni sem systir, og þá ekki síður
vil ég þakka Stínu bestu vinkonu
Dóru sem sýndi henni mikinn
kærleik og umhyggju síðustu vik-
urnar.
Elsku Dóra hefur nú sameinast
Gulla sínum og Önnu Dóru í Sum-
arlandinu.
Takk fyrir allt,
Fríða.
Nú þegar við systkinin kveðj-
um ömmu Dóru með miklum
söknuði er okkur efst í huga þakk-
læti fyrir allar dýrmætu minning-
arnar sem við eigum saman.
Það fylgdu því margar hefðir að
koma til Eyja, enginn varð sjó-
veikur því amma kenndi okkur að
byrja alltaf á því að fá okkur sam-
loku og appelsín og fara svo beint í
koju. Svo beið alltaf súkkulaðikak-
an góða eftir okkur við komu og
kræsingarnar héldu áfram næstu
daga. Hún var í fullu starfi við að
sjá til þess að við værum alltaf
södd og sæl. Þú fékkst ekki betri
fisk í raspi en hjá ömmu, tala nú
ekki um skyrið, þúsund sinnum
betra hjá henni en heima, enda
var um kíló af sykri í því. Þegar
við urðum eldri og fengum að fara
á Þjóðhátíð þá var nú heldur betur
passað upp á mann og skar amma
eitt sinn niður heila vatnsmelónu
og sagði að ekkert væri betra við
Þjóðhátíðarþreytu en vítamín og
vökvi.
Amma nennti endalaust að
hanga með okkur, barnabörnun-
um sínum, og oftar en ekki fékk
maður að fara með henni í vinn-
una, sem var alltaf mjög spenn-
andi. Sérstaklega þegar hún var
að vinna í dótabúðinni og við feng-
um að velja okkur eitthvað til að
taka með á Kirkjuveginn. Eins
var alltaf mikilvægt að stoppa hjá
ömmu í golfskálanum í lok golf-
hringsins, því hún læddi alltaf ein-
hverju góðgæti að manni. Það var
farið í ófáa bíltúra um eyjuna og
sagt ógrynni af sögum um hvert
einasta hús og hvernig eldgosið
fór með það. Síðan var stoppað í
hinum og þessum búðum svo að
amma gæti nú sýnt öllum barna-
börnin sem voru í heimsókn. Mik-
ilvægast var þó að enda bíltúrinn
alltaf á sjeikstoppi í Kletti.
Amma var alltaf skvísa og okk-
ur systrum fannst fátt jafn spenn-
andi eins og að fá að gramsa í fal-
legu kjólunum hennar og rauðu
hælaskónum, það voru því mikil
vonbrigði þegar við uxum upp úr
því, sem var frekar snemma þar
sem amma var nú ekki stór kona.
Hún var líka mikill stríðnispúki og
hikaði ekki við að nota fínu negl-
urnar sínar í að klípa í mann með
tilheyrandi hlátri.
Þó það hafi margt gerst á eyj-
unni fögru má ekki gleyma öllu
fjörinu í sveitinni, en hægt væri að
skrifa bók um allar minningarnar
þaðan. Afi á bumbunni að slá gras-
ið, allir að æfa handahlaup í garð-
inum og amma að undirbúa næstu
máltíð í litla eldhúsinu sem passaði
engum nema henni. Margar góðar
stundir þar.
Amma hugsaði vel um sitt fólk
og hægt væri að skrifa endalaust
um allt sem við vorum að bardúsa
saman í gegnum árin. Nú er hún
komin til afa Gulla sem hún sakn-
aði svo ofsalega mikið og þau eru
án efa einhvers staðar að skála
fyrir nýjasta golfleiknum sínum.
Þau eru þó ekki farin langt þar
sem þau verða okkur alltaf nærri.
Anna Dóra, Andri Freyr
og Aníta Guðlaug.
Elsku Dóra verður jarðsungin í
dag. Minningar okkar systkinanna
streyma fram um yndislega konu
sem vildi allt fyrir alla gera. Það
var alltaf veisla hjá Dóru. Hún átti
alltaf eitthvað gott með kaffinu,
hún henti fram veislum eins og
ekkert væri.
Allar áramótaveislurnar á
Kirkjuveginum voru einstakar,
þar sem Dóra og Gulli sáu til þess
að allir, jafnt stórir sem smáir,
fengju að njóta sín. Þessi veisla
var hátindur ársins fyrir okkur
krakkana, sér veisluborð fyrir
okkur og einnig fengum við krist-
alsglös eins og fullorðin værum.
Dóra var einstök, svolítill stríðn-
ispúki, glettin en með einstakt
hjartalag. Við sendum henni fing-
urkoss eins og hún sendi okkur
síðast þegar við hittum hana.
Elsku Dóra, takk fyrir allt. Gulli
bíður eftir þér og þið takið einn
golfhring saman. Elsku Bóbó, Jó-
hanna, Halldór og fjölskyldur, guð
veri með ykkur.
Unnur, Berglind
Pálmi og Hildur.
Í dag verður elsku mágkona
mín hún Fríða Dóra jarðsett. Hún
hafði glímt við erfið veikindi.
Dóra, eins og hún var ávallt
kölluð, var mér eins og systir alla
tíð, en hún var gift bróður mínum
honum Gulla sem lést í bílslysi árið
2006, sem var okkur öllum mikið
áfall.
Það var alltaf yndislegt að koma
á heimili þeirra hjóna, Dóra var
frábær kokkur og hún naut þess
að fá að dekra við fólk með því að
töfra fram mat og annað góðgæti.
Í gegnum árin hafa okkar fjöl-
skyldur alltaf verið mjög nánar og
um hver áramót var sannkölluð
veisla þar sem Dóra töfraði fram
veisluborðið af sinni alkunnu
snilld, börnin okkar elskuðu
þennan tíma og var tilhlökkunin
mikil. Ófá ferðalögin fórum við
saman til Englands og Flórída til
að spila golf. Gulli og Dóra voru
einstaklega samrýmd hjón og
mikil ást var á milli þeirra. Það
verða því örugglega fagnaðar-
fundir með þeim hjónum þegar
þau sameinast á ný. Takk fyrir
samfylgdina, elsku Dóra, við eig-
um eftir að sakna þín, við sendum
Jóhönnu, Bóbó Halldóri og fjöl-
skyldum innilegar samúðarkveðj-
ur. Hvíl í friði, elsku Dóra.
Kristrún og Sigmar
(Bói).
Það er margs að minnast við
fráfall elsku Dóru.
Þakklæti er okkur efst í huga
eftir langa og yndislega samfylgd.
Dóra var stórglæsileg kona, hún
var látlaus en með mikla reisn.
Hún var hlý og umvefjandi, stríð-
in og skemmtileg.
Við minnumst heimsóknanna á
Kirkjuveginn þar sem kjallarinn
beið uppábúinn hvenær sem við
vorum á ferðinni, veisluhöldin
sem Dóra hreinlega galdraði
fram, glettnin og gleðin sem
fylgdi henni alla tíð.
Það er eiginlega ekki hægt að
nefna Dóru án þess að Gulli fylgi
með því þau voru alltaf saman og
samstíga í öllu, bæði í leik og
starfi. Golfíþróttin var þeim afar
hugleikin og áttu þau margar
gleðistundir á vellinum bæði hér-
lendis og árlega erlendis. Þau
tóku einnig virkan þátt í starfi
GV.
Það var því mikill harmur þeg-
ar Gulli, kletturinn hennar, lést af
slysförum 16. október 2016.
Dugnaðurinn og kjarkurinn
sem fylgdi Dóru í gegnum miss-
inn og breytingar sem fylgdu í
kjölfarið var einstakur og aðdáun-
arverður.
Dóra hafði gengið í gegnum
harm fyrr á lífsleiðinni þegar
dóttir þeirra hjóna lést af slysför-
um.
Dóra eignaðist nýja íbúð fljót-
lega eftir lát Gulla að Hilmisgötu
en þar skapaði hún sér fallegt
heimili þar sem hún tók innilega á
móti okkur þegar við heimsóttum
Eyjar. Ekkert var slegið af við
framreiðslu veitinga, heimabakst-
urinn þakti borðið og svo var
hlegið og grínast að vanda.
Dóra hafði umsjón um skeið
með veitingasölu Golfskála GV og
teljum við að á engan sé hallað þó
segja megi að aldrei hafi verið
notalegra að koma í skála eftir
langa útiveru.
Eftir gos byggðu þau sér sum-
arbústað í sveitinni, sælureiturinn
þeirra hjóna til margra ára. Til-
hlökkunin hjá okkur þegar von
var á Gulla og Dóru í bústaðinn,
minningarnar þegar hann var
byggður, veisluhöldin og síðast en
ekki síst litla þjóðhátíðin um
verslunarmannahelgarnar í Kjós-
inni með flugeldum og Lunda eru
minningar sem ylja og við rifjum
upp reglulega.
Örsmáa eldhúsið í bústaðnum
þar sem Dóra reiddi fram veislur.
Sælureiturinn þar sem fjölskylda
og vinir komu saman og það var
oftast fullt hús þar sem allir nutu
svo vel saman, því Dóra skapaði
svo notalega umgjörð.
Það var alltaf eitthvað hátíð-
legt, spari og flott í kringum Gulla
og Dóru og eftir að Gulli lést hélt
Dóra sannarlega reisn sinni og
fágun.
Elsku Dóra, við þökkum sam-
fylgdina, við geymum fallegu
minninguna þína. Við vitum að
Gulli tekur vel á móti þér í sum-
arlandinu.
Elsku Bóbó, Jóhanna, Halldór
og fjölskyldur, okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíl í friði.
Hildur, Kristján og
fjölskylda Grjóteyri.
Fríða Dóra
Jóhannsdóttir
✝
Guðrún Kristín
Jóhannesdóttir
fæddist á bænum
Forna Krossnesi í
Grundarfirði 7. júní
1933. Hún andaðist
á hjartadeild Land-
spítalans 23. maí
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhannes
Ólafur Þor-
grímsson, kennari,
ljóðskáld og bóndi, frá Miklahól
í Skagafirði, f. 20.11. 1900, d.
16.12. 1975, og Skúlína Hlíf
Guðmundsdóttir húsmóðir frá
Krossnesi í Eyrarsveit, f. 10.11.
1898, d. 18.3. 1986. Systkini
Guðrúnar Kristínar eru Guð-
mundur Lárus
Skúli, f. 18.12.
1931, Arnór Björg-
vin, f.10.5. 1930, d.
24.2. 2019, og
Kristín Salbjörg, f.
7.8. 1937, d. 7.11.
1990.
Guðrún Kristín
giftist 21 júlí 1956
Kjartani Rósin-
krans Stefánssyni
frá Kirkjubóli í
Korpudal, Önundarfirði. Börn
Kjartans og Guðrúnar Kristínar
eru, Skúlína Hlíf, Guðrún Anna,
Eínborg og Stefán Rósinkranz.
Útförin fer fram frá Háteigs-
kirkju í dag, 7. júní 2022, klukk-
an 13.
Guðrún Kristín fæddist á
Forna-Krossnesi í Eyrarsveit í
Grundarfirði. Æskuárin átti hún
hjá ástkærri fjölskyldu þar sem
stundaður var búrekstur með
kindum og kúm í faðmi fjallanna
Fellsins, Manarinnar, Hyrnunn-
ar, Stövarinnar. Skúlína móðir
Guðrúnar var atorkumikil við bú-
störfin og faðir Guðrúnar, Jó-
hannes, var barnaskólakennari,
góður faðir sem elskaði náttúr-
una og sveitina. Hann var mikill
áhugamaður um íslenskar forn
bókmenntir.
Guðrún Kristín fluttist til
Reykjavíkur sautján ára að aldri
og fluttist þá til bróður síns Arn-
órs Björgvins og með þeim voru
alltaf miklir kærleikar. Hún vann
við ýmis störf sem ung kona í
Reykjavík. Allt voru þetta störf
sem hún hafði ánægju af. Margar
heimsóknir voru farnar til Krist-
ínar Salbjargar systur hennar í
Efstasundi og til Arnórs í Njarð-
vík og alltaf boðið upp á skemmti-
legt spjall og kaffibolla.
Guðrún Kristín var glæsileg
kona sem bar með sér yndis-
þokka og alltaf var stutt í hlát-
urinn. Fyrstu búskaparárin voru
á Skeggjagötu og þar fæðast öll
börnin. Hún var góð húsmóðir
sem sinnti uppeldi barna sinna af
mikilli umhyggju. Börnin fjögur
áttu falleg uppvaxtarár í Bólstað-
arhlíð og þar átti hún góðar
stundir alla sína tíð.
Hún hafði gaman af sauma-
skap og hannyrðum og átti góða
vinnufélaga hjá saumastofu Tré-
smiðjunnar Víðis og hjá veitinga-
fyrirtækinu Brauðbæ við Óðin-
storg. Guðrún átti alltaf
saumavél heima við og saumaði
falleg föt á börnin sín.
Guðrún hafði gaman af ferða-
lögum og útivist og margar ferðir
voru farnar heim í Grundarfjörð
á grænni volkswagen bjöllu þar
sem hún hjálpaði til við bústörfin
með foreldrum sínum. Gengið
var um fjöll og firnindi, farið til
berja og í veiðiferðir. Stór silung-
ur kom á stöngina í Gálutraðar-
vatni á fallegum sólardegi og hún
setti silungsnet út með móður
sinni sem var hluti af daglegum
venjum.
Guðrún Kristín var sjálfstæð
kona og átti sitt fallega heimili í
Bólstaðarhlíðinni. Hún hafði dá-
læti á söng og fór oft með fallegar
vísur og hennar uppáhald voru
ljóð föður hennar, Jóhannesar,
sem sem birtust í Snæfellinga-
ljóðum.
Elsku mamma, við kveðjum
þig með söknuði.
Hvíl í Guðs í friði.
Svanirnir sungu
sólin gyllti æginn
töfrandi tungu
á tjörninni við bæinn.
Hvað er það, sem kætir
hvítu brjóstin ungu?
Svanirnir sungu.
Lágnættis ljóminn
lygnan fyllti geiminn.
Heyrði ég hljóminn,
heillandi og dreyminn.
Geyma vor og vonir
villtu brjóstin ungu
Svanirnir sungu.
Blævindar blíðu
bláan ýfðu sæinn.
Fuglarnir fríðu
flugu yfir bæinn.
Blikuðu og bærðust
brjóstin hvítu, ungu.
Svanirnir sungu.
(Jóhannes Þorgrímsson)
Stefán Rósinkranz
og fjölskylda.
Guðrún Kristín
Jóhannesdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma
KRISTÍN REBEKKA EINARSDÓTTIR
Árskógum 8 Reykjavík, áður Ísafirði
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
laugardagskvöldið 5. júní sl.
Guðmundur Tryggvi Sigurðsson
B. Brynja Guðmundsdóttir
A. Anna Guðmundsdóttir Jón Ingi Björnsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMAR MARELSSON,
fyrrverandi sölustjóri,
Melabraut 38,
lést fimmtudaginn 26. maí á heimili sínu í
faðmi fjölskyldunnar. Útför fer fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Pálína Ingibjörg Jónmundsdóttir
Jónmundur Guðmarsson Sigríður Ólafsson
Halldóra Guðmarsdóttir Ari Daníelsson
Pétur Kristinn Guðmarsson Katrín Dögg Hilmarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÍÐUR SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR
sérkennari,
Garðabæ,
lést þriðjudaginn 26. apríl í Skógarbæ.
Jarðarförin fer fram miðvikudaginn 8. júní
klukkan 13.
Þröstur Reynisson
Hildur Reynisdóttir
Ólafur Gísli Reynisson Jóna Sigurlín Harðardóttir
barnabörnin