Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 07.06.2022, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 07.06.2022, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2022 ✝ Helga Sigurð- ardóttir fædd- ist 3. mars 1926 á Steig í Mýrdal. Hún lést á Hlé- vangi, Reykjanes- bæ, 27. maí 2022. Foreldrar henn- ar voru Ástríður Stefánsdóttir, f. 1903, d. 1989, og Sigurður Bjarni Gunnarsson, f. 1896, d. 1973, ábúendur að Litla-Hvammi Mýrdal. Systkini: Gunnar, f. 1924, d. 1992, Stefán Jón, f. 1927, d. 2016 og Sigþór, f. 1928. Maki: Erlendur Vilmund- arson, f. 26.október 1928, d. 13. janúar 1992. Þau gengu í hjóna- band 17. júní 1955. Börn þeirra eru 1. Ástríður, f. 24. nóvember 1958. Börn hennar: Gunnlaugur Árni Jóns- son, maki Jóhanna Sandra Hel- 11. janúar 2021, maki hans, Guðlaug Ragnarsdóttir. Synir Sigurðar eru Gunnar og Bryn- geir, maki Jóhanna Arnþórs- dóttir, þeirra börn: Lovísa Una og Arney Stella. Helga ólst upp í Litla- Hvammi en flutti til Reykjavík- ur 1947 og hóf störf á Hress- ingarskálanum. Hún kynntist Erlendi Vilmundarsyni, sjó- manni og síðar pípulagninga- meistara, frá Löndum í Staðar- hverfi í Grindavík. Þau hófu búskap í Keflavík en fluttu fljótlega til Njarðvíkur og bjuggu þar ávallt síðan. Helga starfaði hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli við þrif og síðar í fiskvinnslu hjá Hrað- frystihúsi Keflavíkur. Hún var einnig umboðsmaður Morg- unblaðsins í Njarðvík í fjölda- mörg ár. Helga var mikil fé- lagsvera og starfaði í Kven- félagi Njarðvíkur og söng lengi í kirkjukór Ytri-Njarðvík- urkirkju. Einnig söng hún í kór eldri borgara á Suðurnesjum, Eldey. Helga verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 7. júní 2022, klukkan 13. enudóttir. Þeirra börn: Helena Rós, Árni Stefán, Alex- ander Snorri og Jón Valur. Erlend- ur Þór Jónsson. Helga Ingibjörg Jónsdóttir, maki Ívar Örn Arnarson, sonur hans er Hen- rik Þór. María Ísa- bella Jónsdóttir, maki Guðmundur Heimsberg Sigurðsson. 2. Guð- mundur Jón, f. 16. ágúst 1965, maki Ragnhildur Magnúsdóttir, þeirra börn: Auður Elín og Ágúst Ægir. Með fyrri eigin- konu átti Guðmundur: Erlend Jón, maki Sunna Kristín Gunn- laugsdóttir, börn þeirra: Enika Hildur, Erik Freyr og Bergrós Fríða. Helga Rut, börn hennar: Kristín Júlía og Guðmundur Liljar. Fyrir átti Helga: Sigurð Árnason, f. 18. október 1945, d. Elsku Helga amma. Þegar ég loka augunum og hugsa um þig kemur fram mín fyrsta minning um þig. Þú ert að passa mig og Ella bróður og við erum að fara að sofa í koju, þú ert að segja okkur frá Jesú og Guði, útskýra fyrir mér að ég geti alltaf talað við Guð, sama hvar ég er, og bæði upphátt eða bara í hljóði. Ég man hvað mér fannst skrýtin tilhugsun að einhver gæti heyrt í mér og jafnvel hjálpað mér sem ég tala við í hljóði og einhver sem ég gæti ekki séð. Þú kenndir mér faðirvorið og kenndir mér að biðja, sem ég verð þér alltaf þakklát fyrir. Svo kemur upp í hugann hversu glæsilega þú varst alltaf til fara, með hringi á öllum fingr- um og fallega skartgripi. Alltaf búin að fara í lagningu og með vel snyrtar hendur, líktist konu sem er konungborin. Ég get ég ekki talið skiptin sem ég hljóp yfir götuna í heim- sókn til þín og þú svindlaðir á mér í ólsen-ólsen, ég sagði aldrei neitt, því mér fannst svo gaman að sjá þig glaða með sigurinn. Það skipti engu máli hversu göm- ul ég varð, þú kallaðir alltaf á eft- ir mér þegar ég labbaði út um dyrnar: „Passaðu þig nú á bíl- unum, Helga mín.“ Ég á svo mikið af fallegum minningum sem ég mun geyma vel í huga mínum og hjarta. Ég er rosalega þakklát fyrir að hafa getað kvatt þig í síðasta skiptið áður en þú kvaddir þenn- an heim en ég veit að núna ertu komin á góðan stað til Ella afa og að þið passið okkur öll. Ég kveð þig með þakklæti og kærleik í hjarta. Læt fylgja hérna fallega bæn sem er ein af mörgum sem þú kenndir mér: Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. Ég fel í sérhvert sinn sál og líkama minn í vald og vinskap þinn vörn og skjól þar ég finn. (Höf. ók) Helga Rut Guðmundsdóttir. Ert þetta þú elskan, en gaman að heyra í þér, voru oft fyrstu orð Hellu frænku þegar við hringd- um í hana. Þannig voru samskipti okkar oftast við hana síðustu ár- in, skemmtileg símtöl þar sem við rifjuðum upp gömlu dagana í Litla-Hvammi og minningar af fólkinu okkar þar. Helga Sigurðardóttir, eða Hella eins og við frændfólkið kölluðum hana, fæddist og ólst upp í austurbænum í Litla- Hvammi í Mýrdal en þar var þá tvíbýli. Foreldrar Hellu, þau Ásta og Siggi, og þeirra börn bjuggu í austurbænum og Stefán og Steinunn Helga, afi og amma okkar allra í vesturbænum. Í samtölum okkar við Hellu vorum við sammála um að lífið í Litla- Hvammi hefði verið gott, fólkið gott og alltaf mikið um að vera. Skóli afa okkar var í vesturenda húsaraðarinnar og kirkjan þar fyrir vestan. Hella gekk í barna- skóla hjá Stefáni afa sínum og við höfum vitneskju um að hún hafi verið mjög góður námsmaður og fengið hrós frá kennaranum afa sínum. Við frænkur hennar munum fyrst eftir Hellu þegar hún var flutt að heiman til Reykjavíkur. Hún vann þá á Hressingarskál- anum en í fríum kom hún á æsku- slóðirnar. Hún minnti á Parísar- dömu, svo fínleg og elegant, nema hvað hún var ljós yfirlitum, rauðhærð og freknótt. Seinna kom svo með henni myndarlegur ungur maður, hann Elli, Erlendur Vilmundarson, og með þeim í för var ástin. Þau fóru ekki leynt með þessa ást sína, kysstust og keluðu í allra augsýn, það var nú ekki sjálfsagður hlut- ur í sveitinni í þá daga. Hella og Elli giftu sig og settust að í Ytri- Njarðvík. Þau voru samhent hjón, heimili þeirra hlýlegt og þau góð heim að sækja. Mesta hamingja þeirra hjóna voru börnin þeirra elskuleg, þau Ásta og Guðmundur. Elli lést aðeins 64 ára og missir þeirra var mikill. Sigurður Árnason, elsta barn Hellu, fæddist í Litla-Hvammi og ólst upp hjá móðurforeldrum sín- um þar. Siggi var mömmu sinni góður og skyldurækinn sonur en hann lést í janúar á síðasta ári. Síðustu ár hittumst við hjá Hellu á aðventunni þegar veiru- faraldurinn hamlaði ekki. Það var alltaf upplífgandi að hitta Hellu því lífsgleði hennar og glaðværð var smitandi. Hún naut þess að spjalla við unga sem aldna og hafði t.d. mjög gaman af því að hlusta á þriggja ára fjöl- skyldumeðlim, sem eitt sinn var með í för, skálda söguna um Bangsímon Púa og ræða bókina við hann. Hella var félagslynd og vinamörg og hafði unun af dansi og söng. Hún söng í kór Njarð- víkurkirkju og við höfum það fyr- ir satt að þegar presturinn var með aðventustund á Hlévangi hafi hann viljað hafa hana nálægt sér í söngnum. Hella kunni að njóta augna- bliksins og dvaldi ekki í fortíðinni nema þegar við minntumst æskustöðvanna í Mýrdal. Í þeim hugarheimi gátum við dvalið löngum stundum, rifjað upp minningar af mönnum, málefn- um, búskaparháttum og félagslífi fyrr og nú. Þessi sameiginlegi minningasjóður okkar frænkn- anna spannaði nánast heila öld þannig að nægur var efniviður- inn. Við minnumst Hellu frænku með þakklæti. Börnum hennar, barnabörn- um og öðrum aðstandendum sendum við samúðarkveðjur. Jóna Sigríður, Steinunn Helga, Sólrún og Silja. Elsku vinkona. Þú varst ein af mínum bestu vinkonum. Mig langar að minn- ast þín með nokkrum orðum. Þú varst alltaf svo fín með þitt rauða hár og lokka. Ég kynntist þér fyrir rúmum 30 árum, þegar dóttir þín og sonur minn eign- uðust 4 börn. Við vorum alltaf kallaðar Helga amma og Imma amma. Elsku Helga mín ég ætla ekki að hafa þetta langa minning- argrein um þig, heldur geyma svo margar ógleymanlegar sam- verustundir hjá mér. Þú náðir háum aldri, ég hélt að þú yrðir 100 ára, það var ekki langt í það. Alltaf þegar ég talaði við þig í símann og við vorum að kveðja, sagði ég: Guð geymi þig, og þú sagðir sömuleiðis Imma mín. Elsku vinkona mín, ég ætla að biðja góðan Guð að varðveita þig og geyma. Ég mun aldrei aldrei gleyma þér og haltu áfram að eignast kærasta, þú heillaðir þá upp úr skónum. Þín elskulega vinkona Ingibjörg (Imma). Helga Sigurðardóttir ✝ Jóhanna Þor- kelsdóttir fæddist 13. október 1941 í Reykjavík. Hún lést á heimili sínu 18. maí 2022. Foreldrar Jó- hönnu voru Lilja Sigurrós Eiðs- dóttir, f. 9.8. 1913, d. 30.6. 2005, og Þorkell Þorleifs- son, f. 9.5. 1907, d. 14.5. 1991. Systkini Jóhönnu eru sex, þau Hreinn, f. 20.8. 1936, Edda f. 27.11. 1937, Kristján, f. 5.3. 1943, d. 13.5. 2016, Þorkell, f. 22.3. 1946, Þorleifur, f. 30.6. 1947, og Kolbrún, f. 23.4. 1949. Jóhanna giftist hinn 4. febr- úar 1961 Magnúsi Bjarnasyni, f. 17.12. 1938, og bjó með honum til dauðadags. Foreldrar hans voru Sigríður Kristjana Guð- mundsdóttir, f. 22.4. 1916, d. 15.12. 1990, og Bjarni Magnús- son, f. 9.9. 1914, d. 5.2. 1997. Börn Jóhönnu og Magnúsar eru: 1) Sigríður, 26.3. 1962, gift Hans Olav Andersen, f. 12.1. 1960, börn þeirra eru Magnús, f. 19.2. 1990, Einar, f. 19.12. 1994, og Nína Solveig, f. 30.5. 2002. 2) Þorkell, f. 9.3. 1964, hann var urbæjar. Hún var í Húsmæðra- skólanum á Laugalandi 1958-59. Hún vann eftir það við versl- unarstörf. Jóhanna hóf búskap sinn með Magnúsi í Melgerði 17 í Reykja- vík en þau fluttu til Kaup- mannahafnar 1961 og dvöldu þar til 1965. Jóhanna stundaði þar ýmis störf. Eftir að Jóhanna flutti til Íslands bjuggu þau Magnús fyrst í Reykjavík, en leiðin lá þaðan að Búrfells- virkjun þar sem þau bjuggu í þrjú ár. Þegar þau fluttu þaðan höfðu þau byggt sér raðhús í Breiðholtinu í Reykjavík þar sem þau voru í sjö ár eða til 1977. Þau fluttu þaðan til Akra- ness vegna starfa Magnúsar á Grundartanga. Jóhanna og Magnús fluttu aftur til Reykja- víkur 1979 og byggðu fljótlega einbýlishús í Lækjarseli 9. Þau bjuggu þar til 2001, en þau fluttu 2002 að Dynsölum 4 í Kópavogi og hafa búið þar allt til þess að Jóhanna andaðist. Jóhanna vann áfram að versl- unarstörfum eftir að til Reykja- víkur var komið, lengst af hjá Gleraugnaversluninni Optik. Jó- hanna og Magnús stofnuðu Verkfræðiþjónustu Magnúsar Bjarnasonar 1979. Jóhanna starfaði síðan við rekstur þess fyrirtækis og var fram- kvæmdastjóri þess þar til þau Magnús hættu störfum. Útför Jóhönnu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 7. júní 2022, klukkan 15. kvæntur Kristínu Stefánsdóttur, f. 20.7. 1967, þau skildu. Þau eiga tvö börn. Dóttir þeirra Þorkels og Krist- ínar er Þóra Krist- ín, f. 30.4. 1990, áð- ur gift Helga Má Hannessyni, f. 22.1. 1980, þau eiga Breka Má, f. 16.3. 2011, og Hrafnhildi Kristínu, f. 8.9. 2015. Sambýlis- maður Þóru Kristínar er Andri Snær Ágústsson, f. 20.2. 1991, og er sonur þeirra Þorkell Örn, f. 5.12. 2020. Sonur Þorkels og Kristínar er Kári, f. 26.1. 1998, og er hann í sambúð með Ás- laugu Guðnýju Unnsteinsdóttur, f. 28.6. 1997, og þeirra sonur er Logi Steinn, f. 17.8. 2021. Þor- kell er kvæntur Berghildi Ásdísi Stefánsdóttur, f. 4.4. 1972, og eiga þau Baldur, f. 31.1. 2007, og Bjarna Ásberg, f. 16.1. 2009. 3) Gígja, f. 27.8. 1969. Hún er gift Frank Dieter Luckas, f. 9.1. 1968, dætur þeirra eru Anna, f. 26.12. 2000, og Katla, f. 3.11. 2004. 4) Ónefndur sonur, f. 23.8. 1974, d. 24.8. 1974. Jóhanna gekk í Laugarnes- skóla og Gagnfræðaskóla Aust- Það eru tæp 20 ár síðan ég varð tengdadóttir Jóhönnu og þar með hef ég fylgt henni um það bil síð- asta fjórðung ævi hennar. Hún tók strax á móti mér af þeirri hlýju og hógværð sem mér fannst einkenna hana. Þegar þarna var komið voru þau Magnús nýlega búin að minnka við sig og flutt í Dynsalina. Þau voru búin að koma sér þar fyr- ir af mikilli smekkvísi og fágun. Þau voru líka búin að koma fyrir- tækinu sínu til yngri kynslóðar verkfræðinga. Þau voru tilbúin til að hafa minna umleikis og voru að búa sér í haginn fyrir efri árin. Magnús var að vísu ekki alveg hættur að vinna en þau voru dug- leg að ferðast, sækja listviðburði, rækta vináttu og fjölskyldu. Það er margs að minnast og ég finn fyrir hlýju og þakklæti. Allt í einu fór ég frá því að hafa sneitt fimlega framhjá þeim sið að snæða skötu í að finnast skötuboð á Þor- láksmessu ómissandi hluti í að- draganda jóla. Það er nú reyndar ekki skatan sem er aðalatriðið enda hef ég komist upp með það að láta saltfiskinn nægja meðan allir eiga að minnsta kosti að smakka. Jó- hanna var fljót að sussa á bónda sinn Magnús þegar hann ætlaði í fyrstu skötuboðunum mínum að gera athugasemdir við ekki-skötu- át mitt. Hún benti honum á að ég væri ekki alin upp við skötuát. Ég var því algjörlega undanþegin öll- um kröfum um skötusmakk og þar við hefur setið. En nokkur eru skötuboðin orðin, ýmsar aðrar veislur og samvera. Hjá Jóhönnu var allt snoturlega fram borið, smekklegt og gert af natni. Jó- hanna var líka listunnandi og list- ræn. Það er nokkuð sem hefur skil- að sér til afkomenda hennar sem mörg hver fást við skapandi grein- ar. Hún var víðlesin, fróð og fróð- leiksfús. Hún las mikið fram á síð- asta dag og það var gaman að ræða við hana um það sem hún var að lesa hverju sinni. Henni var annt um fjölskyldu og afkomendur og gladdist þegar þeim gekk í haginn. Barnabörnin áttu hlýja ömmu sem vildi vita hvernig þau hefðu það og virtist stundum vita það án þess að þurfa að spyrja. Þau Magnús voru samhent hjón í fallegu, ástríku hjónabandi. Það var ekki annað að sjá og finna en að þeim hefði tekist að rækta sitt hjónaband og kunnað að vaxa hvort með öðru á jafningjagrund- velli. Kunnað að meta og dá hvort annað en getað leyft sér að umbera og tuða lítilsháttar líka. Jóhanna var eiginkona mannsins sín með stóru E-i. Hún var þeirrar kynslóð- ar kona sem stóð með manni sín- um. Hún hafði lokið húsmæðra- skóla þegar þau kynntust og naut þess auðheyrilega að nema. Hún flutti síðan með honum til útlanda, studdi hann til mennta, velgengni í starfi og fjölskyldulífi. Það var frábært að eiga þig að. Mig langar að segja það svona því það varst þú sem sendir okkur Þor- kel með syni okkar í leikhús á þá ágætu sýningu „Allt sem er frá- bært“. Þú hreifst af henni og vildir að við fengjum líka að njóta. Sýn- ing sem minnir okkur á mikilvægi mannkærleika, nokkuð sem þú átt- ir mikið að gefa af. Takk fyrir allt. Berghildur Ásdís Stefánsdóttir. Elskuleg og kær vinkona er lát- in. Kynni okkar Jóhönnu hófust þegar eiginmenn okkar, verkfræð- ingarnir, unnu um skeið samtíða við Búrfellsvirkjun. Kunningsskap- urinn óx þegar við urðum nágrann- ar í Bökkunum í Breiðholti og varð fljótlega að hlýrri og traustri vin- áttu. Jóhanna og Magnús þekktu okkar Sigga bæði „innvortis og út- vortis“. Sú hefð komst á að þau gistu eina nótt sumar hvert í „hjartahreiðri“ okkar, Ljósalandi. Í sambandi við það fórum við í smá- ferðir í nágrenninu: að Laugar- vatni, upp á Hestfjall, austur í Bræðratungu og einu sinni keyrði Magnús okkur upp að hinni dul- arfullu Bragabót langt inni á heiði. Eitt kvöld er mér sérlega minn- isstætt í Ljósalandi. Við komum í bústaðinn í myrkri í byrjun októ- ber, eftir sjö tíma gönguferð í Maradal vestan Hengils. Kveikt var á kertum og kveikt upp í háa kolaofninum. Siggi og Magnús fóru út á pall að grilla en við Jóhanna sátum inni við ofninn að hlýja okk- ur. Allt í einu heyrðum við söng í ofninum, sópranrödd sem fór síðan niður í alt. Oft minntumst við Jó- hanna á sönginn í ofninum sem við fengum einar að heyra. Fleiri og lengri ferðir fórum við. Árið 1993 flugum við til Aþenu og sigldum síðan með skipi til eyjar- innar Chios. Þar undum við okkur vel á óspilltri strönd. Dag einn fór- um við fjögur í bílferð, Magnús keyrði. Við fórum yfir þvera eyjuna og komum á veitingastað þar sem afgreiðslufólkið kunni enga ensku. Á heimleiðinni lentum við í villum á nær ófærum vegum þar sem leirinn hafði harðnað í hrúgur og klungur. Við vorum komin í burtu frá öllum mannabústöðum og sáum bara eina litla kirkju úti í auðninni. En allt fór vel og við rötuðum til byggða. 1999 fórum við í Miðjarðarhafs- siglingu á litlu skipi, Viktoríu. Við fórum í land á ýmsum stöðum: Tyrklandi, Líbanon og Ísrael. Þetta fór Jóhanna á tveimur hækjum og lét sér ekkert fyrir brjósti brenna. Á göngu okkar eftir Via Dolorosa birtist lítil svarthærð og hrokkin- hærð stúlka sem leiddi pabba sinn, en greip með hinni hendinni í hækju Jóhönnu og var okkur sam- ferða smáspöl. Og svo eru það allar óperuferð- irnar. Þær eru yfir fjörutíu, óper- urnar sem við sóttum saman fjögur og sátum alltaf á fyrsta bekk fyrir miðju. Ó hvað var gaman í hléum að halla sér upp að gamla græn- málaða veggnum, með rauðvíns- glas í hendi, og heilsa upp á marga kunningja sem þarna voru á þeim tíma. Í Hörpu fórum við líka en svo fór að halla undan fæti hjá mér. Síðasta óperan sem við sáum var Don Carlo eftir Verdi. Við skipt- umst á að fara hvert heim til ann- ars eftir óperurnar þar sem við röbbuðum saman og „tókum flutn- inginn út“ yfir ljúfum veigum og snarli. Ég sakna sárt símtalanna við Jóhönnu. Þau sýndu tryggð henn- ar og alúð. Um margt gátum við spjallað. Undarlegar eru lykkjurn- ar á lífsins leið. Í janúar skrifaði Magnús minningargrein um Sigga og nú sit ég og skrifa minningar- grein um Jóhönnu. Efst í huga mér er innilegt þakklæti fyrir allar þær góðu og skemmtilegu stundir sem við fjögur áttum saman. Magnúsi og afkomendum flyt ég innilegar samúðarkveðjur. Anna María Þórisdóttir. Jóhanna Þorkelsdóttir Ástkær móðir, dóttir, systir, vinur og frændsystkini, MARÍA ÞORLEIF HREIÐARSDÓTTIR, Safamýri 46, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 7. maí. Útför fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 8. júní klukkan 13. Blóm afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Þroskahjálp. Streymt verður frá útförinni á www.streyma.is. Einnig má nálgast hlekk á streymi á mbl.is/andlat. Ottó Bjarki Arnar María Þ. Þorleifsdóttir Hreiðar A. Aðalsteinsson Birgitta Hreiðarsdóttir Þorleifur Jón Hreiðarsson Anna Margrét Árnadóttir og aðrir aðstandendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.