Morgunblaðið - 07.06.2022, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2022
Atvinnuauglýsingar
Blaðberar
Morgunblaðið óskar eftir
blaðberum í
Keflavík
Upplýsingar veitir Guðbjörg
í síma 773 5164
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4
Erlent handverksfólk kl. 10-12. Handavinna kl. 12-16. Hádegismatur kl.
11.30-12.30. Heitt á könnunni. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir.
Sími 411-2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði
Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11. Prjónað til góðs kl. 8.30-12.Thai Chi kl. 9-
10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Heimaleikfimi á RÚV kl. 13-13.10.
Bónus-rútan kl. 13.10. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Bókabíllinn kl.
14.45.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31
Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11. Opin Listasmiðja kl. 9-12.Thai Chi kl. 9-
10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Hæðargarðs Bíó kl. 13. Opin Listas-
miðja kl. 13-15.45. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30.
Hvassaleiti 56-58
Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Brids kl. 13. Útileikfimi með
Carynu kl. 13.30, allir velkomnir, engin skráning og þátttaka ókeypis.
Helgistund kl. 14. Hádegismatur kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir
hádegi deginum áður.
Samfélagshúsið Vitatorgi
Heitt á könnunni. Opin handverksstofa kl. 9-12. Hópþjálfun í setustofu
kl. 10.30-11. Bókband í smiðju kl. 13-16.30. Opin handverksstofa kl. 13-
16 og síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Allar nánari upplýsingar í síma 411-
9450. Allir hjartanlega velkomnir til okkar :)
Seltjarnarnes
Vatnsleikfimi í Sundlaug Seltjarnarnarness kl. 7.10. Kaffikrókur á
Skólabraut kl. 9. Pútt á Skólabraut kl. 10.30.
alltaf
alstaðar
mbl.is
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
University of Veterinary medicine
and Pharmacy.
Dýralæknaskólinn í Košice Slóvakíu
heldur inntökupróf á netinu (online).
23 júní. Umsóknarfrestur til 9 júní.
www.uvlf.sk/en Þeir sem hafa
lokið landbúnaðarháskólunum eiga
möguleika á að fá hluta af sínu námi
metið. Upplýsingar
kaldasel@islandia.is og 8201071
Sólarfilmur
Skírteini
VinnustaðaskírteiniJóhanna Jóhannsdóttir
RITARI
Kt. 051277-5929
Veitingastaðurinn Inn ehf.
Kt. 670709-5017
✝
Ingibjörg Sig-
jónsdóttir
fæddist á Með-
alfelli 2. janúar
1933. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Skjólgarði 25.
maí 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Guðlaug
Guðmundsdóttir, f.
18. maí 1909, d. 28.
nóvember 1998, og
Sigjón Einarsson, f. 10. janúar
1896, d. 23. ágúst 1961.
Systkini hennar: Elstur var
Snorri bóndi, f. 23. júlí 1930, d.
8. nóvember 2013, Þorsteinn, f.
29. nóvember 1939, bóndi í
Bjarnanesi, maki Vilborg Jóns-
dóttir. Yngst var Jóna, f. 20.
mars 1945, d. 5. júní 2021, maki
Guðni Karlsson.
Fjölskyldan bjó í Móa en
flutti í Bjarnanes 1948 en þá var
Ingibjörg 15 ára. Hún var alin
upp við almenn sveitastörf og
inn Gíslason, f. 21. mars 1955,
faðir hans er Gísli Vilhjálmur
Ákason, f. 28. febrúar 1934, bú-
settur í Kópavogi. Börn Ingi-
bjargar og Ólafs Runólfssonar
eru: 2) Guðlaug Valdís, f. 12.
ágúst 1957, maki Jón Benjamín
Oddsson, f. 13. ágúst 1956. Börn
þeirra eru Ingibjörg Erna og
Herdís Harpa. 3) Sigrún Hafdís,
f. 21. desember 1958, maki Elías
Guðmundsson, f. 9. júní 1957.
Börn Hafdísar og Þrastar
Rafnssonar, f. 11. apríl 1963, d.
3. október 2010, eru Sunna og
Valdís Anna. 4) Ólafur Helgi, f.
12. september 1960, maki Lauf-
ey Kristmundsdóttir, f. 30. sept-
ember 1963. Börn þeirra eru
Ólafur Helgi, Kristmundur Dav-
íð og Sigurborg Kristín. 5) Ol-
geir Karl, f. 12. febrúar 1962,
maki Alma Þórisdóttir, f. 9.
október 1964. Börn þeirra eru
Sigurbjörg Sandra, Ægir og
Þórir Kristinn.
Barnabarnabörnin eru orðin
tíu.
Seinni eiginmaður Ingibjarg-
ar var Jón Óskarsson, f. 4. maí
1939, d. 4. nóvember 2007. Son-
ur Jóns er Freyr Onryd.
Útförin fór fram frá Hafnar-
kirkju 6. júní 2022.
gekk í barnaskóla á
Fornustekkum og í
Kirkjukjallaranum
við Laxá. Hún fór
síðan í Héraðsskól-
ann í Reykholti í
Borgarfirði í tvo
vetur og síðan
dvaldi hún í
Reykjavík og vann
sem heimilishjálp
og á elliheimilinu
Grund. Hún flutti
aftur til Hornafjarðar 1955 og
fluttist til Hafnar og fór að
starfa sem ráðskona hjá Einari
kaupmanni frá Hvalnesi.
Hinn 28. desember 1957 gift-
ist Ingibjörg Ólafi Runólfssyni
skipstjóra, f. 24. júní 1933, d.
15. september 1961. Foreldrar
hans voru Sigurborg Ágústs-
dóttir, f. 20. júní 1896, d. 10.
janúar 1972, og Runólfur
Bjarnason, f. 4. nóvember 1891,
d. 30. október 1978.
Börn Ingibjargar eru: 1) Þrá-
Kveðja til mömmu
Stöndum saman systkin
í grænum kirkjugarði.
Minnumst margs.
Söknum.
Stöndum saman systkin
í grónum kirkjugarði
Grátum hljótt
Syrgjum
Stöndum saman systkin
í fögrum kirkjugarði
Syrgjum mömmu
Sárt.
Söndum saman systkin
í grænum kirkjugarði
Kveðjum sátt.
Friður fyllir fjörðinn
fjöllin og jökulinn.
(Sigrun Hafdís Ólafsdóttir)
Þín
Hafdís.
Elsku mamma.
Þú varst fjallkonan mín. Þegar
ég frétti að þú værir látin, setti
mig hljóða. Þú háðir marga bar-
áttuna en hélst alltaf áfram með
þínum mikla styrk og æðruleysi.
Þegar kom að leiðarlokum, gerð-
ir þú þetta með þínum hætti,
lagðist fyrir eftir umönnun þess
dásamlega fólks sem hefur ann-
ast þig síðustu árin, lagðir aftur
augun og gafst eftir, fallegt. Nú
sit ég í Ingibjargarlundi sem þú
ræktaðir um árabil og skrifa þér
nokkrar línur. Oft er sagt að fötin
skapi manninn en mín skoðun er
að reynsla, áföll og gleðigjafir
lífsins, skapi þá manneskju sem
við höfum að geyma. Þú varst
komin að níræðu og orðin sú
manneskja sem lífið ætlaði þér.
Það gaf á bátinn og áföll lífsins
urðu stór. Þú misstir pabba okk-
ar í hafið, aðeins 28 ára gamlan
frá börnunum fimm, en þú barð-
ist áfram með barnahópinn þinn
og komst okkur til manns. Þess
njótum við nú að hafa hvert ann-
að. En gleymum ekki því góða,
minningarnar um þig eru svo
margar og þær ylja. Þú varst
fædd á Meðalfelli í Nesjum í
Hornafirði og ólst upp í torfbæ að
Móa. Þú sagðir mér oft frá lífinu í
torfbænum og ljómaðir við frá-
sögnina, Fjölskyldan flutti síðan
að Bjarnanesi. Að vera alin upp í
sveit hefur mótað lífsskoðun þína
og viðhorf til náttúrunnar og
náttúruverndar. Virkjanir á há-
lendi Íslands voru þér mjög hug-
leiknar og hafðir þú á þeim sterk-
ar skoðanir. Þú elskaðir Ísland.
Þú þreyttist aldrei á því að keyra
um landið.
Þú varst mikil amma og
kenndir barnabörnunum þínum
margt. Ferðirnar með þér inn á
Móa í lundinn þinn eða að veiða
með þér og Jóni afa munu seint
gleymast. Barnabarnabörnin þín
eru orðin tíu. Ég naut þeirrar
gæfu að ferðast með þér, þú varst
með örnefni á hreinu og sögur
staðanna. Landafræði og saga
voru þín áhugamál ásamt bók-
lestri og þú unnir ljóðum. Í sveit-
inni sem barn lastu við tunglsljós
og laumaðist með bók þegar þú
sóttir kýrnar. Þú kenndir mér að
lesa og rýna ljóð. Þú varst sú
manngerð sem hikaðir hvergi,
tókst hverri nýrri áskorun af
áræðni og forvitni. Þú fylgdist
með nýjungum og börn þín kætt-
ust þegar litla sjónvarpið var
komið í hús. Bílpróf tókstu um
fertugt og keyptir bíl, gula bjöllu.
Þú settist á skólabekk fullorðin
og útskrifaðist sem sjúkraliði um
sextugt og vannst við það starf og
unnir því. Lífið með þér kenndi
okkur börnunum þínum margt.
Þegar á okkur reyndi í lífinu
gafstu okkur ráð, einföld og skýr.
Svo unnum við úr málunum sjálf.
Þegar þú misstir báða fæturna
sökum veikinda, var aðdáunar-
vert að fylgjast með hversu
sjálfsbjargarviðleitni þín, áræðni
og lífsvilji hjálpaði þér að lifa og
njóta. Að vera áhorfandi og þátt-
takandi í lífsför þinni ætti að
kenna okkur að taka þig okkur til
fyrirmyndar og eftirbreytni.
Fimm börn
Þau sitja í brekkunni saman
Syngjandi lag
tvær stúlkur, þrír drengir með bros
um brá,
sem blóma leita í dag.
Hér syngja þau söngva lífsins
sumarsins börn,
óhrædd við daginn, sólgin í sólskin,
með sakleysið eitt að vörn
gegn öllu sem lífinu ógnar
um allan heim.
Ég heimta af þér veröld, lát vor þeirra
lifa
og vaxa í friði með þeim.
(Jakobína Sigurðardóttir)
Elsku mamma mín, nú þegar
ég yfirgef skógarlundinn þinn er
mér ljóst að lífið verður aldrei
eins. Ég mun ávallt sakna þín og
minning þín mun lifa í hjarta
mínu.
Meira á www.mbl.is/minning
Takk fyrir allt, þín dóttir
Valdís.
Elsku besta amma mín. Það er
skrítið að hugsa til þess að þú
sért farin. En svona er víst lífið,
við fæðumst og deyjum, ekkert
nýtt undir sólinni. Þetta er samt
erfitt. Þú varst mögnuð kona.
Misstir manninn þinn frá fjórum
börnum og einu sem var á leið-
inni. Ég man ekki eftir að þú haf-
ir mikið talað um það, enda
varstu eins og flestar konur á
þessum tíma, ekkert að kvarta
heldur bara áfram gakk. Ákveð-
in, dugleg, sterk og þrjósk en á
sama tíma svo yndislega blíð og
góð.
Bestu minningarnar eru frá
Silfurbrautinni. Þú og afi Jón að
leggja kapal með kaffi í glösum.
Ég bað þig stundum að kenna
mér þessa kapla, en ég skildi þá
aldrei og mun örugglega aldrei
gera. En þú reyndir allavega. All-
ar ferðirnar upp á Móa og allar
veiðiferðirnar með ykkur á Lödu
Sport sem þú stalst stundum til
að leyfa okkur barnabörnunum
að keyra. Trúlega leyfðir þú okk-
ur bara að stýra en sagan er betri
hinsegin.
Við eyddum ófáum jólunum á
Silfurbrautinni. Mamma keyrði
með okkur systur alla Austfirð-
ina þvera og endilanga með bílinn
fullan af jólapökkum og alltaf
fannst manni ferðin endalaus. Ég
man þegar við vorum svo á leið-
inni aftur heim, þá veifaðir þú
okkur bless úr öllum gluggum.
Byrjaðir í eldhúsglugganum,
hljópst svo í hinn endann á íbúð-
inni og veifaðir okkur úr stofu-
glugganum, síðan þegar við vor-
um komnar út á Hafnarbraut þá
varstu aftur komin í eldhús-
gluggann veifandi.
Ljúfsárasta minningin er þeg-
ar þú varst hjá okkur þegar
pabbi dó. Þá hjálpaðir þú mér að
pressa buxurnar hans, það er
stund sem ég mun aldrei gleyma.
Ég veit að þér fannst þetta ótrú-
lega erfitt, en það var ekki að sjá
og stuðningurinn var ómetanleg-
ur og ömmuknúsin þín best. Síð-
ustu árin var aðeins farið að halla
undan fæti hjá þér og ég sé þig
fyrir mér hlæjandi núna því það
var búið að taka báða fæturna af
þér. Það var líka oft erfitt fyrir
þig að finna rétt orð yfir hlutina
og oftar en ekki sagðir þú hann
þegar þú ætlaðir að segja hún og
drengur þegar þú ætlaðir að
segja stúlka. En það mátti grín-
ast og hlæja með þér að lífinu. Þú
varst nefnilega algjör húmoristi
og hláturinn þinn svo ótrúlega
smitandi.
Þú fórst í nokkrar erfiðar að-
gerðir síðustu ár þar sem við vor-
um ekki viss hvort þú myndir
vakna aftur. Fyrir eina af þeim
aðgerðum kvaddi ég þig og þegar
ég var á leiðinni út úr herberginu
á hádramatískri stundu sagðir þú
við mig: „Þú ert yndislegur
drengur,“ síðan hlógum við eins
og vitleysingar þegar það rann
upp fyrir þér hvað þú hafðir sagt.
Þú hafðir líka ótrúlega gaman
af ljóðum og mér fannst þú
stundum kunna öll ljóð utan að.
Þetta skrifaði ég fyrir einhverj-
um árum eftir eina kveðjustund.
Lítil stúlka í sveit
kindur á beit
rjóð í kinnum
Kaffi í glasi
kapall á borði
Lada sport
Heimsókn til ömmu
lítið jólatré
veifað bless úr öllum gluggum
Mamma erum við komnar?
Jökulsárlón og hossubrú
ekki enn komnar
Jökullinn vaggar þér í svefn
og nú er það ég sem veifa þér bless
Takk fyrir allt amma mín,
þín
Sunna.
Elsku hjartans amma mín.
Þvílík lukka að fá að eiga þig
að í lífinu, þú varst einstakur
kvenskörungur, hreinskilin og
ljúf.
Enginn faðmur var hlýrri en
þinn og minningarnar um sam-
verustundirnar okkar eru afar
dýrmætar; öll spilakvöldin í eld-
húsinu á Silfurbrautinni þar sem
pípureykurinn var ansi þéttur.
Ferðir út á sanda og í sveitir,
veiði og fugla- og náttúruskoðun.
Það var aldrei nein dagskrá þeg-
ar ég var hjá þér en samt var allt-
af verið að brasa eitthvað. Best
var þó að kúra í þínu rúmi og
spjalla um alla heima og geima.
Við skrifuðumst stundum á
þegar ég var barn og í bréfunum
þínum var alltaf hvatning til mín
um að gera vel það sem ég tæki
mér fyrir hendur og ýmis lífs-
speki sem ég mun alltaf geyma
og leyfa dætrum mínum að lesa.
Stelpurnar mínar voru afar
hrifnar af langömmu sinni, enda
með eindæmum skemmtileg
kona og til í alls konar grín. Þvílík
fyrirmynd sem þú varst fyrir þær
og okkur öll að eiga.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Takk elsku amma mín og
nafna fyrir samveruna og alla
hlýjuna. Ljúfu minningarnar um
þig munu fylgja okkur alla tíð.
Ingibjörg Erna
Jónsdóttir.
Ingibjörg
Sigjónsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn-
ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru
eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar