Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 07.06.2022, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.06.2022, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2022 Nýmalað, engin hylki. Suðurlandsbraut 20 · 108 Reykjavík Sími: +354 5880200 · www.eirvik.is Z10 fyrir heita og kalda kaffidrykki. Ný kvörn, Product Recognising Grinder (P.R.G.), breytir sjálfkrafa grófleika mölunar á milli mismunandi kaffidrykkja. Þetta gerir það að verkum að í fyrsta skipti er hægt að hella upp á bæði heita og kalda drykki með espresso aðferð. Upplifðu algerlega nýja leið til þess að njóta kaffidrykkja. JURA – If you love coffee. 50 ÁRA Einar Már er Akureyringur en býr í Kópavogi. Hann er sjávarútvegs- fræðingur að mennt frá HA og MBA frá CBS í Kaupmannahöfn. Einar Már er for- stöðumaður viðhaldssviðs hjá Icelandair. Hann situr í stjórn knattspyrnudeildar Þórs og helstu áhugamálin eru laxveiði, knattspyrna, útivist og fjallgöngur. FJÖLSKYLDA Eiginkona Einars Más er Katrín Melstað Jónsdóttir, f. 1972, sjúkraliði á Sameind rannsóknarstofu. Dætur þeirra eru Kamilla, f. 1996, og Telma, f. 2004. Afabarnið er Erika Stef- ánsdóttir, f. 2021. Foreldrar Einars Más: Guðmundur Sigurbjörnsson, f. 1949, d. 1998, hafnarstjóri á Akureyri og formað- ur Þórs, og Bjarney Sigríður Sigvalda- dóttir, f. 1951, hársnyrtir. Hún er búsett á Akureyri. Einar Már Guðmundsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Sæktu mál þín af festu en gakktu ekki á rétt annarra, því það leiðir aðeins til erfiðleika í samskiptum. Ástarsamband stendur föstum fótum. 20. apríl - 20. maí + Naut Nýjar upplýsingar leiða til þess að þú átt erfitt með að treysta vissri mann- eskju. Þú ættir að hafa samband við vini og fá ráð. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Einhver sýnir sitt rétta andlit og þú þarft að hugsa um framhaldið. Hafðu vakandi auga með börnunum. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú gætir lent í óþægilegri að- stöðu er þú leitast við að aðstoða vin í vanda. Þolinmæðin þrautir vinnur allar. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það getur skipt sköpum fyrir árang- ur þinn að þú flytjir mál þitt af festu en um leið þannig að allir skilji. Njóttu þess að geta um frjálst höfuð strokið. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Snúðu þér að nútíðinni og láttu reynslu þína verða þér og öðrum til góðs. Það þarf sterk bein til að þola góða daga. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú ert hátt stemmd/-ur og það þarf lítið til að hlutirnir fari í skapið á þér. Reyndu samt að taka eftir því þegar klappað er fyrir þér. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Nú er lag til þess að skjóta á fundi með vinum og vandamönnum. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og gættu heilsunnar. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Varastu að misnota góðvild vinar þíns þótt þægilegt sé að þurfa ekki að ganga í málin sjálf/-ur. Gamalt mál skýtur upp kollinum, þér til mikils ama. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú óttast ekki það sem öðrum finnst, sem gerir þig flinka/-n í því að koma sjónarmiðum þínum áleiðis á frum- legan máta. Dagdraumar eru af hinu góða. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Farðu varlega inn í nýjar að- stæður. Kannski þarftu að leggja talsvert á þig. Allt sem þú snertir breytist í gull. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Gættu þess að tala tæpitungu- laust svo enginn þurfi að fara í grafgötur um það sem þú vilt. Ekki einblína á það sem gengur illa, heldur það sem gengur vel og byggðu á því. UMSE og í stjórn Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar. Helgi var einn- ig lengi í veiðifélagi Hörgár og fjárræktarfélaginu Neista. kjörstjórnar í Hörgársveit. Helgi hefur sinnt ýmsum öðrum félags- störfum. Hann var í stjórn Ung- mennafélags Skriðuhrepps og H elgi Bjarni Steinsson fæddist á Akureyri þann 6. júní 1962 og varð því sextugur í gær. Helgi ólst upp á Syðri-Bægisá í Öxnadal, gekk í grunnskóla á Þelamörk en tók seinasta árið í Hrafnagilsskóla, þar sem ekki var hægt að klára grunn- skólanámið á Þelamörk á þeim tíma. Helgi lauk grunnskóla- náminu vorið 1978. Öll sumur var hann á Syðri-Bægisá og vann við hin ýmsu sveitastörf þar. „Eftir grunnskólann vann ég í heilt ár á Syðri-Bægisá til þess að geta feng- ið inngöngu í bændaskólann á Hvanneyri. Ég var þar árin 1979 og 1980, dvaldi þá mestallan tím- ann á Hvanneyri en ef eitthvert frí féll til, var ég fljótt mættur heim aftur á Syðri-Bægisá.“ Helsta atvinna Helga hefur allt- af verið að sinna öllum sveitastörf- unum á Syðri-Bægisá. „Við erum með kýr og kindur en þeim fylgir mikil vinna allt árið um kring.“ Helgi var í félagsbúskap með for- eldrum sínum 1981-1992 en Helgi og Ragnheiður, konan hans, keyptu búið af foreldrum Helga árið 1992 og hafa búið þar síðan. Nú reikna tvær dætur Helga, þær Gunnella og Jónína, með því að taka við búinu þegar að því kemur. Með bændastörfunum var Helgi einnig starfandi búfjáreftirlits- maður 1984-1998. Frá 1996 var hann varamaður í sveitarstjórn Öxnadalshrepps og kom inn í sveitarstjórn árið 1997. Að auki varð hann oddviti Öxnadalshrepps 1998-2000. Árið 2000 voru Öxna- dalshreppur, Glæsibæjarhreppur og Skriðuhreppur sameinaðir í eitt sveitarfélag, sem hét þá Hörgár- byggð. Því var Helgi 2000-2002 í sveitarstjórn Hörgárbyggðar. Frá 2002-2010 var Helgi oddviti Hörg- árbyggðar og sat einnig í sveit- arstjórn. Árið 2010 sameinuðust síðan Hörgárbyggð og Arnarnes- hreppur og heitir nú Hörgársveit. Frá árunum 2010-2018 var Helgi í sveitarstjórn Hörgársveitar og frá 2014 hefur Helgi verið formaður „Áhugi dætranna, Gunnellu og Jónínu, dreif mig áfram í að leggj- ast í framkvæmdir við byggingu á nýju fjósi á bænum, þar sem gamla fjósið uppfyllti ekki lengur reglugerðir um aðbúnað og velferð dýra. Þann 13.6. 2017 var hafist handa við byggingu á nýja fjósinu en 13 mánuðum síðar var það tekið í notkun. Nýja fjósið er fyrir 70 kýr og með pláss fyrir um 60 kálfa. Nýja fjósið er með mjalta- þjón, sem þykir mikil breyting frá gamla fjósinu sem var með braut- arkerfi.“ Búið hefur hlotið alls kyns verð- laun yfir árin, mörg verðlaun fyrir kýr og kindur en einnig verðlaun fyrir snyrtilega umgengni. Búið hlaut til að mynda Landbúnaðar- verðlaunin 2005. Árið 2019 var það valið fyrirmyndarbú ársins hjá Landssambandi kúabænda. Syðri- Bægisá var fyrsti bærinn til þess að fá fullt hús stiga, en í úttektinni eru um 70 atriði skoðuð. Helgi Bjarni Steinsson, bóndi á Syðri-Bægisá – 60 ára Fjölskyldan Efri röð frá vinstri: Ragnheiður Margrét, Hulda Kristín og Helgi. Neðri röð frá vinstri: Gunnella og Jónína Þórdís. Búið hlaut fullt hús stiga Á Syðri-Bægisá Nýja fjósið sem var tekið í notkun árið 2018. Afmælisbarnið Helgi í göngu upp á Öræfajökul árið 2021. Til hamingju með daginn Syðri-Bægisá Steinar Helgi Arnþórs- son fæddist 18. mars 2022 á Sjúkra- húsinu á Akureyri. Hann vó 3.718 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Jónína Þórdís Helgadóttir og Arnþór Gylfi Finnsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.