Morgunblaðið - 07.06.2022, Síða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2022
w w w. i t r. i s
S ý num hver t ö ð r u tilli t s s emi
Jóna Gréta Hilmarsdóttir
jonagreta@mbl.is
„Ég held það verði pínu spenna á
tónleikunum af því að þetta er í
fyrsta skipti sem við erum að spila
fjórar saman, í fyrsta skipti sem
sum þessara verka eru spiluð og
því mikil leikgleði,“ segir Sunna
Gunnlaugsdóttir, tónlistarkona og
stjórnandi viðburðarins Domina
Convo, sem verður á dagskrá
Listahátíðar Reykjavíkur í dag,
þriðjudaginn 7. júní, kl. 20 í salnum
Kaldalóni í Hörpu.
Domina Convo er fengið úr lat-
ínu, að sögn Sunnu , en domina
þýðir á latínu kona eða frú og
convo samkoma, sem er mjög við-
eigandi þar sem fjórar djasskonur,
allar frá mismunandi löndum, koma
saman og spila á viðburðinum.
Á tónleikunum koma fram, auk
Sunnu, Rita Marcotulli frá Ítalíu,
Julia Hülsmann frá Þýskalandi og
Carmen Staaf frá Bandaríkjunum.
Leika þær á tvo flygla.
Að sögn Sunnu var Marcotulli al-
in upp við ítalska kvikmyndatónlist
en hún var áberandi í bandarískum
djassi þegar Sunna var að byrja í
námi. „Ég hef vitað af henni síðan
ég hóf nám í Bandaríkjunum. Þá
var hún mikið að spila með banda-
rískum djassleikurum, en það var á
þeim tíma svolítið óvenjulegt fyrir
evrópska konu að komast inn í
bandarísku djasssenuna,“ segir
hún.
Sunna segist hafa tekið fyrst eft-
ir Juliu vegna tónlistarútgáfunnar
ECM (Edition of Contemporary
Music). „Mér fannst spennandi að
sjá aðra evrópska konu hjá svona
virtu útgáfufyrirtæki,“ segir hún og
að Hülsmann sæki innblástur í ljóð-
listina og hafi áhuga á nýjum upp-
götvunum en Staaf flakki á milli sí-
gilds djass sem hún þekki og þess
óþekkta.
Krossgötur lífsins
leiddu þær saman
Spurð um hvernig það kom til að
þær spili saman á Listahátíð í
Reykjavík segir Sunna: „Við Julia
hittumst fyrst í norræna sendi-
ráðinu í Berlín árið 2013 þegar við
spiluðum á tónleikum þar en síðan
þá höfum við haldið sambandi. Hún
hefur komið nokkrum sinnum til
Íslands og við spiluðum t.d. dúó á
Jazzhátíð Reykjavíkur og í Tíbrár-
tónleikaröðinni. Þegar ég var að
byrja með tónleikaröðina Jazz í
Salnum bauð ég svo Ritu að koma
og spila einsleikstónleika. Í spjalli
við hana komst ég að því að hún
hafði áður spilað dúó með Juliu. Þá
kom upp sú hugmynd að við mynd-
um spila allar saman og fá þá
fjórðu manneskjuna.“
Að takast á við hið óvænta
Að sögn Sunnu átti Myra Mel-
fors upphaflega að spila með þeim
en vegna Covid-19 var viðburðinum
frestað um tvö ár og þegar loks
kom að því að halda hann var hún
búin að lofa sér í annað. Sunnu datt
þá í hug Carmen Staaf en hún
hafði spilað á Jazzhátíð Reykjavík-
ur árið 2015. Sunna segir að áhorf-
endur megi búast við hinu óvænta
á tónleikunum: „Við höfum ekki oft
æft saman enda komum við frá
fjórum mismunandi löndum. Það
verður því spennandi fyrir okkur
að finna út úr því hvernig við ætl-
um að vinna þetta. Ég reikna með
því að það verði dálítið góð vídd á
tónleikunum, falleg verk og svo
eitthvað tilraunakennt líka. Við
munum ekki spila fjórar saman all-
an tímann heldur skiptumst við á
að spila dúó svo að hver einstak-
lingur fái að njóta sín betur. Það
verður örugglega líka svolítið
vandasamt að spila á tvo flygla og
að flækjast ekki hver fyrir annarri
þannig að ég er búin að skrifa tvö
verk fyrir okkur fjórar og Carmen
og Julia ætla líka að koma með ein-
hver verk sérstaklega fyrir þennan
viðburð.“
Ljósmynd / Dovile Sermokas
Leikgleði og tilraunamennska
- Fjórar djasskonur frá fjórum löndum koma saman á tónleikunum Domina Convo á Listahátíð
Julia Hülsmann Carmen Staaf
Rita Marcotulli Sunna Gunnlaugs
Myndlistarkonan Yto Barrada
hlýtur Queen Sonja Print Award
skv. frétt á vef The Art Newspaper.
Stofnað var til verðlaunanna af
norska konungsdæminu og er verð-
launafé ein milljón norskra króna.
Einnig voru veitt QSPA innblásturs-
verðlaunin en þau hlýtur samíski
listamaðurinn Meerke Vekterli.
Innblástursverðlaununum fylgir
verðlaunafé að upphæð 50 þúsund
norskar krónur.
QSPA hófu göngu sína sem norr-
æn verðlaun en farið var að veita
þau á heimsvísu árið 2014. Þau eru
merkustu myndlistarverðlaun heims
á sviði grafíklisar og af fyrri verð-
launahöfum má nefna bandarísku
myndlistarkonuna Taubu Auerbach
f (2016), japansk-kanadísku lista-
konuna Emmu Nishimura (2018) og
hina kanadísku Ciara Phillips (2020).
Queen Sonja Art samtökin voru
stofnuð árið 2011 með það að mark-
miði að styðja við allar gerðir grafík-
listar. Í viðtali á sama vefmiðli árið
2018 þakkar Sonja, drottning
Noregs, Edvard Munch fyrir að
vekja áhuga hennar á miðlinum en
hún stundar sjálf grafíklist.
Yto Barrada er fædd í París en
starfar í Brooklyn. Dómararnir
hrósuðu Barrada, skv. frétt The Art
Newspaper, fyrir leita út fyrir mörk
listmiðilsins og víkka um leið skiln-
ing þeirra á grafíklist. Verk mynd-
listarkonunnar eru einnig undir
áhrifum frá síðnýlenduhugsun og
félags-pólitískum áhyggjum, segja
dómararnir. Í dómnefnd þessa árs
voru ástralski sýningarstjórinn
Rachel Kent, Pablo del Val, listrænn
stjórnandi Art Dubai sýningarinnar
og kínverski listamaðurinn Qiu
Zhijie. jonagreta@mbl.is
Ljósmynd/Benoît Peverelli
Verðlaunahafi Yto Barrada.
Yto Barrada hlýtur
QSPA verðlaunin
- Leitar út fyrir mörk grafíklistar