Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 07.06.2022, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 07.06.2022, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ “Top Gun: Maverick is outstanding.” “Breathtaking” “It’s the BEST MOVIE OF THE YEAR!” “Might be the best movie in 10 years.” “Top Gun: Maverick is fantastic.” “Best Action Sequel Of All Time” “What going to the movies is all about” “You must see this one in the theater.” “a must see!” U S A TO D AY 72% Empire Rolling StoneLA Times STÓRKOSTLEG NÝ FJÖLSKYLDUMYND ÚR TÖFRAHEIMI HARRY POTTER.SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI BENEDICT CUMBERBATCH ELIZABETH OLSEN chiwetel ejiofor BENEDICT WONG xochitl gomez MICHAEL STÜHLBARG RACHEL MCadams 96% Empire The Playlist BBC The sun Total FilmRogerEbert.com S tutta skáldsagan eða nóvell- an Kjörbúðarkonan eftir hina japönsku Sayaka Murata hefur vakið mikla athygli víða um heim. Murata er margverðlaunuð í heimalandinu en Kjörbúðarkonan er fyrsta verk henn- ar sem vestrænir lesendur hafa feng- ið að kynnast. Aðalpersóna verksins, Keiko Furukura, hefur alltaf verið utan- veltu, öðruvísi en aðrir, og talin trú um að hún þyrfti á „lækningu“ að halda. Hún hefur unnið í sömu kjör- búðinni í 18 ár, hefur fullkomnað rulluna og talar í raun sjálf um að hún hafi „endur- fæðst“ sem kjör- búðarstarfsmaður (17) daginn sem hún hóf störf. Sjálf kjörbúðin, Smile Mart, leikur stórt hlutverk og verður hálfpartinn eins og persóna út af fyrir sig. Hún er lifandi vera sem andar, gefur frá sér hljóð og lykt, allan sólarhringinn, all- an ársins hring. Og Furukura hefur eiginlega runnið saman við þessa veru. „Þegar ég leiði hugann að því að líkami minn sé allur úr mat úr þessari verslun finnst mér ég vera jafn mikill hluti af henni og blaðarekkarnir eða kaffivélin“ (30). Það er ekki annað að sjá en að henni þyki þessi samruni þægilegur. Hún nýtur þess að vera kjörbúðarkona. Furukura er engum til ama. Hún er góð í sínu starfi og ánægð með lífið. En það dugir ekki til. Kröfur sam- félagsins eru slíkar að henni finnst hún þurfa að breyta um stefnu. Meginþema verksins er áhersla samfélagsins eða jafnvel þráhyggja þess fyrir því að fólk finni sig í stöðl- uðum hlutverkum kynjanna. Kjör- búðarkonan er í raun ádeila á þá kröfu til kvenna að þær geri það sem samfélagið ætlist til af þeim, sækist eftir virðulegu starfi og vel launuðu eða eiginmanni í virðulegu starfi og vel launuðu. Það hvílir þungt á Furukura að hún sé að bregðast fjölskyldu sinni með því að vera öðruvísi en aðrar konur á hennar reki. Þrátt fyrir að hafa engan áhuga á því að kynnast karlmanni þá þróast kynni hennar af hinum nýja og algjörlega ómögulega búðarstarfsmanni Shiraha fljótt í þá átt. Hann er nefnilega að leita að eig- inkonu og er eins og Furukura tals- vert á skjön við venjulegt japanskt samfélag og í hálfgerðri uppreisn við það. Kynni hennar af þessum manni koma talsverðu róti á líf hennar og á söguþráð verksins. Furukura er óvenjuleg hetja en þó ekkert einsdæmi. Ýmsir höfundar hafa skrifað verk út frá sögupersón- um sem hafa aðra sýn á heiminn lík- lega vegna þess að þau eru á ein- hverfurófinu án þess að það sé sér- staklega nefnt. Furukura minnir til dæmis um margt á persónuna Elean- or Oliphant í bókinni Allt í himnalagi hjá Eleanor Oliphant eftir Gail Ho- neyman. Furðulegt háttalag hunds um nótt eftir Mark Haddon er annað ágætt dæmi. Með þessari tækni, að sýna heim- inn frá sjónarhóli þeirra sem eru á einhvern hátt „öðruvísi“, er hægt að varpa ljósi á ýmsar venjur, hefðir og gildi sem við sem samfélag höfum lit- ið á sem sjálfsagðan hlut. Þótt aðstæðurnar sem lýst er í bókinni séu ýktar þá er boðskapur verksins eitthvað sem við öll getum tekið til okkar. Erum við að eltast við það sem við sjálf viljum, það sem veit- ir okkur hamingju, eða erum við að eltast við það sem við höldum að við eigum að vilja af því samfélagið hefur beint okkur í þá átt? Verkið er einfalt í sniðum á yfir- borðinu. Textinn er skýr og hnitmið- aður og bygging þess líka. Það eru hinar samfélagslegu vangaveltur sem höfundurinn setur fram sem gera það flókið. Verk Muraka er dæmi um hvernig má segja margt með fáum orðum og setja fram flóknar hug- myndir með einfaldri umgjörð. Íslensk þýðing Kjörbúðarkon- unnar er hluti af áskriftaröð Ang- ústúru, þýðingunum í hvítu kápunum, sem hefur frá upphafi verið ákveðinn gæðastimpill. Elísa Björg Þorsteins- dóttir er öflugur þýðandi og á margar góðar þýðingar í þessari ritröð, þessi ekki síðri en þær sem á undan hafa komið. Í þessari útgáfu er að finna stutta grein eftir Kristínu Ingvarsdóttur, lektor í japönskum fræðum við Há- skóla Íslands. Grein þessi dýpkar skilning manns á söguheiminum, jap- önsku samfélagi samtímans, og kynn- ir höfundinn Sayaka Murata og hugð- arefni hennar. Kjörbúðarkonan vekur okkur til umhugsunar um hin fastmótuðu gildi sem einkenna japanskt samfélag og ekki síður um hvernig yfirfæra má þessar hugmyndir á samfélag okkar hér á Íslandi sem er ef til vill ekkert svo frábrugðið því japanska þegar öllu er á botninn hvolft. Ljósmynd/Bungeishunju Ltd. Verðlaunuð Murata er margverðlaunuð í heimalandinu en Kjörbúðarkonan er fyrsta verk hennar sem vestrænir lesendur hafa fengið að kynnast. Samruni konu og kjörbúðar Skáldsaga Kjörbúðarkonan bbbbm Eftir Sayaka Murata. Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi. Angústúra, 2022. Kilja, 150 síður. RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR BÆKUR Tökur eru hafn- ar á kvikmynd- inni Furiosa, sem væntanleg er snemmsumars 2024. Kvikmynd- in gerist í sögu- heimi Mad Max- myndanna. Þar fá áhorfendur að kynnast bak- grunni persónunnar Furiosu úr Mad Max: Fury Road frá 2015. Leikarinn Chris Hemsworth, sem fer með eitt af burðarhlut- verkum myndarinnar, deildi færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sagði nýtt ferðalag í Mad Max-söguheiminum vera hafið. Leikkonan Anya Taylor-Joy leikur á móti Hemsworth og fer með hlutverk Furiosu, sem Charlize Theron lék í Mad Max: Fury Road. Leikstjórinn George Miller mun leikstýra, skrifa handrit og fram- leiða myndina ásamt félaga sínum Doug Mitchell. Hefja tökur á nýrri Mad Max mynd Anya Taylor-Joy Konunglegi danski ballettinn hefur hætt við að setja upp verkið Óþelló eftir John Neumeier frá 1985 í haust. Ástæðan er sú að dansarar flokks- ins neituðu að dansa stríðsdans, þar sem þeir áttu að gefa frá sér hljóð eins og apar og slá sjálfa sig í höfuðið. Þótti döns- urunum þessi sena vísa um of í ras- íska staðalímynd af hörundsdökk- um. Danski fjölmiðillinn A4 Lige- stilling hafði eftir Nikolaj Hübbe, stjórnanda ballettsins, að endanleg ákvörðun um að hafa annað Shake- speare-verk Neumeiers, Jóns- messunæturdraum, á haustdagskrá flokksins, í stað Óþellós, væri á sína ábyrgð. Hann hefði reynt að fá leyfi danshöfundarins Neumeiers til þess að breyta stríðsdansinum en ekki fengið. Neita að sýna ras- ískan stríðsdans William Shakespeare

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.