Morgunblaðið - 07.06.2022, Side 32
STILLANLEG
HJÓNARÚM
MEÐ BODYPRINT DÝNU
WWW.SVEFNOGHEILSA.IS
Svefn heilsa&
PANDORA
STILLANLEGUR
HÆGINDASTÓLL
VANDAÐAR
SÆNGUROG
KODDAR Í
ÚRVALI
EITT MESTA
ÚRVAL AF
HEILSUDÝNUM
Á LANDINU
ÚRVALAF
VÖNDUÐUM
HEILSURÚMUM
GERIÐ GÆÐA- OG
VERÐSAMANBURÐ
Nýtt menningarhús Flóru
var opnað í hinu sögufræga
húsi Sigurhæðum á Akureyri
í gær. Ávörp fluttu forseti Ís-
lands, Guðni Th. Jóhannes-
son, Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra og Ásthildur
Sturludóttir bæjarstjóri og
opnuðu staðinn formlega.
Kynnir var Vilhjálmur B.
Bragason og um tónlistar-
flutning sáu Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir og fé-
lagar. Á efri hæð hússins verða vinnustofur fyrir lista-
menn og hönnuði og á aðalhæð stíga Guðrún Runólfs-
dóttir, Matthías Jochumsson og mörg fleiri úr menn-
ingarsögu landsins fram í sviðsljósið, eins og það er
orðað í tilkynningu. Hönnuður sýningarinnar er Þór-
arinn Blöndal. Myndlistarmenn með verk í sýningu eru
þau Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Jón Laxdal Halldórsson.
Fjölmargir aðrir komu að gerð staðarins og verkefnis-
stjóri og staðarhaldari nýja menningarhússins verður
Kristín Þóra Kjartansdóttir.
Menningarhús í Sigurhæðum
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 158. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Stjarnan er komin upp að hlið Vals á toppi Bestu deild-
ar kvenna í fótbolta eftir afar sannfærandi 5:0-
heimasigur á Þór/KA í eina leik deildarinnar í gær.
Bæði lið eru með 16 stig en Valur á einn leik til góða.
Stjarnan lagði grunninn að sigrinum strax í upphafi
leiks, því Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði tvö fyrstu
mörkin á fyrstu tíu mínútunum. Arna Dís Arnþórsdóttir
skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og Jasmín Erla Inga-
dóttir gerði eitt mark. Nýsjálenska landsliðskonan
Betsy Hassett lagði upp tvö mörk. »26
Stjarnan upp að hlið toppliðsins
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hjónin Halla Benediktsdóttir og
Hrannar Hólm hafa búið í Dan-
mörku í um 13 ár og hún verið for-
stöðumaður Jónshúss í Kaup-
mannahöfn undanfarin nær sjö ár.
„Við búum í Jónshúsi, ég er alltaf í
vinnunni og þar er ég helst jafn-
framt í tómstundum,“ segir hún.
Halla er í mörgum prjónahópum,
meðal annars í Hinu íslenska
prjónafélagi, HÍP, ásamt þremur
vinkonum sínum á Íslandi. „Prjón
er helsta áhugamálið mitt og við í
HÍP hittumst reglulega og erum
auk þess í samprjóni á netinu.“
Hún segist eiginlega nota hverja
dauða stund til þess að prjóna og
því fari enginn tími til spillis.
„Ásamt öðrum held ég úti prjóna-
klúbbnum Garnaflækjunni í Jóns-
húsi og ég hef ekki aðeins ótrúlega
mikinn áhuga á prjóni heldur nota
hvert tækifæri til þess að kynna
Dönum handprjón, íslenska prjóna-
sögu og fleira þvíumlíkt.“
Ástríða
Hún nefnir að í september
undanfarin átta ár hafi hún verið
með hliðarverkefni í menningarhúsi
Íslendinga, Færeyinga og Græn-
lendinga á Norðurbryggju, en þá
hafi þær Ásta Stefánsdóttir verið
verkefnisstjórar viðamikillar sýn-
ingar um prjón. „Þar höfum við
kynnt prjón frá Íslandi, Færeyjum
og Grænlandi. Þetta er nokkurs
konar ástríða, því mig langar svo
til þess að allir Danir skilji hvað ís-
lenska prjónahefðin er yndisleg og
hvað við eigum gott hráefni.“ Í því
sambandi nefnir hún að lopapeysa
sé ekki það sama og kynnt sé sem
„Islænder Sweater“. „Fyrir nokkr-
um árum hélt ég fyrirlestra í Dan-
mörku, þar sem ég sagði frá því að
peysa leikkonunnar Söru Lund í
framhaldsþáttunum „Forbrydelsen“
væri ekki lopapeysa heldur fær-
eysk, handprjónuð peysa.“
Fyrir nokkrum árum byrjuðu
hjónin að halda úti Facebook-síðu
(Halla og Hrannar á göngu um
Kaupmannahöfn) um gönguferðir
þeirra ytra og hafa nú skráð tæp-
lega 50 ferðir. „Við Hrannar höfum
gengið þvers og kruss um borgina
og eitt áhugamál okkar er að
kynna Íslendingum Kaupmanna-
höfn og sögu hennar. Ég er ekki í
golfi, geng ekki á fjöll og er ekki á
skíðum en prjóna og geng um
Kaupmannahöfn.“
Áður en Halla flutti til Kaup-
mannahafnar vann hún hjá Ný-
sköpunarmiðstöð Íslands. Eitt
verkefna hennar var að þjónusta
Félag kvenna í atvinnurekstri á Ís-
landi. „Þá upplifði ég hvað máttur
kvenna og tengslanet þeirra er frá-
bært.“ 2015 stofnaði hún Félag ís-
lenskra kvenna í atvinnurekstri í
Kaupmannahöfn eftir að hafa hafið
rekstur eigin hönnunarfyrirtækis.
„Félagsskapurinn er opinn öllum
íslenskum konum í atvinnulífinu í
Danmörku og nágrenni og hjá okk-
ur er engin stéttaskipting.“
Einu sinni til tvisvar á ári velja
vinkonurnar í HÍP sér sömu peysu-
uppskrift og prjóna í samprjóni á
netinu. „Við erum pínulitlir nördar
og skrýtnar, prjónum saman og
spjöllum, og höldum neyðarfundi
þegar við skiljum ekki uppskriftina.
Svo hittumst við alltaf þegar ég
kem til Íslands og þær eru dugleg-
ar við að heimsækja mig. Þetta er
ómissandi félagsskapur.“
Með margt á prjónunum
- Halla göngugarpur í Köben í Hinu íslenska prjónafélagi
Í kóngsins garði Hrannar Hólm og Halla Benediktsdóttir á göngu fyrir
framan Rósenborgarhöllina áður en hvítasunnan gekk í garð.
HÍP Frá vinstri: Halla Benediktsdóttir, Kristín Jóna Magnúsdóttir, Kristín
Hjálmtýsdóttir og Hlín Hólm bera saman prjónaskapinn.