Morgunblaðið - 16.06.2022, Síða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022
Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði
Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is
Bergsveinn
S. 863 5868
Sigurður J. Helgi Már
S. 897 7086
Magnús
S. 861 0511
Ólafur
S. 824 6703
Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is - Sími 534 1020
TIL LEIGU
Smiðjuvellir 28, Akranesi
Stærðir: frá um 150-600 m²
Gerð: Verslunar-, þjónustu- og
skrifstofuhúsnæði
Verslunar-, þjónustu- og skrifstofuhúsnæði á góðum stað í
alfaraleið við hlið Þjóðbrautar.
147,3 m² glæsilegt og nýtt verslunar-/ þjónustuhúsnæði.
Húsnæðið skiptist upp í opið verslunar-/ þjónusturými með góðum
verslunargluggum á tvo vegu.
151 m² glæsilegt og nýtt verslunar-/ þjónustuhúsnæði.
Húsnæðið skiptist upp í opið verslunar-/ þjónusturými með góðum
verslunargluggum á tvo vegu.
157,4 m² glæsilegt og nýtt skrifstofuhúsnæði á 2. hæð.
Húsnæðið skiptist upp í opið og bjart skrifstofurými með uppteknu
lofti, vandaðri hljóðvist, gluggum á tvo vegu með útgengi á svalir.
Við hlið þessa rýmis er 153,6 m² rými sem hægt er að opna á milli
og verður þá hægt að ná samtals 311 m² rými á einum gólffleti.
Væntanlegir leigjendur geta komið að hönnun og innréttingu
rýmanna. Næg bílastæði eru á lóð hússins.
Nánari upplýsingar um eignina veitir
Helgi Már Karlsson löggiltur fasteignasali og
leigumiðlari í s. 897 7086, hmk@jofur.is
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Ég fór úr kokkaríinu á togaranum
Vestmannaey VE árið 1986 og í
blaðamennsku þegar ég byrjaði á
Fréttum eins og blaðið hét þá. Þar
ætlaði ég að hafa stuttan stans, en
var þar samfleytt í meira en þrjátíu
ár. Á því tímabili reyndi ég að hætta
en var fenginn aftur að borðinu. Það
má því segja að þetta sé í þriðja
skipti sem ég tek við blaðinu,“ segir
Ómar Garðarsson ritstjóri. Hann
tók nýlega við ritstjórn Eyjafrétta í
Vestmannaeyjum.
„Fráfarandi ritstjóri, Sindri Ólafs-
son, var búinn að spyrja mig hvort
ég vildi leysa hann af. Ég svaraði því
neitandi. Svo ákvað hann að hætta
og þá lenti ég í ákveðinni hringiðu
sem endaði með því að ég sat uppi
með krógann í fanginu. Ég er aðeins
að átta mig á því að vera aftur orðinn
ritstjóri,“ segir Ómar. Héraðs-
fréttablaðið Eyjafréttir og áður
Fréttir hefur áratugum saman verið
ein af stoðum samfélagsins í Vest-
mannaeyjum.
Eygló Egilsdóttir starfar við hlið
Ómars og er tekin við sem ritstjóri
fréttavefjarins eyjafrettir.is. Hún er
frá Vestmannaeyjum og er að flytja
aftur heim eftir að hafa búið uppi á
landi. Ómar segir að vissulega sé
töluvert aldursbil á ritstjórninni, en
meðalaldurinn alveg innan marka!
Þá er þar enginn kynjahalli.
„Þetta verður vonandi til þess að
blaðið verði betra og nái til breiðari
hóps lesenda og eins að vefurinn
okkar hafi víðari sýn en ella. Eygló
er hörkukona og ég hlakka til að
vinna með henni,“ segir Ómar. Verk-
efni sumarsins hjá þeim verður að
koma blaði og vef í það horf sem rit-
stjórarnir vilja. „Þetta er tilraun eig-
enda Eyjafrétta til að halda úti al-
mennri blaðamennsku í Vestmanna-
eyjum og að skrifa fréttir og annað
sem til fellur,“ segir Ómar.
Blaðið er selt í áskrift og á blað-
sölustöðum í Vestmannaeyjum.
Einnig eru margir brottfluttir Eyja-
menn um allt land áskrifendur ýmist
að prent- eða netútgáfunni. Ómar
segir að fyrsta tölublaðið sem komið
er út undir nýrri ritstjórn hafi fengið
góð viðbrögð og sama sé að segja um
fréttavefinn eyjafrettir.is.
Blaðaútgáfa hefur löngum verið
blómleg í Eyjum. Auk Eyjafrétta
kemur út fríblaðið Tígull sem er með
vefinn tigull.is. Þá er fréttavefurinn
eyjar.net einnig starfandi. Fylkir,
blað Sjálfstæðisflokksins, Fram-
sóknarblaðið, H-listablaðið
og Sjónvarpsvísir koma
reglulega út.
Ómar segir þessa miðla
veita Eyjafréttum og eyja-
frettir.is heilbrigða sam-
keppni. Það megi aldrei
sofna á verðinum. Fjölmiðlar
sem starfa á landsvísu segja
einnig fréttir frá Vest-
mannaeyjum og veita þannig
héraðsfréttamiðlunum öflugt
aðhald.
Ritstjóri Eyjafrétta í þriðja sinn
- Nýir ritstjórar á Eyjafréttum og vefnum eyjafrettir.is - Meðalaldurinn á ritstjórninni er innan
marka og enginn kynjahalli - Öflug blaða- og netútgáfa hefur löngum verið í Vestmannaeyjum
Ljósmynd/Addi í London
Eyjamenn F.v.: Sigurgeir Jónasson ljósmyndari, Ómar Garðarsson ritstjóri og Kári Bjarnason forstöðumaður.
Útgefandi Eyjafrétta er Eyjasýn
ehf., sem jafnframt á og rekur
vefmiðilinn eyjafrettir.is. Eyja-
fréttir koma út hálfsmán-
aðarlega í prent- og netútgáfu.
Ómar Garðarsson ritstýrir
blaðinu Eyjafréttum. Hann er
jafnframt ritstjóri Sjómanna-
dagsblaðs Vestmannaeyja en
72. árgangur þess kom út fyrir
nýliðinn sjómannadag. Blaðið er
132 blaðsíður að þessu sinni og
stútfullt af fjölbreyttu efni.
Hægt er að lesa blaðið á netinu.
Auk ritstjórnarstarfanna er
Ómar fréttaritari Morgunblaðs-
ins í Vestmannaeyjum.
Fjölbreytt
ritstörf
VESTMANNAEYJAR