Morgunblaðið - 16.06.2022, Síða 18

Morgunblaðið - 16.06.2022, Síða 18
18 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is É g erfði mikið af bókum eftir pabba minn, það er ekki einu sinni allt komið upp í hillu, enda eru þetta tugir kassa,“ segir Móheiður Geir- laugsdóttir, en hún bjó til litla bóka- búð í bílskúrnum heima hjá sér sem hún kallar Kanínuholuna og þar sel- ur hún bækur föður síns heitins, Geirlaugs Magnússonar ljóðskálds. „Pabbi var ekki beint bókasafn- ari en hann var mikill lestrarhestur og bókasafnið hans geymir fjöl- breyttar bækur. Hér í Kanínuhol- unni eru heimsbókmenntirnar enda var pabbi skáld, hann átti til dæmis mjög stórt ljóðabókasafn, bæði á er- lendum tungumálum og á íslensku. Hér eru fyrir vikið margar ljóða- bækur en sumar þeirra eru heima hjá mér. Ég tími ekki að láta allar bækurnar hans frá mér og ég er enn að skoða ofan í bókakassana hans. Ég á nánast í stríði við hverja ein- ustu bók, hvort ég eigi að láta hana frá mér eða halda henni,“ segir Móa og bætir við að pabbi hennar hafi átti mikið af bókum á öðrum tungu- málum. „Hann var frönskumælandi, eins og ég, og í Kanínuholunni er mjög stór frönsk deild. Hann var líka pólskumælandi og þýddi mikið úr pólsku. Einnig talaði hann rúss- nesku. Hann las á mörgum tungu- málum svo hér í Kanínuholunni eru auk íslenskra bóka, franskra, pólskra og rússneskra, einnig ensk- ar, þýskar, franskar, danskar og sænskar bækur. Hér er úrval af bók- um sem finnast ekki í venjulegum bókabúðum og ég er líka með gull- mola, góðar sjaldgæfar bækur,“ seg- ir Móa og bætir við að um áttatíu prósent af bókunum í holunni séu frá pabba hennar, en restina hafi hún fengið hjá öðrum. „Vinkona mín gaf mér til dæmis helling af barnabókum og fyrir vikið get ég verið með tilboð fyrir unga lesendur, fyrstu bókina sem þeir finna hér og langar í fá þeir frítt. Þetta er mín aðferð til að gera krakka háða Kanínuholunni.“ Gerist hægt og rólega Móa er einkadóttir pabba síns og segir að bókasafn hans hafi verið í geymslu hjá mömmu hennar frá því hann lést árið 2005. „Ég var alltaf að velta fyrir mér hvað ég ætti að gera við þetta bóka- safn en ég fékk hugmyndina að því að búa til litla fornbókabúð þegar ég var í Bretlandi fyrir tveimur árum og rakst þar inn í margar slíkar litl- ar búðir. Ein þeirra var í Bristol og hún var alveg sérstaklega skemmti- leg, þar voru allar bækurnar sér- valdar góðar bækur. Sala þeirra snerist ekki um að okra á viðskipta- vinum heldur að hver sem er gæti gengið inn og keypt góða bók. Ég áttaði mig á að þær eru á fallandi fæti búðirnar sem selja notaðar bækur og sama má segja um bókina sjálfa sem fyrirbæri. Fólk virðist vera mikið að losa sig við bækur núna,“ segir Móa og bætir við að þegar þau fjölskyldan hafi flutt í Stangarholtið vildi svo vel til að íbúðinni fylgdi bílskúr. „Ég spurði sjálfa mig að því hvort ég ætti ekki að setja bækurnar hans pabba í bílskúrinn og opna í kringum þær litla bókabúð. Undan- farin tvö ár hef ég smátt og smátt verið að byggja þetta upp, ég fékk bókahillur gefins frá nágrönnum, málaði, setti inn hita og skipti um hurð og glugga að framanverðu. Þetta hefur gerst hægt og rólega, en mér finnst það skemmtilegt. Næst á dagskrá er að fá rennandi vatn svo ég geti hitað kaffi hér inni til að bjóða fólki upp á. Mér finnst skipta máli að það sé notalegt og heimilis- legt að koma hingað inn, hér getur fólk sest í gamla stóla og sófa og ég hef sett plaköt, útsaumsmyndir og fleira á veggina.“ Otaði bókum ekki að mér Móa segir að vissulega veki það allskonar minningar að fara í gegn- um bækur Geirlaugs. „Ég finn líka lyktina sem fylgdi pabba þegar ég opna bækurnar, því hann reykti svo mikið. Pabbi var svolítið mikið bækurnar sínar, hann lánaði til dæmis ekki bækur, ekki einu sinni mér, einkadóttur sinni. Hann gaf mér oft annað eintak af bók sem hann vildi að ég læsi, en hélt sínu eintaki fyrir sig. Þess vegna á ég núna slatta af bókum í tvíriti. Hann var mjög fastheldinn á sínar bækur og þó mér finnist erfitt að láta bækurnar hans frá mér, þá er líka erfitt að hugsa um þær lokaðar ofan í kassa. Mér líður vel þegar ein- hver kemur í holuna og kaupir bók úr safni pabba, af því hún fær nýtt heimili. Mér finnst líka gaman að fólk sé að glugga í bækurnar, opni þær og skoði, þó það kaupi ekki, því það viðheldur á ákveðinn hátt ein- hverju sem einu sinni var, þegar pabbi var á lífi,“ segir Móa og bætir við að þó hún hafi tekið margar bæk- ur frá fyrir sig, þá komist ekki meira fyrir á heimilinu, þar sé allt að fyll- ast af bókum. „Hér í Kanínuholunni er ekki allt safnið sem pabbi átti, hann var sjálfur búinn að senda hluta þess til bókasafna.“ Móa segir pabba sinn ekki hafa reynt að stjórna hvað hún læsi, en að bækur hafi verið alls staðar heima hjá honum. „Þar rakst ég oft inn í hinar og þessar bækur sem ég annars hefði ekki kynnst. Hann otaði bókum ekki að mér en þær voru allt í kringum mig. Hann átti nokkrar uppáhalds- barnabækur og hann las mjög mikið fyrir mig þegar ég var lítil. Ég var fimm ára þegar foreldrar mínir skildu og þá fór hann að senda mér kassettur þar sem hann las upphátt fyrir mig.“ Hefur búið sér til konuhelli Kanínuholan er ekki gerð til að græða peninga, bækurnar eru ekki hátt verðlagðar og Móa gaf t.d. allan ágóða frá páskaopnun til Úkraínu- söfnunar Rauða krossins. Kanínu- holunafngiftina segir hún koma til af því að hún haldi mikið upp á bókina um Lísu í Undralandi, þar sem ein- mitt er merkileg kanínuhola. „Ég hef búið mér til konuhelli hér úti í skúr í Kanínuholunni minni. Hér er ég alltaf eitthvað að stússa, hlusta á Rás 1 og fletta í bókum, velja og hafna. Það hefur verið ótrú- lega gefandi fyrir mig að hafa tilefni til að taka bækurnar hans pabba upp úr kössunum, skoða þær og velta fyrir mér hvað hann hafi verið að lesa.“ Kanínuholan er opin á sunnu- dögum, því Móa þarf að mæta til vinnu á virkum dögum. Hún ætlar að hafa opið á morgun á þjóðhátíð- ardeginum milli kl. 14 og 17. Finnur lyktina sem fylgdi pabba „Pabbi var svolítið mikið bækurnar sínar og hann var mjög fastheldinn á þær. Þó mér finnist erfitt að láta þær frá mér, þá er líka erfitt að hugsa um þær lokaðar ofan í kassa,“ segir Móheiður sem bjó til litla bókabúð í bílskúrnum þar sem hún selur bækur föður síns heitins, Geirlaugs Magnússonar ljóðskálds. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Móheiður í Kanínuholunni „Mér finnst skipta máli að það sé notalegt og heimilislegt að koma hingað inn.“ Feðgin Móheiður með pabba sínum Geirlaugi Magnússyni skáldi. „Þarna vorum við pabbi að mót- mæla, eins og venjulega.“ Velkomin Eiginmaður Móu, Arnar Eggert, er tíður gestur í Kanínuholunni. Hér lætur hann fara vel um sig og veifar til konu sinnar innar í holunni. www.gilbert.is Hjá Gilbert úrsmið sérhæfum við okkur í úrsmíði, hönnun og framleiðslu úra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.