Morgunblaðið - 16.06.2022, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Fastafloti Atlantshafsbandalagsins
(NATO) sótti Reykjavík heim á
fimmtudag fyrir viku og hélt úr höfn
á mánudag til að taka þátt í kafbáta-
leitaræfingunni Dynamic Mongoose
sem fram fer á hafsvæðinu milli Ís-
lands og Noregs dagana 13.-23. júní.
Í samtali við Morgunblaðið sl.
þriðjudag líkti undiraðmíráll í
bandaríska sjóhernum kafbátahern-
aði við hópíþrótt þar sem ólíkir þátt-
takendur koma með sína sérhæfðu
þekkingu að borðinu.
Með það í huga sendi hollenski
sjóherinn hingað til lands tvö her-
skip, freigátu og stoðskipið Karel
Doorman sem hefur að geyma tvær
sérútbúnar þyrlur til kafbátaleitar,
svonefndar NH90. Um borð í þess-
um þyrlum er flókinn hlustunarbún-
aður sem sagður er vera einn mesti
hausverkur hvers kafbátaforingja.
Náin samvinna herskipa NATO
og loftfara, hvort sem það eru þyrlur
eða flugvélar, tryggir öflugar kaf-
bátavarnir á Atlantshafi.
Morgunblaðið/Kristján H. Johannessen
Samfélagsmiðlar Fjölmiðladeild NATO ræðir við einn úr skipsáhöfninni.
Á flugi Tekið var á loft frá hollenska stoðskipinu, sést í fjarska, og stefnan
tekin á Keflavík. Á leiðinni sýndu flugmenn fram á flugleikni þyrlunnar.
Skotæfingar Inni í þyrluskýli Karel Doorman bíða gataðar skotskífur.
Kafbátavarnir æfðar á Atlantshafi
Til æfinga Portúgalska frei-
gátan Corte-Real leysir
landfestar. Við hlið hennar
er hollensk freigáta.
Herskipafloti Skipin lágu þétt
saman í Sundahöfn í Reykjavík.
Fremst má sjá þýsku freigátuna
Mecklenburg-Vorpommern.
Fastafloti Atlantshafsbandalagsins í Reykjavík
Hanskar á lager!
Stærðir:
• S
• M
• L
• XL
Verð kr. 1.477
100 stk í pakka.
Kemi | Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is