Morgunblaðið - 16.06.2022, Síða 34

Morgunblaðið - 16.06.2022, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Augu heims- ins beinast að vörn Úkraínu gegn ólöglegri innrás Kremlverja og linnulausum stríðsglæpum Rússlandshers, sem birtast í gereyðing- arstríði þó háð sé með hefð- bundnum vopnum. Afleiðing- arnar eru þó ekki aðeins þar, eins og sjá má á efnahags- blikum víða um heim, ekki síst í Evrópu, þar sem menn eru uggandi yfir ófriðnum við bæjardyrnar austanmegin. Það vekur því furðu að í hinu horni Evrópu sé við að bresta á annað stríð, öllu frið- samlegra að vísu, þar sem Evrópusambandið (ESB) herjar á Bretland og hótar öllu illu. Tilefnið er sú ákvörðun breskra stjórnvalda að breyta sérstökum ákvæðum um Norður-Írland, sem fallist var á við Brexit, úrgöngu Bret- lands úr ESB, en sambandið segir að brjóti í bága við al- þjóðarétt og býr sig undir við- skiptastríð, sem Evrópa mun ekki tapa minna á en Bretar. Er tillaga Breta þó hófleg, þegar að er gáð. Gera á „græna braut“ fyrir vöru- flutninga frá Bretlandi til N- Írlands, sem ekki lúti tolleft- irliti, enda fari varan ekki úr landi; að fyrirtæki á Norður- Írlandi, sem ekki stunda út- flutning, geti valið milli bresks og evrópsks reglu- verks; að bresk stjórnvöld endurheimti rétt sinn til að ákvarða skattheimtu á N- Írlandi. Og loks, að ágrein- ingur um samninginn verði útkljáður í sjálfstæðum gerðardómi, en ekki fyrir Evrópudómstólnum eins og nú, en fyrir vikið er ESB bæði málsaðili og í dómarasæti. Það er erfitt að sjá hvernig nokkur þessara tillagna ætti að valda ESB vanda eða skaða hagsmuni þess eða Ír- lands. Það er í raun aðeins úr- skurðarvaldið um ágreining, sem skiljanlegt er að það vilji ekki missa, en við það gæti ekkert ríki unað til lengdar. Jafnvel þó svo menn tryðu þeim fáfengilegu röksemdum ESB, að gervallur innri mark- aðurinn riði til falls, rati ein bresk pulsa yfir landamærin til Írlands og þar með ESB, þá er ekkert í tillögunum sem gerir það líklegra en raunin er fyrir. Bretar gæta áfram ytri landamæra ESB – ekki ósvipað og Íslendingar gera með þátttöku í EES og Schengen – en frjáls för pulsa og annarrar vöru innan Bret- lands verður tryggð á ný. Spurningin er því ekki hvers vegna Bretar vilji endurheimta yfir- ráð sín og landa- mæraleysi innan hins samein- aða konungdæmis, heldur hvers vegna í ósköpunum þeir létu þau af hendi. Svarið liggur í hinum hat- römmu deilum um aðildina í Bretlandi á sínum tíma, þar sem þingið var í uppnámi, svo hin veiklaða Theresa May, þáverandi forsætisráðherra, lét undan. Brusselvaldið gekk á lagið og setti svo stranga afarkosti að þá þegar var tal- að um að samningurinn bæri eigin dauða í sér. Einmitt þess vegna vann Boris John- son sinn glæsta og ótvíræða kosningasigur árið 2019. Í þessari umræðu er því oft haldið fram, að landamæri milli Írlands og Norður- Írlands geti kollvarpað frið- arsamkomulaginu á eyjunni grænu. En þá er eins og menn gleymi því að Bretar vildu engin landamæri þar, heldur var það síðbúin krafa ESB til varnar innri markaðnum. Ábyrgðin hvílir á skriffinn- unum í Brussel. Það er með ólíkindum að ESB vilji láta sverfa til stáls um þetta nú, þegar það er með raunverulegt stríð við suðausturjaðar sinn, þegar orkukreppa sverfur að, verð- bólga geisar, efnahags- samdráttur blasir við, við- skipti dvína og ný evrukreppa vofir yfir meginlandinu. Enn frekar þegar horft er til þess hvernig ESB tvístígur í afstöðu sinni til innrásar- innar í Úkraínu, en Bretar draga ekki af sér í stuðningi við varnir hennar. Í því ljósi er skammarlegt þegar Emm- anuel Macron Frakklands- forseti tekur mun harðari af- stöðu gagnvart Bretlandi en Rússlandi, en velflestir leið- togar ESB aðrir láta eins og þeir taki ekki eftir því. Bretar hafa verið góðir grannar meginlandsþjóða Evrópu um langa hríð, eru eitt helsta viðskiptaveldi álf- unnar og hafa ekki talið eftir sér að berjast gegn einræðis- og ofríkisöflum til þess að tryggja frið, frelsi og velsæld á meginlandinu og goldið fyr- ir dýru verði. Ófriðurinn og óstöðugleikinn í álfunni er al- veg nægur fyrir þótt ESB leiti ekki uppi nýjar illsakir að troða við trygga banda- menn sína, engum til gagns og öllum tjóns, að því er virð- ist aðeins í hefndarskyni fyrir að Bretar skyldu dirfast að yfirgefa Evrópusambandið. Viðskiptastríð ESB yrði öllum til tjóns.}Vesturvígstöðvarnar S vo ég svari þessari spurningu eins og hinn versti pólitíkus, þá er svar- ið bæði já og nei. Það er nefnilega val. Á meðan núverandi meirihluti velur að haga pólitíkinni eins og þau gera þá þarf þingið að vera svona. Það er hins vegar hægt að velja að hafa pólitíkina öðruvísi og þar af leiðandi yrði pólitíkin öðru- vísi. En hvað er það sem gerir pólitíkina eins og hún er? Það mikilvægasta sem fólk þarf að skilja er meirihlutapólitíkin. Það er annað en lýðræðis- legur meirihluti. Í meirihlutapólitík tekur meirihluti þingmanna í nokkrum flokkum sig saman og myndar meirihlutastjórn – sem for- menn flokkanna stjórna. Þessi meirihluta- stjórn tekur þannig allt vald í öllum krókum og kimum. Skipunin er að allt sem meirihlut- inn ákveður skal samþykkt og öllu sem minnihlutinn leggur til skal hafnað. Undantekningar á þessu eru sjaldgæfari en hvítir hrafnar. Tökum sem dæmi afgreiðslu á rammaáætlun í gær. Forsætisráðherra segir að þetta sé rammaáætlun sem enginn er ánægður með – og vísar þannig óbeint í að samningar sem enginn er ánægður með séu einhvern veginn góðir samningar. En þetta er val forsætisráð- herra, sérstakt val um að kjósa á móti náttúruvernd. Að öllum líkindum, ef þingmenn VG hefðu kosið með nátt- úruvernd, þá hefði niðurstaðan orðið öðruvísi. Þau hefðu verið ánægð með niðurstöðuna en einhverjir aðrir óánægðir – í staðinn fyrir að allir séu óánægðir. Þannig fæst einhvern veginn niðurstaða sem er í raun gegn vilja meirihluta þing- manna – gegn lýðræðislegri sannfæringu þeirra – vegna þess hvernig ríkisstjórnar- flokkarnir velja að stunda pólitík. Þannig er meirihlutapólitík öðruvísi en lýðræðislegur meirihluti. Það er lykilatriði að skilja þetta ef maður vill skilja hvernig þingið virkar. Inn í þetta blandast svo hið klassíska „mál- þóf“. Það er nefnilega það eina sem meiri- hlutinn stjórnar ekki 100% – en það er ræðu- stóll Alþingis. Meirihlutinn tekur sér öll völd og hlustar ekki á neinn nema þá hagsmuna- aðila sem þau vilja eða verða að hlusta á. Þá er eina leið minnihlutans til þess að ná í gegn- um pólitík meirihlutans að stunda samninga- viðræður í ræðustól Alþingis. Stundum er það auðvitað eiginlegt málþóf (þriðji orkupakkinn) en yfirleitt er það nauðsyn af því að meirihlutinn er ekki að hlusta. Utan frá er stundum erfitt að sjá hvort er í gangi, málþóf eða samningaviðræður, en út á við keppast meirihlutaflokk- arnir auðvitað við að kalla allt málþóf af því að það hent- ar þeim. Þau tóku sér valdið til þess að velja hvernig póli- tíkin virkar. Þau hafa val að haga sér öðruvísi, ekki láta blekkjast. Björn Leví Gunnarsson Pistill Þarf þingið að vera svona? Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is R íkisstjórnin hyggst endur- skoða lögin um verndar- og orkunýtingaráætlun. Ekki hefur komið fram hvort reynt verður að lappa upp á rammaáætlunarfyrirkomulagið eða hvort því verður lagt og hvað eigi þá að koma í staðinn. Væntanlega mun umhverfisráðherra nú ganga í þetta verkefni, eftir að þingið hefur loksins afgreitt frá sér þriðja áfanga ramma- áætlunar eftir margra ára þóf sem í raun hefur sett vinnu við ramma- áætlun í uppnám. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir að lög um vernd- ar- og orkunýtingaráætlun verði end- urskoðuð frá grunni. Markmiðið verði að tryggja nýtingu orkuauð- linda með hagkvæmum og sjálf- bærum hætti. Í þessu felst frekar lítil leiðbeining um það hvernig ætlunin er að standa að því í framtíðinni að afla þeirrar miklu grænu orku sem nauðsynleg er til að hægt verði að ráðast í full orkuskipti og tryggja orkuöryggi til framtíðar. Og hvernig tryggja eigi hagsmuni náttúrunnar í því efni. Rammaáætlun var hugsuð til að koma á jafnvægi á milli orkunýtingar og náttúruverndar. Hafa vinnu- brögðin sætt gagnrýni úr öllum átt- um og miðað við hversu lengi ramma- áætlun 3 var óafgreidd virðist rammaáætlun ekki færa stjórn- málamönnum nægilega góð verkfæri til að taka ákvarðanir. Færri orkukostir? Meirihluti umhverfis- og sam- göngunefndar telur að töf á af- greiðslu málsins megi að hluta rekja til fjölda orkukosta sem lagðir eru til í einni tillögu og sumir afar umdeild- ir. Telur nefndin vert að skoða hvort fyrirkomulag með færri kostum myndi gera ferli rammaáætlunar skilvirkara og fljótlegra. Undir þessi sjónarmið hafa Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra tekið. Nefndin telur að rammaáætlun sé mikilvægt stjórntæki, eitt af mörgum sem varða vernd svæða og orkunýtingu, sem vert sé að halda í, efla og styrkja frekar. Telur nefndin að í ljósi reynslunnar sé mikilvægt að ráðast í endurskoðun laganna án taf- ar. Við þá endurskoðun skipti höfuð- máli að skapa traust á því ferli sem rammaáætlun er, útrýma tortryggni og auka sátt um einstaka virkjunar- kosti og forsendur fyrir því að ráðist er í nýtingu þeirra eða vernd. Enn fremur sé mikilvægt að endurskoðað ferli stuðli að markmiðum um orku- öryggi, orkusjálfstæði og sjálfbærni í takti við orkustefnu Íslands. Meirihlutinn bendir aðeins á ör- fá atriði sem þurfi að huga að við end- urskoðun laganna. Meðal annars álitamál varðandi afmörkun land- svæða sem falla í verndarflokk og að skýra þurfi lagaumhverfi vindorku. Nefndin virðist ganga út frá því að reynt verði að gera lagfæringar á núverandi lögum, en ekki að tekið verði upp nýtt kerfi og þá hvernig. Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, bendir á að tíminn sem það tekur að afgreiða rammaáætlun, flækjustigið og óvissan sem fyrir- komulagið skapi fyrir orkuframboð í landinu sé helsti ókostur fyrirkomu- lagsins. Orkuöryggi byggist á því að hægt sé að horfa fram í tímann og geta svarað þörf fyrir aukna orku eft- ir því sem hún myndast. Því má bæta við að ríkisstjórnin er með háleit markmið í loftslags- málum og ljóst að þau nást ekki án stóraukinnar orkuöflunar. Spurn- ingin er hvort núverandi kerfi, þótt lagfært verði, styðji við þau mark- mið. Endurskoðuð ramma- áætlun – eða hvað? Morgunblaðið/Eggert Svartsengi Möguleikar eru á verulegri orkuöflun í gufuafli, til viðbótar því sem fyrir er, bæði með stækkun stöðva og virkjana á nýjum svæðum. Tillögur meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um breyt- ingar á rammaáætlun 3 voru samþykktar með 33 atkvæðum gegn 13 við atkvæðagreiðslu á Alþingi í gærmorgun. Áður höfðu tillögur stjórnarandstöð- unnar um öðruvísi breytingar verið felldar. Þingmenn stjórn- arflokkanna, fyrir utan Bjarna Jónsson, samþykktu tillöguna en þingmenn Pírata og Sam- fylkingar voru á móti ásamt nefndum Bjarna. Eftir breytingarnar bætast aðeins tveir orkukostir í vatns- afli við orkunýtingarflokk, það eru Austurgilsvirkjun og virkj- anir á veituleið Blöndu. Fyrir voru Hvammsvirkjun og Hval- árvirkjun. Austurengjar, Hvera- hlíð 2 og Þverárdalur bætast í orkunýtingarflokk í jarðvarma en þar eru fyrir nokkrir kostir. Loks bætist Búrfellslundur í vindorkuflokkinn en þar er Blöndulundur fyrir. Töluverð svæði færast í verndarflokk. Rammaáætl- un 3 tilbúin ALÞINGI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.