Morgunblaðið - 16.06.2022, Síða 36

Morgunblaðið - 16.06.2022, Síða 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022 www.danco.is Heildsöludreifing Hvolpasveitin, Frozen o.fl. Vinsælu leikföngin fást hjá okkur Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is Tei H Tei Hvolpasveitin Magic paintbook PeppaPig Magic paintbook Art Litabox 13x27 cm Hvolpasveitin Lyklak.budda vo pasve n Art Litabox 13x27 cm Pop-Up Tjald Hvolpasveitin 85x85x95cm Pop-Up Tjald Frozen II 85x85x95cm OctoPlop It! Suction Strip 20 cm OctoPlop It! Sucker Strip Hand OctoPlop It! Lyklakippa 10 cm Puffer ball Soccer 13 cm, 6 teg. r en e Stressbolti lti 4 teg. 7 cm Boltar SQUISHY 1 m Kvenréttindafélag Íslands, Mannrétt- indaskrifstofa Ís- lands, Öfgar, UN Wo- men á Íslandi og Öryrkjabandalag Ís- lands hafa skilað inn sameiginlegri skugga- skýrslu til nefndar sem starfar á grund- velli samnings Sam- einuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagn- vart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Ísland hefur trónað á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) síðustu ár og má því segja að Ísland standi öðr- um þjóðum framar hvað viðkemur jafnrétti kynjanna, enda hæla stjórnvöld sér oft af því á al- þjóðavettvangi. En hvað þýðir það í stóra samhenginu? Þýðir það ekki að við þurfum að vera öðrum þjóðum fyrirmynd og passa að við- halda og bæta jafnrétti hér á landi á sama tíma og við styðjum við aðrar þjóðir? Ísland undirritaði Kvennasátt- málann árið 1980, en hann var ekki fullgiltur af Alþingi fyrr en 1985 eftir mikinn þrýsting frá kvennasamtökum. Með fullgild- ingu skuldbinda íslensk stjórnvöld sig til þess að fara eftir sáttmál- anum bæði við lagagerð og þegar mál fara fyrir dómstóla. Nú erum við vissulega með sterk jafnrétt- islög á Íslandi en samningurinn hefur þó ekki verið að fullu inn- leiddur í íslenska löggjöf. Þrátt fyrir að dómstólar eigi að horfa til alþjóðlegra sáttmála þegar dómar eru felldir sjáum við það ítrekað að það virðist gleymast og ein- göngu sé farið eftir íslenskum lög- um, sem ekki eru jafn sterk og Kvennasáttmálinn þegar kemur að mismunun gagnvart konum. Sem dæmi um það má nefna þá gagnrýni sem við setjum fram í skuggaskýrslunni sem nú hefur verið send til CEDAW- nefndarinnar. Í 5. gr. sáttmálans kemur m.a. fram að aðildarríkin skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að breyta félagslegum og menningarlegum hegðunarvenjum karla og kvenna með það fyrir augum að takast megi að upp- ræta fordóma og venjur sem byggjast á hugmyndinni um van- mátt eða ofurmátt annars hvors kynsins eða á viðteknum hlut- verkum karla og kvenna. Enn er náms- og starfsval kynjanna kyn- bundið hér á landi. Ábyrgð á heimilum og börnum er enn oft á herðum kvenna og hér ríkja enn ákveðnar hugmyndir um það hvað hvoru kyni um sig leyfist, sem m.a. birtast í starfs- og námsvali. Það þarf samstillt átak stjórn- valda til að bæta úr þessu. Til þess þarf t.d. að gera kynjafræði að skyldufagi á öllum skólastig- um, eins og kemur fram í skugga- skýrslunni. Í 6. gr. sáttmálans er áhersla á að koma í veg fyrir mansal og vændi sem hefur fengið mjög aukið vægi á síðustu árum, en þrátt fyrir það eru ekki nægileg úrræði fyrir konur í vændi eða sem lenda í mansali. Samkvæmt Eurostat jókst vændi gríðarlega á árunum 2016-2019 á Íslandi, en þrátt fyrir það er ekki nægilegt fjármagn hjá lögreglu til þess að rannsaka mansal á konum eða til að aðstoða þær sem lenda í því. Samtökin hvetja því stjórnvöld í skuggaskýrslunni m.a. til að auka fjármagn til lögreglunnar til þess að rannsaka þetta og koma í veg fyrir mansal á Íslandi, sem og köllum við eftir auknu fjármagni til að styðja við þolendur. Það er ekki einungis mikilvægt fyrir jafnrétti á Íslandi að sátt- málinn sé innleiddur að fullu hér- lendis, heldur skiptir það einnig máli á alþjóðaskala. Við höfum ekki náð jafnrétti fyrr en jafnrétti hefur verið náð alls staðar. Reglu- lega fá íslenskar kvennahreyfingar gagnrýni fyrir að vera of kröfu- harðar, því jafnrétti sé mun verra í öðrum löndum og megum við því prísa okkur sælar hérlendis. Þar komum við að ábyrgð Íslands sem þess lands sem trónar á toppi allra lista yfir kynjajafnrétti í löndum. Með því að innleiða Kvennasáttmálann í íslensk lög sýnum við í verki að við virðum al- þjóðaskuldbindingar, tökum jafn- rétti kynjanna alvarlega og styðj- um um leið við það að styrkja jafnrétti á heimsmælikvarða því það er mikilvægt að það sé sam- ræmi í lögum um jafnrétti á milli landa. Því fleiri lönd sem innleiða sáttmálann, því nær erum við að ná jafnrétti. Framkvæmd Íslands á Kvenna- sáttmálanum verður tekin fyrir á fundi nefndarinnar í Genf í febr- úar 2023. Í skuggaskýrslu samtak- anna er bent á hvað betur má fara í starfi íslenska ríkisins til að út- rýma mismunun gagnvart konum og hafa þau því enn tækifæri til þess að gera betur áður en staða Íslands gagnvart sáttmálanum verður tekin fyrir í febrúar. Mun fulltrúi samtakanna sem skrifuðu skuggaskýrsluna einnig ávarpa undirbúningsnefnd fundarins hinn 4. júlí þar sem farið verður ít- arlegar í þau atriði sem fram koma í skuggaskýrslu samtak- anna. Af hverju skiptir kvennasáttmálinn máli? Eftir Rut Einarsdóttur » Það er ekki einungis mikilvægt fyrir jafn- rétti á Íslandi að sátt- málinn sé innleiddur að fullu hérlendis, heldur skiptir það einnig máli alþjóðlega. Rut Einarsdóttir Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. rut@krfi.is Styrjöld í kjölfar heimsfaraldurs var ekki það sem veröldin þurfti á að halda. Hvorki frá sjónarhóli mannúðar né efna- hags. Áhrif endur- innrásar Rússlands í Úkraínu verða sífellt ljósari, á sama tíma og ákveðinn doði virð- ist færast yfir athygli okkar á daglegum framgangi stríðsins. Mannfall, hörmungar og eyðilegging eru daglegt brauð. Ár- angur árásaraðilans er takmark- aður en seiglast þó áfram í krafti virðingarleysis fyrir mannslífum og eigum. Yfirtaka skal takast, jafnvel þótt það verði á við- brenndri auðn. Alþjóðavæðingin endurmetin Mörg gerðum við okkur ekki grein fyrir mikilvægi Úkraínu í því að brauðfæða veröldina. Að þar væru að auki framleiddir íhlutir fyrir bifreiðaframleiðslu og fram færi mikilvæg hráefnavinnsla, sem aftur væri nýtt til lykilframleiðslu annars staðar í veröldinni. Sama á við um Rússland, en þegar stríðs- rekstur og viðskiptabann fara sam- an verða keðjuverkandi áhrif á að- fangakeðjur um alla heimsbyggðina. Árásarstríð Rússlands hefur nú staðið í næstum fjóra mánuði og lok þess ekki fyrirsjáanleg. Lítil ástæða er til bjartsýni. Áhrif á að- fangakeðjur, hráefnisverð og verð- bólgu eru tilfinnanleg og skortur er farinn að gera vart við sig á ýmsum nauðsynjavörum. Afleidd hungursneyð í þróunarríkjum er því miður fyrirséð. Heimskreppa gæti verið yfirvofandi, eða a.m.k. tilfinnanlegur samdráttur hag- vaxtar. Töpuð tækifæri og brostn- ar vonir alls staðar. Á móti þessu vegur aðlög- unarhæfni manns og markaðar. Bæði stríð og heimsfaraldur hafa haft þau áhrif að mörg fyrirtæki á Vesturlöndum endurmeta nú hversu háð þau vilja vera aðföng- um og undirframleiðslu á fjar- lægum mörkuðum, þar sem erfitt er að treysta á stjórnmálalegan og efnahagslegan stöðugleika. Einnig hvort verjandi sé að vera of háð sambandi við lönd þar sem mann- réttindi og lýðræði eru virt að vettugi. Alþjóðavæðing undanfar- inna áratuga, sem leitt hefur af sér verulegt hagræði, er þannig komin undir mæliker. Jákvæð áhrif á efnahag, en óvissan mikil Sem betur fer stendur Ísland um margt vel að vígi við þessar aðstæður vegna sjálfstæðis í orku- öflun og takmarkaðra viðskipta- tengsla við Rússland, Hvíta- Rússland og Úkraínu. Sem fyrr virðist stríð á fjarlægri strönd hafa jákvæð áhrif á okkar helstu út- flutningsatvinnugreinar m.a. vegna þess mikla viðskiptakjarabata sem uppsveifla hráefnisverðs á erlend- um mörkuðum hefur skilað fyrir sjávarafurðir okkar og iðnvarning. Ferðaþjónustan blómstrar nú sem aldrei fyrr, enda ímynd þess að vera talið eitt öruggasta og frið- sælasta ríki heims sterk söluvara í viðsjárverðum heimi. Samhliða því má búast við að þrátt fyrir viðvarandi átök muni alþjóðamarkaðir leita í átt að ákveðnu jafnvægi. Alþjóðlega sjást merki þess að hús- næðisverðbólga sé í rénun, en ofris fast- eignamarkaðar hefur langt í frá verið sér- íslenskt fyrirbæri. Ol- íu- og gasverð er enn hátt, en af þeim mörk- uðum gæti verið tíðinda að vænta, sérstaklega ef heimsókn Banda- ríkjaforseta til Sádi-Arabíu og hins hviklynda krónprins þar ber ár- angur. Óvissa um efnahagshorfur hér á landi er engu að síður veru- leg og útkoman ræðst af fram- vindu mála á alþjóðavísu. Sögulega séð hefur Ísland verið eins og lauf í vindi þegar kemur að efna- hagsþróun á heimsvísu en á móti vegur að staða þjóðarbúsins er mun sterkari en áður. Stöðugleikinn er vandasamt verkefni Að tryggja stöðugleika í þeim stormi sem nú geisar er vanda- samt verkefni og krefst mikils af stjórnvöldum og aðilum vinnu- markaðar. Þó eru ýmsir mögu- leikar til þess að halda áfram veg- inn m.a. hvað varðar ýmsar umbætur. Við getum prísað okkur sæl að vera komin jafn langt á veg og raun ber vitni í nýtingu end- urnýjanlegra orkugjafa. En betur má ef duga skal. Full ástæða er til að gera enn betur í orkuskiptum og ekki má sjá ofsjónum yfir meintu tekjutapi ríkisins tengt raf- væðingu bílaflotans. Þar vegur á móti framlag til loftslagsmála og minni þörf á innfluttu eldsneyti. Hnykkjum frekar á og gerum bet- ur. Skattheimtu má aðlaga og horfa til annarra þátta. Á móti kemur að tengt breyttri heimsmynd má gera ráð fyrir auknum útgjöldum til öryggis- og varnarmála. Það er fyrirsjáanlegt en stjórnvöld hafa þar litlu deilt með þingi og þjóð hvað gæti verið í farvatninu. Um það þarf opna umræðu og gagnsæi. Við eigum einnig að sýna stuðning í verki við Úkraínu eftir bestu getu, ásamt því að sýna áfram rausn í þróun- araðstoð. Okkur ber einfaldlega skylda til þess. Þótt sumarið hér á norð- urslóðum hafi farið vel af stað og veðrið leikið við okkur þurfum við að nýta það vel til undirbúnings fyrir þær áskoranir sem við stönd- um þegar frammi fyrir. Margt af því mun hafa bein áhrif á kjara- viðræður vetrarins. Þar væri forsjá án efa betri en kapp. Að koma í veg fyrir átök á vinnu- markaði sem erfitt verður að vinda ofan af ætti að vera okkur öllum meginmarkmið. Til þess að svo megi verða þurfum við öll að leggja okkur fram, framverðir verkalýðshreyfingar, fulltrúar at- vinnurekenda og stjórnvöld. Eftir Friðrik Jónsson » Formaður BHM skrifar um núver- andi heimsmynd og stöðugleika. Friðrik Jónsson Höfundur er formaður BHM. Úkraína, alþjóða- kreppa og Ísland ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.