Morgunblaðið - 16.06.2022, Síða 43

Morgunblaðið - 16.06.2022, Síða 43
Ég leyfi mér að segja að þetta eigi eftir að verða eftirréttur sumarsins! Léttur eftirréttur eftir grillmatinn, matarboðið eða í veisluna því ég held að við eigum svo sannarlega eftir að vera í því að hittast í sumar. Eitt sett-súkkulaðimús 300 g Eitt sett-súkkulaði (2 plötur) 500 ml rjómi 4 eggjarauður 1 msk. flórsykur Brjótið súkkulaðið niður og setjið í pott ásamt 100 ml af rjóma, hitið á lágum hita þangað til súkkulaðið hefur bráðnað. Hrærið vel og leggið til hliðar. Léttþeytið 400 ml af rjóma í einni skál og þeytið saman eggjarauður og flórsykur þangað til létt og ljóst í annarri. Blandið þá súkkulaðinu saman við eggjarauðurnar og hrærið vel saman. Þá er súkkulaðinu blandað saman við rjómann í nokkrum skömmtum og hrært varlega á milli. Hellið í eina stóra skál eða dreifið í minni skálar. Setjið músina í ísskáp og leyfið henni að taka sig í minnst 2-3 klst. Áður en hún er borin fram er tilvalið að skreyta hana með meira súkkulaði, ferskum berjum og jafnvel lakkríssósu. Súkkulaði- músin sem sigrar sumarið „Góðar uppskriftir spretta oft upp út frá öðrum uppskriftum eða bara eiginlega mjög oft. Að þessu sinni var fyrirmyndin Þristamúsin landsfræga, sem á uppruna sinn hjá Simma Vill og ég studdist við uppskriftina á síðunni hennar Berglindar Hreiðars – nema ég ákvað að prófa nýtt uppáhald Íslend- inga; Eitt sett-súkkulaðiplöturnar, og það heppn- aðist líka svona svakalega vel,“ segir Guðrún Ýr Eð- valdsdóttir um þessa uppskrift. Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðavaldsdóttir Sælgætismús Eitt Sett er eitt vinsæl- asta súkkulaði landsins og ekki er það síðra þegar það er komið í mús. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022 Djúsý kjúklingasalatKringlan ... alltaf næg bílastæði Borðabókanir á www.finnssonbistro.is eða info@finnssonbistro.is Frábær kostur í hádeginu Þín upplifun skiptir okkur máli 500 g nautgripahakk frá SS 75 g kryddostur með pipar 1 dl Stubbs sticky and sweet BBQ-sósa + meira á tilbúna hamborgarana 1 msk. Grill Mates Brown sugar bourbon-krydd + meira á til- búna hamborgarana ostur hamborgarabrauð grænmeti eins og til dæmis salat, súrar gúrkur, tómatar og paprika Aðferð: Setjið hakkið í skál ásamt rifnum kryddosti, BBQ- sósu og kryddi. Hnoðið öllu vel saman og skiptið í fjóra hluta, útbúið hamborgara úr hakkinu. Grillið hamborgarana á heitu grillinu, kryddið meira ef þið viljið og smyrjið sósu á borgarana þegar þeir eru að verða tilbúnir, setjið ost yfir og látið hann bráðna. Raðið grænmetinu og kjötinu á hamborgarabrauðin. Grillaðir BBQ- borgarar frá grunni Hér eru á ferðinni dýrindis borgarar þar sem búið er að blanda bæði osti og BBQ-sósu saman við hakkið. Skemmtilegt er að leika sér með hakkið á þenn- an hátt og hægt að gera endalausar tilraunir. Það er Linda Ben sem á heið- urinn af þessari uppskrift sem er einföld en einstaklega bragðgóð. Ljósmynd/Linda Ben Heimagert Það býður upp á ótal spennandi möguleika að gera borgarana sjálfur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.