Morgunblaðið - 16.06.2022, Side 46

Morgunblaðið - 16.06.2022, Side 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022 ✝ Albert Ágúst Halldórsson fæddist á Syðri- Úlfsstöðum í Aust- ur-Landeyjum 16. febrúar 1935. Hann lést 2. júní 2022. Foreldrar hans voru hjónin Sigríð- ur Guðbjörg Guð- mundsdóttir hús- móðir, f. 5.3. 1901, d. 5.1. 1972, og Halldór Jó- hannsson, bóndi á Syðri- Úlfsstöðum, A-Landeyjum, f. 28.2. 1887, d. 1.11. 1976. Systkini Alberts voru Karl Hafstein, Óskar og Sigríður og eru þau öll látin, en hann var yngstur í systkinahópnum. Hinn 12. júlí 1964 kvæntist Albert eftirlifandi eiginkonu Albert sótti barnaskóla sem þá var á Krossi í Landeyjum. Síðar fór hann í Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar á Geysi í Haukadal. Ýmis störf vann hann, t.d. sláturtíðir, sjó- mennsku frá Vestmannaeyjum, línulagnir hjá RARIK, hafn- argerð í Þorlákshöfn og fleira. Þau hjónin hófu búskap á Skíðbakka árið 1964 til ársins 1986 er Guðbjörg dóttir þeirra og tengdasonur tóku við búi en bjuggu þó áfram í sínu húsi. Ýmis störf vann Albert eftir að búskap lauk og þótti honum vænst um árin í Reykjagarði á Hellu en þar vann hann meðan kraftar leyfðu. Árið 2008 fluttu þau á Hvolsvöll er þau höfðu húsa- skipti við Hlín dóttur sína og fjölskyldu. Síðasta eina og hálfa árið dvaldi hann á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Útför fer frá Krosskirkju í Austur-Landeyjum kl. 14 í dag, þann 16. júní 2022. sinni, Sigríði Odd- nýju Erlends- dóttur, f. 25.1. 1943, frá Skíð- bakka í Austur- Landeyjum. Börn þeirra eru: 1) Guð- björg, f. 19.1. 1965, maki Rútur Pálsson, eiga þau fjögur börn og fimm barnabörn. 2) Úlfar, f. 9.7. 1967, maki Jónína Kristjáns- dóttir og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. 3) Hlín, f. 27.1. 1972, maki Birgir Ægir Krist- jánsson, eiga þau tvær dætur (eldri af fyrra sambandi, faðir Bjarni Óskarsson). 4) Gylfi Freyr, f. 17.12. 1974, maki Margrét Sveinbjörnsdóttir, eiga þau eina dóttur. Góð lýsing á þér er að þú varst mikill íþróttamaður, hesta- maður og glöggur á bæði fólk og skepnur. Þú vitnaðir oft um tím- ann sem þú varst á íþróttaskól- anum á Geysi í Haukadal og barst gífurlega virðingu fyrir Sigurði Greipssyni skólastjóra. Oft fékk maður að heyra: „Gakktu beinn í baki, drengur!“ Þú varst mikill ungmennafélags- sinni og fannst ekki gáfulegt þegar fólk gekk ekki í ung- mennafélag. Hestar áttu hug þinn allan, og varla liðu þau jól sem þú fékkst ekki allavega eina hesta- bók að gjöf. Þú passaðir vel upp á að alltaf væru til hestar fyrir okkur krakkana og oft lukkaðist það vel, ef við fengum að láta folald lifa, að til yrði góður hest- ur úr því. Glöggur varstu alltaf á hross og t.d. lagðir þú á minn- ið hvernig faxið lá; hægra eða vinstra megin framan eða aftan. Minningar hlaðast upp. Ein er sú þegar við fórum með þér til Ella á Lækjarbakka til að sækja harmóniku sem þú fékkst þér aftur eftir nokkur ár án nikku. Oft spilaðir þú inni í her- bergi á nikkuna, þú vildir ekki mikið trana þér fram með hana þar sem þú varst alltaf frekar hlédrægur. Líka koma upp minningar þegar riðið var á Hellumótin og austur í Péturs- ey. Þetta voru hinar eiginlegu hestaferðir á þessum tíma. Þú rifjaðir oft upp sögur þegar komið var ríðandi austur í Mýr- dal þegar þú varst í línuflokki að reisa raflínur á þessu svæði og lýstir mönnum og hrossum á þessum bæjum. Oft gat verið glatt á hjalla í þessum ferðum. Þú gast verið alvarlegur á köflum og fékkst oftast að njóta þín í minni hópum, t.d. í hesta- ferðum þegar gamlar sögur voru rifjaðar upp. Þú varst grallari og gast tæst í fólki, ung- um sem öldnum, og það sást best þegar ég heimsótti þig á Kirkjuhvol hvað þú spjallaðir létt við starfsfólkið þar og það svaraði þér létt til baka. Þið mamma hvöttuð mig til að fara á Bændaskólann á Hólum og þú sýndir því mikinn áhuga þegar ég var að vinna í tvö sum- ur í Skagafirði. Grunar mig að þig hafi alltaf langað til að prófa eitthvað svipað en tíðarandinn var annar þegar þú varst ungur. Eitt sinn sem oftar var Góu- gleði í Gunnarshólma, mamma var formaður kvenfélagsins og þurfti hún því að fara aðeins fyrr en við á ballið og við vorum heima og Mundi í Dalsgarði. Mamma setti yfir læri og treysti okkur til að slökkva undir því þegar við færum á ballið. Þú taldir nú að þrír fullvaxnir karl- menn væru á við einn kvenmann að muna eftir þessu. Mamma hafði ekki alveg trú á því, sem von var, þar sem það mallaði á fullu þegar hún kom heim um fjögurleytið um nóttina! Sama kvöld gerðum við okkur klára á ballið og Mundi skellti sér í rauðu kápuna hennar mömmu og þú tókst vel undir að hann færi í kápunni á ballið en ég stoppaði þetta af þar sem mig grunaði að þú fengir meiri skammir fyrir þetta uppátæki en við. Svona gastu grallarast með þér yngra fólki. Elsku pabbi, takk fyrir allt og hvíldu í friði. Þinn Gylfi Freyr. Flokkurinn af ungu fólki í Austur-Landeyjum, sem fætt var á fjórða áratug síðustu aldar og upp úr honum var engu líkur. Út úr fátæklegum íbúðarhúsun- um hoppuðu töffarar og skvísur, með brilljantín og túperað hár. Voru eins og klippt út úr tísku- blöðum og lifðu hratt á þess tíma mælikvarða, stunduðu glímu og frjálsar og skemmtu sér. Og þau byggðu félagsheim- ilið Gunnarshólma með eigin höndum, til að eiga aðstöðu fyrir allt þetta. Þetta fólk var boðberar nýrra tíma í sveitinni. Þau enduðu mörg saman í búskap á bæj- unum þegar kallað var eftir framleiðslu og uppbyggingu og samtakamáttur þeirra og sam- staða var mikil. Dagarnir sem fóru í steypuvinnu og samhjálp meðal sveitunga urðu samtals að vikum og mánuðum þegar upp var staðið. Hvort sem það var steypudagur, fundur í Dagsbrún eða Freyju, eða ball í Gunn- arshólma, þá var skyldumæting, hvernig sem á stóð. Albert var mitt í þessum lífs- glaða hópi, var hrókur alls fagn- aðar, næmur á fólk og undi sér hvergi betur. Hann náði reynd- ar ekki síður til yngra fólks en hinna eldri. Hann lifnaði við þegar mannlífið barst í tal og kunni óteljandi sögur af sam- ferðafólki lífs og liðnu og rifjaði þær oft upp. Hann leit frekar á jákvæðu hliðarnar og björtu og dæmdi ekki hart – kaus frekar taka lagið og hafa gaman en lenda í orðaskaki. Húmorinn klikkaði ekki og þegar ég hitti hann í síðasta sinn gerði hann létt grín að eigin ástandi og minntist gamals sveitunga sem hafði drukkið heldur mikið og lá á milli leiða í kirkjugarðinum á Krossi. Sá hafði þá haft á orði að hann gæti drukkið aðeins meira úr því að hann væri svona vel skorðaður. Hugurinn brást ekki né breyttist þrátt fyrir allt og enn var hann veitandi á gleði og hlátur. Blessuð sé minning Alberts Halldórssonar. Frá öllum, núverandi og fyrr- verandi, í vesturbænum á Skíð- bakka, fylgja þakkir fyrir frá- bært nágrenni og vinskap, sem sjaldan eða aldrei bar skugga á. Elvar Eyvindsson. Elsku pabbi minn, komið er að kveðjustund, margar góðar og afar dýrmætar minningar koma upp í hugann. Þú varst yndislegur pabbi og þótti mér ákaflega vænt um þig. Ég þakka fyrir alla bíltúrana um Landeyj- arnar og hestaferðirnar sem farnar voru ár hvert, þá bæði á Péturseyjarmótin og Hellumót- in, sem var upplifun fyrir barn sem ungling á þeim árum. Takk fyrir allar sögurnar og ættfræðina sem þú varst ein- stakalega laginn við að segja frá og fræða okkur um. Sem sagt sagnaglaður með eindæmum, söngmaður mikill og með hjart- að á réttum stað. Fylgdist með og spurðir hvernig stelpurnar okkar og dýrin hefðu það, sem segir allt sem segja þarf. Minning kemur upp í hugann er við systur fórum með þig eitt sinn í fjarveru mömmu til Víkur á Hjallatún í hvíldarinnlögn. Þarna hafði dæmið snúist við þar sem það var eins og við vær- um að fara með barnið okkar í sumarbúðir. Við litum hvor á aðra er inn í bíl var komið, með sting í hjarta að skilja þig eftir. Við nutum stundanna er við áttum saman er þú komst inn á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvol eftir að heilsu þinni var farið að hraka. Þakklæti er mér efst í huga að hafa starfað þar og getað eytt svo dýrmæt- um tíma með þér elsku pabbi minn. Þú áttir auðvelt með að dreifa gleðinni og fá starfsfólkið til að taka þátt í sprellinu með þér sem þú komst af stað. Til að mynda rétt svar í spurninga- leiknum eitt sinn, þá gall í þér: „Ég er ekki bara útlitið!“ Einnig hvað athöfnina að fara á ball bar oft á góma, hvort búið væri að redda bílstjóra og pelinn væri klár, þetta uppskar oft mikla kátínu og hlátrasköll. Við fjölskyldan erum svo óendanlega þakklát fyrir að þú hafir treyst þér til að koma heim að Skíðbakka fáeinum dög- um fyrir kallið í útskriftarveislu Oddnýjar Lilju okkar þar sem við vorum nánast öll saman komin, stórfjölskyldan, að fagna þeim áfanga með henni. Sú minning og sú samverustund er okkur öllum afar dýrmæt og gleymist seint. Þú varst höfðinginn í fjöl- skylduhópnum og munt ávallt vera það í hjarta okkar allra. Hafðu þökk pabbi minn Þín gullnu spor yfir ævina alla hafa markað langa leið skilið eftir ótal brosin, bjartar minningar sem lýsa munu um ókomna tíð. Elska þig ávallt pabbi minn. Þín Hlín. Þá er komið að kveðjuorðum pabbi minn. En ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir föður og vin. Ég er þakklát fyrir hversu langan og góðan tíma þú fékkst að eiga með okkur. Þakklát fyrir alla hlýjuna, glettnina og sögurnar. Einnig fyrir áhuga þínum á gangi mála hjá okkur í búskapnum. Og áhuga þínum og ást á afa- og langafabörnunum. Það voru ófá- ar ferðirnar sem þú skutlaðir krökkunum mínum á íþróttaæf- ingar og eitt og annað, meðan þú bjóst hér enn á Skíðbakka. Þakklát fyrir það hversu vel þú undir þér á Kirkjuhvoli með yndislega starfsfólkinu þar. Eft- ir að heilsa þín leyfði þér ekki lengur að búa heima. Ómetanlega þakklát fyrir að Hlín systir væri að vinna einmitt á Kirkjuhvoli. Það var svo gott að vita af henni þar að fylgjast með þér. Ekki síst á erfiða co- vid-tímabilinu. Þakklát fyrir það hvernig þú tókst á við veikindin þín og hrakandi heilsu og lífsgæði. Þú kvartaðir aldrei. Ef ég spurði þig hvernig þér hefði liðið síð- ustu daga og vissi að þú hefðir verið slappur og lélegur þá stundum fitjaðir þú upp á nefið og grettir þig örlítið. Þá fórum við bara að tala um eitthvað skemmtilegt. Þakklát fyrir það hversu fal- legt það var þegar þú fórst inn á Kirkjuhvol og þú minntir okkur á að hugsa vel um hana mömmu. Við vorum kannski meira með hugann við hversu erfitt það yrði fyrir þig að þurfa að flytja að heiman. Þakklát fyrir það hversu vel þú fékkst að halda kollinum þín- um í lagi alveg fram undir það síðasta. Þó að fæturnir væru löngu farnir að svíkja og lík- aminn að gefa sig. Þú komst okkur svo oft á óvart, svo enda- laust glöggur og minnugur á menn og skepnur. Þekktir svip- inn á fólki og þá gjarnan hverr- ar ættar það var og hvaðan. Mundir hvaða litur hefði verið áberandi á hrossum á þessum bænum og hinum í nærliggjandi sveitum og þessi svipur á sauð- fénu. Og nú er ég síðast en ekki síst þakklát fyrir það hversu fljótt og vel þú tæklaðir enda- sprettinn. Enda alltaf íþrótta- maður, teinréttur og léttur í spori. Að sjálfsögðu sakna ég þín pabbi minn en síðustu tvo sólarhringana sem þú lifðir var augljóst hvert stefndi. Og þú bara kláraðir þetta hægt og hljótt og fljótt og fallega. Takk fyrir allt og allt. Þín dóttir Guðbjörg. Elsku afi, þú varst gull af manni og afi sem alla dreymir um. Þegar ég lít til baka til æskuáranna alltaf svo spennt að koma til þín í sveitina að fá að fara á hestbak með þér. Virka barnið sem ég var þurfti einhverja útrás því mér fannst ekkert leiðinlegra en að gera ekki neitt. Þú kunnir ráð við því og tókst mig nær alltaf með þér í langa reiðtúra, ég þá oftast á hinum bleikálótta Kam- el sem ég mun seint gleyma. Skemmtileg saga sem mamma man eftir þegar þú tókst mig örugglega í langan reiðtúr til að dæla úr mér orkunni og þegar við komum ríðandi í hlað var ég sofandi á Kamel, þannig áhrif hafðir þú á mig og kunnir vel á afabarnið þitt. Ætli það hafi ekki verið kveikjan að hestabakteríunni hjá mér reiðtúrarnir með þér afi, enda hittumst við aldrei án þess að ræða hross, þér fannst það aldrei leiðinlegt og ekki mér heldur. Þú spurðir alltaf út í hrossin og hringdir oft eftir mót og óskaðir mér til hamingju. Ég er svo glöð að hafa náð að tilkynna þér um frumburðinn okkar Þorgeirs nokkrum dögum áður en þú kvaddir okkur, það hefði verið gaman ef þið hefðuð hist en ég mun segja barninu frá frábæra langafa sínum einn daginn. Mikið er ég þakklát að hafa komið við hjá þér daginn sem þú kvaddir okkur og kysst þig á kinnina, það er minning sem lif- ir, ég elska þig afi, sofðu rótt og ríddu inn í nóttina á miklum gæðingi. Ég berst á fáki fráum fram um veg. Mót fjallahlíðum háum hleypi ég. Og golan kyssir kinn. (Hannes Hafstein) Þín Birgitta. Elsku afi Albert okkar verður jarðsunginn í dag og margar minningar koma upp í hugann. Við frænkurnar gátum verið krefjandi og ákaflega duglegar að metast og kýta þegar við vor- um yngri. Við minnumst þess er þú varst trúss í hestaferð um ár- ið í Víkinni með okkur í aft- ursætinu og ábyggilega orðinn leiður á pexinu í okkur og þar mátti vel sjá að hjartað var á réttum stað hjá þér, afi okkar, þegar þú komst með tvö háls- men til okkar. Sagðir að á með- an við værum með þau á okkur mættum við ekki metast. Hvíldu í friði. Þínar afastelpur, Oddný Lilja og Rakel Ösp. Ég var rétt orðin ellefu ára þegar ég var send í sveit með rútu frá Þorlákshöfn að Skíð- bakka í Austur-Landeyjum til sumardvalar og til að passa tveggja ára stúlkubarn ábúenda, Guðbjörgu. Ég var hrædd og eitt spurningarmerki: „Hvert er ég að fara og hvað bíður mín?“ Ég þekkti ekkert til og vissi ekki hvert á land ég var að fara. Sibba tók á móti mér á brúsa- pallinum með bros á vör. Allar götur frá þeim tímapunkti hefur mér þótt vænt um þessa fjöl- skyldu. Það sem ég met svo mikils við Sibbu og Albert er að þegar ég var þar í sveit, 11-13 ára krakki, þá báru þau alltaf virðingu fyrir okkur sveitar- krökkunum sem manneskjum. Við vorum tekin með á sam- komur á Hvolsvöll, á hesta- mannamót, útreiðartúra og böll og á allt mögulegt þar sem krakkar voru ekki endilega vel- komnir en þau tóku okkur samt með. Þau voru svo miklar fyr- irmyndir og peppuðu okkur sveitarkrakkana svo fallega upp. Þá er kartöfluupptakan á haust- in ógleymanleg sem ég sótti að komast í. Elsku Albert, takk fyrir að taka málstað okkar Sigga heitins þegar við áttum að fara í ból en langaði á hestbak í kvöldsólinni, „kvöldið og nóttina eiga þau sjálf Sibba“, sagðir þú og við Siggi heitinn fórum í út- reiðartúr í miðnætursólinni. Það veitti okkur og mér svo mikið frelsi. Far í friði elsku kallinn minn. Sjáumst á Væng í næsta lífi. Manstu? „Vængur, Vængur minn!“ Hinsta kveðja og samúðar- kveðjur til ykkar allra sem eigið um sárt að binda. Ástríður (Ásta) Grímsdóttir. Elsku afi. Það er erfitt að stundin sé komin, kveðjustund- in. En við vitum að þú fylgist með úr fjarska. Takk fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Takk fyrir allt spjallið, suðu- súkkulaðið, afakexið og mjólk- ina. Alltaf var faðmur þinn op- inn og þú tilbúinn til að hlusta og vildir allt fyrir alla gera. Samverustundirnar samanstóðu alltaf af gleði, hlátri og góðum sögum. Alltaf varst þú tilbúinn til að hjálpa fólkinu þínu og góður vin- ur vina þinna. Allt fram á síð- asta dag varstu með það á hreinu hvað fólkið þitt var að fást við. Áhuginn sem þú sýndir öllum í kringum þig var aðdáun- arverður. Barnabarnabörnin þín sakna langafa, skoða myndir af þér og brosa. Elsku afi, við lofum því að minning þín mun lifa með okkur. Hvíldu í friði elsku afi, eins og þú myndir orða það sjálfur „æ lev jú“. Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur, og fagrar vonir tengir líf mitt við. Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá. Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað) Sandra Sif, Fanney og Hilmar Úlfarsbörn. Albert Ágúst Halldórsson Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sálm. 16.11 biblian.is Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.