Morgunblaðið - 16.06.2022, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 16.06.2022, Qupperneq 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022 ✝ Alda Hanna Grímólfsdóttir fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1980. Hún lést á líknardeild Landspítalans 8. júní 2022. Foreldrar Öldu Hönnu eru Jónína Ingólfsdóttir, f. 15. maí 1956, og Grí- mólfur Sævar Valdimarsson, f. 11. september 1956. Sambýlis- kona Grímólfs er Hugrún Val- garðsdóttir, f. 16. desember 1954. Systir Öldu er Anna Laufey Árnadóttir, f. 1. febrúar 1976. Sambýlismaður hennar er Hall- dór Vilberg Torfason, f. 29. jan- úar 1979. Alda var hægri hönd móður sinnar og áttu þær náið og fal- legt mæðgnasamband. Saman mynduðu Alda, Anna og móðir þeirra sterkt þríeyki í dagsins önn og amstri. Alda var afar náin ömmu sinni og afa, Öldu Hönnu Grímólfs- dóttur, f. 12. sept- ember 1939, og Valdimar Guð- laugssyni, f. 18. desember 1930, d. 26. febrúar 2017. Alda var stúdent frá Kvennaskól- anum í Reykjavík. Hún lauk BA-gráðu í ensku frá Háskóla Íslands árið 2013. Hún var ferðamálafræðingur frá Ferða- málaskólanum í Kópavogi og lærði viðburðastjórnun við Há- skólann á Hólum. Alda starfaði í fjórtán ár hjá Símanum, síðar Já ehf. Frá árinu 2014 starfaði hún hjá Icelandair. Útför Öldu fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 16. júní 2022, klukkan 15. Útförinni verður streymt á slóðinni https://www.netkynning.is/ alda-hanna-grimolfsdottir Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat Fyrir rúmum tveim áratugum lágu saman leiðir fjölbreytts hóps ungra kvenna sem áttu það sameiginlegt að hafa fengið vinnu við símsvörun í talsam- bandi innanlands eða talsam- bandi við útlönd. Starfið var mis- gefandi, á stundum krefjandi og vanþakklátt en öðrum stundum hlýlegt og oft jafnvel stórkost- lega fyndið. Þetta var á þeim tíma þegar hringt var án afláts í 118 og fyrirspurnirnar spönnuðu allan þann skala mannlegs eðlis sem með góðu móti er hægt að ímynda sér. Við ungu konurnar deildum með okkur reynslusög- um innbyrðis og sameiginlegur reynsluheimur varð snemma til þess að styrkja tengsl okkar og kynni. Eins og gefur að skilja var einn helsti kostur starfsins fé- lagsskapurinn, enda héldust flestar okkar lengur við en til hafði staðið í upphafi. Þarna eyddum við saman verslunar- mannahelgum, áramótum, að- fangadögum, páskum og ótal næturvöktum ár eftir ár og allar eigum við minningar um það hvernig Alda Hanna gerði það að verkum að tíminn leið hraðar og langar vaktirnar urðu ekki aðeins bærilegar, heldur dásam- lega skemmtilegar í hennar fé- lagsskap. Með okkur öllum tókst mikil vinátta sem einkenndist af vænt- umþykju og gagnkvæmum stuðningi og sú vinátta og vænt- umþykja hefur lifað góðu lífi í gegnum árin. Snúrurnar, eins og við kölluðum okkur, hafa verið duglegar að standa fyrir spila- kvöldum, skipuleggja sumarbú- staðaferðir og bjóða hver ann- arri í hverskyns tækifærisboð í gegnum tíðina og var fertugsaf- mælisboð Öldu líklega síðasta slíkt boðið sem leiddi margar okkar saman. Alda Hanna var góðmennsk- an uppmáluð, lífsglöð, hugulsöm og hlý, bráðgáfuð og fyndin. Alda var líka frábærlega uppá- tækjasamur prakkari. Í bústað- arferð Snúranna að Apavatni ár- ið 2003 þóttist hún ætla snemma í háttinn fyrsta kvöldið. Hún klæddi sig í náttföt, burstaði tennurnar og bauð okkur hinum góða nótt á meðan við reyndum að telja hana á að sitja áfram með okkur. Þegar talsvert var liðið frá því að Alda hafði farið inn í herbergi og við gerðum all- ar ráð fyrir því að hún væri löngu sofnuð birtist skyndilega vera íklædd Scream-búningi fyr- ir utan flennistóran gluggann í stofunni á bústaðnum. Okkur hinum var auðvitað í fersku minni hryllingurinn úr fyrstu þrem Scream-myndunum og lík- lega óþarfi að ræða það hversu mikið var öskrað áður en Alda tók hlæjandi af sér grímuna. Að sú bjarta framtíð sem blasti við Öldu hafi verið tekin frá henni er bæði óbærilega sárt og ósanngjarnt. Missirinn er mikill og auðvitað mestur þeirra sem stóðu henni næst. Fjöl- skyldu Öldu og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Hennar verður sárt saknað. Katla Ásgeirsdóttir, Marta Gunnarsdóttir og Særún María Gunn- arsdóttir. Við erum hópur ólíkra kvenna sem eigum það sameiginlegt að hafa unnið saman á Símanum fyrir um tveimur áratugum. Milli okkar vaknaði og óx gleði, vinátta og virðing. Margar okk- ar hafa haldið sambandi gegnum árin en mismiklu eins og gengur og gerist. Eitt sinn Snúra ávallt Snúra! Þær eru ófáar minning- arnar sem hafa skapast þegar Snúrurnar hafa heimsótt veit- ingastaði bæjarins, haldið partí, spilakvöld og farið upp í sum- arbústað. Ef það hefðu verið veitt mætingarverðlaun í hitt- inga hjá Snúrunum hefði Alda sannarlega verið kandídat. Alda var ótrúlega mörgum kostum gædd og nutum við Snúrurnar þess hvað hún var styðjandi, klár, fyndin og traust. Spila- klúbburinn græddi líka mikið á því hvað Alda var ötull spilasafn- ari. Andláti Öldu fylgir ekki að- eins missir og sorg heldur líka erfiðar tilfinningar vegna þess hve ótímabær og ósanngjörn endalokin á hennar jarðvist voru. Við skálum fyrir þér elsku Alda. Við erum þér og verðum alltaf þakklátar fyrir að hafa snert hjarta og líf okkar allra. Elsku fjölskylda og vinir, ykk- ar missir er mikill og við sendum ykkur okkar dýpstu samúð og hlýjustu hugsanir. F.h. Snúranna, Auður Elísabet, Berglind, Gerður Sif, Íris, Katla, Sigurveig og Særún María. Elsku Alda mín. Ekki grunaði mig í byrjun febrúar þegar við keyrðum saman í ofsaveðri yfir Lyngdalsheiðina að þetta yrði okkar síðasta ferðalag saman. Snjóstormur og sól. Við vorum pínulítið hræddar en samt gát- um við ekki annað en dáðst að fegurðinni í storminum. Á vissan hátt má segja að þetta hafi verið fyrirboði fyrir það sem koma skyldi, því ekki löngu seinna skall á annar og verri stormur sem setti lífið á hliðina. Síðustu vikur hafa verið skrítnar, innst inni vissi ég að sá dagur myndi koma að ég þyrfti að kveðja þig en vonin var alltaf til staðar um að við myndum fá meiri tíma saman. Eitt ferðalag í viðbót, eina útilegu, sumarbú- staðarferð eða utanlandsferð. Við áttum eftir að fara saman í Þakgil, til Balí eða Maldives- eyja. Elsku vinkona, þegar við kynntumst sex ára gamlar í Fellaskóla þá var eins og tvær gamlar sálir væru að hittast á ný og ég gleymdi þér aldrei þegar þú skiptir um skóla í nokkur ár. Mikið var ég glöð þegar þú komst aftur og vinskapur okkar átti aldrei eftir að rofna eftir það. Ég áttaði mig á því snemma að þú værir alveg sérstök vin- kona, svo hlý og góð. Alltaf að passa upp á að öllum liði vel. Svo varstu alveg einstaklega klár líka og við útskriftina úr Fella- skóla fékkstu nær öll verðlaunin fyrir framúrskarandi námsár- angur. Mikið var ég stolt af þér elsku Alda mín. Eftir grunnskóla fórum við svo saman í Kvennó, það var ein- stakur styrkur fyrir mig að við fórum í sama skóla þótt við vær- um hvor í sínum bekknum, þú í þýsku og ég í frönsku. Við fórum saman í kórinn, enda varstu tón- elsk og elskaðir að hlusta á tón- list og syngja. Í Kvennó eign- uðumst við góðar vinkonur og stofnuðum vinahópinn H.E.R.- F.U.R. sem hefur haldið vinskap til dagsins í dag. Ég man ennþá eftir því þegar ég átti afmæli í fyrsta bekk í Kvennó og þú mættir í stofuna mína rétt fyrir tíma með snúð, stakkst í hann kerti og kveiktir á því. Þannig varstu alltaf elsku Alda, þú elskaðir að gleðja fólk, þú mundir eftir öllum afmælum, hvort sem það var hjá mér, Óm- ari eða börnunum okkar og oftar en ekki varstu mætt með óvænta gjöf handa okkur. Á móti kom að þér þótti virkilega vænt um það þegar ég gerði eitthvað fyrir þig, hvort sem það var óvænt gjöf eða hrós, sama hversu lítið það var þá varstu ætíð þakklát. Þú varst þakklát fram á síðasta dag þó að lífið tæki stefnu í vitlausa átt. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þér elsku Alda. Ég er þakklát fyrir allt það sem við náðum að gera saman í gegnum árin, öll ferðalögin, spilakvöldin, samtölin, tarot-spárnar og bolla- lesturinn. Ég er þakklát fyrir að við létum gamla hugmynd ræt- ast í fyrra og fengum okkur eins tattú. Ég mun sakna þess að heyra röddina þín aftur, heyra dillandi hláturinn og fá hlýtt faðmlag. Þar til við hittumst aftur elsku Alda. Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vinahjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín vinkona, Arna Dögg. Elsku besta Alda mín. Að ég skuli sitja hérna og skrifa minn- ingagrein um þig er svo óraun- verulegt. Ég bíð eftir að einhver segi að þetta sé einn stór mis- skilningur og að þú hringir í mig og segir mér að þetta hafi allt verið djók. En þannig er þetta víst ekki, heldur ískaldur, öm- urlegur veruleiki. Hversu ósanngjarnt getur lífið eiginlega verið? Þú sem ekki varst nema rétt rúmlega fertug og ættir að eiga framtíðina áfram fyrir þér. Hversu ósanngjarnt er það að þú hafir varla fengið tíma til að átta þig á því að þú værir með ólækn- andi sjúkdóm sem myndi leggja þig á þremur mánuðum? Þær eru margar spurningarnar sem vakna hjá mér, en fátt er um svör. Þótt ég hafi ekki kynnst þér fyrr en eftir að við komumst á fullorðinsár tókst strax með okkur gríðarlega góð vinátta, vinátta sem var mér mjög dýr- mæt og kær. Góðmennska þín og umhyggja. Við gerðum svo margt saman, öll spilakvöldin, útilegurnar, innanlandsferðirn- ar, utanlandsferðirnar, bóka- klúbbarnir í hverjum mánuði og fleira og fleira. Ég á bara góðar minningar um þig elsku Alda mín. Ég veit ekki hvað skal rifja upp, þær eru svo margar minn- ingarnar. Ég fer samt alltaf að hlæja þegar ég hugsa um útileg- una okkar fyrir nokkrum árum þegar við næstum frusum til bana í Hallormsstaðarskógi. Við hringdum sennilega á öll hótel á Suður- og Austurlandi en það var sama svarið; alls staðar full- bókað. Við höfum ekki farið í ekta útilegu síðan, en gátum vel hlegið að þessu, svona eftir á. Það var líka svo skemmtilegt þegar ég kom óvænt til Spánar og hitti þig, Guðrúnu, Kalla og Andrés, enginn nema Guðrún vissi að ég væri að koma og það sem þú varst glöð þegar ég birt- ist og við áttum frábæra daga öll saman vinirnir. Síðasta ferðin okkar saman var núna fyrir jólin í fyrra þegar við vinirnir fórum saman á jólatónleika á Akureyri. Ekki hvarflaði það að okkur að þetta yrði okkar síðasta hópferð, síðustu jólin okkar. Ég, þú og Guðrún vorum að byrja að plana draumaferðina til Kanada í haust þegar veikindin bönkuðu upp á hjá þér. Ég er þakklátur fyrir að hafa getað setið hjá þér á líknardeildinni daginn áður en þú yfirgafst þessa jarðvist. Hvernig eigum við að geta farið í sumarbústaðaferðirnar án þín elsku Alda, það sem þú elsk- aðir manna mest að gera? Góli- tól-keppnin verður aldrei söm án þín. Hver á að vaka með mér langt fram eftir nóttu að sumbli, eftir að allir fara að sofa? Mikill er missir okkar allra, fjölskyldu og vina. Hvíldu í friði elsku Alda mín, ég sakna þín! Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Valdimar Briem) Þinn vinur, Garðar Örn Þórsson. Það er óraunverulegt að hugsa til þess að þú hafir kvatt þennan heim. Það var svo margt sem við áttum eftir að gera sam- an. Við erum þakklát fyrir þær góðu stundir sem við áttum með þér. Þú kenndir okkur margt, talaðir aldrei illa um neinn og hugsaðir alltaf um að öðrum liði vel. Takk fyrir öll spilakvöldin, takk fyrir að skipuleggja allar samkomurnar í Fannó, takk fyr- ir Evrópuferðina, takk fyrir allt. Við vitum að þú ert á góðum stað þar sem þér líður vel. Alda mín, eins og þú hefðir orðað það: Takk æðislega! Fannó-frændsystkinin, Daníel, Rakel, Sara, Telma og Unnar. Það er sannarlega erfitt að skrifa kveðju um kæra vinkonu sem kvaddi allt of fljótt en það er ekki erfitt að skrifa falleg orð um Öldu, því yndislegri mann- eskju hef ég varla hitt. Ég var svo lánsöm að kynnast Öldu í upphafi menntaskólaáranna þegar leiðir okkar lágu saman í kór Kvennaskólans í Reykjavík. Veru mína þar mátti aðallega rekja til áhuga míns á gítarund- irleikara kórsins, sem rann fljótt út í sandinn, en sama var ekki hægt að segja um kynni mín af Öldu og fleiri kórstelpum. En þau kynni leiddu til þess að þétt- ur vinkvennakjarni myndaðist sem hefur haldið hópinn til þessa dags og hittist reglulega. Við Alda lentum líka í sama bekk og þar dafnaði vináttan enn frekar í hópi okkar góðu bekkj- arfélaga og vina, Kalla og Hönnu, þar sem við vorum frek- ar rólegi og fyrirferðarlitli hóp- urinn innan um framíköll og al- mennan ærslagang menntskælinga. Við vorum í daglegum samskiptum innan sem utan skóla og stofnuðum líka Menngóklúbbinn, sem hafði það háleita og yfirlýsta markmið að sækja alls konar menningar- viðburði. Skemmst er frá því að segja að meðlimir hans stund- uðu eingöngu kaffihúsamenn- inguna og það grimmt. Öllum leið vel nálægt Öldu með sitt ljúfa fas en hún hafði einnig aðra hlið sem ég dáðist að. Hún gat nefnilega líka verið ákveðin og staðið fast á sínu, ekki síst ef um réttlætismál var að ræða. Ég tel að starfsval hennar hafi hjálpað henni að efla þessa hlið en Alda vann hjá upp- lýsingaveitum um árabil og þurfti oft að svara með blöndu af skilningi og röggsemi, sem hún náði góðum tökum á. Ég held að hún hljóti að hafa hjálpað þorra þjóðarinnar að rata á rétt heim- ilisföng á næturbrölti sínu og ófáum vonbiðlum að grafa upp símanúmer tilvonandi maka sinna, á þeim tíma þegar snjall- símar voru ekki í allra höndum. En svona var Alda í hnot- skurn, einstaklega þolinmóð og alltaf boðin og búin að hjálpa öll- um, jafnt krefjandi viðskiptavin- um sem góðum vinum. Síðar þegar hún fékk draumastarfið hjá Icelandair samglöddumst við henni innilega enda komin á rétta hillu þar sem hún hafði mikið yndi af ferðalögum. Öldu leið alltaf best fyrir aftan myndavélina og tók fallegar landslagsmyndir á flakki sínu. Þegar maður skoðar þær á þess- um sorgartíma finnur maður smá huggun í því að hún náði að sjá svo margt og njóta lífsins á undanförnum árum. Fyrir utan einstaka næmni í mannlegum samskiptum var Alda líka mjög næm á öðru sviði og spáði gjarnan fyrir okkur vin- unum bæði í spil og bolla, sem oft vakti spennu og kátínu. Eitt árið gaf hún okkur öllum stjörnuspákort í afmælisgjöf sem hún lagði mikla vinnu í og er enn í dag ein dýrmætasta gjöf sem ég hef fengið. Alda var ein- faldlega ótrúlega hlý manneskja sem allir gátu litið upp til og hennar verður sárt saknað. Kæra fjölskylda, ég sendi ykkur innilega samúðarkveðju og set hér að lokum kveðju sem hún skrifaði oft í kort og mér þótti alltaf vænt um og lýsandi fyrir hana. Elsku Alda, megi allar góðar vættir vaka yfir þér. Nína Margrét Jónsdóttir Okkur langar til að minnast með nokkrum orðum okkar góðu samstarfskonu, Öldu Hönnu Grímólfsdóttur, sem féll frá langt fyrir aldur fram eftir stutt veikindi. Alda Hanna starfaði með okk- ur hjá Icelandair sl. átta ár og nú síðustu þrjú árin með okkur á upplýsingatæknisviði félagsins. Við trúum því varla enn að þú sért farin þar sem örstutt er síð- an þú varst hér með gleði þinni að veita okkur ráð og spjalla. Einstakur áhugi á Júróvisjón var smitandi og alltaf gott að fá ferðaráð um Tenerife sem var í uppáhaldi. Við kveðjum okkar kæru samstarfskonu sem hafði einstaka þjónustulund og vilja til að aðstoða okkur og starfsmenn félagsins í störfum sínum. Við munum hugsa til þín við Júró- visjón á komandi árum þar sem áhugi þinn naut sín sérstaklega og þekktir þú vel til þar. Takk fyrir allt, elsku Alda Hanna, fyrir samstarfið, gleðina og ráðin. Það er ekki hægt að setja sig í spor fjölskyldu Öldu Hönnu, en þeim öllum vottum við okkar innilegustu samúð. Megið þið finna styrk og ljós í ykkar miklu sorg. Draumur um Nínu Það er sárt að sakna, einhvers lífið heldur áfram, til hvers? Ég vil ekki vakna, frá þér því ég veit að þú munt aldrei aftur þú munt aldrei, aldrei aftur aldrei aftur strjúka vanga minn. (Eyjólfur Kristjánsson) Fyrir hönd samstarfsfélaga hjá Icelandair, Elísabet Halldórsdóttir. Í dag fylgjum við Öldu í sinni síðustu ferð. Í dag eru sumir að kveðja spilafélaga, aðrir ferða- félaga, sumir rauðvínssálufélaga en allir eiga það sameiginlegt að vera að kveðja góða vinkonu sem við þurfum að kveðja of snemma. Alda var mikil félagsvera þó svo að hún hafi verið hlédræg og forðast óþarfa athygli. Í hitting- um naut hún hverrar samveru- stundar innan um vini sína og eru ófáar minningar sem tengj- ast henni enda var hún manna duglegust að mæta þegar boðið kom. Síðustu ár var Alda dugleg að reka á eftir vinahópnum að hittast oftar, taka dag í að gera eitthvað skemmtilegt saman. Það vantaði ekki að vel var tekið í hugmyndina en eins og vill verða í stórum vinahóp í nútíma- heimi fannst aldrei rétti tíminn og eftir situr vinahópurinn hljóður yfir þeirri staðreynd að rétti tíminn verður ekki fundinn úr þessu. Síðustu vikur hafa tekið á og aldrei bárust góðar fréttir, slæmu fréttirnar komu bara á færibandi. Það var kannski í anda Öldu sem vildi aldrei láta hafa neitt fyrir sér að þetta tók svona skamman tíma. Mér er minnisstætt þegar við vorum á heimleið frá Apavatni, í eitt af mörgum skiptum sem við vorum þar, að hún verður fyrir því óláni að sprengja dekk undir bílnum sínum. Á leiðinlegum stað í brattri brekku og ein í bíl. Við stoppuðum fyrir aftan hana og hún stekkur út úr bílnum og til- kynnir að hún kunni alveg að skipta um dekk sjálf þannig að við gætum bara haldið áfram. Það kom að sjálfsögðu ekki ann- að til greina en að aðstoða hana og á meðan verkinu stóð þakkaði hún aðstoðina út í eitt og ítrek- aði þakklæti sitt næstu vinahitt- inga á eftir. Að kveðja Öldu er ólýsanlega sorglegt og verður erfitt að venj- ast því að hún sé ekki þarna að- eins til hliðar, komin hálfa leið út í horn þar sem hún brosir í góðra vina hópi og hlær sínum líflega hlátri og oftar en ekki sötrandi gott rauðvín. Takk Alda mín fyrir allar skemmtilegu minningarnar í gegnum tíðina. Innilegar samúð- arkveðjur til fjölmargra vina og ættingja Öldu sem eiga um sárt að binda á þessum erfiðu tímum. Ingólfur Hafsteinsson. Á hverjum degi rís sólin og sest. Öll eru einhvers gleðifregn og öll verðum við einhvern tíma harmafregn. Alda var allt í senn; sólarupprás og sólsetur, gleði- fregn og andlátið harmafregn. Sagt er að maður muni alla tíð þá atburði sem breyta lífi manns. Ég veit að það er ekki satt því ég man ekki þá stund þegar ég hitti Öldu fyrst. En ég veit að eftir þá stund fyrir um aldarfjórðungi breyttist lífið, ég hafði kynnst vinkonu til lífstíðar. Alda hlustaði ætíð mikið á tónlist. Ég efa að þær hafi verið margar vökustundirnar sem hún átti án undirleiks tónlistar. Hún bjó til spilunarlista fyrir hvert Alda Hanna Grímólfsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.