Morgunblaðið - 16.06.2022, Qupperneq 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022
tækifæri og tók miklu ástfóstri
við einstaka lög um skeið. Alda
tengdi ætíð við minni máttar og
þegar litið er til baka voru flest
lög sem hún tengdi við lög sögð
frá sjónarhorni þess sem fór
halloka eða átti bágt. Þar var
Alda á heimavelli því í hvert sinn
sem eitthvað bjátaði á hjá vinum
hennar var hún fyrst á svæðið
með huggunarorð eða aðstoð.
Þegar ég lenti í erfiðleikum upp-
lifði ég það á eigin skinni og fyrir
það verð ég alla tíð þakklátur.
Alda var glaðvær og var alltaf
til í skemmtun. Hún ferðaðist
víða og átti sínar bestu stundir
við að skipuleggja ferðalögin,
ekki síður en að fara í þau. Við
fórum í ótal bústaðarferðir og
mér fannst stundum nóg um
hvað þurfti að skipuleggja slíkar
ferðir með löngum fyrirvara og í
miklum smáatriðum. Öldu
fannst stundum óþægilegt hvað
ég var óskipulagður í ferðalög-
um og tók lítinn þátt í skipulagn-
ingunni og hún fór því af stað
með farangur sem skyldi duga
fyrir hvaða aðstæður sem hugs-
ast gætu. Loks náðum við saman
í miðjunni; ég skipulagði mig lít-
illega og Alda minnkaði sífellt
farangurinn. Það er minnisstætt
þegar hún skríkti af gleði yfir
því að vera með minni farangur í
sumarbústaðarferð en við Andr-
és.
Það voru þó ekki aðeins ferða-
lög sem áttu hug Öldu, hún hafði
mikið yndi af lestri og góðu sjón-
varpsefni. Dýrmætar eru stund-
irnar í bókaklúbbnum þar sem
hún tjáði sig af innsæi um bæk-
urnar. Oft hafði hún allt annað
sjónarhorn á söguþræði og aðrar
skoðanir á sögupersónum en ég
og útvíkkaði með því skilning
minn.
Við töluðum saman á hverjum
degi í gegnum spjallforrit, síma
eða í eigin persónu. Eftir að hún
veiktist komst ég að því að hún
átti slíkt samband við marga
aðra. Hún hafði óendanlega
bandvídd í að spyrja vini sína að
líðan, daglegum atburðum og
um aðstæður og hagi. Aldrei
gleymdist neitt, oft spurði hún
um eitthvað sem maður hafði
sagt henni löngu áður, hún hélt
utan um fólkið sitt á svo fallegan
hátt og missti aldrei neina
þræði.
Það er sárt að missa svo náinn
vin sem Alda var og enn sárara
þegar það gerist á þann hátt sem
raun bar vitni. Á augabragði var
Öldu kippt út úr lífinu. Eftir að
Alda veiktist urðu breytingar á
líðan hennar og getu ótrúlega
hraðar. En glaðværð hennar
hvarf ekki, hún brosti og hló og
tók á því með æðruleysi, meira
æðruleysi en ég hélt að hægt
væri að sýna.
Hægur er dúr á daggarnótt.
Dreymi þig ljósið, sofðu rótt!
(Jónas Hallgrímsson)
Elsku Alda, takk fyrir allt.
Karl Ágúst Ipsen.
Elsku Alda okkar. Það er
óhugsandi að þú sért ekki lengur
hér hjá okkur og eftir situr
óbærilegur söknuður og sárs-
auki. En við erum líka svo þakk-
látar fyrir að hafa þekkt þig og
elskað. Og þrátt fyrir sársauk-
ann er líka mikilvægt að gleðjast
yfir ferðalagi þínu um lífið sem
þú lifðir svo fallega og vel.
Þú varst svo sannarlega
traust og góð vinkona og snertir
svo marga með hlýju þinni. Þú
hallmæltir aldrei neinum og sást
alltaf hið góða í hverri mann-
eskju og varst alltaf tilbúin til að
hjálpa og vera til staðar fyrir
aðra. Það var svo gott að leita til
þín enda varstu sérstaklega
skilningsrík og kunnir svo vel að
hlusta.
Þú stóðst þig alltaf vel í
hverju því sem þú tókst þér fyrir
hendur, sannkallaður dugnaðar-
forkur. Það var stundum eins og
það væru fleiri klukkustundir í
sólarhringnum þínum og þú
varst jafnvel í mörgum vinnum
með námi. Þú elskaðir að ferðast
og það var alltaf svo gaman að
fylgjast með ferðalögum þínum
um heiminn á ljósmyndum sem
þú tókst. Myndirnar þínar voru
sannkölluð listaverk. Þú hafðir
næmt fegurðarskyn og gott
auga fyrir kjarna augnabliksins.
Við erum svo innilega þakk-
látar fyrir allar góðu samveru-
stundirnar. Kvennóárin dásam-
legu sem leiddu okkur allar
saman og myndaði hópinn okk-
ar, Herfurnar. Öll spilakvöldin,
saumóhittingana, partíin, trúnó-
in, hlátursköstin. Það var svo
gott að hlæja með þér, þú hafðir
svo innilegan og dillandi hlátur
sem smitaði út frá sér.
Þú varst alltaf svo dugleg að
skipuleggja alls konar skemmti-
legt fyrir okkur, til dæmis sum-
arbústaðaferðirnar ótalmörgu.
Þá tókst þú öll spilin þín með í
risastórum töskum því þú vildir
vera viss um að okkur myndi
ekki leiðast. Þér fannst heldur
ekki leiðinlegt þegar tækifæri
gafst að spá fyrir okkur í bolla
eða grípa í tarotspilin þín. Og
varst ótrúlega sannspá enda svo
næm á fólk og aðstæður.
Þú varst svo mikill reddari og
skipuleggjari. Og á ferðalögum í
útlöndum bjargaðir þú okkur
svo margoft þegar við lentum í
vandræðum. Ákveðin hlustað-
irðu ekki á neitt múður og stóðst
með þér og þínum. Og yfirleitt
varstu búin að skipuleggja ferð-
irnar svo það væri auðveldara
fyrir okkur að rata og finna snið-
uga staði til að skoða og upplifa.
Þú varst dúndur, sannkölluð
díva. Það geta nefnilega ekki all-
ir verið gordjöss, en það varst þú
svo sannarlega. Drottningin
okkar.
Það var alltaf stutt í fjörið
þegar Aldan var mætt á staðinn
enda elskaðir þú gott partí. Og
naust þess að dilla þér við
skemmtilega tónlist með glampa
í augunum. Fertugsafmælisp-
artíið sem þú hélst er ógleym-
anlegt og þú bókstaflega ljóm-
aðir. Lífsgleði þín smitaði líka út
frá sér, þú kunnir að njóta og
upplifa. Jafnvel þegar þú varst
orðin mikið veik þá var stutt í
glaðværðina og þú vildir bara
gera eitthvað skemmtilegt,
heyra meiri tónlist, dansa jafn-
vel smá.
Elsku hjartans vinkona, þú
verður alltaf í hug okkar og
hjarta. Minningin um þig mun
verma og lýsa sem sólríkur sum-
ardagur.
Hvíldu í friði elsku Alda okk-
ar.
Þínar vinkonur,
Helga, Sólveig,
Margrét María, Hanna
Lillý, Ásta Björk,
Þóra og fOlga.
„Hvað meinarðu?“ sagði ég
við sjálfa mig horfandi út í tómið
á heiðbláum himni eftir að mér
bárust fregnir af andláti elsku
hjartans Öldu. Eins og straum-
hörð á flæðir yfir bakka sína
flæddu óteljandi minningar um
ljúfsáran árfarveg hugans.
„Hvað meinarðu!“ sagði ég aftur
upphátt um leið og sektarkennd
eftirlifenda greip mig heljartök-
um. Ef himnarnir sáu sig til-
neydda til þess að kalla Öldu til
sín, hvaða rétt höfum við hin á að
ganga hér á guðsgrænni jörð-
inni? Fyrir 26 árum gekk ég inn í
Kvennaskólann í Reykjavík óör-
ugg og kvíðin. Hefði mig grunað
hvað biði mín þar hefði sú til-
finning horfið eins og dögg fyrir
sólu. Því eins og sólarupprás
gekk Alda inn í líf mitt og við
urðum frá fyrstu kynnum bestu
vinkonur. Það vildi svo til að við
bjuggum steinsnar frá hvor ann-
arri í Breiðholtinu og fyrr en
varði vorum við orðnar heimaln-
ingar á heimilum hvor annarrar.
Alda var sannkallað alfræðirit
þegar kom að tónlist og kvik-
myndum. Við kynntumst löngu
fyrir tíma google - enn þann dag
í dag kemst google þó vart með
tærnar þar sem Alda hafði hæl-
ana. Oftar en ekki mætti ég til
hennar með þrjár til fjórar nótur
í kollinum, raulaði það, og eins
og hendi væri veifað var ég kom-
in með nafn á lagi og flytjanda.
Enda flaug Alda alltaf gegnum
Trivial á bleiku reitunum (og
hinum reitunum reyndar líka ef
því er að skipta).
Eitt sinn, fyrir tíma fartölva
og snjalltækja, átti ég langt flug
fyrir höndum. Þá voru góð ráð
dýr að finna eitthvað til að drepa
tímann. Þegar leggja átti af stað
út á völl var Alda mætt með
þykkt umslag. Handskrifuð
stjörnuspeki og stjörnukort,
margar síður, svo ég hefði nóg
að lesa og spekúlera í ferðinni.
Þetta umslag fann ég í kassa fyr-
ir örfáum vikum og er skyndi-
lega ein af mínum dýrmætustu
eignum. Ég náði aldrei að lesa
það fyrir hana aftur eins og til
stóð.
Hvílík forréttindi að kalla
Öldu vinkonu sína öll þessi ár.
Einstaklega hjartahlý, ósérhlíf-
in og trygglynd. Sá það góða í
öllum og gaf ótakmarkað af sér.
Það var Alda.
Hún gerði allt skemmtilegra.
Korteri eftir að ég fékk bílpróf
var ég mætt í Vesturbergið í
fyrsta bíltúrinn okkar af mörg-
um. Ætli það séu margir sem
sitja eins og við gerðum áratug-
um seinna og rifja upp skemmti-
legt prófatímabil? Eða hvað það
var ótrúlega gaman í uppvask-
inu saman á næturvöktum á
Naustinu!
Ég verð um alla tíð auðmjúk
og þakklát fyrir vináttu okkar
sem hefur alltaf verið mér hug-
leikin jafnvel þótt tími og rúm
hafi fækkað samverustundum
okkar undanfarin ár. Óbrigðull
kærleikur gerði það þó að verk-
um að ef við hittumst eða heyrð-
umst var alltaf eins og við hefð-
um heyrst síðast í gær. Síðustu
orðaskipti okkar á milli voru „já,
finnum dag“. Ætluðum okkur að
finna dag til að hittast áður en
langt um liði. Það er þyngra en
tárum taki að sá dagur hafi ekki
komið í þessu lífi, en án efa verð-
ur það eins og við höfum hist í
gær næst þegar við finnum dag á
nýjum stað.
Góða ferð elsku hjartans vin-
kona. Þú settir mark þitt á líf
mitt og hjarta sem verður þar
um alla ókomna tíð. Takk fyrir
allt, takk fyrir þig.
Matthildur Vala
Pálmadóttir.
Stór vinahópur er skilinn eftir
í sárum eftir andlát kærrar vin-
konu sem var alltaf svo drífandi
og spennt fyrir öllu því sem hóp-
urinn tók sér fyrir hendur.
Minningarnar eru margar og
Alda tengd þeim öllum, enda lét
hún sig aldrei vanta þegar hóp-
urinn ákvað að hittast eða
ferðast saman og virtist aldrei fá
nóg af því að vera í góðra vina
hópi.
Alda hefur til margra ára ver-
ið partur af Eurovision-, bóka-
klúbbs- og Gólítólgengi sem hef-
ur nýtt öll tækifæri til að hittast
og hafa gaman saman. Þannig
hefur þó nokkrum orlofshúsum
verið breytt í tónlistarhöll fyrir
árlega söngvakeppni hópsins. Ef
ferðinni var heitið út fyrir borg-
armörkin, klikkaði það sjaldan
að Alda vildi komast sem fyrst af
stað og gíraði upp spennuna og
eftirvæntinguna á sameiginleg-
um spjallsvæðum.
Þó að fornu björgin brotni
bili himinn og þorni mar.
Allar sortni sólirnar.
Aldrei deyr þó allt um þorni
endurminning þess sem var.
(Grímur Thomsen)
Við kveðjum yndislega og
kæra vinkonu en minning henn-
ar lifir alltaf með okkur. Sendum
fjölskyldu Öldu innilegar samúð-
arkveðjur.
Gólítólgengisið,
Karl, Andrés, Nína,
Guðrún, Garðar, Elva,
Sara, Ingólfur og Sólveig.
✝
Guðmar Mar-
elsson fæddist
í Reykjavík 30. maí
1945. Hann lést á
heimili sínu eftir
stutt veikindi hinn
26. maí 2022.
Móðir hans var
Halldóra Guðrún
Sigurðardóttir frá
Hrísakoti á Sel-
tjarnarnesi, f. 18.
janúar 1923, d. 25.
júlí 1979 í Bandaríkjunum.
Kjörforeldrar Guðmars voru
Guðbjörg Pálsdóttir húsfreyja,
f. 22. febrúar 1907, d. 7. októ-
ber 2001, og Marel Kristinn
Magnússon vörubílstjóri, f. 8.
febrúar 1902, d. 24. maí 1996.
Kjörsystir Guðmars var Erna
Dóra Marelsdóttir, f. 3. janúar
1933, d. 26. ágúst 1997, og
eiginmaður hennar var Alfreð
Júlíusson, f. 17. ágúst 1930, d.
15. júní 2016.
aldri. Meðal annars í Lúðrasveit
drengja, Lúðrasveit Reykjavík-
ur, hljómsveitinni Sóló frá
1961-1980 og Sextett Ólafs
Gauks um árabil svo dæmi séu
nefnd.
Guðmar starfaði lengst af
sem sölumaður og sölustjóri.
Um árabil hjá Matkaup, Danól
og loks Ölgerðinni. Hann var
alla tíð virkur í félagsstörfum
og gegndi fjölmörgum trún-
aðarstörfum á þeim vettvangi,
meðal annars á vegum Junior
Chamber, Lions, Sjálfstæðis-
félags Seltirninga og Seltjarn-
arneskaupstaðar. Hann sat í
stjórn Félags eldri borgara á
Seltjarnarnesi og sat í Öldung-
aráði Seltjarnarneskaupstaðar.
Guðmar var virkur í starfi VR á
árum áður og sat um hríð í
stjórn Sölumannadeildar félags-
ins. Síðustu ár tók hann virkan
þátt í safnaðarstarfi Seltjarnar-
neskirkju, átti sæti í sóknar-
nefnd og var meðal fulltrúa
sveitarfélagsins í tengslum við
málefni kirkjugarða Reykjavík-
urprófastsdæma.
Útför Guðmars fór fram hinn
8. maí 2022 frá Seltjarnar-
neskirkju.
Eftirlifandi eig-
inkona Guðmars er
Pálína Ingibjörg
Jónmundsdóttir,
fyrrverandi
menntaskóla-
kennari, f. 25. júní
1942. Börn þeirra
eru: Jónmundur, f.
8. mars 1968, maki
Sigríður Ólafsson;
Halldóra, f. 8. des-
ember 1976, maki
Ari Daníelsson; Pétur Kristinn,
f. 25. desember 1978, maki
Katrín Dögg Hilmarsdóttir.
Barnabörnin eru níu og barna-
barnabörn tvö.
Guðmar ólst upp í Þingholt-
unum. Hann gekk í Miðbæjar-
skólann, Hagaskóla og var
gagnfræðingur frá Gagnfræða-
skóla Vesturbæjar. Tónlist skip-
aði mikilvægan sess í lífi Guð-
mars og lék hann á trommur í
ýmsum hljómsveitum frá unga
Minn besti vinur og helsti
stuðningsmaður, ásamt ömmu
Pálínu, eru þau orð sem lýsa afa
Guðmari best. Ég var einstak-
lega heppin með samband mitt
við afa. Ég fékk að grínast í hon-
um og fékk alltaf hlýja hláturinn
hans á móti. Við þrifum bílinn
minn ótal sinnum saman þar sem
hann lagði sig allan fram við að
kenna mér hvernig ætti að gera
hlutina rétt en endaði þó alltaf á
að þrífa hann fyrir mig.
Hann var hlýr, góður og alltaf
stutt í hláturinn. Ég er heppin að
hafa fengið þann tíma með hon-
um sem ég fékk þó svo að ég og
allir hefðum viljað hafa hann
lengur hjá okkur. Það er ennþá
óraunveruleg hugsun að fá ekki
að heyra hláturinn hans, sjá ekki
brosið hans og að finna ekki fyrir
hlýjum faðmlögum hans aftur.
Ég mun minnast þess áfram og
er það mikil gæfa fyrir mig að
hafa átt góðan afa sem var minn
besti vinur.
Hann var góðhjartaður og allir
sem þekktu hann minnast hans
þannig. Hann hugsaði alltaf vel
um fjölskylduna sína sem hann
setti ávallt í fyrsta sæti. Ég hef
alltaf dýrkað hann en síðustu ár
höfum við orðið nánari og þegar
hann veiktist mundi ég hvað það
var sem ég elskaði mest við hann.
Hann tók slæmum og í raun
óraunverulegum fréttum með
æðruleysi og tók sinn tíma í að
kveðja fólkið sem honum þótti
vænst um.
Hann var og verður alltaf mín
fyrirmynd og hetja í mínum aug-
um. Ég fékk gæfu- og hamingju-
rík 23 ár með honum og ömmu
sem ég hugsa aðeins til með
þakklæti og bros á vör.
Minn besti vinur, helsti stuðn-
ingsmaður, afi, ég elska þig.
Ragnhildur
Jónmundsdóttir.
Fallinn er frá mikill sómamað-
ur, Guðmar Marelsson sölustjóri,
mágur og svili. Guðmar var giftur
Pálínu I. Jónmundsdóttir. Börn
þeirra eru Jónmundur, Halldóra
og Pétur Kristinn. Það er með
söknuði og virðingu sem við
kveðjum Guðmar.
Það er margs að minnast þeg-
ar litið er yfir farinn veg, allar
þær samverustundir, fjölskyldu-
boð og ferðalög sem við áttum
með Guðmari og fjölskyldu enda
tengslin mjög náin. Það var stutt
í hláturinn og gleðina þegar Guð-
mar mætti eitthvert enda með
einstaklega góða nærveru. Þær
voru dýrmætar stundirnar sem
við fjögur áttum saman þegar við
fórum í sumarferðirnar á Vest-
firði og norður í land. Sérstak-
lega er minnisstæð ferð sem var
farin fyrir nokkrum árum norður
með Guðmari, Pálu, Önnu, Hilm-
ari og Dave. Gist var í gömlu húsi
á Árskógsströnd og hefur sú ferð
verið okkur mjög minnisstæð og
kær. Við minnumst sérstaklega
hvað það var skemmtilegt að
ferðast með Guðmari um landið
okkar því hann þekkti vel til
staðhátta, hafði komið oft á flesta
staði, meðal annars vegna vinnu
sinnar sem sölustjóri og eins
þegar hann spilaði með ýmsum
hljómsveitum á árum áður. Það
var gaman að heyra hann segja
frá ferðalögunum þegar hann og
hljómsveitarmeðlimir voru að
koma sér á milli staða úti á landi í
misjöfnu veðri og á gömlu góðu
malarvegunum, þá var oft tæpt
að gleðigjafarnir kæmust á rétt-
um tíma.
Guðmar starfaði sem sölu-
stjóri lengst af hjá Danól og síðar
Ölgerðinni. Hann var mikið í
ýmsum félagsstörfum á Seltjarn-
arnesi og víðar. Guðmar gegndi í
mörg ár ýmsum sjálfboðaliða-
störfum við Seltjarnarneskirkju.
Hann gekk mikið með Hafnar-
gönguhópnum, sem er hópur
fólks sem gengur saman eitt
kvöld í viku hverri. Hafa mikil
tengsl og vinátta myndast milli
fólks enda mörg hver gengið
saman í áratugi. Guðmar var
mikill prinsippmaður og tók
hann oft að sér ábyrgðarstörf þó
svo hann falaðist ekki eftir þeim,
honum voru einfaldlega afhent
þau. Var það vegna þess hversu
viljugur og ábyrgur hann var,
fólk treysti honum og hann stóð
undir þeim væntingum.
Guðmar var traustur maður
og vinmargur. Það snart okkur
djúpt hvað Guðmar barðist af
miklu æðruleysi við sjúkdóm
sem hafði betur á allt of skömm-
um tíma.
Nú þegar við kveðjum góðan
vin viljum við þakka fyrir sam-
fylgdina sem einkenndist af kær-
leika, virðingu og vináttu. Einnig
þökkum við fyrir allar þær fjöl-
mörgu skemmtilegu stundir sem
við áttum saman.
Við vottum Pálínu, börnum,
tengdabörnum, barnabörnum og
barnabarnabörnum okkar
dýpstu samúð á þessum erfiða
tíma.
Gísli Jónmundsson,
Lilja Helgadóttir.
Kveðja frá sóknarnefnd
Seltjarnarneskirkju
Sú hryggilega frétt barst ný-
verið, að félagi okkar, Guðmar
Marelsson, væri látinn eftir
stutta baráttu við illvígan sjúk-
dóm.
Guðmar kom inn í sóknar-
nefnd Seltjarnarnessóknar fyrir
4 árum. Tók hann þá þegar að sér
ýmis verkefni, þar á meðal for-
mennsku í nefnd um safnaðar-
heimili Seltjarnarneskirkju.
Naut kirkjan þar góðs af hygg-
indum hans og víðtækri rekstr-
arreynslu. Þá hafði hann trausta
umsjón með starfi klúbbs karla
65 ára og eldri, sem hittast tvisv-
ar í hverri viku í safnaðarheim-
ilinu til að njóta hressingar og
ræða það sem efst er á baugi í
þjóðfélags- og alþjóðamálum.
Lagði Guðmar einnig góðan skerf
til umræðna og glaðværðar í
hópnum. Loks tók Guðmar ný-
lega að sér að sinna kirkjugarðs-
málum Reykjavíkurprófasts-
dæma fyrir okkar hönd.
Hljómsveitin Sóló, sem Guð-
mar var félagi í, hefur fyrir hans
atbeina komið fram við ýmsa við-
burði í kirkjunni um árabil og
verið skemmtileg viðbót við tón-
listarstarf kirkjunnar. Þar naut
Guðmar sín á trommunum með
góðum félögum.
Öllu því sem Guðmar tók að
sér, sinnti hann með miklum
ágætum. Honum fylgdi léttleiki
og glaðværð. Áberandi var
hversu fús hann var til verka. Í
samskiptum okkar var Guðmar
hógvær og hlýr í viðmóti. Nær-
vera hans var notaleg og góð.
Andlát þessa dagfarsprúða
dugnaðarmanns er mikill missir
fyrir okkur, félaga hans í sókn-
arnefndinni og aðra sem notið
hafa starfa hans í kirkjunni sem
stöðugt uxu. Það er því með ein-
lægu þakklæti sem við minnumst
Guðmars og biðjum fyrir honum,
eftirlifandi eiginkonu hans og
fjölskyldu. Vottum við þeim okk-
ar dýpstu samúð.
Haf þú þökk fyrir allt og allt.
Fyrir hönd sóknarnefndar Sel-
tjarnarneskirkju,
Guðmundur Einarsson
og Svana Helen Björnsdóttir.
Guðmar
Marelsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar