Morgunblaðið - 16.06.2022, Side 52

Morgunblaðið - 16.06.2022, Side 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022 ✝ Halldór Ingi Hallgrímsson fæddist í Reykjavík 20. ágúst 1935. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 7. júní 2022. Foreldrar hans voru Hallgrímur Guðmundsson, fv. togaraskipstjóri og framkvæmdastjóri Togaraafgreiðsl- unnar í Reykjavík, f. 26.11. 1904, d. 30.6. 1974, og Margrét Ingimarsdóttir húsfrú, f. 11.7. 1911, d. 31.8. 1998. Systkini Halldórs eru: Ás- mundur, f. 29.11. 1937, d. 7.9. 1998; Gunnar f. 28.2. 1943, kvæntur Guðnýju Sigurð- fræðingur, f. 1.10. 1968, giftur Láru Björk Erlingsdóttur tölv- unarfræðingi og eru börn þeirra Hákon og Halldór Ingi. 4) Hallgrímur verkfræðingur, f. 19.1. 1974, giftur Ingu Guðrúnu Kristjánsdóttur uppeldis- og menntunarfræðingi og eru börn þeirra Úlfar Ingi, Héðinn Hin- rik og Styrkár Gauti. Halldór Ingi ólst upp í Reykjavík. Hann tók versl- unarskólapróf 1956 og lauk Stýrimannaskólanum 1959. Frá unga aldri stundaði hann sjó- mennsku og var bæði stýrimað- ur og skipstjóri á togurum. 1972 kom hann í land og vann eftir það sem verkstjóri hjá Timburversluninni Völundi og síðar hjá Húsasmiðjunni til starfsloka. Eftir að Halldór Ingi lauk störfum fór hann að stunda golf. Útför Halldórs Inga verður gerð frá Langholtskirkju í Reykjavík í dag, 16. júní 2022, og hefst athöfnin klukkan 13. ardóttur og eiga þau þrjú börn; Mar- grét, f. 18.2. 1947, gift Reyni Ólafs- syni. Börn Mar- grétar eru þrjú. Halldór giftist hinn 16. október 1960 Kristjönu Kristjánsdóttur handavinnukenn- ara, f. í Fremri- Hnífsdal 19.8. 1936. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Margrét stærðfræð- ingur, f. 25.7. 1961, gift Kari Sammo þýðanda. 2) Helga efna- fræðingur, f. 22.4. 1963, gift Birni Traustasyni landfræðingi og eru börn þeirra Kristjana og Karl Trausti. 3) Kristján verk- Elsku pabbi er fallinn frá og margs er að minnast. Allt fram á síðustu stundu skein karakter pabba í gegn er hann gantaðist í heilbrigðisstarfsfólkinu. Pabbi var stríðinn hrekkjalómur en með einstaka samskiptahæfi- leika, öllum líkaði vel við hann. „Heyrðu, bið voða vel að heilsa pabba þínum“ er setning sem við systkinin heyrðum oft. Að sama skapi var hann einstak- lega barngóður, ókunnug börn löðuðust að pabba eins og fyrir einhverja galdra. Pabbi byrjaði mjög ungur að fara til sjós með föður sínum og varð snemma skipstjóri. Að- stæður voru aðrar í þá daga, togararnir ekki alltaf í sem bestu standi til sjóferða og kröf- urnar aðrar. Pabbi þurfti m.a. oft að gegna hlutverki læknis um borð. Pabbi slasaðist nokkr- um sinnum til sjós og mikil mildi að hann kom heill í land. Þegar hann var aðeins 16 ára skarst hann illa á hendi sem endaði með því að hann var sendur einn til New York til lækninga. Þar dvaldi hann á YMCA í nokkra mánuði. Þegar pabbi kom í land 1972 fékk hann vinnu í timburvöru- versluninni Völundi og var fljót- lega orðinn verkstjóri þar. Síðar starfaði hann einnig sem verk- stjóri í Húsasmiðjunni. Pabbi var fæddur stjórnandi og kunni best við sig í brúnni. Í sum- arvinnu hjá pabba fengum við að sjá skipstjórann að störfum. Pabbi varð ástfanginn af vestfirskri stúlku sem heitir Kristjana og „náði í hana“ vest- ur í Hnífsdal. Hann gekk á höndum og fór í flikkflakk og heljarstökk til að ganga í augun á mömmu. Til að mýkja föður stúlkunnar hafði pabbi með sér eðalkoníak til að færa honum. Mamma náði að afstýra því rétt í tæka tíð en Kristján faðir hennar var sérdeilis mikill bindindismaður. Pabbi og mamma hafa alla tíð verið mjög samrýnd og ferðast mikið inn- anlands. Þau tóku miklu ást- fóstri við Hornstrandir og fóru þangað á hverju sumri í mörg ár. Þá var sett upp bækistöð með gamla góða seglagerðar- tjaldið og svo gengið allt í kring og var 40 km dagleið ekkert til- tökumál. Síðast fóru þau á Hesteyri þegar þau voru um áttrætt og höfðu engu gleymt. Þá var m.a. gengið upp að Gvendaraltari, sem er rúm dag- leið. Um fertugt byrjaði pabbi að stunda svigskíði. Þá taldi hann það bara fyrir aumingja að taka lyftur en sá fljótt að þetta var málið. Hann keppti í öldunga- flokki fyrir skíðadeild Ármanns með góðum árangri. Þegar farið var með pabba á skíði var skil- yrði að vera mættur klukkan tíu þegar lyfturnar voru opnapar. Hann lét sig gossa niður brekk- urnar, auðþekktur á sínum sér- staka stíl, og það var erfitt að halda í við hann. Síðar fór hann í skíðaferðir erlendis með fé- lögum sínum. Eftir að pabbi hætti að vinna fór hann daglega í golf með félögum sínum, náði oft á verðlaunapall í sínum flokki og fór tvisvar holu í höggi. Geri aðrir betur. Þegar fór að hægja á pabba um áttrætt reyndist það vera heilaæxli sem var að trufla hann. Starfsfólk smitsjúkdóma- deildar A7 á Borgarspítalanum annaðist pabba af hlýju og nær- gætni og erum við ævinlega þakklát. Eftir lifir minningin um einstakan og skemmtilegan pabba sem er sárt saknað. Margrét, Helga, Kristján og Hallgrímur. Fallinn er frá mikill höfðingi, félagi og vinur. Halldór Ingi tengdafaðir minn eða Ingi eins og hann var kallaður var mikill persónuleiki. Hann hafði mik- inn húmor og stríðnin honum í blóð borin. Hann átti mjög auð- velt með að stjórna og var orð- inn aðalkarlinn hvert sem hann kom. Þá var hann meistari í mannlegum samskiptum og gat rætt við alla, stóra sem smáa, um hvað sem var. Þegar ég kom inn í fjölskyld- una var greinilegt að þar kom saman mikið gæðafólk og gáfu Nanna og Ingi tóninn. Þau voru dugleg að ferðast og fóru oft ótroðnar slóðir í sínum ferða- lögum. Sérstaklega er minnis- stæð ferð sem við fjölskyldan fórum með þeim á Hesteyri ár- ið 2017. Þá voru þau bæði kom- in á níræðisaldur en gengu þarna um allt eins og unglingar. Ingi var allt í senn góður tengdapabbi, faðir, afi og sér- staklega sem góður félagi. Við ræddum um allt milli himins og jarðar í hvert sinn sem við hitt- umst, hvort sem voru heims- málin, golf, skíði eða hvað sem var efst á baugi í það skiptið. Þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum saman í golf. Í nokk- ur skipti fékk ég fara með hon- um og körlunum í golfklúbbn- um og þar var alveg ljóst hver var aðalkarlinn í hópnum. Að sjálfsögðu var hann kallaður skipstjórinn og naut óskoraðrar virðingar í hópnum. Með þeim fór hann í golf á hverjum virk- um degi í mörg ár, jafnt að sumri sem vetri. Ingi vildi fjölskyldu sinni allt það besta og þegar nýr tengda- sonur kom í fjölskylduna þurfti að skóla hann aðeins til. Á þess- um tíma voru engin barnabörn komin til sögunnar og tók hann því tengdasoninn á eintal og sagði að stundum yrði bara að kýla á þetta. Skömmu síðar fæddist Kristjana, elsta barna- barnið. Sömuleiðis tók hann mig á eintal daginn áður en við Helga giftum okkur. „Ertu al- veg viss um að þú viljir þetta,“ spurði hann mig, „hún er nátt- úrlega eldri en þú og svona.“ Hann vildi bara hafa þetta allt á hreinu. Þegar það var klárt voru allir sáttir, en auðvitað vildi hann bara dóttur sinni það sem henni var fyrir bestu. Í mörg ár skrifaði Ingi viku- leg sendibréf til barnanna sinna sem bjuggu erlendis. Þar kom berlega í ljós hversu fær penni hann var. Hann hefði getað orð- ið góður rithöfundur miðað við það sem kom frá honum í þess- um bréfum. Þau voru bráðfynd- in og uppfull af sögum um það sem hafði gerst síðustu vikuna. Þar vantaði ekki upp á sagna- gleðina. Þau eru mörg minningabrot- in sem rifjast upp enda var Ingi engum líkur. Hans verður sárt saknað enda mikill karakter fallinn frá. Blessuð sé minning Halldórs Inga Hallgrímssonar. Björn Traustason. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Þeim fækkar alltof hratt föstu punktunum í lífinu. Þeim sem hafa verið hluti af fjöl- skyldumyndinni, bara alltaf. Ingi er einn af þeim. Hann Ingi hennar Nönnu frænku sem allt- af bauð okkur velkomin og um- bar innrás sex manna fjöl- skyldu inn á heimilið. Hann tók okkur vel, „nei, þú hér!“, spurði frétta, sagði nokkra vel valda brandara og fór svo og sinnti sínu. Það gerði hann líka þegar við komum sem unglingar og ungt fólk og fengum að gista um lengri eða skemmri tíma í Njörvasundinu. Nína og Stjáni hafa átt þar öruggt athvarf, heimili í Reykjavík, í nærri 60 ár. Þegar hugsað er til baka til þessara innrása okkar fjöl- skyldunnar úr Hnífsdal inn á heimilið þá fyllumst við þakk- læti yfir því hversu sjálfsagt þetta virtist. Í dag vitum við að það er ekkert sjálfsagt við að taka inn heila fjölskyldu, til við- bótar við stóra fjölskyldu. Fjöl- skyldan í Njörvasundinu gerði þetta og hann Ingi tók okkur öllum eins og ekkert væri. Það eru svo margar minn- ingar sem koma upp í hugann og eiginlega erfitt að tala um Inga án þess að nefna Nönnu um leið. Nanna og Ingi ferð- uðust alltaf mikið innanlands, þau komu oft vestur, fóru í göngur á Hornströndum og víð- ar á Vestfjörðum. Töffarinn hann Ingi lét sig ekki muna um að fara upp á topp á Búðar- hyrnu í Hnífsdal fyrir ekkert mjög mörgum árum. Hann var hraustur og mikill skíðagarpur og tók síðar upp golfið af mikl- um móð. Ingi og Nanna komu oft í Hnífsdal og voru þá fyrstu árin á Bakkavegi 11 en síðar á 15 og enn síðar í Fremri-Hnífsdal. Jafn frábærir gestir og gest- gjafar og samverustundirnar ljúfar og góðar. Við minnumst Inga með söknuði og hlýju. Með honum er genginn góður maður. Við fjölskyldan frá Bakkavegi 15 sendum Nönnu frænku okkar, Möggu, Helgu, Kidda, Grímsa og þeirra fólki innilegar sam- úðarkveðjur. F.h. fjölskyldunnar frá Bakkavegi 15, Hnífsdal, Sigríður Ólöf. Við kveðjum Halldór Inga skólabróður okkar úr Verzlun- arskólanum eftir 70 ára vináttu. Galdur skólaáranna er sá að sama er hve langt er síðan við sáumst síðast, það er eins og það hafi verið í gær. Öll minn- ing og væntumþykja lifnar strax fersk við aftur. Halldór var sérstaklega kraftmikill og líflegur skóla- bróðir sem öllum þótti vænt um. Vaskur til orðs og æðis. Hnyttinn og skemmtilegur. Það var aldrei lognmolla í kringum hann. Góðar gáfur og dugnaður gerðu honum auðvelt að ljúka stúdentsprófi úr Verzlunarskól- anum og afla sér skipstjórnar- réttinda úr Sjómannaskólanum. Sjómennskan var hans fag. Hann átti til sjósóknara að telja í báðar ættir og var um þrítugt orðinn skipstjóri á togurum gerðum út frá Reykjavík. Eftirlifandi eiginkona Hall- dórs Inga er Kristjana Krist- jánsdóttir ættuð frá Fremra- Hnífsdal. Kristjönu og fjölskyldunni allri vottum við skólasystkinin okkar innilegustu samúð. Gunnar Ingi Hafsteinsson, Jóhann J. Ólafsson, Ólafur Egilsson. Halldór Ingi Hallgrímsson ✝ Ófeigur Reynir fæddist í Reykjavík 22. októ- ber 1947. Hann lést á líknardeild Landspítala 26. maí 2022. Foreldrar hans voru Guðjón Gísla- son, f. 13.8. 1912, d. 25.10. 1991, og Jóna Þorgerður Gunnlaugsdóttir, f. 2.10. 1917, d. 25.10. 1987. Systkini hans eru Guðrún, f. 10.3. 1938, Ágúst, f. 16.10. 1940, d. 14.11. 1992, Gunn- laugur Viðar, f. 31.12. 1941, d. 20.6. 2010, Gísli Guðgeir, f. 12.8. 1944, d. 10.1. 2020, Dagbjörg Erna, f. 4.10. 1948, d. 8.4. 2011, og Stefán Sævar, f. 1.12. 1950. Fósturdætur hans eru Kaja Klementína Krist- jánsdóttir, f. 1.6. 1968, dóttir hennar er Jóna María Hjartardóttir, og Asta Signhildur Kristjánsdóttir, f. 6.1. 1970, börn hennar eru Linda Margreta Kurtsdóttir, Kristjan Atli Olsen, Jóhanna Ósk og Ófeigur Ibrahim Kam- esnicanin. Barnabörnin eru Kaya, Elin og Nomi Unadætur. Reynir, eins og hann var oft- ast kallaður, var ókvæntur en var í sambúð í níu ár með Jonu Olsen. Reynir fluttist ungur til Vestmannaeyja og stundaði þar sjómennsku, oftast sem kokkur. Eftir gosið í Eyjum var för hans heitið til Færeyja þar sem hann stundaði vinnu sem verk- taki í nokkur ár. Þar kynntist hann ástinni sinni henni Jonu og fluttust þau svo til Vest- mannaeyja og hófu búskap þar ásamt dætrum hennar, Kaju og Astu, sem hann gekk í föður- stað. Hann fluttist síðan aftur til Reykjavíkur og stundaði vinnu hjá Reykjavíkurborg þar til aldur sagði til. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 16. júní 2022, klukkan 13. Elsku Reynir bróðir minn, nú hefur þú kvatt þetta jarðlíf og annað tekur við. Það var sárt og erfitt að fylgjast með hetjulegri baráttu þinni við þau erfiðu veikindi sem þú varst að kljást við. Ég veit að þú varst hvíld- inni feginn enda búið að vera mjög erfitt hjá þér undir lokin, elsku bróðir. En þú með þetta ofurnafn þitt, „Ófeigur“, það var svo sannarlega eitthvað að hjálpa þér, enda minntist þú oft á það að þú værir Ófeigur. Elsku bróðir, það er svo sann- arlega margs að minnast. Við að alast upp í Camp Knox og þú aðeins þremur árum eldri en ég, en þrjú ár eru mikið hjá bræðrum þegar sá yngri vill alltaf vera að elta þann eldri út um allt og því þurftir þú alloft að stinga mig af og ég svo að fara grenjandi heim og klaga þig við mömmu. Og svo þegar þú 15 ára töffari og ég 12 ára að reyna það sama og fékk támjóu bítlaskóna þína lánaða án þess að spyrja þig, úff, skórnir of stórir, þá var bara að troða blöðum í skóna og þeir pössuðu á mig og ég varð töffari í eitt kvöld, en ég held að ég hafi ekki verið það, ég frekar lítill eftir aldri í alltof stórum skóm. Þú vissir ekkert af þessu fyrr en ég sagði þér frá þessu mörg- um árum seinna og of seint til að tuska mig til. Við fluttumst til Vestmannaeyja 1964. Fljót- lega breyttist ýmislegt hjá okk- ur því þegar aldurinn færist yf- ir mann þá eru þrjú ár ekki svo mikill aldursmunur og margt brallað sem við eigum með okk- ur. Svo breyttist allt þegar gos- ið hófst í Heimaey ’73, smá flandur á okkur, þú fórst til Færeyja að vinna þar. Svo hitt- umst við þar seinna þegar við lönduðum þar og í nokkra daga stoppi og hver annar en Reynir bró þekkti allt og alla og redd- aði öllu sem skipti máli. Svo kemur þú aftur til Eyja og þá með unga færeyska konu, Jonu Olsen, og tvær yndislegar dæt- ur hennar, Kaju og Astu, og þú gerðist fósturfaðir þeirra og bættist þá heldur betur í frænd- fólkshópinn. Þó svo að slitnað hafi upp úr sambúðinni ykkar Jonu eftir níu ára sambúð þá hélt vináttan ykkar alla tíð. Minningarnar með bræðrum okkar Gulla og Gísla spilandi bridge í heimsóknum mínu til Reykjavíkur eru ógleymanleg- ar, kaffi og smá út í og smá spjall og rifist um sagnir, spila- mennsku og allir höfðum við rétt fyrir okkur enda hver öðr- um þrjóskari. En nú er komið að leiðarlokum og þú kominn í faðm fjölskyldunnar og í góðum höndum með mömmu, pabba, Gústa, Gulla, Gísla, Ernu og öðrum ættingjum og vinum og þið takið slaginn saman. Þakka þér, elsku bróðir, fyrir sam- fylgdina, þú varst yndislegur bróðir og á ég eftir að sakna þín mikið og Rikki minn þakkar þér fyrir gistinguna hjá þér þegar hann stundaði nám í Reykjavík og allar ógleymanlegu stundirn- ar með þér og Sif þakkar þér fyrir allt og allt. En við kveðj- um öll þetta líf að lokum og hefjum annað og þegar minn tími og Gunnu systur kemur mætum við í partíið. Far þú í friði, elsku bróðir. Elsku Kaja, Ásta og aðrir ættingjar og vinir, megi algóður Guð vera með ykkur og styrkja á þessum erf- iðu tímum. Sævar, Sif og Ríkarður (Rikki). Ófeigur Reynir Guðjónsson Kveðja frá Grunnvíkingum Samfelld byggð lagðist af í Jökul- fjörðum upp úr 1960 og fækkar þeim nú óðum sem slitu barnsskónum þar. Einn af þeim var Ingi Einar Jóhannesson frá Dynjanda. Grunnavíkurhreppur var hans sveit, hann var mikill Grunnvíkingur og félagi í Grunn- víkingafélaginu á Ísafirði frá fyrstu tíð. Hann var í stjórn félagsins í áratugi og sá þar um fjármálin. Hann var þar af lífi og sál, drif- fjöður félagsins, hafði skoðanir á öllu því sem við gerðum og lagði gott eitt til málanna. Við gátum treyst því sem hann sagði og gerði. „Er ég fyrst heyri vorfugla kvaka, Grunnavíkurhreppur er geimsteinn þessa lands, Fjarðar- sveit með fjöllin háu“ og fleiri texta úr söngbók Grunnvíkinga áttum við með Inga. Hann var okkar maður, ljúfur, kátur og traustur. Öll eigum við minningar um Inga og myndir sem fara eins og leiftur um hugann: Ingi um borð í gamla Fagranesinu að næla merki Flæð- Ingi Einar Jóhannesson ✝ Ingi Einar Jó- hannesson fæddist 19. janúar 1932. Hann lést 25. maí 2022. Útför fór fram 3. júní 2022. areyrarhátíðar í barm gamalla sveit- unga, Ingi að útdeila merkjum til barnanna í lok hátíð- ar, Ingi að hella upp á í eldhúsinu, Ingi að taka á móti gestum í fjörunni í Flæðar- eyri, Ingi léttklædd- ur á góðviðrisdegi við útsýnisskífuna á Höfðanum og svo margar, margar fleiri. Hvar sem Ingi var var hann hrókur alls fagn- aðar. Flæðareyrarhátíðir voru hátíðir Inga. Hann bar hitann og þungann af þeim og sá til þess að allt færi vel fram. Á síðustu hátíð gekk hann um heimahagana með hátíðargest- um og sagði sögur, öllum ógleym- anlegur sem þar voru. Á næstu dögum setjumst við niður og skipuleggjum Flæðareyr- arhátíð, fjölskyldu- og ættarmót Grunnvíkinga. Óvíst er hvað þar verður á dagskrá, en eitt er víst; við tökum frá tíma til að syngja Flæð- areyrarlögin til heiðurs gömlum fé- lögum. Um leið og við kveðjum ljúfling- inn Inga og þökkum fyrir sam- fylgdina vottum við fjölskyldu hans samúð okkar. Fyrir hönd félaga í Grunnvík- ingafélaginu á Ísafirði, Hlíf Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.