Morgunblaðið - 16.06.2022, Side 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022
Stærðir: 27-39
Verð: 6.995.-
Vnr. BIS-92004
Stærðir: 27-38
Verð: 6.995.-
Vnr. BIS-92004
Stærðir: 20-37
Verð: 6.995.-
Vnr. BIS-92001
Stærðir: 20-37
Verð: 6.995.-
Vnr. BIS-92001
- vönduð og falleg stígvél
STEINAR WAAGE
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„Það hefur, í raun og veru, aldrei
verið sett upp sérstök sýning á
mannamyndum og portrettmynd-
um Kjarvals,“ segir Aðalsteinn
Ingólfsson, sýningarstjóri mynd-
listarsýningarinnar Andlit úr skýj-
um – mannamyndir Jóhannesar S.
Kjarvals, sem opnuð verður í dag á
Kjarvalsstöðum og er einmitt helg-
uð manna- og portrettmyndum
þess mikla meistara. Aðalsteinn
segir að viðfangsefnið hafi því leg-
ið vel fyrir og það hafi verið hans
hugmynd að draga saman bestu
mannamyndir, portrettmyndir og
andlitsmyndir Kjarvals og sýna
þær í einhverju samhengi.
Aðalsteinn er spurður hvort
hann hafi þurft að finna nýjan
vinkil á þessi verk, í ljósi þess
hversu vel þjóðin þekkir orðið verk
Kjarvals. „Hafandi viðfangsefnið á
tæru var aðalmálið að finna
kannski ný verk eða verk sem fólk
þekkti ekki, nýjan vinkil, það var
aðalhausverkurinn,“ svarar hann.
Úr raunsæi yfir í fantasíu
En kom Aðalsteini eitthvað á
óvart við skoðun þessara verka
Kjarvals? „Jú, jú, Kjarval kemur
manni stöðugt á óvart. Það voru
verk sem ég hafði ekki hugmynd
um og fann bara í gegnum tengsl
við eigendur og áhugamenn um
Kjarval, með því að elta uppi alls
konar vísbendingar og upplýsingar
um hver ætti hvað,“ svarar Aðal-
steinn og líkir þeirri rannsókn við
lögregluvinnu. Aðalsteinn segist
ekki hafa gert neinar nýjar upp-
götvanir varðandi listræna þróun
listamannsins en segir augljósa
ákveðna þróun í mannamyndum
frá frekar hefðbundnu raunsæi,
þ.e. að teikna fólk eins og það
kemur fyrir í veruleikanum yfir í
myndir þar sem fantasía er meira
áberandi og hugarflug. „Á end-
anum eru komnar myndir sem eiga
að vera af fólki en líkjast alls ekki
fólkinu. Myndirnar bera nafn
þeirra en okkur flestum finnst þær
ekkert líkjast þeim. Þá er það
vegna þess að flestar myndanna
hans eru ekki af fólki heldur um
það, hvað honum finnst um þetta
fólk,“ útskýrir Aðalsteinn. „Hann
notar gjarnan landslag til að lýsa
fólkinu, er kannski með mynd af
einhverjum svipmiklum og sterk-
um karakter og notar þá kannski
björg eða eitthvað merkilegt og
massíft úr náttúrunni til að lýsa
manninum. Hann er eins og nátt-
úran,“ heldur Aðalsteinn áfram.
Þetta sé þróunin hjá Kjarval, hann
fari að breyta út af því sem hann
sjái og leggja meiri áherslu á eigin
hugmyndir og fantasíur.
Vildi heldur teikna og
mála alþýðufólk
Sýningin er í einum sal Kjar-
valsstaða og eitthvað á annað
hundrað myndir til sýnis, að sögn
Aðalsteins. Þeirra á meðal eru
mannamyndir sem Kjarval vann á
Ítalíu og myndir af íslensku
alþýðufólki. „Það var hans fólk,“
segir Aðalsteinn um alþýðufólkið
fyrir austan og að Kjarval hafi haft
mun meiri ánægju af því að teikna
slíkt fólk en fyrirmenni í Reykja-
vík.
En hvernig stendur á því að
fyrst núna er haldin sýning á
mannamyndum Kjarvals? „Þetta
er eitthvað út af því að hann hefur
þennan sess meðal Íslendinga sem
landslagsmálari númer eitt, tvö og
þrjú. Fólk á erfitt með að tala um
hann sem mannamyndamálara en
svo kemur í ljós að það sem gerist
í þessum myndum er að hann teng-
ir saman íslenskt landslag og
mannamyndir,“ svarar Aðalsteinn.
Sýningin verður opnuð kl. 20 í
kvöld.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sýningarstjóri Aðalsteinn við þrjú verka Kjarvals á sýningunni Andlit úr skýjum - mannamyndir Jóhannesar S. Kjarvals, á Kjarvalsstöðum.
Kjarval kemur stöðugt á óvart
- Sýning helguð mannamyndum Kjarvals opnuð á Kjarvalsstöðum - Mynd-
irnar ekki af fólki heldur um það, segir sýningarstjórinn Aðalsteinn Ingólfsson
Bóndi Ein af stórkostlegum mannamyndum Kjarvals, „Björn Jóhannsson
bóndi“ frá 1927, verk í einkaeigu. Á annað hundrað mynda verða til sýnis.
Fold uppboðshús og fornbóka-
verslunin Bókin standa fyrir bóka-
uppboði á vefnum og eru að þessu
sinni boðnar upp óvenjulega marg-
ar fallegar bækur þar sem fagurt
handverk færustu bókbandsmanna
fær að njóta sín, eins og segir í til-
kynningu. „Ríflega 100 númer eru
boðin upp að þessu sinni. Má þar
nefna sérstaklega sjaldgæfa útgáfu
af Eyrbyggju frá 1897, verk sem er
útgefið í Halle í Saxlandi. Þá verða
boðnar upp Noregskonungasögur,
góð eintök í ágætu bandi. Einnig er
vert að nefna frumútgáfu verka
Stephans G. Stephanssonar, sem
komu út rétt um þar síðustu alda-
mót, en verkið er hér í heild sinni
og var prentað og gefið út í Vestur-
heimi og hér á Íslandi. Hér er að
finna öll bindin og góð eintök,“ seg-
ir m.a. í tilkynningu og að þjóðsög-
ur og þjóðsagnatengt efni sé nokk-
uð fyrirferðarmikið á uppboðinu
sem og ljóðabækur. Megi þar nefna
sérstaklega eina bók eftir Davíð
Stefánsson sem hafi ritað sérstakan
miða eigin hendi með bókinni sem
fylgi henni og sé einnig undirrit-
aður af Davíð.
Eitt elsta og fágætasta verkið er
bók sem kom út 1629, De Regno
Daniæ et Norvegiæ, en í henni kem-
ur í fyrsta sinn grein Arngríms
lærða um Ísland á prenti. Þá eiga
Þórbergur Þórðarson og Halldór
Laxness báðir frumútgáfur á upp-
boðinu sem stendur yfir til sunnu-
dagsins 26. júní.
Fagurt handverk
og fágætar bækur
Skáld Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
Skuggatríó Sig-
urðar Flosasonar
saxófónleikara
leikur í forsal Sal-
arins í Kópavogi í
dag, fimmtudag,
kl. 17. Tríóið er
auk Sigurðar
skipað heiðurs-
listamanni Kópa-
vogsbæjar, ham-
mond-orgelleikaranum Þóri
Baldurssyni, og trommuleikaranum
Einari Scheving. Munu félagarnir
þrír flytja „göróttan kokteil gríp-
andi og skemmtilegrar tónlistar á
mörkum djass og blús“, eins og segir
í tilkynningu. Segir þar að mörg lag-
anna hafi komið út á rómuðum plöt-
um hópsins í blúsuðum djassstíl.
Aðgangur er ókeypis.
Skuggatríó Sig-
urðar á Sumarjazzi
Sigurður Flosason