Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 21.06.2022, Side 1

Morgunblaðið - 21.06.2022, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 1. J Ú N Í 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 143. tölublað . 110. árgangur . EQE SVEIF EINS OG TÖFRATEPPI MIÐJAN ER STERKASTA STYKKIÐ SVEINDÍS SPENNT FYRIR SÍNU FYRSTA STÓRMÓTI FRUMRAUNIN FLOT 29 ÍÞRÓTTIR 27BÍLAR 8 SÍÐUR Um 20 prósenta hækkun fasteigna- mats fyrir árið 2023 mun að öllu óbreyttu kosta fasteignaeigendur milljarða árlega umfram það sem áður var áætlað, segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Segir hún eina skynsamlega viðbragð sveitar- félags við hækkuninni vera sam- svarandi lækkun skattprósentu. Á fundi borgarstjórnar í dag mun Sjálfstæðisflokkurinn leggja til lækkun fasteignaskatta á atvinnu- og íbúðarhúsnæði um næstu ára- mót. Í tillögunni sem verður lögð fram kemur m.a. fram að fjármála- og áhættustýringasviði verði falið að reikna ný álagningarhlutföll fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði svo álögð gjöld samsvari gerðum áætlunum borgarinnar fyrir árið 2023. Meðalfast- eignamat íbúðar- húsnæðis í Reykjavík er 53,5 milljónir en verð- ur með hækkun- inni árið 2023 64,7 milljónir og nemur hækkunin því ríflega 11 milljónum króna. Að jafnaði eru fasteignaskattar á meðalíbúð í Reykjavík 96.340 krónur á ári en hækka í 116.500 krónur eða um rúmlega 20 þúsund krónur ef álagn- ingarhlutföll haldast óbreytt. Með hliðsjón af þessu munu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að borgarstjórn samþykki lækkun álagningarprósentu fast- eignaskatta við gerð fjárhagsáætl- unar næsta árs. »15 „Eina skynsam- lega viðbragðið“ - Leggja til lækkun fasteignaskatta Hildur Björnsdóttir Sumarið er nú í hámarki. Í dag eru sumar- sólstöður klukkan 09.14 og sólargangur lengstur á árinu. Eftir það fer sól að lækka á lofti og dagurinn styttist. Skemmti- ferðaskipin Costa Fortuna og Celebrity Silhouette lágu í Sundahöfn í gær. Skemmtiferðaskipin sigla gjarnan norður fyrir landið þar sem miðnætursólin dansar son veðurfræðingur veita leiðsögn og stjórna göngunni. Siglt verður frá Skarfa- bakka klukkan 20 og gengið um austur- hluta Viðeyjar. gudni@mbl.is á sjóndeildarhringnum um lágnættið þessa dagana. Farin verður sumarsólstöðuganga í Viðey í kvöld. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns og Þór Jakobs- Morgunblaðið/Árni Sæberg Sumarsólstöður klukkan 09.14 í dag og sólin hæst á lofti „Í samstarfi við aðildarríki Atl- antshafsbandalagsins og með rekstri ratsjárkerfa bandalagsins hér á landi kappkosta stjórnvöld að hafa sem gleggstar upplýsingar um umferð í námunda við Ísland í lofti og á legi.“ Þetta segir Þórdís Kol- brún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið en til umræðu er frétt blaðsins í gær af rússneskum kafbátum sem þykja nú færa sig mjög upp á skaftið við breska land- helgi, halda þar úti njósnum og dyljast með því að sigla undir tog- urum. Kveður ráðherra sjóher Banda- ríkjanna hafa sinnt kafbátaeftirliti frá Íslandi með það fyrir augum að afla upplýsinga um ferðir kafbáta um Norður-Atlantshafið frá árinu 2014. „Á síðasta ári voru flugvélar bandaríska sjó- hersins við kaf- bátaeftirlit hér við land flesta daga ársins en voru 21 dag árið 2014. Þessi fjölg- un eftirlitsdaga er skýrt teikn um þær breyt- ingar sem hafa orðið á öryggis- umhverfi Íslands,“ segir Þórdís. Mikilvægur hlekkur Hún segir ekki hægt að útiloka að rússnesk herför fari að nálgast íslenskt yfirráðasvæði nú þegar Rússar gera sig svo digra við ná- grannaríkin, ýmist með beinum hernaðaraðgerðum í Úkraínu eða með ógnandi tilburðum rétt utan við yfirráðasvæði ríkja, en fyrir utan fregnir frá Bretlandi greindi mbl.is frá því á föstudag að rúss- neskt herskip hefði tvívegis siglt inn í danska landhelgi og eins má líta til stöðugrar umferðar Rússa rétt utan við norska landhelgi þar sem heilu heræfingarnar eru haldnar með aðkomu nýrra full- kominna kafbáta. „Eftirlit úr lofti, eins og það sem Bandaríkin sinna frá Íslandi, er mjög mikilvægur hlekkur í vörnum Íslands og annarra ríkja Atlants- hafsbandalagsins,“ segir ráðherra og bendir á að Ísland leggi sitt af mörkum til eftirlitsins með því að veita gistiríkisstuðning við þau bandalagsríki sem sinna eftirlitinu héðan auk þess að tryggja að hér á landi sé fyrir hendi þekking, geta og búnaður. atlisteinn@mbl.is Ráðherra segir nálægð Rússa ekki útilokaða - Gera sig digra við nágrannaríki Íslands - Eftirlit hert Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.