Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 21.06.2022, Page 2

Morgunblaðið - 21.06.2022, Page 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2022 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sjúkratryggingar Íslands vísa alfar- ið á bug „aðdróttunum“ Ragnars Freys Ingvarssonar, formanns Læknafélags Reykjavíkur, um til- hæfulausa reikningsgerð og lög- sóknir fyrir fjárdrátt. Mun tilefnið vera frétt sem birt- ist í Morgunblaðinu í gær þar sem Ragnar sagði að búið væri að senda fjölda bakreikninga á sjúklinga sem skráðir eru á einkareknum heilsu- gæslum, eftir komu þeirra í blóð- prufu á heilsugæslustöð hins op- inbera, þar sem starfsmenn Land- spítalans annast blóðtöku. Sagði Ragnar slíkar komur skráðar í kerf- ið og vegna þess fengi heilsugæslan sem sjúklingurinn er skráður á bak- reikning og heilsugæslunni, þar sem blóðprufan er tekin, væri greitt sérstaklega. Taldi hann að ef málunum væri öfugt háttað yrði einkarekin stöð lögsótt fyrir fjárdrátt enda um til- hæfulausa reikninga að ræða. Í tilkynningunni segja SÍ málið vera í skoðun en ummæli formanns- ins um að viðskiptahættir Sjúkra- trygginga séu með öðrum hætti gagnvart einkareknum stöðvum en þeim opinberu eigi sér ekki stoð og undrast SÍ slíkar fullyrðingar í um- fjöllun um mál sem er til skoðunar í góðu samstarfi allra aðila. Starfshópur skoðar málið „Upphaf málsins er að nýlega hefur komið í ljós að skráning koma á heilsugæslu vegna blóð- sýnatöku hefur farið fram með ólíkum hætti hjá Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins og a.m.k. hluta af einkareknu heilsugæslustöðvun- um. Hefur þessi staðreynd m.a. komið til umræðu í starfshópi heil- brigðisráðuneytisins um endur- skoðun á fjármögnun heilsugæsl- unnar.“ Að því er fram kemur í tilkynningunni eiga fulltrúar einka- rekinna og opinberra heilsugæslu- stöðva sæti í starfshópnum auk Sjúkratrygginga. „Málið snýst um það hvort koma sjúklings í blóðrannsókn, á aðra heilsugæslustöð en hann er skráður hjá, skuli skrást sem koma á heilsu- gæslustöðina og þar með fela í sér að sú stöð sem viðkomandi sjúkling- ur er skráður hjá verði að bera ákveðinn kostnað. Verið er að fara yfir skráningu allra blóðsýna sem tekin eru á heilsugæslum til að tryggja samræmi í kostnaðarþátt- töku, óháð rekstrarformi.“ Forstjóri og framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslustöðvum höfuðborgar- svæðisins afþökkuðu að tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. SÍ vísa á bug „aðdróttunum“ formannsins - Skráningar vegna blóðsýnatöku til skoð- unar hjá starfshópi heilbrigðisráðuneytisins Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hús Sjúkratrygginga Íslands. Ragnhildur Þrastardóttir Anton Guðjónsson Hólmfríður María Ragnhildardóttir Innlögnum vegna Covid-19 tók að fjölga í síðustu viku og um helgina létust tveir með sjúkdóminn á Landspítala. Að sögn Más Kristjánssonar, for- stöðumanss lyflækninga- og bráða- þjónustu, voru alls 34 einstaklingar á Landspítala með sjúkdóminn í gær og dreifðust þeir á níu starfs- stöðvar hans. Enginn var þó á gjör- gæslu. Hann segir stöðuna snúna enda sé núna orlofstími og mikil veikindi meðal starfsmanna. Mönn- unarvandi sé í hámarki. Samkvæmt opinberum tölum greinast um tvö hundruð manns daglega með kórónuveiruna. Þórólf- ur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki um nýja bylgju að ræða heldur aukna útbreiðslu. Undirafbrigði ómíkron hefur verið áberandi í smit- um innanlands undanfarið og virðist það meira smitandi en fyrri afbrigði. Þó er ekki útlit fyrir að það valdi fleiri endursmitum. „Fólk sem liggur inni [á spítala] er mikið til eldra fólk með undir- liggjandi sjúkdóma sem þolir þessa sýkingu illa,“ segir Þórólfur. Hann bætir við að upp á síðkastið hafi yngra fólk sem er óbólusett veikst mikið. Hann sér þó ekki fram á að mæla með því að gripið verði til tak- markana í samfélaginu en hvetur fólk til að beita sóttvarnaráðstöfun- um. Opið í bólusetningar Næstu tvær vikurnar verður opið hús í Mjóddinni þar sem fólk getur komið og þegið bólusetningu við sjúkdómnum. Að sögn Ragnheiðar Óskar Er- lendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins, er aðallega horft til fólks 80 ára og eldra, og til þeirra sem eru með undirliggjandi sjúk- dóma. „Við ætlum að bæta í bólusetning- arnar hjá okkur en það er ofboðs- lega mikil aðsókn 80 ára og eldri í fjórða skammtinn af bóluefni fyrir Covid-19. Allt er uppbókað á heilsu- gæslustöðvum,“ segir hún. Innlögnum vegna Covid-19 fjölgar - Hægt að mæta í fjórðu sprautuna - Ekki tími fyrir takmarkanir núna Ljósmynd/Landspítalinn Landspítalinn Aftur hefur verið gripið til takmarkana innan sjúkrahúsa. Höfnin í Hafnarfirði iðaði af lífi í gær þegar ljós- myndara Morgunblaðsins bar að garði í ágætis- veðri. Þar voru ekki hefðbundnir fiskibátar á ferð heldur reru krakkar árabáti, seglbátur sigldi um og gúmmíbátur með utanborðsmótor þeyttist um. Til allrar lukku voru þó allir í viðeigandi hlífðar- og öryggisfatnaði og létu vel af has- arnum sem á gekk. Líf og fjör í höfninni í Hafnarfirði Morgunblaðið/Eggert Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmda- stjóri rekstrar- sviðs Eimskips, hefur verið boð- aður í skýrslu- töku hjá embætti héraðssaksókn- ara vegna rann- sóknar á sölu skipanna Goða- foss og Laxfoss árið 2019. Hann nýtur réttarstöðu sakbornings í málinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip sem send var á Kaup- höll í gærkvöldi. Þar kemur fram að Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, muni gefa skýrslu í þágu rannsóknarinnar sem fyrirsvars- maður félagsins. Hann er þó ekki grunaður um refsiverða háttsemi. Umhverfisstofnun kærði félagið til héraðssaksóknara árið 2020, en skipin voru seld til erlenda fyrir- tækisins GMS, sem seldi þau síðar til niðurrifs. Héraðssaksóknari framkvæmdi húsleit hjá Eimskip í lok síðasta árs vegna málsins. „Eimskip telur sig hafa fylgt í einu og öllu lögum og reglum í þessu söluferli og seldi skipin til áframhaldandi rekstrar en ekki til endurvinnslu. Félagið mun eftir sem áður leitast við að veita héraðs- saksóknara allar þær upplýsingar sem um er beðið,“ segir í tilkynn- ingunni. Yfirmaður boðaður í skýrslutöku - Forstjórinn mun einnig gefa skýrslu Skip Sala á skipum Eimskips er enn til rannsóknar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.