Morgunblaðið - 21.06.2022, Side 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2022
Ríkisútvarpið sagði frá því af
miklum áhuga í gær að „hóp-
ur starfandi kennara um allt land“
hefði sent frá sér „áskorun til
sveitar-
stjórna um
að setja
menntun til
sjálfbærni í
forgang.
Hún mæti
afgangi en
ætti, að mati kennaranna, að vera
kjarninn í skólastarfinu.“
- - -
Hópurinn samanstendur af tíu
kennurum og einn þeirra er
verkefnisstjóri hjá Landvernd og
tjáði sig um málið við Ríkis-
útvarpið. Sú sagði „menntun í sjálf-
bærni“ vera leið til að „auka færni
nemenda til að takast á við verkefni
í breytilegum heimi“. Það þyrfti að
„valdefla nemendur til þess að tak-
ast á við þessi verkefni“.
- - -
Hún bætti því við að þessi aukna
„menntun um sjálfbærni slái á
loftslagskvíða sem sé áberandi
meðal barna“.
- - -
Nú er það svo að foreldrar telja
sig senda börn sín í skóla
vegna þess að þar læri þau að lesa,
skrifa, reikna og fái að auki nauð-
synlega kennslu í ýmsum öðrum
grundvallarfögum svo sem sagn-
fræði, landafræði, náttúrufræði og
slíku.
- - -
Þá hefur það ekki farið fram hjá
foreldrum að töluverð áhersla
er þegar í skólastarfi á sjálfbærni
og loftslagsmál, jafnvel á kostnað
þess sem brýnast er að börnin læri
og kann það að eiga sinn þátt í að
skýra slakan námsárangur.
- - -
En getur ekki líka verið, ef börn-
in þjást af „loftslagskvíða“, að
það stafi af þessum áherslum?
Ýtt undir
„loftslagskvíða“?
STAKSTEINAR
Íslensk stjórnvöld munu veita Evr-
ópuráðinu sérstakt fjárframlag sem
nemur 43 milljónum íslenskra króna.
Á framlagið að fara til jafnréttis-
mála, málefna barna og verkefnis
sem varðar hið íslenska Barnahúss-
módel í Evrópu og til Mannréttinda-
dómstóls Evrópu til þess að auka
skilvirkni dómstólsins.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra kynnti framlagið á fundi með
Mariju Pejèinoviæ Buriæ, aðalfram-
kvæmdastjóra Evrópuráðsins í gær-
morgun en tilefni þess er for-
mennska Íslands í Evrópuráðinu
sem hefst í nóvember á þessu ári og
stendur til maímánaðar 2023. Teng-
ist framlagið formennskuáherslum
Íslands í ráðinu, sem 46 ríki með um
800 milljónir íbúa eiga aðild að. Við
höfum áður tekið við formennsku á
mannréttindafundalotum þess.
„Formennskuáherslur Íslands eru
í góðu samræmi við áherslur ís-
lenskra stjórnvalda m.a. á sviði jafn-
réttismála og í þágu málefna barna.
Við teljum að Ísland hafi margt fram
að færa á þessum málefnasviðum og
ég tel afar mikilvægt að við leggjum
okkar af mörkum í alþjóðlegu sam-
starfi með því að styrkja verkefni
sem geta nýst öðrum aðildarríkjum
Evrópuráðsins,“ segir Katrín um
ákvörðunina.
Sérstakt framlag til jafnréttismála
- Ísland fer með formennsku í Evrópu-
ráðinu frá nóvember og fram í maí
Ljósmynd/Stjórnarráðið
Evrópuráðið Katrín Jakobsdóttir
og Marija Pejcinoviæ Buriæ.
Berglind Sveinsdóttir, formaður
deildar Rauða krossins í Múlasýslu,
fékk viðurkenningu þjóðhátíðarsjóðs
Rótarýklúbbs Héraðsbúa í ár. Fékk
hún hana fyrir framúrskarandi
frammistöðu og fórnfýsi sem hún
hefur sýnt á umliðnum árum og tók
Sveinn Jónsson, formaður klúbbs-
ins, fram þegar hann afhenti verð-
launin að stuðningur og hjálp við
íbúa á Seyðisfirði, þegar aurskrið-
urnar féllu í desember 2020, hafi
tekið öðru fram.
Rauði krossinn þurfti í skyndingu
að stofna fjöldahjálparstöð í Herðu-
breið á Seyðisfirði. Önnur fjölda-
hjálparstöð var síðan stofnuð í
grunnskólanum á Egilsstöðum þeg-
ar íbúar á Seyðisfirði þurftu að yfir-
gefa byggðarlag sitt í skyndingu,
það þurfti einnig að gera fyrirvara-
lítið.
Berglind var í forystu
„Berglind stóð í brúnni sem for-
maður á þessum fordæmalausu tím-
um. Í á annan mánuð, nótt sem nýt-
an dag, veitti hún sálræna áfalla-
hjálp ásamt félögum sínum og
starfræktu þau tvö mötuneyti fyrir
íbúa og björgunarliða,“ sagði
Sveinn. Vegna faraldursins komust
starfsmenn skrifstofu Rauða kross-
ins í Reykjavík ekki austur til að-
stoðar eða afleysinga.
Sveinn bætti því við að Berglind
ætti einnig skilið þakkir fyrir starf
sitt við dægradvöl og félagslega
virkni íbúa á hjúkrunarheimilinu
Dyngju og þar áður um áraraðir í
starfi sínu sem sjúkraliði á Heil-
brigðisstofnun Austurlands. Þá hafi
hún um árabil tekið virkan þátt í
stjórn og starfi Hollvinasamtaka
heilbrigðisþjónustu á Austurlandi.
Rótarý Sveinn Jónsson afhenti Berg-
lindi Sveinsdóttur viðurkenningu.
Heiðruð fyrir aðstoð
við Seyðfirðinga
- Viðurkenning Rótarýklúbbs Héraðs
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
SKVÍSAÐU ÞIG UPP
FYRIR SUMARIÐ
STÆRÐIR 1428
Tankini toppur
10.990 kr
Stærðir 42-56
Sundbolur
9.990 kr
Stærðir 42-58
Sundbolur
12.990 kr
Stærðir 42-52
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
SU ÖT
Frábært úrval af fatnaði í stærðum 42-60
Þú getur skoðað úrvalið og
pantað í netverslun www.curvy.is
Afgreiðslutímar í verslun Curvy
í Hreyfilshúsinu við Grensásveg
Alla virka daga frá kl. 11-18
og Laugardaga frá kl. 11-16