Morgunblaðið - 21.06.2022, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2022
Nú finnur þú
það sem þú
leitar að á
FINNA.is
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Bandamenn Emmanuels Macrons
Frakklandsforseta reyndu allt hvað
þeir gátu í gær til þess að tryggja
sér áframhaldandi meirihlutastuðn-
ing í neðri deild franska þingsins eft-
ir að stjórnarmeirihluti þeirra féll á
sunnudaginn í seinni umferð frönsku
þingkosninganna.
Flokkabandalag Macrons, En-
semble, fékk flest þingsæti í kosn-
ingunum, eða 244 talsins af 577, en
vantaði talsvert upp á að halda
meirihlutanum sem bandalagið fékk
í kosningunum fyrir fimm árum.
Flokkabandalag vinstri flokkanna
og franska Þjóðfylkingin, sem sögð
er yst til hægri, unnu hins vegar
talsvert á. Fengu vinstri flokkarnir
samtals 137 þingsæti á sama tíma og
Þjóðfylkingin hlaut 89 þingsæti og
varð stærsti einstaki stjórnarand-
stöðuflokkurinn.
Marine Le Pen, formaður Þjóð-
fylkingarinnar, var mjög ánægð með
árangurinn, þar sem flokkurinn fékk
átta þingsæti fyrir fimm árum. Sagði
Le Pen að flokkur hennar myndi
krefjast þess að fara með for-
mennsku í fjárlaganefnd þingsins,
en hefð er fyrir því í Frakklandi að
stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn
leiði hana. „Landið er ekki óstjórn-
tækt, en því verður ekki stjórnað
eins og Emmanuel Macron vildi,“
sagði Le Pen í gær.
Heldur bandalagið út?
Stóra spurningin sem franskir
fjölmiðlar veltu upp í gær var hins
vegar hvort flokkabandalag vinstri
flokkanna myndi standa áfram sam-
einað. Jean-Luc Melenchon, leiðtogi
flokksins Óbeygt Frakkland, sem er
sagður yst til vinstri, lagði til í gær
að bandalagið, sem skammstafað er
NUPES, yrði gert að varanlegu
flokkabandalagi á þinginu, þó að
flokkarnir myndu áfram starfa sjálf-
stætt.
Leiðtogar hinna þriggja flokk-
anna, sósíalista, kommúnista og
græningja, voru hins vegar fljótir að
hafna þeim möguleika.
Melenchon sagði einnig að hann
myndi flytja vantrauststillögu á El-
isabeth Borne, forsætisráðherra
Frakklands, þegar þingið kemur aft-
ur saman í júlí, en þá á hún að flytja
stefnuræðu sína fyrir næstu fimm
árin. Veltu stjórnmálaskýrendur í
Frakklandi upp þeim möguleika að
Borne myndi neyðast til að fórna
forsætisráðuneytinu á næstunni, þar
sem nokkrir af ráðherrum ríkis-
stjórnarinnar töpuðu þingsætum
sínum og Macron þarf því að íhuga
uppstokkun á ríkisstjórninni.
Á meðal þeirra voru heilbrigðis-
ráðherrann og umhverfisráðherr-
ann, sem og forseti þingsins og þing-
flokksformaður Ensemble.
Ýmsir kostir í boði
Macron standa nú ýmsir kostir til
boða, en þeirra helstur er að flokk-
urinn reyni stjórnarmyndun með
öðrum flokki. Þar þykir líklegast að
reynt verði að fá franska Lýðveld-
isflokkinn, flokk hægrimanna, að
ríkisstjórnarborðinu, en hann náði
inn 61 þingmanni.
Christian Jacob, forseti flokksins,
sagði hins vegar í gær að hann ætl-
aði sér að sitja áfram í stjórnarand-
stöðu á kjörtímabilinu.
Nái Ensemble ekki að mynda
meirihlutastjórn gæti hann reynt
minnihlutastjórn með samkomulagi
um einstök mál, eða jafnvel boðað til
nýrra kosninga.
AFP
Kosningar Elisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, var þung á brún þegar ljóst var í hvað stefndi.
Reyna að mynda
meirihlutastjórn
- Nokkur óvissa um framhaldið eftir þingkosningarnar
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Rússnesk stjórnvöld kröfðust þess í
gær að þau litáísku afléttu þegar
banni sínu við lestarferðum til rúss-
nesku borgarinnar og landsvæðisins
Kalíníngrad sem liggur á milli Litá-
ens og Póllands við Eystrasaltið.
Hafa Litáar bannað vöruflutn-
ingalestum að aka með varning sem
fellur undir viðskiptabann Evrópu-
sambandsins gagnvart Rússlandi
vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
Rússneska utanríkisráðuneytið
greindi frá því í yfirlýsingu sinni í
gær að það hefði boðað staðgengil
sendiherra Litáens í Moskvu á sinn
fund til að fjargviðrast yfir þessari
„ögrandi“ og „fjandsamlegu“ að-
gerð.
„Brot á öllu sem brjótandi er“
„Verði lestarsamgöngur gegnum
Litáen til Kalíníngrad-svæðisins
ekki gefnar frjálsar án tafar áskilur
Rússland sér rétt til að grípa til að-
gerða til varnar hagsmunum þjóð-
arinnar,“ sagði í yfirlýsingunni þar
sem þess var að auki getið að bann
Litáa væri klárt brot á vöruflutn-
ingasamningi Rússlands og Evrópu-
sambandsins frá 2002.
Frá Kreml barst sá boðskapur að
ákvörðun Litáens þætti fordæma-
laus og „brot á öllu sem brjótandi
er“. Einnig þaðan bárust hótanir um
hefndaraðgerðir. „Ástandið er
meira en alvarlegt og krefst ná-
kvæmrar greiningar áður en gripið
er til aðgerða og ákvarðanir tekn-
ar,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður
Kremlar, þó við blaðamenn í gær.
Fyrr í gær lýsti litáíski utanríkis-
ráðherrann Gabrielus Landsbergis
því yfir að lestabannið væri í full-
komnu samræmi við viðskiptabann
Evrópuríkja gagnvart Rússum.
„Þarna er um að ræða viðskipta-
bann sem tók gildi 17. júní,“ sagði
ráðherra blaðamönnum þar sem
hann var staddur í Lúxemborg í
gær og tók sérstaklega fram að
vöruflutningabannið næði fyrst og
fremst til flutnings stálvara til
Rússlands.
Geta sjálfum sér um kennt
Úkraínski utanríkisráðherrann
Dmítró Kúleba gagnrýndi rússnesk
stjórnvöld harðlega í gær í kjölfar
yfirlýsingar þeirra. „Rússland
brestur allan rétt til að hóta Litáen.
Moskva getur engum um kennt
nema sjálfri sér þær afleiðingar sem
tilefnis- og löglaus innrás í Úkraínu
bakar henni,“ ritaði Kúleba á sam-
félagsmiðlum.
Héraðsstjóri Kalíníngrad, Anton
Alíkanov, kveður bann Litáa leggja
stein í götu 40 til 50 prósenta alls
innflutnings til Kalíníngrad, þar á
meðal kola, málma, byggingarefnis
og hátæknivara. Í viðtali við rúss-
neska ríkissjónvarpið í gær kvað
Alíkanov ástandið „óþægilegt en
leysanlegt“ og vel mætti flytja varn-
inginn inn sjóleiðis.
Heimaborg heimspekings
Þrátt fyrir að hernaðarveldið Kal-
íníngrad tilheyri Rússlandi á svæðið
sér engin landamæri við Rússland
heldur er umlukt nágrannaríkjunum
Litáen og Póllandi, hvorum tveggju
Atlantshafsbandalags- og Evrópu-
sambandsríkjum. Kalíníngrad var
áður höfuðborg Hertogadæmisins
Prússlands og hét á miðöldum Kön-
igsberg en þar fæddist þýski heim-
spekingurinn Immanuel Kant árið
1724 sem ásamt René Descartes er
talinn einn helsti hugsuður nútíma-
heimspeki. Kant fæddist og lést í
Königsberg og sagt var að hann
hefði ekki farið út úr fæðingarbæ
sínum alla sína ævi.
Rússar æfir yfir lestarsamgöngum
- Litáar hafa tekið fyrir vöruflutninga til Kalíníngrad - „Ögrandi“ og „fjandsamleg“ aðgerð - „Brest-
ur allan rétt til að hóta Litáen“ - Bannið þrándur í götu um helmings alls innflutnings til Kalíníngrad
AFP/Ozan Kose
Lok lok og læs Hengilás á brú í Kalíníngrad. Litáar hafa stöðvað lestirnar.
Belgar sýndu í gær þá rausn að skila
því eina sem eftir er af jarðneskum
leifum Patrice Lumumba, fyrrver-
andi leiðtoga Kongós, einni tönn.
Það var Frédéric Van Leeuw sak-
sóknari sem afhenti fjölskyldu leið-
togans fyrrverandi tönnina í öskju við
hátíðlega athöfn sem sýnt var frá í
belgísku sjónvarpi. Lét sonur leiðtog-
ans þess getið að fjölskyldan hefði
beðið tannarinnar í 60 ár en belgískir
málaliðar og aðskilnaðarsinnar
myrtu Lumumba, þá 35 ára gamlan,
17. janúar 1961 í Katanga-héraðinu í
Kongó.
Dimm fortíð nýlendustefnu
Var lík hans leyst upp í sýru og
fannst því aldrei en einn drápsmann-
anna, belgískur lögreglumaður, hélt
tönn leiðtogans eftir til minja. Aldrei
hefur gróið um heilt milli þjóða Belg-
íu og Kongó eftir nýlenduskeið hinna
fyrrnefndu í ranni Afríkuríkisins og
segja kunnugir afhendingu tannar-
innar vatnaskil í „dimmri fortíð belg-
ískrar nýlendustefnu“.
Lét Alexander De Croo, forsætis-
ráðherra Belgíu, þess getið í gær að
belgísk yfirvöld bæru „siðferðislega
ábyrgð“ á vígi leiðtogans fyrir rúm-
um 60 árum. „Ég færi fjölskyldunni
afsökunarbeiðni belgískra stjórn-
valda. Maður var sviptur lífi sínu fyrir
sannfæringu sína, orðræðu sína og
gildi sín,“ sagði forsætisráðherrann í
tilefni afhendingar tannarinnar í gær.
Lumumba varð fyrsti forsætisráð-
herra Kongós eftir að landið öðlaðist
sjálfstæði árið 1960 en sat aðeins
nokkra mánuði í embætti þar til borg-
arastyrjöld hófst og lauk með valda-
töku Joseph-Désiré Mobutu, leiðtoga
Byltingarflokksins. atlisteinn@mbl.is
Fjölskylda fékk
tönn afhenta
- Tönnin heim eftir sextíu ára bið
AFP
Fá tönn Afkomendum Kongóleið-
togans var afhent tönn hans við
hátíðlega athöfn í gær.