Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 21.06.2022, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 21.06.2022, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2022 Speglun Seglskútur af ýmsum gerðum eru í skjóli í smábátahöfninni við Hörpu tónlistarhús. Hér speglast þær skemmtilega í glerhjúpi hússins, eins og Eggert ljósmyndari kom auga á. Eggert Jóhannesson Nýverið var kynnt nýtt fasteignamat fyr- ir árið 2023, sem hækkar heildarmat fasteigna á Íslandi um tæp tuttugu prósent milli ára. Þetta er um- talsvert meiri hækkun en tilkynnt var fyrir ári, þegar fasteigna- mat hækkaði um 7,4% á landinu öllu. Hækkanir á fasteignamati leiða óhjákvæmilega til skattahækkana á heimili og fyrirtæki. Ef álagningar- prósentum verður ekki breytt munu fasteignaeigendur nú fyrir- sjáanlega verða fyrir skattahækk- unum sem nema milljörðum árlega, umfram það sem áður var áætlað. Eina skynsamlega viðbragð sveitar- félags við hækkuninni er samsvar- andi lækkun skattpró- sentu – enda kostar það borgina ekki meira að þjónusta fast- eignaeigendur þótt fasteignamat hafi hækkað. Skattahækkun á heimilin Meðalfasteignamat í Reykjavík er 53,5 milljónir en verður með hækkuninni 64,7 milljónir árið 2023, sem er rúmlega ellefu milljóna króna hækkun. Að jafnaði munu því fasteignaskattar á meðalíbúð í Reykjavík hækka um rúmlega 20 þúsund krónur árlega, ef álagningarhlutföllin haldast óbreytt. Þetta kemur fram í út- reikningum hagfræðideildar Hús- næðis- og mannvirkjastofnunar. Hækkandi fasteignamat íbúðar- húsnæðis er óhjákvæmileg afleiðing hækkandi húsnæðisverðs í borginni. Lóðaskortur undanliðinna ára og hæg húsnæðisuppbygging hafa sannarlega verið meðal megin- ástæðna þess að fasteignaverð hef- ur farið hækkandi. Það er óvið- unandi að stórfelldar hækkanir á húsnæðisverði skuli sjálfkrafa leiða til samsvarandi skattahækkana. Skattgreiðendur eiga ekki að þurfa að sætta sig við aukna skattbyrði, án þess að neinar þær breytingar hafi orðið á högum þeirra sem rétt- lætt geta slíka skattahækkun, svo sem frekari eignakaup eða hækk- andi tekjur. Skattahækkun á atvinnulíf Samkvæmt nýbirtu fasteignamati er hækkun mats atvinnuhúsnæðis 10,2% á landinu öllu. Án breytinga á álagningarprósentunni þýðir þetta samsvarandi skattahækkun á atvinnulíf, án þess að hækkuninni fylgi aukin þjónusta til fyrirtækj- anna í borginni. Í nýlegu erindi Félags atvinnu- rekenda til sveitarstjórna segir að ef ekki verði gerðar breytingar á skattprósentunni fyrir næsta ár muni tæpir þrír milljarðar bætast við skattbyrði atvinnulífsins árlega. Jafnframt sagði að hækkun álagðra fasteignaskatta frá árinu 2014 til ársins 2022 myndi nema um 87%. Fyrirtæki þyrftu að leita allra leiða til að velta ekki hækkunum út í verðlag, nú þegar jafnframt eru gríðarlegar hækkanir á aðföngum, verðbólgan sú hæsta um árabil og kjaraviðræður fram undan. Þriggja milljarða skattahækkun sveitar- félaganna væri ekki það sem at- vinnulífið þyrfti á að halda við þess- ar aðstæður. Tryggjum sanngjarna skattheimtu Á borgarstjórnarfundi í dag mun Sjálfstæðisflokkurinn leggja til lækkun fasteignaskatta á atvinnu- húsnæði og íbúðarhúsnæði um næstu áramót. Með lækkuninni verði brugðist við þeirri gríðarlegu hækkun fasteignamats sem kynnt var á dögunum. Sjálfstæðisflokk- urinn stendur nefnilega með fólkinu í borginni þegar kreppir að. Við viljum draga úr álögum á fólk og fyrirtæki – og tryggja sanngjarna skattheimtu í Reykjavík. Eftir Hildi Björnsdóttur »Eina skynsamlega viðbragð sveitar- félags við hækkuninni er samsvarandi lækkun skattprósentu. Hildur Björnsdóttir Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Lækkum fasteignaskatta í Reykjavík Kreppur eru hverju hagkerfi kærkomnar. Þær eru hreinsandi og hagkerfið kemur sterkara út úr þeim en áður en þær bönkuðu á dyr samfélagsins. Þær eru nefnilega sjúk- dómseinkenni sem lækna þarf, ekki deyfa. Þótt iðulega hafi verið vitað um tilvist mein- semdarinnar þá var sú tilhneiging sterk að halda henni í skefjum með deyfilyfjum. En deyf- ingin hefur sinn tíma og verður gagnslaus. Þá kemur krísan. Hún er því nauðsynleg og kærkomin því hún veitir viðspyrnu til lækninga. Verði læknisaðgerðum ekki beitt munu þær endurtaka sig og þurfa sífellt sterkari deyfilyf. Þegar íslenskur sjávarútvegur lenti í mikilli kreppu um miðjan níunda áratug liðinnar aldar var ekki gripið til aukinna rík- isstyrkja eða nýrrar gengisfellingar, heldur tekið á skipulagsvanda hans og smíðað utan um starfsemi hans nýtt stjórnkerfi, sem fleytti honum áfram gegnum mismunandi sjóalög erlend sem inn- lend. Þótt deilt sé um aðgangseyrinn að nýt- ingarrétti útgerðanna, þá hefur kerfið sem slíkt sannað gildi sitt. Iðnaðinum var hrint út í djúpu laugina með inngöngu í EFTA. Kreppur gera lítinn greinarmun á uppruna krísunnar. Við höfum vanið okkur á að telja þær koma ut- an frá. Það eru svokölluð innflutt vandamál. Núverandi krísa hjá sauðfjárbændum er sögð vera þaðan komin. Í reynd var hún til staðar fyrir áratugum þegar byrjað var að niðurgreiða útflutning lambakjöts. Hagsjúk atvinnugrein Landbúnaðurinn hefur verið hagsjúkur til lengri tíma. Afurðir hans eru neytendum dýrar og fram- leiðsla einkum lambakjöts langt um- fram innlenda neyslu, en það hlýtur að vera megintilgangur búvörufram- leiðslunnar að sinna innanlands- markaði. Annað eru hættulegir draumórar og blekking. Þegar mikil kreppa herjaði á íslenskan sjávar- útveg við upphaf níunda áratugar liðinnar aldar, sem rekja mátti til of mikillar sóknar, var gripið til upp- stokkunar á starfsumhverfi grein- arinnar. Seinna var reynt að máta sambærilegar lausnir á landbún- aðinn. Forystumenn bænda þorðu þó ekki að horfast í augu við afleið- ingar þess að draga framleiðslu lambakjöts verulega saman. Það hefði fækkað sauðfjárbændum eins og aflamarkakerfið fækkaði veru- lega sjósækjendum og lagði miklar þrautir á fjölmörg sjávarpláss. En sjávarútvegurinn kom sterkari út úr aðgerðinni, samkeppnishæfari og haffær til framtíðar. Bændaforystan átti of þægilegan aðgang að pólitíska valdakerfinu og lét stöðva að mestu leyti helstu ráðstafanirnar. Bölvun bændastéttarinnar voru leiðitamir og afturhaldssamir stjórnmálamenn, sem þorðu ekki að leita á brattann en opnuðu ríkiskassann í stað þess að breyta starfsumhverfinu. Engar umbætur. Tilraunin var stöðvuð. Loftslagsváin og úrelt dreifbýlisrök Af fyrstu viðbrögðum pólitískra ráðamanna nú virðist allt eiga að fara í sama gamla farið, kreppan verði ekki nýtt til að tryggja sauð- fjárrækt farsæla framtíð, heldur verði neytendur og ríkiskassinn látnir borga fyrir áframhaldandi óbreytta sóun. Enn er úreltum dreif- býlisrökum ýtt úr vör. Þau rök hafa aldrei verið sérlega sterk nema sem áróðursbeita, því atvinnugrein sem um langan aldur hefur búið við þær aðstæður að vera rekin með miklum viðvarandi halla er hvorki aflögufær til að styrkja aðra né hefur aðdrátt- arafl til að laða ungt fólk til búsetu á svæðið. Nú bætast ný rök við sem ýta ættu undir sinnaskipti. Lofts- lagsváin bankar á alla skjái og lemur utan fjárhúsin. Kjötframleiðsla skil- ur eftir sig þung kolefnisspor, sem draga verður úr. Þar duga engir átakssprettir í skógrækt, þótt góðir séu, því líða munu áratugir áður en sú gróðursetning fer að skila árangri. Tíminn sem mannkynið hef- ur til að geta haft áhrif á þá háska- legu þróun er að renna út. Ætlar rík- ið að halda áfram fullu framleiðslu- magni þrátt fyrir djúpt kolefnisspor og minnkandi neyslu? Nýtum tæki- færið nú. Veitum sauðfjárbændum sem bregða þurfa búi styrki til að hætta en enga til að halda offram- leiðslu áfram. Gefum þeim tækifæri til að græða upp, rækta skóg eða koma á fót ferðamennsku um óbyggðir. Tækifærin til jákvæðrar byggðastefnu eru mýmörg. Óbreytt áframhald með meiri offramleiðslu og dýrara kjöti ásamt þyngri kolefn- issporum gerir það ekki. Eftir Þröst Ólafsson » Veitum sauðfjár- bændum styrki til að hætta en enga til of- framleiðslu. Gefum þeim tækifæri til að græða upp, rækta skóg eða koma á fót ferða- mennsku. Þröstur Ólafsson Höfundur er hagfræðingur. Nýtum dýrmæta kreppuna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.