Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 21.06.2022, Page 20

Morgunblaðið - 21.06.2022, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2022 ✝ Lilja Guð- mundsdóttir fæddist á Akur- eyri 20. desember 1941. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 10. júní 2022. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guðmundur Trjá- mannsson, f. 16. september 1892, d. 13. október 1980, og Kristín Sigtryggsdóttir, f. 11. október 1904, d. 26. nóvember 1995. Systkin Lilju voru Sig- tryggur, f. 21. júní 1927, d. 17. febrúar 2012, Rósa, f. 2. júlí 1929, d. 7. mars 1995, Hólm- fríður, f. 7. febrúar 1931, d. Jóhannes á fimm börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Helgu Ester Snorradóttur, þau eru: Aðalheiður Rósa, f. 17. nóvember 1978, Þór- gunnur Lilja, f. 10. mars 1986, Snorri Guðlaugur, f. 26. júní 1987, Gyða, f. 21. mars 1994, og Björn, f. 21. mars 1994. Gyða á þrjár dætur með eiginmanni sínum, Sigurði Gunnarssyni, þær eru: Lilja Rós, f. 28. júlí 1977, Bryndís Jóna, f. 6. mars 1983, og Sara Kristín, f. 7. maí 1988. Bragi á þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Lindu Valde- marsdóttur, þau eru: Hrefna Sif, f. 4. nóvember 1987, Ragnar Örn, f. 28. desember 1994, og Berglind Rut, f. 18. júní 1999. Birgir var giftur Ingibjörgu Sæmundsdóttur, f. 18. maí 1957. Björn Þór er ókvæntur. Útför Lilju fer fram frá Guðríðarkirkju í dag, 21. júní 2022, og hefst athöfnin kl. 15. 18. apríl 2002, og Hanna Bryndís, f. 28. mars 1934, d. 20. febrúar 2021. Hálfsystir Lilju var Olga Þórarins- dóttir, f. 11. jan- úar 1924, d. 30. júlí 1967. Eiginmaður Lilju var Björn Jó- hannesson, f. 29. september 1937, d. 3. september 2021. Börn þeirra eru fimm: Jóhannes Kristján, f. 23. september 1957, Gyða, f. 5. júní 1959, Birgir Örn, f. 4. maí 1962, d. 12. nóvember 2019, Bragi, f. 9. desember 1963, og Björn Þór, f. 16. nóvember 1972. Elsku mamma mín. Skrítið hvað þetta líf getur breyst á stuttum tíma. Pabbi kvaddi okk- ur í september og þú núna eftir stutt veikindi. Þú varst svo sterk og yfirveguð í þessu öllu saman. Þú varst góð mamma, hugsaðir svo vel um pabba og Bigga. Þú varst svo róleg og hlédræg í öllu. Margar minningar koma upp í hugann núna mamma mín. Mað- ur gæti skrifað mikið um allar ferðirnar sem þið pabbi fóruð með okkur innanlands og er- lendis. Það verður tómlegt núna, þegar þið eruð bæði búin að kveðja þetta líf. Takk fyrir allt elsku mamma mín. Hvíldu í friði og ró. Þinn sonur Bragi Björnsson. Í dag kveð ég elsku tengda- mömmu mína hana Lilju. Ekki óraði mig fyrir því þegar ég sat við að skrifa minning- argrein um Bjössa tengdapabba að níu mánuðum síðar væri ég að skrifa aðra minningargrein um Lilju tengdamömmu mína. Ég man það svo vel þegar ég hitti Lilju í fyrsta skiptið. Gyða, kærastan mín, hafði beðið mig að passa með sér yngri bræður sína, þá Bigga, Braga og Björn Þór, á meðan foreldrar hennar færu á dansleik. Ég ætlaði ekki að koma fyrr en þau væru örugglega farin á ballið en ákaf- inn var svo mikill að hitta Gyðu mína að þau voru enn heima þegar ég kom. Mér var tekið opnum örmum þá eins og þau 50 ár sem síðan eru liðin. Margar góðar minningar rifj- ast upp, t.d. tíminn á æskuslóð- um Bjössa á Hjalteyri og við Meðalfellsvatn í Kjósinni en þar undu þau sér vel í bústaðnum sem þau nefndu Sólgarð eftir æskuheimili Bjössa. Þangað var ávallt gaman að koma og renna fyrir silung í vatninu og gæða sér á kræsingunum sem ávallt biðu þegar komið var að landi. Lilja var ótrúlega fljót að bera á borð alls konar góðgæti og var ekki ánægð nema maður tæki vel á því og borðaði mikið því að öðrum kosti átti hún það til að spyrja hvort þetta væri vont hjá sér! Einnig minnist ég tímans þegar við Gyða heimsóttum þau á Spáni en þar undu þau sér vel í húsinu sínu sem þau höfðu gert svo snyrtilegt að utan sem inn- an. Elsku Lilja, þín verður sárt saknað. Ég sendi fjölskyldu og ástvinum Lilju samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þín. Sigurður V. Gunnarsson. Elsku amma. Á lífsleiðinni kynnist maður ótalmörgu fólki en bara fáir ná djúpt inn að hjartarótum. Þú varst ein af þeim sem fönguðu hjarta mitt og varst ein af mínum uppáhalds- manneskjum í lífinu. Það er erfitt að missa svona stóran part úr hjarta sínu á ein- um degi en mikið var ég heppin að fá þig sem ömmu mína. Við höfum eytt mörgum dýrmætum stundum saman. Það var alltaf svo gott að koma til þín og mikið er ég fegin að börnin mín hafi fengið að kynnast þér. Þú varst með hjarta úr gulli og alltaf til í að gera allt fyrir alla. Þú vildir alltaf vera fín um hárið og fékk ég þann heiður að sjá um það. Þú treystir mér strax og leyfðir mér að klippa þig þegar ég var bara nýbyrjuð að læra hárgreiðslu. Rúmum tuttugu árum seinna var síðasta klippingin tekin á líknardeildinni og áttum við góða stund þar. Þú varst orðin máttfarin und- ir lokin. Ég fór í heimsókn til þín, sem ég vissi ekki þá að yrði okkar síðustu samskipti, en þeg- ar ég var að fara lagaði ég hárið þitt, kyssti þig á ennið og sagði: „Amma, ég elska þig.“ Eins veikburða og þú varst náðir þú samt að reisa þig aðeins upp og sagðir: „Ég elska þig, ég elska þig, ég elska þig.“ Þetta augna- blik mun ég varðveita að eilífu og hversu falleg lokaorð. Ég er þakklát fyrir allan þann tíma sem við fengum saman og ég veit að þú munt vaka yfir okkur og passa upp á okkur. Þín alltaf, Bryndís. Í dag kveð ég elsku ömmu Lilju. Minningarnar eru margar. Þegar við fórum í göngutúra á Hjalteyri, þegar amma bakaði í Selbrekkunni og ég fékk að sleikja sleifina og þegar við drukkum saman kaffi á Presta- stígnum og skoðuðum ógrynni af ljósmyndum og amma sagði svo skemmtilega frá. Amma var ein- staklega hjartahlý kona sem allt- af var hægt að leita til. Amma er nú komin í faðm elsku afa og án efa búin að henda í eins og eina súkkulaðiköku eða tvær. Mikið ofsalega á ég eftir að sakna hennar en minningarnar ylja. Ég er heppin og þakklát fyrir allan þann tíma sem ég fékk með elsku ömmu. Þetta er ekki bless heldur þangað til næst. Rósin þín, Lilja Rós. Að viðhalda góðum tengslum sem einkennast af væntum- þykju, virðingu og sameiginleg- um tengslum er ekki sjálfgefið þegar skilnaðir eiga sér stað inn- an fjölskyldna. En það áttum við Lilja tengdamóðir mín til hartnær 40 ára sem betur fer og fyrir það verð ég ævinlega þakklát og auðveldar mér að syrgja þessa einstöku konu. Það að vita að ég var ávallt til staðar fyrir hana og hún fyrir mig þrátt fyrir mörg og erfið áföll sem við gengum í gegnum saman gerir það að verkum að ég get kvatt hana sátt. Við áttum því láni að fagna að geta rætt um ýmis málefni sem lágu okkur á hjarta þegar hún vissi að hverju stefndi án þess að nokkurn skugga bæri á okkar vinskap. Lilja var ekki kona sem hafði sig mikið í frammi en hún hafði sínar skoðanir, tilfinningar og væntingar til fjölskyldunnar og kom þeim á framfæri á sinn ein- staka hátt sem einkenndist af ákveðnu æðru- og fordómaleysi gagnvart afkomendum sínum. Þegar ég fór í framhaldsnám í menntunarfræðum með áherslu á fötlunarfræði tók ég viðtal við Lilju tengdamóður mína um reynslu hennar og upplifun af skólagöngu Birgis Arnar sonar hennar og þar kom ýmislegt fram sem lýsir þessari einstöku konu enn frekar. Hvernig hún barðist fyrir réttindum barnsins síns í gegnum skólagöngu og síð- ar búsetuform og alla þá þjón- ustu sem hann átti rétt á. Bar- átta sem foreldrar langveikra og fatlaðra barna þekkja vel og Lilja var þar engin undantekn- ing, hún var móðir sem barðist með kjafti og klóm fyrir sínu barni og var á margan hátt á undan sinni samtíð hvað varðaði framtíðarsýn fyrir barnið sitt. Lilja var góður penni og setti saman skemmtileg og táknræn ljóð-vísubrot í kort til sinna þeg- ar við átti. Lilja var vissulega barns síns tíma, ávallt í þjónustuhlutverk- inu og setti sig aldrei í fyrsta sæti og því lauk hún með sóma með umönnun maka síns Björns og ekki var í kot vísað þegar hún tók á móti sínu fólki með kökum og alls konar góðgæti. Hlutverk sem hún vildi sinna og gerði vel allt þar til hún þurfti að játa sig sigraða. Elsku besta Lilja tengdamóð- ir mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Helga Ester. Elsku Lilja vinkona lést 10. júní, aðeins níu mánuðum eftir að Bjössi hennar lést og Biggi sonur þeirra lést 12. nóvember 2019. Það var mikið áfall og veikindi sögðu til sín. Lilja var kát og skemmtileg og áttum við margar ánægjustundir saman við Lilja, vorum í Sinawik og mennirnir okkar í Kiwanis. Mestur var samgangurinn í sumarbústöðunum okkar við Meðalfellsvatn, þau á Sólgörðum og við á Bakka. Héldum við þorrablót, brennu, matarboð og bökuðum laufabrauð saman sem við lærðum af þeim. Spiluðum skemmtileg lög og þá átti Bjössi það til að stappa niður fæti svo diskurinn í spilaranum hentist af. Þá heyrðist í Lilju: Bjöööössi. Ef þau var farið að lengja eftir okkur þá hengdi Lilja viska- stykki út svo við sæjum að þau væru heima. Við rifjuðum þetta oft upp og hlógum mikið. Það var draumur þeirra að eignast hús á Spáni, sá draumur rættist. Bústaðurinn var seldur og keypt raðhús á Spáni, þau dvöldu þar nokkra mánuði á ári og buðu okkur í heimsókn, sem við þáð- um. Lilja var sóldýrkandi svo hún naut sín vel. Við söknum góðu stundanna með þeim. Sigríður og Þorlákur. Það er sárt að þurfa að kveðja elsku hjartans vinkonu. Sjarm- erandi og yndislega Lilja, með sína fallegu nærveru, sem gaf svo mikið af sér og setti alltaf fjölskyldu og vini í fyrsta sæti. Fyrir rúmum 47 árum urðum við nágrannar í Selbrekku. Við störfuðum saman í foreldrafélagi Digranesskóla. Foreldrafélagið sá um að fyrir jólin var skorið út og steikt laufabrauð og föndrað. Mynd birtist í bæjarblaðinu af okkur þar sem Lilja er að steikja laufabrauð af fullum krafti. Við vorum virkar í Sinawik í Reykjavík og Eldeyjarkonum, sem voru makar Kiwanisfélaga í Eldey. Eldeyjarkonur studdu fé- lagana við að koma sér upp hús- næði, saumuðu gardínur, þjón- uðu til borðs, héldu dansleiki og basar til þess að geta keypt ýmsa muni sem vantaði. Myndir sýna okkur Lilju skrifandi á stór auglýsingaspjöld fyrir basarinn. Í ánægju með handverk okkar kviknaði sú hugmynd hjá okkur að læra skrautskrift og geta þannig orðið enn þá færari. Svo færar að við gætum stofnað fyrirtæki og tekið að okkur að skrifa á skjöl og í bækur og orð- ið stórefnaðar. Við fórum strax og keyptum okkur sérstaka skrautskriftarpenna og blek og skráðum okkur á námskeið hjá Kvöldskóla Kópavogs. Síðan hófst námið í Kópavogsskóla, með inngangi að baka til. En það var einmitt í mætingu í fyrsta tímann að ég komst að því að Lilja var náttblind; þótt ljótt sé frá því að segja þá grét ég af hlátri þegar ég horfði á göngu- lagið, en ljúfa Lilja mín tók því vel og brosti bara með umburð- arlyndi. Lilja og Björn urðu líka ná- grannar við Meðalfellsvatn og þar vandist ég náttblindunni, löngu hætt að hlæja að þessu, ef tekið var að rökkva og hún í heimsókn fylgdi ég henni alltaf heim. Allar minningarnar úr Kjósinni eru ógleymanlegar, ein sem sýnir hugulsemi Lilju, þá kom hún færandi hendi með ný- bakaða súkkulaðitertu og þeytt- an rjóma þegar ég dvaldi ein í bústaðnum að skrifa BA-ritgerð. Upp í hugann koma ferðalög og galaböll innanlands og utan, s.s. Evrópuþing í Sviss, þar sem Lilja bar af í sínum glæsilega síðkjól. Stefán og Bjössi voru saman í umdæmisstjórn Kiwan- ishreyfingarinnar í ógleymanlegt ár 1995-1996. Vinahópurinn sem myndaðist þá hefur síðan hist árlega víðsvegar um landið, nokkrum sinnum í Kjósinni í sumarbústöðum okkar. Þeirra hjóna er núna sárt saknað í vina- hópnum. Síðustu ár voru Lilju erfið, hún varð fyrir þeirri sáru reynslu að missa son sinn Birgi, sem hafði átt við vanheilsu að stríða í mörg ár, en á þeim tíma var Bjössi, sem lést í september sl., orðinn veikur og hún byrjuð að kenna sér meins, þannig gafst lítill tími hjá henni fyrir sorg- arferlið. Hún var þakklát fyrir samtöl sín um sorgina við prest- inn á líknardeildinni. Hvíldu í friði elsku yndislega Lilja mín, ég er svo þakklát fyrir að hafa átt vinskap þinn í öll þessi ár, betri vinkonu er ekki hægt að eiga, dásamlegar eru dýrmætu minningarnar. Samúðarkveðjur frá okkur Stefáni til elsku Gyðu, Jóhann- esar, Braga, Björns Þórs og allr- ar fjölskyldunnar. Anna. Lilja Guðmundsdóttir✝ Ásta Stef- ánsdóttir fædd- ist í Vest- mannaeyjum 27. september 1927. Hún lést 26. maí 2022. Foreldrar henn- ar voru Stefán Vil- hjálmsson, f. 1890, d. 1973, ættaður úr Þykkvabænum, og Guðríður Guð- mundsdóttir, f. 1893, 1984, frá Vestmannaeyjum. Systkini Ástu voru Guðný Sigurleif, Ólafur Kristinn, Þorsteinn, Regína Matthildur, Kristín og Vil- hjálmur. Foreldrar Ástu voru í söfnuði sjöunda dags aðventista, og gekk Ásta í skóla safnaðarins. Hún var tvö sumur á síld á Siglufirði, en flutti 1947 til Reykjavíkur og starfaði nokkur ár á Hótel Borg og síðan við veitingahúsin Brytann og Café Höll í Hafnarstræti og Hressing- arskálann í Austurstræti. Hún kynntist árið 1949 Sig- urði Þorbjörnssyni, f. 1927 í Svefneyjum á Breiðafirði en ólst upp hjá fósturforeldrum á Fjarðarhorni í Kollafirði á Barðaströnd. Í desember 1950 eignuðust þau sitt fyrsta barn, Steinunni, en þeirra fyrsta heimili var í risherbergi á Nes- vegi 33. Til Vestmannaeyja fluttu þau árið 1952, og voru nokkur ár á Bárustíg 15, en störf fengu þau bæði í Fiskiðj- unni. Þau keyptu íbúð á Landagötu 11, kallað Stóru-Lönd, og varð Sigurður verkstjóri í Fiskiðj- unni. Þau eignuðust fjögur börn í viðbót, Hrefnu árið 1953, Sig- urþór 1954, Stefán 1957 og Guð- ríði 1960, einnig dóttur, Sigríði, er var ættleidd. Til Reykjavíkur héldu þau aftur ár- ið 1961 og keyptu húsnæði í Ein- arsnesi 66 í Skerja- firði, en þangað fluttu einnig for- eldrar Ástu. Sigurður starf- aði lengi sem verk- stjóri við fiskflökunarvélar, lengst við frystihúsin á Kirkju- sandi, og þar var Ásta um tíma við snyrtingu í vinnslusal. Þá var ákveðið að selja hús- næðið í Skerjafirði og flytjast nær vinnustaðnum. Það var árið 1971, og var staldrað við í eitt ár í leiguíbúð á Laugarnesvegi 79, og þá keypt íbúð á Laug- arnesvegi 94. Þar bjuggu þau til 1983 er þau fluttu í Álftamýri 32 og síðan Langholtsveg 32. Vorið 1990 gengu þau í söfnuð aðvent- ista. Sigurður gerðist húsvörður í Sólheimum 25, en hús- varðaríbúð fylgdi starfinu og var íbúðin á Langholtsvegi leigð út á meðan. Þangað fluttu þau aftur eftir nokkur ár, en síðan í fjölbýlishús við Andrésarbrunn 11 í Grafarholti, og þaðan á hjúkrunarheimilið Eirborg í Fróðengi 5 í Grafarvogi. Ásta og Sigurður ferðuðust oft um landið þegar börnin voru ung, og þá helst til Vestfjarða. Sigurður lést 28. janúar 2016, og fór Ásta í júní 2021 á Hjúkr- unarheimilið Skógarbæ í Ár- skógum 2, þar sem hún lést hún aðfaranótt 26. maí. Útförin fór fram í Fossvogs- kirkju og var hún jarðsett við hlið Sigurðar í Gufunes- kirkjugarði. Elsku mamma. Mikið eigum við eftir að sakna þín og að heimsækja þig á Skóg- arbæ. Þú hafðir alltaf svo gaman af því að ferðast og heimsækja ætt- ingja. Nú eruð þið pabbi samein- uð á ný en hann lést árið 2016. Takk fyrir allt elsku mamma og þú munt ávallt búa í hjörtum okk- ar. Hvíldu í friði elsku mamma. Steinunn, Hrefna, Sigurþór, Stefán og Guðríður. Elsku amma mín, ég mun sakna þín svo mikið og er þakklát fyrir allar góðu stundirnar sam- an. Þú varst alltaf svo góð við mig og varst dásamleg amma. Elska þig. Kveðja, Alda barnabarn. Elsku Ásta, það var ómetan- legt að hafa þig í lífi mínu og þú varst frábær ferðafélagi og ná- granni í Fróðengi 5. Takk fyrir allt elsku frænka. Edith Vémundsdóttir. Ásta Stefánsdóttir Elskulegur eiginmaður, faðir, bróðir, tengdafaðir, mágur, stjúpfaðir og afi, KRISTBJÖRN RAFNSSON, sjómaður, Austurbrún 2, lést föstudagskvöldið 17. júní á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Grundarfjarðarkirkju föstudaginn 1. júlí klukkan 13 og verður henni streymt á netinu. Eva Margrét Jónsdóttir Agnes Ýr B. Kristbjörnsd. Tómas Logi Hallgrímsson Arna Rún Kristbjörnsdóttir Elí Jón Johannesen Helgi Rafn Kristbjörnsson Bárður, Unnur María og Héðinn Rafn systkini Kristbjörns, makar, aukabörn og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, NÍNA ODDSDÓTTIR, lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn 11. júní. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 28. júní klukkan 13. Rósmundur M. Guðnason Helga Sigurðardóttir Vilmundur G. Guðnason Guðrún Nielsen Oddur Th. Guðnason Dýrfinna H. Sigurðardóttir Gunnar Gísli Guðnason Guðlaug Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.