Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 21.06.2022, Side 24

Morgunblaðið - 21.06.2022, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2022 Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is Njótið sumarsins Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þér er óhætt að tala um þínar innstu tilfinningar, en jafnvel betra að hlusta á annan gera það. Einhverra hluta vegna ert þú mjög sannfærandi þessa dag- ana. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú gætir lent í deilum við yfirboðara þína, foreldra eða kennara í dag. Hertu upp hugann því nú er til mikils að vinna. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú þarft að geta lagað þig að breyttum aðstæðum núna. Talaðu ljóst þegar þú segir öðrum skoðanir þínar. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Sinntu vinnu þinni í friði – aðrir eiga bara eftir að gera minna úr framsýni þinni. Tveir ólíkir kraftar mynda nokkuð fal- legt er þeir koma saman. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það er hætt við að þú lendir í deilum við vini þína eða hóp fólks í dag. Teldu upp að tíu áður en þú hefst handa. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þegar líkaminn þarfnast lofts, vatns og matar þarfnast sálin sýnar. Bardaga- listamaður streitist ekki gegn mótstöðu heldur beinir henni annað. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú græðir ekki á efasemdum núna. Taktu tillit til þess að það eru ekki allir jafn ófeimnir og þú, og hafa margt fram að færa þótt þeir eigi erfitt með að láta það í ljós. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Einhver blómstrar nálægt þér. Hlustaðu á aldna, því þeir hafa lært svo margt. Reyndu að miðla málum á fordóma- lausan hátt. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þar sem þú ert að taka skjótum framförum skaltu skrá það einhvers staðar. En það ríður á að þú haldir haus og standir uppréttur. Gættu þess líka að vanrækja ekki þína nánustu. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Reyndu að koma af stað já- kvæðu orkuflæði í líkama þínum. Sýndu því tillitssemi og virtu tilfinningar annarra. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú munt ekki sjá eftir þeirri ákvörðun að deila sjálfum þér og jafnvel eigum þínum með þeim sem eru þér kærir. Heldur njóta sérhverrar mínútu. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Samstarfsmenn eða fjölskyldu- meðlimir eru ekki nákvæmlega á sama máli og þú. Ef þú ert með vindinn í fangið er stórmannlegra að fara ekki af leið. I nga Jónína Backman fæddist 21. júní 1947 á Akranesi og ólst þar upp en fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur eftir að Inga tók unglingsprófið. Hún gekk í Vogaskóla og seinna í enskuskóla til Englands. Inga lauk stúdentsprófi frá öldungadeild MH og síðar söngkennaraprófi frá Söng- skóla Reykjavíkur. Inga lagði fyrst stund á nám í hjúkrunarfræði en frænka hennar, Inga Þóra Geir- laugsdóttir, stakk upp á því að sækja um í söngskóla, sem þær gerðu. Inga kláraði fyrsta árið í hjúkrunarfræði en sneri sér svo alfarið að söngnum og hefur ekki starfað við annað síð- an. „Það var mikil músík á mínu æskuheimili og ég hafði alltaf gaman af söng.“ Móðir Ingu var frá Akra- nesi en faðir hennar úr Reykjavík. „Þau hittust í Gúttó við Tjörnina sem var einn helsti skemmtistaðurinn í Reykjavík og dönsuðu alla sína tíð. Pabbi var mikill og flinkur dansari. Hann var sendur í dansskóla þegar hann var ungur þrátt fyrir mikla fá- tækt og kenndi systkinum sínum sem voru alls níu talsins og síðar börnunum. Mínar fyrstu minningar eru að dansa á tánum á pabba og við vorum vön að dansa mikið saman.“ Inga og systkini hennar hafa um ævina öll fengist við einhvers konar listsköpun. „Við fengum hljóðfæri á tíu ára afmælinu, Addi harmoniku og ég píanó. Addi var strax kominn í skólahljómsveitina á Akranesi sem síðar varð hljómsveitin Dumbó. Ég fór í píanónám hjá Hauki Guðlaugs- syni organista. Þetta var góður grunnur fyrir okkur systkinin. Við fjögur, ég, Addi, Ernst og Edda, æfðum um árabil kvartett ásamt Reyni Jónassyni organista eftir að Addi bróðir veiktist. Við hittumst alltaf á laugardagsmorgnum og æfð- um og þá fylgdi það með að sjóða fisk með kartöflum og hömsum. Það klikkaði ekki. Ég á hlýjar minningar frá þessum tíma og þetta var okkar aðferð til þess að efla hugann þegar dökkar hliðar lífsins dúkkuðu upp hjá okkur eins og gerist hjá mann- fólkinu. Ég hef unnið við einsöng, kór- stjórn, kórsöng og kennslu síðan ég lauk námi og fór í kór Neskirkju þar sem Reynir Jónasson var organisti og áttum við gott samstarf í 20 ár, ásamt því að ég var kórstjóri eldri- borgarakórsins í Neskirkju. Ég var á meðal einsöngvara sem stofnuðu Hljómkórinn sem söng við útfarir og var hann starfandi í 20 ár. Ég er núna í dásamlegum kór Fella- og Hólakirkju þar sem Arnhildur Val- garðsdóttir, organisti kirkjunnar, gleður okkar sálir. Hún heldur mér á tánum með því að biðja um einsöng- inn minn við og við og lofar að segja mér hvenær gott er að hætta leik.“ Arnhildur var upphaflega nemandi Ingu í söngskólanum Dómus Vox og spilaði síðar með henni inn á diskinn Ó undur lífs ásamt Hjörleifi Valssyni fiðluleikara. Inga gaf út annan disk árið 2000 Ég hlakka til í samvinnu við Ólaf Vigni Albertsson. Titillagið á disknum er samið af Arnmundi, bróður Ingu, en textinn er úr ljóði Jóhannesar frá Kötlum. Inga fór með hlutverk Mímíar í óperunni La Boheme sem Óperusmiðjan sýndi í Borgarleikhúsinu árið 1992 við góðar undirtektir. Inga fór einnig með hlutverk Systur Angelicu úr sam- nefndri óperu. Hún flutti sópran- hlutverkið í óratóríunni Messíasi með Pólýfónkórnum og Ingólfi Guð- brandssyni og Herði Áskelssyni org- anista. „Ég var ekki búin í söngskól- anum og var að ljúka við kennaradeildina þegar Ingólfur hafði samband við kennarann minn og ég fór í prufu til hans. Ég hafði enga trú á því að hann ætlaði að ráða mig.“ Inga fór þá með sópranhlutverkið í óratóríunni Árstíðirnar með Fíl- harmoníunni og Úlriki Ólasyni. „Ógleymanlegar minningar, eins ein- söngur með Karlakór Reykjavíkur og fleiri kórum.“ Tónleika hefur hún haldið á vegum Inga Jónína Backman söngkona – 75 ára Ógleymanlegar minningar Ég hlakka til Inga samdi diskinn í samstarfi við Ólaf Vigni Albertsson. Inga hefur farið með aðalhlutverk í þekktum óperum og óratóríum og sungið í kór um árabil. Tónlist Kór Fella- og Hólakirkju söng nýverið til styrktar Úkraínu. 50 ÁRA Guðrún er fædd og uppalin á Akureyri. Hún hefur verið eigandi lík- amsræktarstöðva í heimabænum und- anfarin 20 ár, ásamt því að kenna bog- fimi, en sagði nýverið upp störfum og flytur til Spánar í haust. „Þetta er mjög spennandi. Það er ekki á döfinni að opna aðra líkamsræktarstöð en mér gengur vel í spænskunni.“ Guðrún er grunnskólakennari að mennt frá Há- skólanum á Akureyri. Áhugamál henn- ar eru hreyfing, golf og ferðalög. FJÖLSKYLDA Börn Guðrúnar eru Ásgerður Jana Ágústsdóttir, f. 1996, Júlíus Orri Ágústsson, f. 2001, og Berglind Eva Ágústsdóttir, f. 2009. Faðir þeirra var Ágúst H. Guðmundsson, f. 1967, d. 2021, fyrrverandi handboltaþjálfari og leikmaður. Foreldar Guð- rúnar eru Gísli Jón Júlíusson, f. 1943, fyrrverandi framkvæmdastjóri og Val- gerður Valgarðsdóttir, f. 1944, fyrrverandi hjúkrunarfræðingur og djákni. Guðrún Gísladóttir Til hamingju með daginn Hafnarfjörður Þórey Helga Árnadóttir fæddist 14. september 2021 kl. 22.45. Hún vó 3.650 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Árni Ólafur Árnason og Lára Sif Sigurjóns- dóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.