Morgunblaðið - 21.06.2022, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2022
Snæfríður Sól Jórunnardóttir hafn-
aði í 20. sæti af 41 keppanda í 200
metra skriðsundi á heimsmeistara-
mótinu í 50 metra laug í Búdapest í
gærmorgun. Snæfríður synti vega-
lengdina á 2:00,61 mínútum en
Katja Fain frá Slóveníu sem náði
síðust inn í undanúrslitin í sextánda
sæti var á 1:58,84 mínútu, eða innan
við tveimur sekúndum á undan
Snæfríði. Íslandsmet Snæfríðar í
greininni er 2:00,20 mínútur en það
setti hún á Ólympíuleikunum í Tók-
ýó í fyrra. Snæfríður keppir í 100
metra skriðsundi á morgun.
Snæfríður í 20.
sæti á HM
Ljósmynd/Sziliva Micheller
20 Snæfríður Sól Jórunnardóttir
eftir sundið í gærmorgun.
Knattspyrnukonan Hildur Antons-
dóttir er orðin leikmaður Fortuna
Sittard í Hollandi. Hún kemur til fé-
lagsins frá Breiðabliki. Fortuna
Sittard er nýtt kvennalið sem leikur
sitt fyrsta keppnistímabil í hol-
lensku A-deildinni í haust. Hildur
hefur spilað 157 úrvalsdeildarleiki
fyrir Val og Breiðablik og í þeim
skorað 32 mörk. Hún hefur verið
lykilmaður í liði Breiðabliks síðustu
ár og skorað fjögur mörk í tíu leikj-
um í Bestu deildinni á leiktíðinni.
Hildur á einnig tvo A-landsleiki að
baki og 40 með yngri landsliðum.
Morgunblaðið/Eggert
Holland Hildur Antonsdóttir er
komin til Fortuna Sittard.
Hildur í nýtt fé-
lag í Hollandi
EM 2022
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Sveindís Jane Jónsdóttir, sókn-
armaður íslenska kvennalandsliðs-
ins í knattspyrnu og Þýskalands-
meistara Wolfsburg, kveðst afar
spennt fyrir því að taka þátt í sínu
fyrsta stórmóti með Íslandi þegar
EM 2022 á Englandi hefst í næsta
mánuði. Íslenska liðið kom saman í
gær og hóf undirbúning sinn fyrir
mótið, fimmta Evrópumótið sem
kvennaliðið tekur þátt í, með
æfingu á Laugardalsvelli.
„Það er mjög gaman að vera
komin. Ég er eiginlega búin að vera
spennt fyrir þessu síðan síðasta
landsliðsverkefni kláraðist. Það er
alltaf ótrúlega gaman að hitta stelp-
urnar og æfa með þeim, það er
bara geðveikt,“ sagði Sveindís í
samtali við Morgunblaðið áður en
æfingin hófst í gær.
Frestunin lán í óláni
EM átti upphaflega að fara fram
síðasta sumar en var frestað um
eitt ár vegna kórónuveirufaraldurs-
ins. Sveindís sagði það vissulega
leitt að mótinu hefði verið frestað
en hún og fleiri leikmenn hefðu ein-
faldlega nýtt tímann til þess að
bæta sig. Því hafi frestunin verið
nokkurs konar lán í óláni.
„Já, það var leiðinlegt í fyrra,
mann langaði náttúrlega bara að
fara á stórmótið og það er leiðinlegt
að bíða. En það er bara geggjað
núna. Ég er búin að bæta mig og
minn leik og það eru örugglega
flestar stelpurnar orðnar betri en í
fyrra. Þannig að þetta er held ég
bara mjög góð tímasetning og liðið
er á góðum stað,“ sagði Sveindís.
Tókum okkur stutt frí
Aðspurð sagðist hún telja stöð-
una á 23 manna leikmannahópnum
ansi góða. „Já, allavega það sem ég
hef séð. Við erum bara að hittast í
fyrsta skipti síðan í síðasta verkefni
og það er alltaf jafn gaman að
koma. Það eru allar í fínu standi.
Íslenska, sænska og norska
deildin eru í gangi núna og það eru
flestar að spila og í góðu leikformi.
Við hinar sem kláruðum tímabilið
fyrir nokkrum vikum erum búnar
að halda okkur í formi og eiginlega
æfa síðan. Við tókum okkur mjög
stutt frí og erum komnar sterkar
hingað.“
Hefðu viljað kveðjuleik heima
Íslenska liðið leikur aðeins einn
vináttulandsleik í undirbúningi sín-
um fyrir EM, gegn Póllandi þar í
landi 29. júní næstkomandi.
Sveindís viðurkenndi að liðið hefði
gjarnað viljað fá að spila fleiri
leiki, þá sérstaklega heimaleik á
Laugardalsvelli til að kveðja þjóð-
ina, en það væri þó jákvætt að
geta kvatt landsmenn á opinni æf-
ingu á vellinum 25. júní næstkom-
andi.
„Ég held að við séum smá
svekktar að hafa ekki fengið
kveðjuleik hérna á Laugardalsvelli
en það er náttúrlega ekki alltaf
hægt. Við fáum kveðjuæfingu
hérna og fáum þá vonandi að hitta
sem flesta.
Þetta er einn leikur, það væri al-
veg gaman að fá fleiri fyrir mótið
en ég held að það muni ekki
breyta miklu. Þá höfum við bara
meiri tíma til þess að æfa saman
og slípa okkur betur saman. Ég
held að þetta eigi allt eftir að koma
vel út,“ sagði hún að lokum.
Nýttu tímann til að bæta sig
Morgunblaðið/Hákon Pálsson
Æfing Sveindís Jane Jónsdóttir ásamt Amöndu Andradóttur á æfingu
íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á Laugardalsvelli í gær.
- Sveindís á leið á sitt fyrsta stórmót - Spila ekki vináttuleik heima fyrir EM
MEISTARADEILDIN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
„Mér líst hrikalega vel á þetta. Það
er gaman að fá smá tilbreytingu í
fótboltalífið og mæta erlendu liði.
Það er geggjað. Ég met mögu-
leikana okkar góða ef við mætum vel
stemmdir til leiks og spilum eins og
við getum,“ sagði Halldór Smári Sig-
urðsson, leikjahæsti leikmaður í
sögu Víkings úr Reykjavík, í samtali
við Morgunblaðið.
Víkingur mætir Levadia Tallinn
frá Eistlandi í forkeppni Meistara-
deildar Evrópu í fótbolta klukkan
19:30 í Víkinni í kvöld. Sigurliðið
mætir annað hvort La Fiorita frá
San Marínó eða Inter d’Escaldes frá
Andorra í úrslitaleik um sæti í 1.
umferðinni, þar sem sænsku meist-
ararnir í Malmö bíða.
„Við höfum eiginlega ekkert skoð-
að hin tvö liðin en ef við horfum á
landslið þjóðanna eru Ísland og
Eistland betri en hin tvö löndin en
það er erfitt að dæma út frá því einu
saman. Þetta eru allt góð lið og verð-
ugir andstæðingar,“ sagði Halldór
um andstæðinga Víkings.
Pakkað í vörn í Slóveníu
Halldór hefur tekið þátt í tveimur
Evrópueinvígjum til þessa með Vík-
ingi, bæði á móti liðum frá Slóveníu.
Árið 2015 mætti liðið Koper og tap-
aði naumlega í tveimur leikjum, 2:3.
Árið 2020 féll liðið síðan úr leik gegn
Olimpija Ljubljana eftir að Sölvi
Geir Ottesen fékk beint rautt spjald
snemma leiks. Þá var aðeins leikinn
einn leikur vegna kórónuveirunnar.
„Ég man vel eftir þeim og eins og
ég kom inn á áðan, er þetta góð til-
breyting í tilveruna að fá að mæta
þessum liðum og þetta voru
skemmtilegar ferðir til Slóveníu. Við
vorum nálægt því að fara áfram í
fyrra skiptið og að sama skapi fyrir
tveimur árum. Þá fékk Sölvi Geir
rautt alveg í byrjun og við pökk-
uðum í vörn og töpuðum 2:1. Þótt við
Víkingar viljum spila flottan sókn-
arbolta, er hitt líka mjög skemmti-
legt. Vonandi tekst okkur að gera
betur núna og fara lengra,“ sagði
Halldór.
Víkingur hefur unnið fjóra leiki í
röð í öllum keppnum eftir frekar
hæga byrjun á Íslandsmótinu.
„Það er góð tímasetning á þessu
skriði, þótt það hefði mátt byrja
fyrr. Síðustu leikir gefa okkur kraft
inn í þennan leik. Þótt sigurinn á
ÍBV í síðasta leik hafi litið nokkuð
þægilega út á blaði, var hann tor-
sóttur, þar sem ÍBV gaf okkur
hörkuleik og við vorum ekki alveg
eins góðir og við getum verið. Að fá
þessa sigra ætti aftur á móti að
hjálpa okkur í Evrópuleikjunum.“
Spenntur að mæta Milos
Leikirnir í forkeppninni fara allir
fram á Víkingsvelli. Halldór sér
bæði kosti og galla við það. „Ég tel
að það eigi að gefa okkur forskot að
spila á velli sem við spilum okkar
heimaleiki á og æfum á alla daga.
Hins vegar er eitt jákvætt við að
fara út í svona ferðir. Þá hugsa leik-
menn um fótbolta allan daginn. Það
eykur einbeitinguna í öllum hópnum.
Flestir í hópnum gera eitthvað allt
annað á daginn en að spila og hugsa
um fótbolta. Það verður krefjandi að
ná upp þeirri einbeitingu sem þarf í
svona leiki. Við verðum samt eflaust
ekki í neinum vandræðum með það.“
Eins og áður hefur komið fram
mætir Víkingur sænsku meist-
urunum í Malmö, komist liðið úr for-
keppninni. Milos Milojevic, fyrrver-
andi þjálfari Víkings, er þjálfari
Malmö.
„Það væri mjög skemmtilegt að
fara þangað og spila á móti rosalegu
liði. Ég tala nú ekki um að fá að hitta
Milos aftur, en við þurfum að spá í
þessum leik á morgun (í dag) og ef
það gengur vel spáum við í næstu
leikjum,“ sagði Halldór Smári.
Góð tilbreyting
í fótboltalífið
- Víkingur mætir Levadia Tallinn
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Leikjahæstur Víkingurinn Halldór Smári Sigurðsson er klár í slaginn er Ís-
lands- og bikarmeistararnir mæta Levadia Tallinn á Víkingsvelli í kvöld.
Einn allra skemmtilegasti
tími íslenska fótboltasumarsins
hefst á morgun. Íslands- og bik-
armeistarar Víkings úr Reykjavík
mæta þá Levadia Tallinn í fyrstu
umferð í forkeppni Meistara-
deildar Evrópu.
Það er skemmtileg tilbreyting
fyrir alla innan félaganna að leika
við lið utan Íslands, sem og fyrir
stuðningsmenn og knatt-
spyrnuaðdáendur almennt.
Vonandi geta stuðnings-
menn lagt ríginn til hliðar og
haldið með íslensku liðunum í
Evrópukeppnum. Stuðnings-
menn HK mega alveg halda með
Breiðabliki í Evrópuleik og meira
að segja stuðningsmenn Vals
með KR, þótt það sé eflaust eilít-
ið erfitt.
Íslensku liðin þurfa góðan
stuðning sem aldrei fyrr, þar
sem árangur í Evrópu hefur verið
dapur undanfarin ár. Það er leið-
inlegt að Víkingur þurfi að fara í
gegnum forkeppni með liðum úr
slökustu deildum Evrópufótbolt-
ans.
Nú er loksins búið að fjölga
leikjum í íslensku deildinni. Von-
andi styrkir það íslensku liðin í
Evrópukeppnum og verður til
þess að Ísland hækki á styrk-
leikalistanum. Við viljum ekki
fara mikið oftar í þessa blessuðu
forkeppni.
Er þetta í þriðja skipti sem
Víkingur tekur þátt í Evr-
ópukeppni á 21. öldinni. Í hin
skiptin féll liðið úr leik í 1. umferð
gegn Koper frá Slóveníu árið
2015 og svo Olimpija Ljubljana
frá sama landi árið 2020. Sá
leikur er rifjaður upp með Hall-
dóri Smára hér til vinstri.
Nú fær Víkingur loksins að
spreyta sig gegn liði frá öðru
landi og vonandi unnið sitt fyrsta
Evrópueinvígi í áttundu tilraun.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Stefán Númi
Stefánsson, at-
vinnumaður í
ruðningi, er kom-
inn í sterkustu
deild Evrópu.
Hann samdi á
dögunum við
þýska félagið
Potsdam Royals.
Stefán er sóknar-
línumaður og er hans hlutverk á
vellinum að vernda leikstjórnanda
síns liðs gegn varnarmönnum and-
stæðinganna. Hann hefur einnig
leikið í Danmörku, á Spáni og í Aust-
urríki. Potsdam Royals leikur í
GFL-deildinni í Þýskalandi, sterk-
ustu deild Evrópu. Þar hefur liðið
farið afar vel af stað og unnið fjóra
fyrstu leiki sína á leiktíðinni. Deild-
inni er skipt í norður- og suðurhluta
og fara fjögur efstu lið hvors hluta í
átta liða úrslit, þar sem keppt er um
þýska meistaratitilinn.
Stefán í
sterkustu
deild Evrópu
Stefán Númi
Stefánsson
Knattspyrna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Víkingsv.: La Fiorita – Inter Escaldes ....13
Víkingsv.: Víkingur R. – L. Tallinn......19.30
Besta deildin:
Origo-völlurinn: Valur – Leiknir R......19.15
Akranes: ÍA – FH..................................19.15
Í KVÖLD!