Morgunblaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
96%
Empire
The Playlist BBC The sun
Total FilmRogerEbert.com
“Top Gun: Maverick is outstanding.”
Breathtaking
“It’s the BEST MOVIE OF THE YEAR!”
“Might be the best movie in 10 years.”
“Top Gun: Maverick is fantastic.” “Best Action Sequel Of All Time”
“What going to the movies is all about”
“You must see this one in the theater.”
“a must see!”
82%
Empire Rolling StoneLA Times
BENEDICT
CUMBERBATCH
ELIZABETH
OLSEN
chiwetel
ejiofor
BENEDICT
WONG
xochitl
gomez
MICHAEL
STÜHLBARG
RACHEL
MCadams
HJÖRTUR JÓHANN JÓNSSON ALDÍS AMAH HAMILTON AHD TAMIMI GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON
LÍSA PÁLSDÓTTIR HARALD G. HARALDS KATRÍN HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR
“THE BEST MOVIE OF THE YEAR” “AN EPIC ADVENTURE”
“A CROWD-PLEASEING BLAST” “THE MOVIE EVENT OF THE YEAR”
“A MOVIE LIGHT YEARS AHEAD OF IT´S TIME”
S
orgarferðalag ungrar konu
sem glímir kannski og
kannski ekki við andleg
veikindi er umfjöllunarefni
bókarinnar Flot. Á yfirborðinu virðist
sorgin sprottin af eðlilegum ástæðum
en þegar lengra er kafað ofan í sálar-
líf hennar kemur í ljós að sorgin á sér
enn loðnari og þrjóskari rætur en
fyrst var látið í
ljós. Flot í stóru
kari í miðbæ
Reykjavíkur verð-
ur að miðpunkti í
lífi konunnar,
Fjólu, og strengir
flotið sterkan
þráð í gegnum
bókina alla.
Um er að ræða
fyrstu skáldsögu
höfundar, Rebekku Sifjar Stef-
ánsdóttur. Henni tekst að mörgu
leyti afar vel upp í frásögn sinni. Bók-
in fer hægt og aðeins stirt af stað en
um miðbik er flæðið orðið mjög gott,
söguþráðurinn spennandi og sífellt
kemur eitthvað óvænt upp. Þó endar
bókin fullbratt að mati undirritaðrar
en hröð atburðarásin í lokin speglar
þó að einhverju leyti andlegt ástand
Fjólu. Þessi bók sígur því sannarlega
ekki um miðjuna eins og margar
skáldsögur gera, þvert á móti er
miðjan sterkasta stykki bókarinnar.
Skáldsagan er virkilega frumleg og
kemur á óvart. Þrátt fyrir að um sé
að ræða frásögn af einhvers konar
ástarsorg, þó Fjóla hafi ekki endilega
raunverulega elskað kærastann, sem
yfirgefur hana fyrir aðra konu, þá er
ekki hægt að segja að neinar klisjur
séu í bókinni.
Frásögnin er ljóðræn og höfundur
vandar sig við að lýsa því sem máli
skiptir svo snilldarlega að lesandinn
finnur fyrir lýsingunni djúpt inni í
sínum eigin kjarna.
Við sambandsslit verður til sérstök teg-
und af eitri. Eitur sem heltekur per-
sónuleika og gjörðir manneskju. Það
dreifir sér hratt, við því er ekkert mót-
efni. Það var eitur í orðum mínum, orð-
um Vals, hverri einustu hreyfingu. Eitrið
hefur komið sér fyrir líffærunum, sem
hafa nú skerta starfsgetu.
Hjartað hangir á bláþræði. (bls. 24)
Þessar nákvæmu lýsingar eru
mjög vel gerðar en stundum segir
höfundur of mikið í stað þess að sýna
lesandanum og leyfa honum að átta
sig á aðstæðum upp á eigin spýtur.
Það er fremur áberandi í upphafi
bókarinnar en á síðustu blaðsíðunum
snúast leikar algjörlega og má segja
að þar séu gerðar of miklar kröfur til
lesandans hvað varðar að geta í eyð-
urnar. Ekki er alveg á hreinu hvað
hefur komið fyrir Fjólu en þó má á
móti segja að það sýni að vissu leyti
fram á hennar andlega ástand á þeim
tíma sem bókinni lýkur. Að mínu mati
hefði höfundur þó mátt gefa lesand-
anum aðeins meira til þess að moða
úr, svo að hann fengi almennilega
mynd af atburðarásinni.
Spennandi söguþráður
Fjölskyldusaga Fjólu er harmræn og
frumleg en er að mínu mati eiginlega
tekin aðeins of langt. Foreldrar henn-
ar öðlast litla sem enga dýpt á síðum
bókarinnar, líta einungis út sem nei-
kvæðir áhrifavaldar í lífi Fjólu sem
ekki hafi átt sér neina kosti.
Flot er því virkilega vel unnið
fyrsta verk, fullt af nýstárlegum lýs-
ingum og ljóðrænum texta. Sögu-
þráðurinn er spennandi og óvæntur
en hefði á tíðum mátt við aðeins betri
mótun. Hið sama má segja um auka-
persónur bókarinnar en Fjóla sjálf er
úthugsuð og trúverðug persóna. Það
er auðvelt að mæla með bókinni fyrir
þau sem vilja lesa texta sem ber með
sér nýjan andblæ og mun eflaust eng-
inn verða svikinn af því að fylgjast
með því sem Rebekka Sif leggur fyrir
sig á höfundasviðinu á næstunni.
Ljóðrænt Flot er í virkilega vel unnið fyrsta verk, fullt af nýstárlegum lýs-
ingum og ljóðrænum texta, skrifar gagnrýnandi um bók Rebekku Sifjar.
Ljóðrænt og fljótandi fyrsta verk
Skáldsaga
Flot
bbbmn
Eftir Rebekku Sif Stefánsdóttur.
Króníka, 2022. Kilja, 194 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar-
og viðskiptaráðherra veitti 16. júní
sl. styrki úr þremur menningar-
sjóðum, þ.e. tónlistarsjóði, hljóðrita-
sjóði og bókasafnasjóði, við hátíð-
lega athöfn í Safnahúsinu.
„Stuðningur við menningu og
skapandi greinar skiptir samfélagið
miklu máli og því er einstaklega
gleðilegt að geta afhent svona styrki
til svona fjölbreyttra verkefna,“
sagði Lilja og var þetta seinni út-
hlutun tónlistarsjóðs sem veitti nú
styrki til 100 tónlistartengdra verk-
efna að upphæð rúmlega 71 milljón
króna, að því er segir í tilkynningu.
Til úthlutunar var 50 milljóna viðbót
stjórnvalda, viðspyrnuúrræði vegna
heimsfaraldursins, segir þar. Bóka-
safnasjóður veitti alls 20 milljónir
króna til níu verkefna og hljóðrita-
sjóður 29 milljónir króna til 59 verk-
efna
Alls bárust 149 umsóknir frá mis-
munandi greinum tónlistar á um-
sóknarfresti 2. maí sl. um styrki úr
tónlistarsjóði. Sótt var um ríflega
166 milljónir kr. og umsóknir um
stuðning til verkefna í sígildri og
samtímatónlist voru áberandi fleiri
en umsóknir til verkefna til hryn-
tónlistarverkefna og endurspeglast
það í úthlutun, segir í tilkynningu,
nánar tiltekið 69 styrkir til sígildrar
og samtímatónlistar og 21 til hryn-
tónlistar.
Hæstu styrki, að upphæð þrjár
milljónir króna, hljóta tónlistar-
hátíðin Norrænir músíkdagar og
verkefnið Óperudagar á vegum Peru
óperukollektíf en báðar hátíðir fara
fram í október. Hátíðin Ung nordisk
musik hlýtur næsthæsta styrkinn,
2,5 milljónir króna.
Hljóðritasjóður styrkir 59 hljóð-
ritunarverkefni. Fimmta breiðskífa
Moses Hightower fær hæsta styrk-
inn, 1,2 milljónir króna.
Níu verkefni fá svo styrk úr bóka-
safnasjóði, en alls bárust 15 umsókn-
ir. Háskólinn á Bifröst fær hæsta
styrkinn, 4,5 milljónir króna, og snýr
verkefnið að því að koma á kennslu-
vef í upplýsingalæsi.
Styrkir veittir úr þremur menningarsjóðum
Styrkveitingar Frá athöfninni sem fram fór í Safnahúsinu 16. júní.