Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 21.06.2022, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 21.06.2022, Qupperneq 32
Bríet, Bjartar sveiflur, Emmsjé Gauti og Hipsumhaps eru á meðal þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Innipúkanum sem haldin verður um verslunarmanna- helgina, 29.-31. júlí. Hátíðin fagnar nú 20 ára afmæli og auk fyrrnefndra tónlistarmanna og hljómsveita sem koma fram má nefna Flona og Snorra Helgason og eiga fleiri eftir að bætast við dagskrána. Innipúkinn verður haldinn á nýjum stað. Hann var síðast úti á Granda en verður núna í Ingólfsstræti. Aðaltónleikadagskráin fer fram í Gamla bíói og á efri hæð Röntgens. Bríet, Bjartar sveiflur, Emmsjé Gauti og Hipsumhaps á Innipúka ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 172. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Það vantaði ekki fjörið í leikina þrjá sem spilaðir voru í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi. Alls litu þrettán mörk dagsins ljós í þremur leikjum. Mesta fjörið var á glænýjum heimavelli Fram í Úlfarsárdal. Þar gerðu Fram og ÍBV sex marka jafntefli, 3:3. Guðmundur Magnússon skoraði þrennu fyrir Fram. Á Kópavogsvelli vann Breiðablik afar sannfærandi 4:1-sigur á KA þar sem Ísak Snær Þorvaldsson fór á kostum fyrir Blika. Loks skildu Stjarnan og KR jöfn, 1:1. Atli Sigurjónsson skoraði jöfnunarmark í uppbótartíma fyrir KR. »26 Þrettán mörk í þremur leikjum ÍÞRÓTTIR MENNING um árum. „Ég var bara í farskóla og það liðu fimm ár þar til ég mannaði mig upp í að fara í Reykholts- skóla og þaðan á Bifröst. Lengi stefndi í það að mig dagaði uppi í dalnum eins og fleiri, en það að sækja um í Reykholti er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu, að reyna að mennta mig. Á þessum árum þurfti að velta fyrir sér hverri krónu og bókin lýsir búskaparbaslinu á þessum tíma.“ Umhverfið er Reyni hugleikið og hann segir meðal annars frá göngu- leiðum í Hnappadal, víkingaskipi á Hlíðarvatni og fundi Gullborgar- hella. „Fundurinn var mikið ævin- týri,“ rifjar hann upp, en í bókinni er jafnframt örnefnaskrá, ábúendatal og niðjatal móðurafa hans og -ömmu. Enn fremur er þar ritgerð Olgu Dísar Sævarsdóttur um Hraunholt og ævisaga afa Reynis í hnotskurn. „Afi og mamma hættu búskap 1965 og fluttu suður til Reykjavíkur, en nokkrum árum seinna kom kona í heimaþjónustu og hún byrjaði að skrifa eftir afa mínum. Fyrir til- viljun rákumst við frænka mín á þessa frásögn á netinu, en skrásetj- arinn hefur ekki fundist.“ Hátt í 200 ljósmyndir, flestar eftir Jónas Magnússon, móðurbróður Reynis, eru í bókinni, sem Nýhöfn gefur út. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Á bernskuárunum um miðja síðustu öld var Reynir Ingibjartsson gjarn- an einn með sjálfum sér á af- skekktum bæ á Snæfellsnesi, þar sem hann ólst upp hjá einstæðri móður og afa sínum. Á árunum 1952 til 1960 skráði hann í kompur það sem hann taldi markverðast og hef- ur nú sent frá sér bókina Hraunholt í Hnappadal: Mannlíf og minningar, sem hann byggir sérstaklega á þess- um heimildum. „Ég skráði bókstaflega allt sem var skráningarvert,“ segir Reynir um æskuskrifin, en í sex litlum vasa- bókum hans má meðal annars sjá upplýsingar um heyskap, silungs- veiði, gestakomur, bíla, magn skíts sem dreift var á túnin, fjölda eggja í hænsnabúinu, árangur í ýmsum greinum íþrótta, úrslit kosninga, þorpið Krummahól, sem hann bjó til, tilbúna leiki og svo framvegis. Bókin endurspeglar erfitt líf á kotbýli, en segir um leið frá áhyggjulausu lífi barnsins sem finn- ur sér nóg að gera í fámenninu og býr til leiki til þess að auka fjöl- breytnina. „Ég segi frá sjálfum mér, frændfólki mínu og fólkinu í dalnum, og satt best að segja held ég að svona bók hafi ekki áður verið skrif- uð.“ Tímamót Öll viðskipti fóru í gegnum kaup- félagið og því var mikil búbót að geta selt brúarvinnu- og vegavinnuflokki mjólk. Þau viðskipti færði Reynir samviskusamlega til bók- ar. „Ég byrjaði á þessari skrýtnu áráttu þegar ég var 11 ára, skráði niður alla mjólkurpotta, hvað var borgað fyrir og svo fram- vegis. Þetta er í raun merki- leg heimild um þennan tíma – þetta er tíminn þegar sá gamli er að kveðja og sá nýi að taka við.“ Í því sambandi bendir hann á að afi sinn hafi keypt jeppa 1946 og hann hafi tekið við af orfinu og ljánum og hestasláttuvél- inni. „Nýr tími rann upp í dalnum og það er þessi veruleiki sem litlu vasa- bækurnar geyma og er nú kominn í bók.“ Skólaganga Reynis var lítil á þess- Lífið í Hraunholtum - Reynir Ingibjartsson sendir frá sér bók um mannlíf sem var Morgunblaðið/Hákon Rithöfundur Reynir Ingibjartsson flettir einni vasabókinni með heimildunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.