Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 18.07.2022, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.07.2022, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2022 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 595 1000 www.heimsferdir.is CostadelSol Flug aðra leið til Malaga: 21. júlí eða1. ágúst á ótrúlegu verði 19.950 Flug aðra leið frá Flugsæti Íbúar Seyðisfjarðar og gestir listahátíðarinnar LungA komu saman í firðinum á laugardaginn til að mótmæla fyrirhuguðu sjókvía- eldi þar. Að sögn Ásrúnar Mjallar Stefánsdóttur, sem er í samtök- unum VÁ – félagi um vernd fjarðar, og situr í sveitarstjórn Múlaþings, voru mótmælin vel sótt. Hún bendir á að um 55 prósent Seyðfirðinga séu búin að ljá undirskriftalista nafn sitt til að mótmæla fiskeldinu. „Þetta er merki um það að pen- ingar erlendra stórfyrirtækja séu að valta yfir vilja fólks,“ segir Ás- rún. Fiskeldi í firðinum geti komið til með að ógna bæði Farice-1- sæstrengnum sem liggur úr Seyðis- firði og siglingaleiðum skipa. „Þeir tala um þetta eins og þetta eigi að gerast haustið 2023 og tala mjög fögrum orðum um að þetta eigi að fara fram í sátt og samlyndi við íbúa, en það er alls ekki raunin.“ Nánar er fjallað um mótmælin á mbl.is. Yfir hundrað manns komu saman á Seyðisfirði til að mótmæla áformum um sjóeldiskvíar Mótmæltu fyrirhuguðu fiskeldi Morgunblaðið/Ari Karlotta Líf Sumarliðadóttir karlottalif@mbl.is Þau Sigfús Sigurðsson og Bryndís Sigurðardóttir eru elstu núlifandi tvö systkini á Íslandi, en sam- anlagður aldur þeirra er 203 ár og 8 mánuðir, samkvæmt upplýsingum frá Jónasi Ragnarssyni ritstjóra, sem hefur umsjón með Facebook- síðunni Langlífi. Sigfús fagnar 104 ára afmæli sínu í dag, en hann er fæddur 18. júlí 1918. Bryndís, systir hans, er 99 ára gömul og verður 100 ára 12. nóvember. Hún er yngst af sex systkinum. Afmælisveisla var haldin í gær, sunnudag, í tilefni af 104 ára afmæli Sigfúsar, en hann er næstelsti núlif- andi íslenski karlmaðurinn. Sigfús verið við góða heilsu Spurður hverju Sigfús þakkar langlífið, segist hann ekki vera viss. „Ég finn eiginlega ekki fyrir því að ég sé neitt endilega gamall,“ segir hann og hlær. Hann segir að heilsan hafi haldist góð í gegnum ævina. „Hún hefur verið allt í lagi, mér líður ágætlega bara, en mér fannst hún vera betri þegar ég var svona áttatíu ára.“ Líst ágætlega á nútímann Að mati Sigfúsar hefur samfélagið ekki alveg gjörbreyst í gegnum árin, þó svo að margt hafi vissulega skeð. „Mér líst ágætlega á nútímann, það er þó alltaf að koma eitthvað nýtt og nýtt sem þarf að varast í framtíðinni, það er gott að gera það.“ Spurður hvað beri að varast, nefnir Sigfús náttúruna. „Það er mikið talað um það núna,“ segir hann. Starfaði lengi sem bifvélavirki Sigfús er fæddur og alinn upp í Hafnarfirði. „Ég er búinn að vera á mörgum stöðum og hef komið víða við, bæði í uppeldi og fleiru, það eru ýmsar stöður sem ég hef verið í um árin. Ég var sendur í sveit þegar ég var ungur, en í sveitinni var oft ágætt,“ segir hann um æskuárin. „Þegar ég var sautján ára fór ég að heiman og sá bara um mig sjálfur. Ég lærði bifvélavirkjun þegar ég var ungur. Ég var hjá Strætó og lærði þar, en þessi iðngrein var ekki til þá, það er að segja hún hét ekki þessu nafni.“ Sigfús tók sveinspróf í bif- vélavirkjun þegar hann var tuttugu ára gamall og starfaði lengi sem bif- vélavirki hjá Strætó. Bryndís sá sér fært að koma í af- mælisveislu Sigfúsar, sem var virki- lega ánægður að sjá systur sína, en nokkur tími var liðinn frá því að þau hittust síðast. Elstu tvö systkini landsins eru 203 ára Morgunblaðið/Óttar Systkini Sigfús Sigurðsson og Bryndís Sigurðardóttir eru elstu núlifandi systkini landsins, samtals 203 ára og 8 mánaða. Þau komu saman í gær. - Sigfús Sigurðsson er 104 ára í dag en segist ekki finna fyrir því að hann sé endilega orðinn gamall - Systir hans Bryndís Sigurðardóttir er 99 ára gömul og verður hundrað ára 12. nóvember Morgunblaðið/Óttar Afmælisveisla Sigfús fagnaði af- mæli sínu með fjölskyldu og vinum. Íbúar sem búa nálægt fyrirhug- uðum Arnarnesvegi um Vatns- endahvarf vonast til að geta sent inn kæru vegna framkvæmdanna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í vikunni. Þetta stað- festir Helga Kristín Gunnarsdóttir, sem komið hefur fram fyrir hönd íbúasamtakanna Vinir Vatnsenda- hvarfs. Fyrri kæru samtakanna hefur áður verið vísað frá, því samtökin voru ekki talin eiga lögvarða hags- muni, og nú hefur því verið reynt að fá undirskriftir íbúa frá sem flestum stöðum, næst fyrirhuguðu vegstæði. Samtökin hafa ekki enn fengið skýrar upplýsingar um hvernig nefndin metur hverjir eigi lögvarða hagsmuni en síðast voru þau ekki talin eiga lögvarða hags- muni því íbúarnir bjuggu í eins og hálfs kílómetra fjarlægð frá fyrir- huguðum gatnamótum. Að sögn Helgu er hún nú búin að fá um 40 undirskriftir og í þetta skiptið eru þau einnig með undir- skriftir frá íbúum í Fellunum, í Seljahverfinu og frá íbúum í Kóra- hverfinu sem búa munu einungis 40 metra frá veginum, verði hann lagður. Þá segir Helga að rafrænir und- irskriftalistar dugi ekki, hver og einn kærandi þurfi að skrifa undir kæruna, sem veldur því að töluvert erfiðara er að safna undirskriftum. „Það er gríðarleg vinna sem felst í þessu, og náttúrulega allt sjálfboðaliðavinna, svo það gerir þetta enginn nema að vonast til að geta breytt einhverju,“ segir Helga. „Þetta er svolítið eins og að berjast við vindmyllur.“ „Þetta er svolítið eins og að berjast við vindmyllur“ - Kærendurnir orðnir 40 talsins - Íbúar úr fleiri hverfum Ljósmynd/Helga Kristín Gunnarsdóttir Arnarnesvegur Horft af Vatns- endahvarfi, þar sem leggja á hrað- braut, yfir höfuðborgina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.